Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
✝ Helga Þórðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 2. sept-
ember 1926. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 28. júlí 2016.
Foreldrar Helgu
voru Þórður Jóns-
son, bókhaldari frá
Stokkseyri, f. 16.
apríl 1886, d. 28.
september 1959,
og Málfríður Halldórsdóttir,
húsfreyja, f. 8. ágúst 1883, d. 7.
nóvember 1933. Systkini Helgu
eru Sigurður, f. 19. ágúst 1912,
d. 3. janúar 1979, Kristín, f. 28.
nóvember 1913, d. 18. mars
2003, Ragnar, f. 10. ágúst 1915,
d. 10. apríl 1972 og Guðrún, f.
29. ágúst 1922.
Helga giftist 24. júlí 1948,
Kristjáni Eysteini Gunnlaugs-
syni, tannlækni í Reykjavík, f.
13. maí 1925, d. 25. apríl 1971.
Foreldrar hans voru Anna
Guðrún Kristjánsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík, f. 17. júlí
1900, d. 9. apríl 1983, og Gunn-
Gunnlaugur, f. 28. apríl 1957,
d. 30. apríl 2000, var kvæntur
Sigríði Kristjánsdóttur, f. 11.
júní 1956. 4) Þórður, f. 1959,
kvæntur Tinu Inger Olsen
Kristjánsson, f. 4. september
1963. Synir þeirra eru: a)
Frank Emil, f. 1991 og b)
Matthias Bjørn, f. 1998.
Helga ólst upp í Reykjavík
og var mörg sumur sem barn í
sveit að Bræðratungu við
Stokkseyri. Hún stundaði nám
við Kvennaskólann í Reykjavík
og Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur. Helga starfaði sem tal-
símakona hjá Landssímanum,
áður en hún giftist Kristjáni.
Þau fluttust að Sóleyjargötu 5
þar sem Kristján átti og rak
tannlæknastofu. Eftir það helg-
aði hún starfskrafta sína heim-
ili og börnum. Eftir andlát
Kristjáns árið 1971 starfaði
hún í Laugavegsapóteki til
starfsloka. Helga fluttist eftir
andlát Kristjáns í Álfheima 30
og síðan Bólstaðarhlíð 45. Hún
dvaldist á hjúkrunarheimilinu
Mörk frá árinu 2011 til dánar-
dags.
Helga verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag, 10. ágúst
2016, klukkan 15.
laugur Einarsson,
læknir í Reykjavík,
f. 5. ágúst 1892, d.
5. apríl 1944. Börn
Helgu og Kristjáns
eru: 1) Anna, f. 19.
ágúst 1950, gift
Jóni Hersteini Jón-
assyni, f. 25. maí
1949. Dætur þeirra
eru: a) Sesselja, f.
1969, sambýlis-
maður hennar er
Valdimar Friðrik Þorsteinsson
og eiga þau tvo syni. b) Helga,
f. 1978, gift Braga Þór Guð-
mundssyni og eiga þau fjóra
syni. c) Anna Guðrún, f. 1986.
2) Unnur Dóra, f. 19. desember
1951, gift Árna Birni Björns-
syni, f. 7. mars 1951. Börn
þeirra eru: a) Helga Björg, f.
1974, gift Henrik Jørgensen og
eiga þau þrjá syni. b) Markús
Björn, f. 1976, kvæntur Sabinu
Rasmusen og eiga þau einn
son. Markús á tvö börn úr
fyrra hjónabandi. c) Kristján
Björn, f. 1988, í sambúð með
Camillu Gravgaard. 3)
Ég kynntist Helgu, tengda-
móður minni, í ársbyrjun 1974
er við Dóra fórum að draga
okkur saman. Hún tók mér
opnum örmum og það viðmót
breyttist aldrei meðan hún
lifði. Það hafði orðið stór
breyting á fjölskyldunni þrem-
ur árum áður er fjölskyldufað-
irinn, Kristján, féll frá í blóma
lífsins aðeins 45 ára. Frá því
að vera heimavinnandi hús-
móðir í stóru einbýlishúsi við
Sóleyjargötu var hún nú kom-
in út á vinnumarkaðinn og
flutt í blokkaríbúð í Álfheim-
unum með þrjú börn; Dóru,
Gunnlaug (Gulla) og Þórð
(Didda) en elsta dóttirin,
Anna, hafði stofnað fjölskyldu
og flust að heiman. Helga tók
breytingunum með æðruleysi
og hélt fjölskyldunni saman.
Helga hafði unun af ferða-
lögum, hvort sem það var inn-
an- eða utanlands, og hún náði
að ferðast til margra landa og
hafði yndi af. Sumarbústaður
fjölskyldunnar í Hagavíkur-
landi við Þingvallavatn var
samt miðpunkturinn yfir sum-
artímann. Á meðan Kristján
var á lífi hafði fjölskyldan oft-
ast eytt sumarfríunum í sum-
arbústaðnum og var það
þeirra annað heimili á sumrin.
Við Dóra fluttumst ásamt
börnum okkar til Kaupmanna-
hafnar árið 1984. Diddi flutti
einnig sama ár til Kaupmanna-
hafnar og stofnaði fjölskyldu
þar úti.
Helga kom því oft til Dan-
merkur og dvaldist hjá fjöl-
skyldunum hér úti um lengri
eða skemmri tíma og þegar
dönsku fjölskyldurnar heim-
sóttu Ísland var oftast gist hjá
tengdamömmu í Álfheimum.
Þannig voru samskiptin alltaf
náin og hún gat fylgst með öll-
um barnabörnunum vaxa úr
grasi. Fátt var henni eins kært
og fjölskyldan og velferð henn-
ar. Sérstaklega áttu barna-
börnin og barnabarnabörnin
hug hennar.
Fyrir sex árum greindist
tengdamamma með Alzheim-
ers og í kjölfarið fluttist hún á
hjúkrunarheimilið Mörkina.
Þar leið henni vel og var
ánægð, enda var starfsfólkið
einstakt og á það miklar þakk-
ir skildar. Á meðan hún var
ekki að fullu horfin inn í þok-
una þreyttist hún aldrei á að
segja hversu gott hún hefði
það og hversu vel væri hugsað
um sig. Þó að við hjónin höfum
reynt að koma tvisvar til
þrisvar á ári til Íslands und-
anfarin ár þá má það sín lítils.
Innan fjölskyldunnar hefur
það verið Anna sem hefur bor-
ið allan þungann af veikindum
móður sinnar og staðið sig frá-
bærlega. Það verður seint
þakkað.
Ég kveð kæra tengdamóður
með þakklæti og söknuði.
Blessuð sé minning hennar.
Árni.
Nú er komið að ferðalokum
hjá ömmu Helgu eftir langt og
oft strangt ferðalag.
Ég var svo lánsöm að fá að
slást í fylgd með henni
snemma, en ég fæddist þegar
hún var 42 ára og var fyrsta
ömmubarnið hennar. Hún varð
svo ekkja aðeins 44 ára og varð
þá ein með fjögur börn á aldr-
inum 12-20 ára auk mín, ömmu-
barnsins sem þá bjó á heim-
ilinu, en hún sigldi í gegnum þá
erfiðleika með reisn.
Þegar ég var lítil heimsótti
ég ömmu oft í vinnuna í
Laugavegsapóteki. Mér fannst
spennandi að fá að koma bak-
sviðs í þessu ævintýralega
stóra húsi og fékk líka alltaf
apótekaralakkrís. Ég kíkti oft
til ömmu í vinnuna þegar ég
hafði aldur til að fara sjálf,
maður fór ekki niður í bæ án
þess að kíkja við hjá ömmu.
Á menntaskólaárunum fór ég
gjarnan ásamt vinkonu til
ömmu í útileikfimistímum. Við
amma hittumst stundum í há-
deginu á háskólaárum mínum
og svo heima í Álfheimum eftir
að hún hætti að vinna. Hún bjó
til heimsins bestu skonsur og
rækjusalat.
Þegar við vorum í Bjarka-
nesi, þegar ég var krakki, dró
amma upp spennandi góðgæti á
kvöldin í litríkum álpappír og
sagðist hafa fengið þetta hjá
ljóninu í Melnum. Ef skorti um-
ræðuefni var alltaf gaman að fá
ömmu til að rifja upp gamla
tíma þegar hún var í sveit á
sumrin á Stokkseyri þar sem
foreldrar hennar höfðu búið og
hvernig lífið breyttist eftir að
mamma hennar dó þegar amma
var 7 ára. Lífið á Laugaveg-
inum, Njálsgötunni, í Hellu-
sundi og svo á Grettisgötu 17
þar sem hún bjó uppi á lofti í
einu herbergi með pabba sínum
og Dúddu, eldri systur sinni, og
þær sáu um heimilið og pabba
sinn.
Hvernig lífið var þegar hún
var símamær hjá Landsíma-
num og þegar hún kynntist afa
á háskólaballi og þau dönsuðu
saman, þá hófst nýr kafli í lífi
hennar. Amma var óþreytandi
að rifja upp og alltaf jafn gam-
an að heyra hana segja frá.
Amma var nákvæm og vand-
virk. Handavinnan sem hún
gerði var svo fallega unnin.
Þegar ég var barn og unglingur
og fékk hlutverk eins og að
leggja á borð eða önnur eldhús-
störf kenndi hún mér ýmislegt
sem átti ekki að gera bara ein-
hvern veginn heldur af alúð og
vandvirkni, eins og hún hafði
lært í Húsmæðraskólanum.
Þegar ég bjó í íbúðinni henn-
ar í Álfheimum eitt haustið og
fram yfir jól, á meðan hún
dvaldi í Danmörku hjá Dóu og
Didda, brýndi hún fyrir mér að
þegar kæmi að því að þrífa
sameignina þyrfti að gera það
vandlega og t.d. að setja tusku
utan um pönnukökuspaða til að
þurrka vel af á milli póstkassa-
hæða, alveg inn að vegg, ekki
bara fremst.
Til að trufla ekki nágrannana
benti hún mér á að hún stopp-
aði alltaf veggklukkuna rúm-
lega 9 á kvöldin og stillti hana
aftur að morgni til að enginn
þyrfti að heyra klukkusláttinn
eftir háttatíma.
Þegar ég var unglingur og
enn svart-hvítt sjónvarp heima,
fór ég oft til ömmu að horfa á
uppáhaldsþættina mína ásamt
vinkonu minni og við vorum þar
oft báðar að horfa á í lit og
gjarnan tókum við upp tónlist
úr sjónvarpinu með því að setja
segulbandstækið hans Gulla að
sjónvarpinu og taka upp.
Amma hafði gaman af þessu
stússi okkar.
Amma hefði orðið níræð eftir
nokkrar vikur en ég trúi því að
hún hafi verið fegin hvíldinni
og nú er hún komin til afa og
Gulla, það hafa verið fagnaðar-
fundir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Guð geymi þig, elsku amma.
Sesselja Jónsdóttir.
Helga móðursystir mín er
látin rúmum fjórum vikum fyrir
90 ára afmæli sitt.
Þegar horft er til baka og
hugsað til þess hvernig lífið fór
um hana höndum fæ ég tár í
augun. Hún var yngst fimm
systkina og missti móður sína
rétt orðin sjö ára.
Lífið hélt áfram og Helga
kynntist ástinni þegar hún hitti
Kristján Gunnlaugsson sem
varð eiginmaður hennar. Þau
eignuðust fjögur börn og lífið
brosti við þeim.
En engu er lofað hvað verða
vill. Kristján veiktist skyndi-
lega og lést 45 ára gamall.
Helga þurfti nú að verða fyr-
irvinna heimilisins og hóf brátt
vinnu í Laugavegsapóteki þar
sem hún vann þar til hún fór á
eftirlaun.
Eldri sonur hennar, Gunn-
laugur, dó 43 ára eftir erfiða
baráttu við krabbamein.
Tvö börn hennar búa í Kaup-
mannahöfn og þurftu og þurfa
enn að berjast við erfiða sjúk-
dóma. Helga fór því oft til Dan-
merkur til að hitta börnin sín,
barnabörn og enn seinna
barnabarnabörn. Einnig komu
börnin og barnabörnin til Ís-
lands til að hitta fjölskyldur
sínar hér og vini. Það gladdi
Helgu mikið. Allir afkomendur
voru það sem skipti máli í líf-
inu. Fjölskyldan var henni allt.
Það varð hlutskipti Önnu,
dóttur Helgu, að vera ein fjög-
urra systkina í nánum
tengslum við mömmu sína og
styðja hana og styrkja. Það
hefði ekki verið hægt að gera
betur og var Anna þar studd af
eiginmanni sínum og dætrum.
Helga fór heldur ekki í gegn-
um lífið án erfiðra sjúkdóma.
Hún fór keik í gegnum það eins
og allt annað sem lífið lagði á
hana. Hennar kynslóð var bara
þannig.
Ég fæddist þegar Helga var
20 ára gömul og hef ég alla tíð
átt umhyggju hennar og vin-
áttu. Ég, foreldrar mínir og
systir vorum mikið í sumarbú-
staðnum Bjarkarnesi með þeim
og á ég þaðan ljúfar minningar.
Einnig var ég oft heilu dagana
hjá fjölskyldu hennar að Sól-
eyjargötu 5. Það var ævintýri
að geta farið með dætrum
Helgu í Hallargarðinn og vaðið
í gosbrunninum.
Þegar tímar liðu höguðu ör-
lögin því að við bjuggum í sömu
götu og fórum því stundum í
kaffi hvor til annarrar og að
versla um helgar.
Hjúkrunarheimilið Mörk hef-
ur síðustu árin verið heimili
Helgu og undi hún sér vel þar
og naut frábærrar umönnunar,
bæði af hendi starfsfólks og
Önnu dóttur sinnar.
Ég kveð Helgu með þakklæti
og treysti því að nú sé hún
meðal genginna ástvina.
Margrét Björnsdóttir.
Helga, móðursystir mín, er
farin í sína hinstu ferð á þeim
tíma sumars þegar margir eru
á faraldsfæti. Hugur minn fer á
flug, minningarnar sem tengj-
ast henni eru góðar og ná svo
langt aftur sem ég man. Ég
minnist jólaboðanna í gamla
virðulega húsinu á Sóleyjargöt-
unni. Einu sinni var villigæs á
borðum, nokkuð sem ég hafði
aldrei bragðað. Í stofunni var
uppstoppaður lómur og einnig
minkur.
Helga og Kristján Gunn-
laugsson áttu sumarbústaðinn
Bjarkanes í Grafningi. Þangað
var mér, foreldrum mínum og
bræðrum stundum boðið um
verslunarmannahelgar. Um
dagana þar á ég einhverjar
björtustu og fegurstu minning-
ar bernsku minnar. Iðulega
vorum við ferjuð í sumarbú-
staðinn á hraðbáti sem Krist-
ján stýrði af mikilli kunnátt-
usemi. Náttúrufegurðin
umhverfis bústaðinn einstök,
hreint kynngimagnað um-
hverfi. Eldgígurinn Grámelur,
Nesjahraunið með strýtum sín-
um og skútum, birkikjarrið og
vatnið bjarta, Þingvallavatn,
þar sem krían flögraði með
ströndinni og himbriminn kall-
aði úti á vatninu. Útsýnið vítt
og einstaklega fagurt, Sandfell
til suðurs en til norðurs Botns-
súlur, Skjaldbreiður og
Hrafnabjörg. Þarna gat orðið
vel heitt á sumrin og síðdeg-
isskúrirnar miklar dembur.
Þetta er ævintýraveröld og þar
lékum við okkur frændurnir;
ég, Gummi bróðir, Gulli og
Diddi. Gaman var að fá að fara
með Kristjáni að vitja um net-
in. Ævinlega voru í þeim
nokkrar bleikjur sem borðaðar
voru með kartöflum, tómötum
og smjöri. Helga sá um mat-
seldina og annað húshald og lét
sig ekki muna um að bæta heilli
fjölskyldu við stóra eigin fjöl-
skyldu. Helga og Kristján sótt-
ust mjög eftir því að dvelja í
þessum sælureit með börnum
sínum sem oftast.
Þótt ég væri aðeins barn
þegar ég eignaðist á þennan
hátt hlutdeild í þessum stað
hafði hann mikil áhrif á mig og
mótaði náttúruskynjun mína og
áhuga á náttúrunni, sem enst
hefur mér til þessa dags. Ég á
Helgu og Kristjáni því mikið að
þakka.
Lífið lék ekki alltaf við
Helgu frænku. Það var henni
mikið áfall þegar Kristján lést
1971, aðeins 45 ára. Hún stóð
eftir með börnin, Gulli og Diddi
þá enn í grunnskóla, en með
elju og dugnaði skilaði hún
þeim til manns með sóma.
Vinnusemi og seigla var henni í
blóð borin. Árið 2000 mátti hún
svo sjá eftir Gunnlaugi syni sín-
um í blóma lífsins, aðeins 43
ára gömlum.
Ég kveð Helgu, frænku
mína, með þakklæti og virð-
ingu. Hún kemur út á verönd-
ina í Bjarkanesi á sólbjörtum
sumarmorgni, teygar að sér
ferskt morgunloftið og horfir
austur yfir lognkyrrt og tært
Þingvallavatn. Þannig lifir ást-
kær frænka mín í ljúfum minn-
ingum.
Björn Guðmundsson.
Helga Þórðardóttir HINSTA KVEÐJA
Með hlýjum minningum
kveðjum við ömmu Helgu.
Hún mun alltaf eiga stað í
hjarta okkar.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Guð geymi þig, elsku
amma Helga.
Sesselja, Helga og Anna
Guðrún Jónsdætur.
Okkar yndislega móðir, tengdamóðir,
sambýliskona, amma og langamma,
AGNES SÆMUNDSDÓTTIR
frá Grindavík,
til heimilis að Stapavöllum 8,
Reykjanesbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 4. ágúst.
Útför hennar verður gerð frá Grindavíkurkirkju föstudaginn
12. ágúst klukkan 13.
.
Bjarnlaug D. Vilbergsdóttir, Ómar Björnsson,
Jóhannes G. Vilbergsson, Margrét Kristjánsdóttir,
Guðrún María Vilbergsdóttir, Kristinn Sørensen,
Björn Þórðarson,
barnabörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VIGGÓ ARNAR JÓNSSON
frá Möðrudal,
Álfheimum 9, Reykjavík,
lést á Skjóli 8. ágúst.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 12. ágúst
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim er
vildu minnast hans er bent á björgunarsveitirnar.
.
Herdís Eiríksdóttir,
Hildur Ásta Viggósdóttir, Sigurgeir Sigmundsson,
Vigdís Hrönn Viggósdóttir, Smári Brynjarsson
og fjölskyldur þeirra.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AUÐUR HAUKSDÓTTIR,
Lindargötu 57, Reykjavík,
áður Kirkjuvegi 17, Selfossi,
lést á Landspítalanum laugardaginn
6. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 15. ágúst klukkan 13.
.
Ólöf Lilja Sigurðardóttir Davíð Björnsson
Jóhannes Eggertsson Herdís Halla Ingimundard.
Baldvin Eggertsson
Kjartan H. Eggertsson Guðrún Þóra Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG G. JÓNSDÓTTIR,
Baugatanga 1,
lést á dvalarheimilinu Grund, sunnudaginn
7. ágúst. Útför hennar fer fram frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. ágúst klukkan 15.
.
Sigurður P. Kristjánsson,
Áslaug Sigurðardóttir, Pétur H. Stefánsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Magnús I. Torfason,
Jón Sigurðsson, Jónína Þ. Thorarensen,
barnabörn og barnabarnabörn.