Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 12

Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Tónlist hefur einkennt lífArnheiðar og Jónu fráþví þær voru litlar stelp-ur, en með ólíkum hætti. „Ég byrjaði í barna- og unglinga- kór Dómkirkjunnar þegar ég var 8 ára og síðan þá hef ég bara ver- ið að syngja,“ segir Jóna. Arnheið- ur byrjaði ung að læra á píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur og leiddist frekar óvænt út í söng- nám. „Ég var 14 ára þegar ég byrjaði í Gradualekór Langholts- kirkju hjá Jóni Stefánssyni og þá fannst mér ég þurfa að byrja að læra söng þar sem svo margar stelpur í kórnum voru í söngnámi. Ég skildi reyndar ekki hvernig söngtímar færu fram en mér fannst ég þurfa að prufa svo ég skráði mig í hálft söngnám með píanónáminu. Svo fór ég að elska sönginn meira og meira.“ Eftir að Arnheiður fór að syngja einsöng með kórnum segir hún að metn- aðurinn fyrir söngnáminu hafi aukist. „Eftir menntaskóla tók ég eitt ár bara í söng og þá vissi ég að mig langaði að einbeita mér að honum.“ Mamma Arnheiðar kynnti hana fyrir kórastarfinu í Lang- holtskirkju, en hún hefur sjálf sungið með einum af kórum kirkj- unnar. „Það er mikið sungið í fjöl- skyldunni minni, mamma lærði söng og þegar móðurfjölskyldan hittist er gítarinn nánast alltaf tekinn upp og við syngjum saman. Svo er mikil tónlist í allri fjöl- skyldunni, pabbi er trompetleik- ari.“ Arnheiður hefur því alltaf fundið fyrir hvatningu að stefna sem lengst í tónlistinni. „Það er opinn möguleiki í fjölskyldunni að hægt sé að gera tónlistina að at- vinnutækifæri, það er alls ekkert sjálfsagt í öllum fjölskyldum. Hug- arfarið er þannig að maður á að læra það sem maður vill og sjá svo til hvað gerist. Maður á alltaf að elta drauminn sinn og sjá hvernig það fer.“ Kúl að fara til Vínar Jóna og Arnheiður kynntust því í kórastarfinu í Langholts- kirkju, en ekki fyrr en þær voru orðnar 18 og 20 ára, fyrir sex ár- um, og farnar að syngja með Gra- duale Nobili kórnum, sem er eins konar framhaldskór af Graduale- kór Langholtskirkju, barna- og unglingakórnum. „Ég söng svo stutt með Gradualekórnum. Ég kynntist nokkrum stelpum í Söng- skólanum sem hvöttu mig til að koma í kórinn,“ segir Jóna, sem er mjög þakklát fyrir það í dag. Þær vissu ekki þá að leiðir þeirra myndu liggja talsvert mikið saman næstu árin. Arnheiður lauk söng- námi undir leiðsögn Hlínar Pét- ursdóttir í Tónlistarskóla Reykja- víkur árið 2011. „Hlín stakk upp á því að ég færi til Vínar og mér fannst það ótrúlega kúl og skráði mig í inntökupróf í Tónlistarhá- skólanum í Vín og fór án þess að tala við neinn. Ég þekkti ekki neinn í skólanum og hafði aldrei komið til Vínar.“ En allt gekk að Elta söng- drauminn til Vínarborgar Vinkonurnar Arnheiður Eiríksdóttir og Jóna G. Kol- brúnardóttir stunda nám við tónlistarháskólann í Vínarborg. Þær kynntust í gegnum kórastarf í Lang- holtskirkju og hafa upplifað heilmargt saman, allt frá tónleikaferðalagi með Björk Guðmundsdóttur til óp- erusýninga í skólanum í Vín. Þær eru nú staddar í sumarfríi á Íslandi og ætla að halda ljóðatónleika í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, fimmtudag, ásamt píanóleikaranum Ingileif Bryndísi Þórsdóttur. Vinkonur Jóna og Arnheiður gera ýmislegt annað en að syngja saman, til dæmis að fara á fjöll. Hér eru þær í austurrísku Ölpunum í Tirol. Tónleikar Jóna er að hefja sitt þriðja ár í Tónlistarháskólanum í Vín. Söngur Arnheiður á tónleikum í Vín. Söng- og leikkonurnar María Skúladóttir og Jónína Björt Gunn- arsdóttir efna til söngleikjakvölds í Hannesarholti annað kvöld. Flutt verða lög úr söngleikjum sem hafa verið settir upp á Broadway á síð- ustu árum, en María og Jónína Björt eru báðar nýútskrifaðar úr söngleikjadeild New York Film Academy og mætti því jafnvel kalla þetta útskriftartónleika. Ásamt Jónínu Björt og Maríu verða Andri Geir Torfason með bakraddir, Ásbjörg Jónsdóttir á pí- anói og Þór Adam Rúnarsson á trommum. Dagskráin hefst klukk- an 20 í Hannesarholti, Grund- arstíg 10. Hægt er að nálgast miða á midi.is. Tónleikar María og Jónína Björt efna til söngleikjaveislu annað kvöld. Frá Broadway í Hannesarholt Stuð á söngleikjakvöldi Bókasafn Garðabæjar býður upp á áhugavert rölt um Flatahverfið annað kvöld, fimmtudag, þar sem saga hverf- isins verður rifj- uð upp. Leið- sögn er í höndum Ólafs G. Einarssonar, fyrr- verandi sveitarstjóra Garðahrepps og fyrrverandi alþingismanns. Gangan er ókeypis og opin öllum. Lagt verður af stað frá bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, klukkan 17. Göngunni lýkur einnig þar og boðið verður upp á kaffisopa á bókasafninu að göng- unni lokinni. Söguganga um Flatahverfi Rölt um Flatir Dagana 12.-14. ágúst munu þær Shakta Kaur Khalsa og Allison Morg- an, jógakennarar, bjóða upp á jóga- námskeið sem er hugsað sem hug- myndabanki og uppspretta fróðleiks fyrir foreldra, aðstandendur og fag- fólk sem vinnur með börnum. Khalsa og Morgan vilja meina að börn með sérþarfir hafi sérstakan ásetning í sínu lífi og á námskeiðinu munu þær kenna hvernig hægt er að tengja við hjarta og huga þessara einstöku barna í gegnum sköpun, innsæi og hjálpleg ráð sem verða gefin, svo sem tengt öndun, hreyfingu og hug- leiðslu. Námskeiðið fer fram í Jóga- setrinu og geta áhugasamir haft samband við Arnbjörgu á joga- hjartad@gmail.com eða í síma 862- 3700. Nánari upplýsingar má einnig finna á www.childrensyoga.com og www.jogahjartad.com. Sérnámskeið í barnajóga í Jógasetrinu Öndun, hreyfing og hugleiðsla Námskeið Allison Morgan og Shakta Kaur Khalsa, jógakennarar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.