Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Enn veit enginn hverjum varlofað styttingu kjörtímabils. Kjósendur stjórnarflokkanna taka loforðið ekki til sín. Ekki Píratar, sem heimtuðu vorkosningar. Ekki systurflokk- arnir, Samfylking og Björt fortíð, enda liggur þeim ekki á að gufa upp. Gátan er því enn óleyst.    En sitthvað hefur þó gerst, einsog véfrétt Viðskiptablaðsins vekur athygli á:    Nokkrir stjórnmálamenn hafastigið til hliðar í aðdraganda alþingiskosninga, en Magnús Orri Schram, sem ekki hlaut kosningu sem formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í flokksvalinu.    Í yfirlýsingu segir hann aðOddný Harðardóttir, nýkjörinn formaður flokksins, „eigi að hafa fullt umboð til að vinna samkvæmt þeim áherslum sem hún lagði í sinni kosningabaráttu“.    Þetta er afar áhugaverð rök-semdafærsla hjá Magnúsi því hann hlýtur samkvæmt henni að telja að vigt hans í flokknum sé slík að seta hans á þingi myndi draga svo mjög athyglina frá nýj- um formanni að það yrði henni til trafala í starfi. Það má vera rétt hjá Magnúsi en það segir hugs- anlega meira um stöðu Samfylk- ingarinnar en stöðu hans innan flokksins.“    En spyrja má hvort MagnúsOrri geti ekki lofað því að hætta að ganga Laugaveginn til að draga úr vanmetakennd annarra sem eiga leið um strætið? Magnús Orri Schram Nærgætinn ofurskuggi STAKSTEINAR www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Veður víða um heim 9.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 alskýjað Bolungarvík 8 heiðskírt Akureyri 13 skýjað Nuuk 9 rigning Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 18 alskýjað Helsinki 16 alskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 8 skýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 13 alskýjað London 20 skýjað París 21 skýjað Amsterdam 16 skýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 21 skýjað Vín 17 rigning Moskva 24 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 29 léttskýjað Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 30 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 18 rigning Montreal 23 léttskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 28 skýjað Orlando 30 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:06 22:01 ÍSAFJÖRÐUR 4:55 22:22 SIGLUFJÖRÐUR 4:37 22:06 DJÚPIVOGUR 4:31 21:35 Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar lítur viðbrögð borgaryfirvalda við áliti um- boðsmanns um samstarfssamning Bílastæðasjóðs og samtakanna Mið- borgin okkar mjög alvarlegum aug- um. „Ef ekki er farið eftir áliti hans getur embættið aldrei orðið sú vörn borgarbúa gegn óvönduðum stjórn- valdsaðgerðum sem því er ætlað að vera og stofnun embættisins því sýndargjörningur og sýndarlýðræði,“ segir í ályktun íbúasamtakanna. Þar segir að umboðsmaður borgar- búa hafi í nýlegu áliti gert alvarlegar athugasemdir við gildandi samstarfs- samning Bílastæðasjóðs og samtak- anna Miðborgin okkar. Samningurinn feli í sér verulega háar árlegar greiðslur úr bílastæðasjóðnum til umræddra samtaka. Samtökin höfðu rétt fyrir sér „Íbúasamtök Miðborgar Reykja- víkur lýsa yfir afdráttarlausum stuðn- ingi við umboðsmanninn í þessu máli. Jafnframt furða íbúasamtökin sig á afstöðu forsætisnefndar Reykjavík- urborgar 16. júní sl. til álits umboðs- mannsins. Forsætisnefndin ákvað að gera athugasemd við niðurstöðu um- boðsmannsins í stað þess að sjá til að við álitinu yrði brugðist strax og greiðslurnar stöðvaðar. Vegna máls þessa er rétt að minna á að íbúasamtökin áttu á sínum tíma frumkvæði að því að vekja athygli á þessu máli og hafa á undanförnum ár- um ítrekað beint máli sínu bæði til borgarstjóra og borgarráðs og kvart- að yfir umræddum greiðslum. At- hugasemdir íbúasamtakanna breyttu því miður engu og héldu greiðslur úr sjóðnum áfram. Leituðu samtökin því til nýstofnaðs embættis umboðsmanns borgarbúa strax árið 2013 og aftur 2015. Um- boðsmaður hefur nú tvisvar staðfest að íbúasamtökin höfðu rétt fyrir sér,“ segir í ályktuninni. Furða sig á afstöðu borgarinnar  Íbúasamtök styðja umboðs- mann borgarbúa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.