Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Qupperneq 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Qupperneq 35
24.7. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Á morgun, sunnudag, stend- ur Björk Bjarna- dóttir, umhverfis- og þjóðfræð- ingur, fyrir nátt- úrugöngu um Viðey þar sem fjallað verður um jurtir, fugla og menn, huldufólk og álfa. Gangan hefst 13.30 og lýkur 15. Tónleikaröðin Englar og menn í Strandakirkju heldur áfram en á morgun, klukkan 14, verða tónleik- arnir Í ljúfum blæ. Þar koma fram hjónin Þóra Einarsdóttir sópran og Björn Jónsson tenór og með þeim leikur Svanur Vilbergsson á gítar. Hópurinn Live Weirdness býður til tónleika breska raftónlistar- og listamannsins Ceephax Acid Crew í kvöld, laugardag, klukkan 23 á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur. Tónleikarnir verða frumraun hans hér á landi. MÆLT MEÐ Er einhver þarna? er önnur skáldsaga Mari- an Keyes sem kemur út á íslensku. Söguhetja bókarinnar er Anna Walsh sem stödd er heima hjá foreldrum sínum í Dyflinni að jafna sig eftir slys og dreymir um það helst að geta snúið aftur til New York til að geta eytt tíma með vinum sínum og þá helst Aidan. Fyrir einhverjar sakir hefur Aidan þó aldrei samband og smám saman kemur í ljós að það er meira brotið og bæklað en hnéð á Önnu. Bókstafur gefur út, Sigurlaug Gunn- arsdóttir þýddi. Anna í vanda Næstum fullorðin heitir nýútkomin bók Esm- eralda Santiago. Hún er sjálfstætt framhald bók- arinnar Stúlkan frá Pú- ertó Ríkó, en í bókunum rekur Santiago æsku sína í Púertó Ríkó og segir frá því er for- eldrar hennar fluttu með barnaskarann til Bandaríkjanna. Lífið utan veggja lítillar íbúðar í New York er henni hvíld frá baslinu og veitir henni kjark til að fara eigin leiðir, leita sér menntunar sem enginn í fjölskyld- unni hefur gert og til að öðlast sjálfstæði. Salka gefur bókina út, Herdís Magnea Hübner þýddi. Leit að sjálfstæði Rachel fer í frí segir frá Rachel Walsh sem fjölskylda hennar kem- ur í meðferð í fínustu meðferðarstöð Írlands en kemst fljótlega að því að Klaustrið er ekki sú slökunarstöð sem hún bjóst við. Höfundurinn, Mari- an Keyes, er vinsælasti rithöfundur Írlands og einn vinsælasti rit- höfundur Bretlandseyja. Bækur hennar hafa selst í ríflega tuttugu milljónum eintaka og komið út á 33 tungumálum, þar á meðal á ís- lensku. Bókstafur gefur bókina út, Sigurlaug Gunnarsdóttir þýddi. Rachel í meðferð Veðrið segir svolítið til um það hvaða bækur eru á náttborðinu hverju sinni. Nú er ég að lesa tvær greinar í Sögu, tímariti Sögufélags- ins. Önnur þeirra heitir „Klám í köldu stríði“ og er eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Mjög áhugaverð grein um það hvernig klám var notað á stríðsárunum og í kalda stríðinu, hvernig bæði Þjóðviljinn og Mogg- inn nálguðust það. Önnur sem ég er að lesa er „Siðaskiptin og Sigurður Jónsson“ eftir Hjalta Hugason. Ég hef haft mikinn áhuga á Jóni Ara- syni Hólabiskupi, ein af mínum uppáhaldsbókum er Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson, og Ara og Birni sonum hans sem voru háls- höggnir með honum, en ég hef haft minni áhuga á Sigurði syni hans. Greinin hans Hjalta er aftur á móti mjög áhugaverð. Svo er ég komin langleiðina með Oona og Salinger eftir Frédéric Beig- bede. Hún er byggð á sannsögulegum við- burðum og segir frá meintri ástarsögu Oonu og J.D. Sal- inger, en Oona giftist seinna Char- lie Chaplin. Mjög skemmtileg bók. Síðan er ég að lesa ævisögu Paul O’Neill eftir Ron Su- skind, The Price of Loyalty, en O’Neill var fjármálaráðherra á tímum George W. Bush-stjórnarinnar og áður stjórnarfor- maður og forstjóri Alcoa. Í bókinni birtist O’Neill sem mjög ákveðinn prinsippmaður, en það er ekki brugðið upp góðri mynd af Bush, stjórnsýslu hans og gaurunum í kringum hann sem manni finnst ekki mjög traustvekjandi menn til að stjórna Bandaríkjunum. Þegar ég les þessa bók verður mér hugsað til Donalds Trumps, þó ég sé alls ekki að líkja þeim saman Trump og Bush, en það er ljóst að það skiptir gríðarlega miklu máli hvaða eig- inleika menn hafa í valdamiklum embættum og hvaða fólk þeir hafa í kringum sig. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÉG ER AÐ LESA Amboðin verða tekin fram á morg- un, sunnudag, og ljár borinn í gras á Árbæjarsafni. Gestir geta tekið þátt í heyönnum eins og þær tíðk- uðust fyrir daga heyvinnuvéla, með þeim fyrirvara að veður haldist þurrt. Gleðin hefst 13 og stendur til 17. Aukatónleikar verða í djass- tónleikaröð Kex Hostels á morgun, sunnudag, klukkan 20.30. Fram kemur tríó sænska orgelleik- arans Andreas Hellkvist. Auk hans skipa tríóið þeir Samuel Hallkvist á gítar og Daniel Olsson á trommur. Við ætlum að reyna að hafa jafngaman í ár og var hjá okkurfyrir níu árum, þegar sein- asta Harry Potter-bók kom út,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, sem hefur umsjón með bókadeild verslunar- innar Nexus og skipuleggur Potter- partí um verslunarmannahelgina, næstkomandi laugardag. Um er að ræða miðnæturopnun verslunarinnar með plötusnúði, bún- ingaverðlaunum, spurningakeppni og fleiru skemmtilegu en tilefnið er út- gáfa framhalds af Harry Potter- sagnabálknum víðfræga sem ber tit- ilinn Harry Potter and the Cursed Child. Hinsvegar er ekki um hefðbundið framhald að ræða, heldur leikhandrit byggt á sögu eftir J.K. Rowling, höf- und bókanna. Þar er sonur þeirra Harrys Potter og Ginny kominn í að- alhlutverk nítján árum eftir að at- burðir síðustu Harry Potter-bókar áttu sér stað, en leikritið er frumsýnt 30. júlí í London og handritið gefið út í bókarformi um miðnætti sama dag. „Þetta er byggt á nýrri sögu þar sem elsti sonur Harrys, Albus Seve- rus Potter, er að hefja nám í Hog- warts. Við sjáum hvernig þessi fjöl- skyldusaga bókanna dregur dilk á eftir sér,“ segir Dagbjört. „Það má hefja sölu á miðnætti í Bretlandi, þannig að þeir fyrstu fá handritið í hendurnar klukkan ellefu hér á landi.“ Dagbjört segist finna fyrir miklum spenningi meðal áhugafólks um Harry Potter hér á landi, en bókin eða handritið hefur að hennar sögn selst vel í forsölu. „Ég held að það hafi komið mörgum á óvart að hand- ritið yrði gefið út í bókarformi. Ég hélt að fólk myndi láta það stoppa sig að þetta væri leikrit en fólk er svo þyrst í meira að því virðist vera alveg sama. Meirihlutinn af okkar viðskipta- vinum sem mæta á svona viðburð er fólk sem las Harry Potter-bækurnar þegar það var krakkar,“ segir hún en bætir við að alltaf bætast nýjar kyn- slóðir í hóp áhugafólks um Harry Potter. Aðspurð segist Dagbjört ekki vita til þess að það standi til að setja verk- ið upp á Íslandi. „Það hefur ekkert heyrst um það og ég veit ekki hvort það er búið að gefa leyfi fyrir því nokkurs staðar annars staðar en í Bretlandi.“ Dagbjört segir íslenska áhugamenn um Harry Potter alltaf þyrsta í meira. Albus Severus Potter í nýju leikriti Harry Potter-sagna- bálkurinn heldur áfram en nú á fjölum leikhúsanna. Íslenskir áhugamenn geta fest kaup á handritinu Harry Potter and the Cursed Child í sérlegri Potter-veislu í versluninni Nexus. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Nýjasta Harry Potter-sagan er ekki bók heldur leikhandrit. Reuters BÓKSALA 13 - 20. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Ástarsögur íslenskra kvennaÝmsir höfundar 2 Vegahandbókin 2016Steindór Steindórsson og fleiri 3 Independent PeopleHalldór Laxness 4 NicelandKristján Ingi Einarsson 5 Ég fremur en þúJojo Moyes 6 Sagas Of The Icelanders 7 Bak við luktar dyrB.A. Paris 8 EkkjanFiona Barton 9 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 10 VillibráðLee Child 1 Ástarsögur íslenskra kvennaÝmsir höfundar 2 Ég fremur en þúJojo Moyes 3 Bak við luktar dyrB.A. Paris 4 EkkjanFiona Barton 5 VillibráðLee Child 6 Konan í myrkrinuMarion Pauw 7 Hin myrku djúpAnn Cleeves 8 Næstum fullorðinEsmeralda Satiago 9 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 10 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante Allar bækur Íslenskar kiljur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.