Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 17
Forsetar Recep Tayyip Erdogan (t.v.) og Vladimír Pútín ræða hér saman.
AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og
Recep Tayyip Erdogan Tyrklands-
forseti hittust í gær á fundi, en það
er í fyrsta skipti sem forsetarnir hitt-
ast síðan Rússar slitu hernaðarsam-
bandi við Tyrkland eftir að tyrknesk
herþota grandaði rússneskri her-
þotu í nóvember sl.
„Heimsókn þín, þrátt fyrir mjög
erfitt ástand í stjórnmálum innan-
lands, gefur til kynna vilja okkar til
að hefja samtal að nýju og endur-
vekja samband Rússlands og Tyrk-
lands,“ sagði Pútín á fundi þeirra í
Sankti Pétursborg í Rússlandi.
Er þetta jafnframt fyrsta erlenda
heimsókn Erdogans forseta síðan
valdaránstilraunin var gerð í Tyrk-
landi um miðjan júlí sl.
Erdogan sagði tyrknesku þjóðina
hafa glaðst mjög þegar Pútín lýsti
yfir stuðningi sínum í kjölfar upp-
reisnarinnar og vonast hann nú til að
styrkja sambandið við Rússa.
Vilja styrkja mjög
samband ríkjanna
Erdogan og Pútín hittust í Rússlandi
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Öryggisskór
í vinnuna!
Ertu með réttan skófatnað fyrir vinnuna þína?
Dynjandi býður upp á úrval af öryggisskóm.
Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Ungur karl-
maður var í gær
handtekinn við
Buckinghamhöll í
Lundúnum eftir
að hafa klifrað
yfir öryggisgirð-
ingu sem þar er.
Fréttaveita AFP
greinir frá því að
maðurinn, sem er 22 ára gamall,
hafi ekki verið vopnaður þegar hann
var yfirbugaður á hallarlóðinni, en
hann er aftur á móti sagður hafa
verið talsvert ölvaður.
Elísabet Englandsdrottning og
fjölskylda hennar hafa aðsetur í
Buckinghamhöll. Þau voru þó ekki
heima þegar atvikið átti sér stað.
Svipuð uppákoma gerðist seinast í
maí sl., en þá var karlmaður, sem
dæmdur hafði verið fyrir morð,
handtekinn á lóð hallarinnar. Sá lét
ófriðsamlega og spurði ítrekað eftir
drottningunni á meðan öryggis-
sveitir yfirbuguðu hann. Maðurinn
var í kjölfarið sendur aftur í fangelsi
þar sem hann braut skilorð með
uppátæki sínu.
BRETLAND
Reyndi að komast
að Buckinghamhöll
Hillary Clinton,
forsetaefni
demókrata, hefur
verið kærð vegna
dauða tveggja
bandarískra rík-
isborgara sem
týndu lífi í árás á
ræðismannsskrif-
stofu Bandaríkj-
anna í Benghazi í Líbýu árið 2012.
Eru það foreldrar hinna látnu sem
lögðu fram kæruna. Clinton er þar
sökuð um gáleysi í meðferð leyni-
legra upplýsinga sem að lokum
leiddi til dauða mannanna.
Í kærunni kemur fram að notkun
Clintons á sínu persónulega net-
fangi, á meðan hún gegndi embætti
utanríkisráðherra, í stað þess að
nota opinbert netfang hafi leitt til
árásarinnar því óvinveittir gátu
komist í þær upplýsingar sem nauð-
synlegar voru til að komast að stað-
setningu starfsmannanna.
BANDARÍKIN
Hillary Clinton kærð
fyrir afglöp í starfi
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sameinuðu þjóðirnar segja þörf á að veita íbúum
Aleppo, sem fram á síðustu ár var fjölmennasta
borg Sýrlands, skjóta mannúðaraðstoð. Mjög er
nú óttast um líf og heilsu þeirra í ljósi harðnandi
stríðsátaka í og við Aleppo með tilheyrandi skorti
á matvælum og hreinu drykkjarvatni.
Nú þegar uppreisnarhópar hafa rofið umsátur
hersveita Bashars al-Assads Sýrlandsforseta hef-
ur birgðaleið opnast að nýju inn í borgina. Hana
nýta uppreisnarsveitir til að flytja vopn, vistir og
vígamenn inn í borgina. Stjórnarherinn hefur
einnig brugðist við með mikilli liðssöfnun og stefn-
ir því allt í stórorrustu um Aleppo á næstunni.
Innan um þessar fylkingar er mikill fjöldi
óbreyttra borgara. Frá árinu 2012 hefur Aleppo
verið skipt upp í tvo helminga og ráða uppreisnar-
menn ríkjum í austurhlutanum og stjórnarher-
menn í vesturhlutanum. Sameinuðu þjóðirnar
telja allt að tvær milljónir almennra borgara fasta
í Aleppo, þar af segja þær um 275.000 manns vera
í austurhlutanum. Aðrar stofnanir áætla heildar-
fjölda nokkuð lægri, eða um 1,5 milljón manns.
Tryggja verður aðgengi að vatni án tafar
Fréttaveita AFP segir nær alla íbúa Aleppo
hafa verið án rennandi vatns í minnst fjóra daga
og eykur slíkt ástand mjög líkurnar á smitsjúk-
dómum meðal fólks. Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF) segir börn og fjölskyldur þeirra
nú standa frammi fyrir „hörmulegu ástandi“ en á
sama tíma og skortur er á vatni og rafmagni geng-
ur mikil hitabylgja yfir svæðið.
Hanaa Singer, fulltrúi UNICEF í Sýrlandi, seg-
ir það brýnt að tryggja án tafar aðgengi fólks að
drykkjarvatni. „Líf barna er í mikilli hættu,“ hefur
AFP eftir henni.
Íbúar án vatns í fjóra daga
Líf barna er í mikilli hættu, segir fulltrúi UNICEF í Sýrlandi Vatn, matvæli
og rafmagn af skornum skammti í Aleppo Veita þarf íbúum mannúðaraðstoð
AFP
Rústir Bryndreki uppreisnarmanna ekur fram hjá því sem eitt sinn voru íbúðir fólks í Aleppo.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sjö manns hafa verið handteknir af
lögreglunni á Spáni vegna tengsla
sinna við umfangsmikinn og fjöl-
þjóðlegan barnaklámshring. Eru
meðlimir hópsins sagðir hafa mis-
þyrmt kynferðislega minnst 80
börnum á yfir 15 ára tímabili.
Fréttaveita AFP greinir frá því að
meðlimir barnaklámshringsins hafi
sett minnst eina milljón ljósmynda
og myndbanda í dreifingu á netinu,
en efni þetta sýnir kynferðislegt of-
beldi í garð barna og ungmenna. Þá
lét hópurinn einnig útbúa yfir 1.000
DVD-mynddiska með sams konar
efni, að því er kemur fram í tilkynn-
ingu frá lögreglunni á Spáni.
Klófestu einnig höfuðpaurinn
Flestir hinna handteknu eru með
ríkisfang í Frakklandi og Marokkó.
Lögreglan telur sig einnig hafa haft
hendur í hári höfuðpaursins og er sá
grunaður um minnst átta kynferð-
isbrot gegn 13 ára börnum.
Rannsókn lög-
reglunnar hófst
fyrst í fyrra þeg-
ar grunur lék á að
barnaklám væri
framleitt í íbúð
við hjálparmið-
stöð fyrir ung-
menni í borginni
Tortosa í norð-
austurhluta
Katalóníu. Það
leiddi til handtöku þriggja ein-
staklinga, þ.e. tveggja Frakka og
eins frá Marokkó, í maí árið 2015.
Um tveimur mánuðum síðar
handtók lögreglan fjóra einstaklinga
til viðbótar í nokkrum héruðum
Spánar, allt frá Katalóníu til Val-
ensíu, og í Baskalandi.
„Stór hluti barnaklámsins var
framleiddur af sjálfum glæpa-
hringnum,“ segir lögreglan, en fórn-
arlömbin voru að stórum hluta ut-
angarðsbörn frá Spáni og Marokkó.
Þá segir lögreglan hópinn einnig
hafa ætlað að skipuleggja ferðir fyr-
ir barnaníðinga til Marokkó.
Barnaklámshringur upprættur
Sjö hafa verið handteknir á Spáni vegna tengsla sinna við hringinn
Spánn Fólkið er nú
í haldi lögreglu.