Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Síða 40
„Þetta truflaði afmælið aðeins þegar blöðrurnar stigu skyndilega til himins en það var reyndur verktaki sem batt blöðrurnar niður í upphafi,“ segir Sveinn Ásgeir Baldursson sem hélt upp á 60 ára afmæli sitt á fimmtudaginn á heimili sínu í Grafarvogi. Blöðrurnar enduðu för sína alla leið úti við Gróttu og töldu sjón- arvottar þar að fallhlífarmaður hefði mögulega lent í sjónum og var lögregla, björgunarsveitir, sjúkralið og slökkvilið kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ein blaðran var á stærð við svartan ruslapoka og svo voru nokkrar minni blöðrur með til skrauts en Blaðran á Gróttu kom alla leið úr Grafarvogi stóra blaðran var merkt afmælisaldrinum; 60 ára. „Ég hélt að ég væri bara að fara að grilla með börn- um og barnabörnum en var komið á óvart með óvæntri veislu í miðri viku og þessari líka rosalega flottu blöðru. Allir í afmælinu táruðust þegar blaðran hvarf svo svona skyndilega og ég þurfti að fara í beikon- grímubúning til að fá athygli afmælisgestanna aftur. En það var leiðinlegt að þetta skyldi enda svona þótt allt hafi farið vel. Ég ætla hins vegar að halda upp á 70 ára afmælið mitt innandyra,“ segir Sveinn Ásgeir í léttum dúr. Stór helíumblaðra úr sextíu ára afmæli Sveins Ásgeirs Baldurssonar ræsti út björgunarsveitir. SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2016 „Það er eitt mál, sem jeg álít, að blöðin hjer ættu að birta nokkur aðvörunarorð um, þ.e. fyrir- hyggjulaust flan ungs íslensks fólks til útlanda.“ Þetta sagði Sveinn Björnsson, sendiherra og síðar forseti Ís- lands, í samtali við Morg- unblaðið 23. júlí 1926. Tilefni viðtalsins var að Sveinn var að flytjast búferlum til Kaup- mannahafnar með Gullfossi. „Árin sem jeg var í Höfn, varð ég var við talsverð vandræði sem hlutust af þessu, og eftir því, sem jeg hefi frjett síðan, hafa nú síðustu missirin ekki verið minni brögð að þeim,“ hélt Sveinn áfram. „Ungt fólk sækir til Hafn- ar – einkum á haustin. Margt á fyrir fargjaldinu, og máske vel það, er það fer af stað, en enga vísa atvinnu eða nokkurn sama stað, er þangað kemur. Hugs- unarlaust leggur það út í heim- inn, með þá fávísu von í brjósti, að það muni fá einhverja atvinnu er þangað kemur, eða einhver ráð muni rakna upp. Eins og geta má nærri er það ekki hægð- arleikur fyrir fólk, sem er öllum og öllu ókunnugt, að fá sjer líf- vænlega atvinnu, í skjótu bili, þar sem tugir þúsunda af lands- mönnum ganga atvinnulausir.“ Undir lok viðtalsins sagði Sveinn Björnsson: „Ef nokkur maður er vantrúaður á, að hjer sje um alvörumál að ræða, er það sprottið af ókunnugleik.“ GAMLA FRÉTTIN Fyrirhyggjulaust flan ungs íslensks fólks til útlanda Sveinn Björnsson sendiherra. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kirsten Dunst leikkona Claire Danes leikkona Annie Mist Þórisdóttir Crossfit hetjaSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | Hægt að fá í mismunandi stærðum og viðartegundum. Viður/Corian Toppur GM 7700 Hnota 220x92 stækkun 1 x 100 cm. Plank GM3200 Gegnheil eik L270 D100 H74 stækkanlegt um 2x50cm Hægt að fá í fleiri stærðum og viðartegundum. Hægt að fá í mismunandi stærðum og viðartegundum. Glæsileg borðstof uborð frá naver collection í Danmörku Þar sem hefðir og h andverk fara saman Oval GM 9900 L200 D100 H74 Stækkanlegt, hver stækkun 50cm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.