Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
Þann 7. október sl.
ritaði ég grein í Morg-
unblaðið með fyr-
irsögninni „Hringtorg
á Fitjum í Reykja-
nesbæ er klúður“. Þar
sagði ég að þetta
hringtorg eitt og sér
væri ekki eins brýnt og
lokun Hafnarvegar á
þeim stað þar sem
hann er nú og und-
irgöng frá Ásbrú, þar eru göng frá
1109 og yfir á Steinás. Allt þetta,
hringtorg, göng og nýlögð tenging,
150 metrar við Hafnarveg, væri ein
heild sem átti að bjóða út saman í
einn pakka. Nei, hringtorg var svo
bráðnauðsynlegt að það varð að
koma eitt og sér og þá voru aðkom-
ur að Reykjanesbæ orðnar sex tals-
ins. Færsla Hafnarvegar og und-
irgöng undir Reykjanesbraut máttu
bíða. Meðan á framkvæmdum stóð á
Fitjum, fór umferð um mislæg
gatnamót þar fyrir innan og gekk
bara vel, þetta var 2015, lokun inn-
keyrslu við Stekk til 2016 hefði kom-
ið vel út. Þá mátti nota tímann til að
hanna þetta allt og fá fjármagn, og
þá hefði þetta allt verið komið í
notkun í júní 2016. Einhverjir bera
ábyrgð á þessum
þrýstingi og klaufalegu
vinnubrögðum. Bæj-
arverkfræðingur
reyndi að snúa út úr
grein minni og lét í það
skína að ég vildi hafa
undirgöng uppi við
hringtorg, sem er ekki
rétt, öll greinin hans í
staðarblaði í bænum er
stolt og þaulhugsuð,
sagði hann. Ég segi
hins vegar að þetta sé
vanhugsað mál frá
byrjun. Þetta fyr-
irkomulag með Hafnarveg þar sem
hann er nú hefur nú þegar tekið líf
ungs manns í blóma lífsins, frá konu
og börnum. Ég er hissa á hvað fólkið
frá Ásbrú hefur sloppið vel í vetur á
leið í stærsta þjónustukjarna á Suð-
urnesjum, hinum megin við braut að
flugstöðinni, og enn stækkar kjarn-
inn þegar hin heimsþekkta keðja,
Dunkin Donuts, verður opnuð. Í
þessum kjarna eru verslanirnar 10-
11 og Subway opnar allan sólahring-
inn, ég kem oft þar við og er alltaf
mikil umferð þar í gegn. Á mörgum
stöðum þarna eru erlendir ferða-
menn að versla í Bónus og Krónunni
og þar er bókstaflega sópað úr hill-
um, biðröð er oft við dælur Orkunn-
ar ehf. og talað er um að staðurinn
Dirty Burger and Ribs og fleiri
staðir muni einnig opna þarna. Í
Hafnarfirði komu undirgöng fljót-
lega svo fólk í hlíðum Hvaleyr-
arholts kæmist í Bónus, apótek og
aðra þjónustu á Vellina. Þar er gert
ráð fyrir tvöföldun og undirgöng
hönnuð eftir því. Flest málefni í
Reykjanesbæ virðast vera í skötu-
líki, Sparisjóðurinn hvarf tómur og
bæjarfélagið endaði gjaldþrota.
Steingrímur J., þáverandi fjár-
málaráðherra, reddaði þeim fyrir
horn sem komu að Sparisjóðnum og
lét Landsbankann kaupa dreggjarn-
ar, þar átti ríkið að koma að, þetta
átti að ganga. Ásbrú er rekin eins og
borgríki í Reykjanesbæ með bæj-
arstjóra og sér stjórn. Það fyr-
irkomulag er úrelt og mikið af eign-
um komnar í notkun eða seldar.
Best væri að Reykjanesbær og bæj-
arstjóri þar tækju við því og kláruðu
það og fengju það fjármagn sem rík-
ið leggur þar í og einnig meira fjár-
magn úr ríkissjóði til að rétta bæinn
við og öðlast fyrri reisn. Það bíður
nýrrar ríkisstjórnar að koma þar að
málum og það er brýnt. Vonandi
verður Framsóknarflokkurinn ekki í
þeirri stjórn, þá gerist ekki neitt
nema verndun tollmúra, 50% fyrir
hænsnabú og svínabú sem eru verk-
smiðjur með innflutt vinnuafl. Þetta
mun bitna á fólkinu í landinu, sér-
staklega barnafólki og láglaunafólki.
Framsóknarflokkurinn er á villigöt-
um og þarf að fá langa hvíld frá rík-
isstjórn.
En Vegagerðin segir að und-
irgöng komi undir Reykjanesbraut
frá Ásbrú í sumar, sem ber að
fagna, en endilega færið Hafnarveg
á hringtorgið, þar er 150 metra bút-
ur og efni gott þar í heiðinni. Varð-
andi það að klára tvöföldun Reykja-
nesbrautar sem tengir höfuðborgina
við Keflavíkurflugvöll, flugvöll allra
landsmanna, þá eru 4-5 ár í það,
hönnun er ekki hafin og fjármagn
ekki til. Trúlega verður hringtorg
við Fitjar og Grænás dragbítur sem
þarf að víkja fyrir mislægum gatna-
mótum þá. Einnig er hringtorg við
Hamarkotslæk í Hafnafirði sprung-
ið á mestu álagstímum, þar þarf
mislæg gatnamót. Umferð frá
Reykjavík til Keflavíkurflugvallar
þarf að ganga vel á sem skemmstum
tíma og án tafar.
Klúður á klúður ofan við fram-
kvæmdir við Reykjanesbraut á Fitjum
Eftir Virgil
Scheving
Einarsson
»Umferð frá Reykja-
vík til Keflavík-
urflugvallar þarf að
ganga vel á sem
skemmstum tíma
og án tafar.
Virgill Scheving
Einarsson
Höfundur er landeigandi
á Vatnsleysuströnd.
Margir urðu hissa
þegar skýrt var frá
virkjanaáformum í
Þverárdal ofan Þing-
vallavatns, þ.e. að
svæðið væri komið í
nýtingarflokk eftir út-
tekt fagnefndar um
virkjanakosti á svæð-
inu.
Þegar virkja átti á
Bitrusvæðinu fyrir
nokkrum árum (þar fannst síðan
ekki næg orka) bentu margir á að
frárennsli frá slíkri virkjun gæti
borist niður í Þverárdal og þaðan
fram í Ölfusvatnsá (urriða- og upp-
vaxtará urriðaseiða) og áfram fram í
Þingvallavatn.
Væntanlega hafa þessir þættir
einnig fengið skoðun og umræðu
varðandi Þverárdalsvirkjun þar sem
frárennsli frá slíkri virkjun á vænt-
anlega greiðari leið
fram í nefnda á og
Þingvallavatn.
Mikil umræða hefur
farið fram varðandi
virkjun í Þjórsá vegna
laxaseiða, en hljótt
virðist fara um þann
þátt varðandi urr-
iðaseiði við Þingvalla-
vatn og nágrenni.
Ölfusvatnsá er alda-
gamalt urriðasvæði
sem hefur verið byggt
upp eftir urriðaþurrð
sl. áratugi með ærnum tilkostnaði og
vinnu bænda við vatnið, Lands-
virkjun og fl.
Ég hélt að búið væri að fá næga
þekkingu/reynslu af breytingum
vegna framrennslis úr og í vatnið,
t.d. við þekkt hrygningarsvæði þar
sem bjarti og stórvaxni urriðastofn-
inn á/átti griðarstað til hrygninga/
uppvaxtar.
Óvissa er í dag með þennan stofn
sem svamlaði um Þingvallavatn
forðum og kröftugir fiskar tóku
stundum á færi veiðimanna með
miklum látum og það jafnvel svo að
veiðimenn áttu erfitt með svefn eftir
snarpa viðureign við þessa ofurfiska,
t.d. þaulreyndir skoskir lax-
veiðimenn sem töldu að um geddur
væri að ræða.
Þeir sem til þekktu á svæðinu
vissu að um var að ræða stórvaxna
og silfurbjarta urriða úr bládýpi
vatnsins, kröftuga og sprettharða á
stærð við stærstu laxa (jafnvel
stærri) úr þekktum laxveiðiám.
Ekki var óalgengt að þessir fiskar
tættu í sundur net bænda og drægju
þung netin úr stað frá upphaflegri
lögn, slíkt var aflið.
Gegnum árin hef ég hvatt veiði- og
ferðamenn til að ganga vel um Þing-
vallasvæðið sem víðar, t.d. þegar
gróður er viðkvæmur á vorin sem
oftar og taka jafnframt tillit til
dvalargesta á svæðinu.
Það sama á við um bátaumferð,
sýna fyllstu aðgát og passa upp á ör-
yggisbúnað og fleira, t.d. að elds-
neyti fari ekki í vatnið sem og að fá
leyfi/upplýsingar hjá ábúendum/
landeigendum við vatnið varðandi
slíka umferð.
Jökulkalt vatnið getur verið fljótt
að breytast úr spegilsléttri lygnu yf-
ir í hættulegar og krappar öldur.
Þótt lygnt sé við ströndina þá geta
djúpar öldur verið úti á vatninu sem
augað nemur ekki við fjöruborð.
Jafnframt þarf að gæta að hugs-
anlegri mengun/sýkingu ef veiði-
menn og fleiri eru að koma með til
notkunar á vatnasvæðinu veiðafæri,
beitur og annan búnað án sótt-
hreinsunar sem notaður hefur verið í
sjó og vötnum erlendis.
Huga þarf jafnframt að þeirri
gífurlegu umferð sem orðin er um
svæðið þ.e. hundruð þúsunda bif-
reiða og ferðamanna á ári hverju,
t.d. varðandi útblástur frá stórum
bifreiðum, átroðningi og fl.
Betur hefur til tekist á Þingvöllum
en víða á fjölförnum ferða-
mannastöðum varðandi bifreiða-
stæði, stígagerð og fl. og allt hand-
bragð verktakans og fl., hleðslur,
hellulagning sem annað til fyrir-
myndar.
Vegabætur eru nauðsynlegar í
þjóðgarðinum (hrein slysahætta eins
og ástandið er í dag) sem og frekari
úrbætur á vissum álagsstöðum.
Stækkun á þjónustumiðstöðinni á
Hakinu mun væntanlega bæta ýmsa
aðstöðu á svæðinu.
Frekari byggingarframkvæmdir
sem hæfa og henta svæðinu bíða
væntanlega betri tíma og ekki úr
vegi að huga samsíða að aðstöðu
varðandi vissa atburði tengda Al-
þingi.
Vinna þarf úr framangreindum
þáttum með góðu samspili og þekk-
ingu gagnvart heildarsvæðinu áður
en það verður hugsanlega of seint.
Njótum þessa margbrotna svæðis
í sátt og með tilliti til umhverfis, bú-
setu og fleiri þátta.
Hugleiðingar um umhverfi og
aðstæður við Þingvallavatn
Eftir Ómar G.
Jónsson
Ómar G. Jónsson
» Vinna þarf úr fram-
angreindum þáttum
með góðu samspili og
þekkingu gagnvart
heildarsvæðinu áður en
það verður hugsanlega
of seint.
Höfundur er formaður áhugahóps um
verndun og uppbyggingu á svæðinu
umhverfis Þingvallavatn og að koma
þar upp sögusetri.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
Hæ, hæ þið þarna úti. Það er alltaf
verið að fárast yfir listamannalaun-
um. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég
hefði ekki bækur, allra handa bæk-
ur, þær stytta manni tímann. Sumir
hafa mikinn tíma aðrir minni en lesa
samt. Ég græt yfir bókum, ég hlæ
yfir bókum, ég fæ fiðring af bókum
og allt þar á milli, ég tími alltaf að
kaupa mér bækur og nota bóka-
markaðina þegar þeir koma.
Ég vil ekki verða tölvusjúklingur
eða keppast um að eiga nýjasta sím-
ann. Bækur auðga ímyndunaraflið
og bæta orðaforða, eins og kross-
gátur.
Takk, takk.
Ingibjörg.
Smáborgarar
Bókasöfn „Bækur auðga ímynd-
unaraflið og bæta orðaforða.“
Velvakandi Svarað í síma
569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is