Morgunblaðið - 10.08.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
Frekari upplýsingar á vefverslun okkar
www.donna.is
Hjartahnoð og hjartastuðtæki
björguðu lífi mínu
Er næsta hjartastuðtæki
langt frá þér?
Verð frá kr. 199.600
10. ágúst 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.24 119.8 119.52
Sterlingspund 154.8 155.56 155.18
Kanadadalur 90.58 91.12 90.85
Dönsk króna 17.769 17.873 17.821
Norsk króna 14.116 14.2 14.158
Sænsk króna 13.939 14.021 13.98
Svissn. franki 121.24 121.92 121.58
Japanskt jen 1.166 1.1728 1.1694
SDR 165.83 166.81 166.32
Evra 132.16 132.9 132.53
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.7835
Hrávöruverð
Gull 1332.9 ($/únsa)
Ál 1645.0 ($/tonn) LME
Hráolía 44.34 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Farþegar WOW
air voru 105%
fleiri í nýliðnum
júlí en júlí í fyrra.
Þetta kemur fram
í tilkynningu frá
félaginu. Alls
fluttu vélar félags-
ins 212.611 far-
þega til og frá
landinu í síðasta
mánuði.
Þá jókst sætanýting félagsins í
mánuðinum en hún var 92%, sam-
anborið við 89% í júlí í fyrra, þrátt
fyrir 102% aukningu á sætaframboði.
Framboðnum sætiskílómetrum fjölg-
aði um 139% í júlí frá sama mánuði í
fyrra.
Það sem af er árinu hefur WOW
air flutt um 761 þúsund farþega, en
það er 109% fjölgun farþega á sama
tímabili frá árinu áður.
Alls eru ellefu Airbus-vélar í rekstri
á áætlunarleiðum félagsins.
Rúmlega tvöfalt fleiri
farþegar hjá WOW air
Skúli Mogensen
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Starfsmenn Fréttablaðsins ræddu
möguleikann á því að leggja niður störf
síðastliðinn föstudag og koma í veg fyr-
ir að blaðið kæmi út á laugardag. Hug-
mynd þar um var viðruð í hópi lykil-
starfsmanna vegna megnrar óánægju
með þá ákvörðun Kristínar Þorsteins-
dóttur, aðalritstjóra 365 miðla, að segja
Pjetri Sigurðssyni, yfirmanni ljós-
myndadeildar 365, upp störfum.
Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt
um brottreksturinn undir lok liðinnar
viku.
Samþykktu harðorða ályktun
Umræddir starfsmenn tóku ákvörð-
un um að halda útgáfustarfinu áfram
en þess í stað var boðað til fundar á
mánudagskvöld. Á fundinum var sam-
þykkt ályktun sem send var á Ingi-
björgu Pálmadóttur, stjórnarformann
365, Sævar Frey Þráinsson, forstjóra
félagsins, og Kristínu Þorsteinsdóttur.
Þar er uppsögn Pjeturs harðlega
gagnrýnd og hún sögð óverðskulduð. Í
bréfinu eru einnig hörmuð „óásættan-
leg vinnubrögð aðalritstjóra og yfir-
stjórnar fyrirtækisins í aðdraganda
uppsagnar Pjeturs og kynningu á
henni til starfsmanna hans.“ Í bréfinu
er því beint til yfirstjórnar félagsins að
fyrirbyggja uppákomur af þessu tagi
sem grafi undan faglegum grunni og
trúverðugleika fréttastofunnar, eins
og það er orðað í yfirlýsingunni.
Kvartað undan einelti
Forsaga málsins er sú að fyrr á
þessu ári kvartaði Pjetur undan
meintu einelti aðalritstjóra í sinn garð.
Fór athugun á málinu fram og komu
fjármálastjóri félagsins, Elmar Hall-
gríms Hallgrímsson, og þáverandi
mannauðsstjóri þess, Unnur María
Birgisdóttir, að því. Áður en botn
komst í málið tók forstjóri félagsins
hins vegar málið í sínar hendur og í
kjölfarið lét mannauðsstjórinn, Unnur
María Birgisdóttir, af störfum hjá fé-
laginu. Í kjölfarið fór Pjetur í leyfi frá
störfum. Endi var bundinn á ráðning-
arsamband hans við 365 í lok síðustu
viku, eins og fyrr greinir.
Í gær var tilkynnt um að Fanney
Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri
Fréttablaðsins, hefði sagt upp störfum.
Hún hafði gegnt starfinu frá því í ágúst
í fyrra. Hún hefur ekki viljað gefa upp
hvort uppsögnin tengist brottrekstri
yfirmanns ljósmyndadeildar fyrirtæk-
isins. Heimildir Morgunblaðsins
herma að hún hafi haft vitneskju um,
og stutt, yfirlýsinguna sem send var á
yfirstjórn fyrirtækisins í gær. Í pósti
sem Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórn-
arformaður 365, sendi starfsfólki fé-
lagsins í gær, kom fram að Fanney
Birna hefði sagt upp störfum í lok júní
síðastliðins og að ástæður uppsagnar-
innar væru af persónulegum toga. Þá
sagði hún að uppsögn Pjeturs hefði
komið til vegna faglegs ágreinings
milli hans og Kristínar Þorsteinsdótt-
ur. Í póstinum lagði hún áherslu á að
starfsfólk fyrirtækisins stæði saman
og þá sagði hún: „Þá vil ég að lokum
taka fram að 365 er fjölskyldufyrir-
tæki. Von mín er að við stöndum sam-
an sem ein fjölskylda.“
Átök innan 365 í kjölfar
brottrekstrar starfsmanns
Morgunblaðið/Ómar
Óánægja Mikils titrings hefur gætt hjá 365 í kjölfar þess að starfsmaður kvartaði undan einelti aðalritstjóra.
Stjórnendaskipti 365
» Fjölmargir yfirmenn hafa
komið og farið á síðustu árum
hjá fyrirtækinu.
» Mikael Torfason og Ólafur
Stephensen hurfu frá borði 2014.
» Sigurjón M. Egilsson og Jón
Gnarr hættu á þessu ári.
» Tveir fjármálastjórar félags-
ins hafa hætt á síðustu miss-
erum.
» Mannauðsstjóri 365 lét af
störfum fyrr á þessu ári.
Aðstoðarritstjóri segir upp störfum Litlu munaði að útgáfudagur félli niður
Í lok júní sl. átti Íbúðalánasjóður 825
íbúðir. Í mánuðinum voru 95 íbúðir
seldar en á sama tíma bættust 20
íbúðir við í eign sjóðsins. Það eru
íbúðir sem sjóðurinn hefur eignast í
kjölfar uppboðsferlis eða leyst til sín
í skuldaskilasamningum. Þá hefur
sjóðurinn samþykkt kauptilboð í 109
eignir og vinna kaupendur að fjár-
mögnun kaupanna. Þetta kemur
fram í nýútkominni mánaðarskýrslu
Íbúðalánasjóðs.
Fram kemur í skýrslunni að 95%
núverandi fullnustueigna sjóðsins,
eða 781 eign, hafi verið ráðstafað í
leigu, sölumeðferð eða í vinnslu. Þá
segir að á fyrri árshelmingi hafi 667
íbúðir sem voru í eigu sjóðsins verið
seldar. Er það nokkru fleiri íbúðir en
á sama tímabili í fyrra þegar 545
íbúðir voru seldar.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir
lánastarfsemi sjóðsins. Ný veitt lán
sjóðsins í júní sl. námu 804 milljón-
um króna. Þar af voru 267 milljónir
vegna almennra lána. Í maí voru ný
almenn lán að fjárhæð 290 milljónir
króna. Meðalfjárhæð almennra lána
var 10,3 milljónir.
Hvað vanskil lánþega við sjóðinn
varðar þá dragast þau saman í júní. Í
lok júní var fjárhæð vanskila ein-
staklinga 2,1 milljarður vegna lána
sem samtals nema 20,5 milljörðum.
Alls voru 1.023 heimili í vanskilum
við sjóðinn í lok fyrri árshelmings.
Þá hafa vanskil lögaðila við sjóðinn
einnig dregist saman. Námu þau alls
555 milljónum í lok júní vegna lána
sem samtals nema 9,3 milljörðum.
Heildarfjárhæð vanskila við sjóð-
inn námu 2,6 milljörðum í lok júní,
saman borið við 4,9 milljarða í maí.
Vanskil ná samtals til 4,8% lána-
safnsins. Sambærilegt hlutfall sama
mánaðar í fyrra var 8,6%.
jonth@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Íbúðalánasjóður Rúmlega 800
íbúðir eru nú í eigu sjóðsins.
Íbúðalánasjóður
ráðstafar eignum
Sjóðurinn með
95% íbúðaeignar í
leigu eða sölumeðferð