Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
✝ Ólafía Sigur-borg Gests-
dóttir fæddist í
Stykkishólmi 29.
júlí 1941. Hún lést á
Landspítalanum,
Fossvogi 2. ágúst
2016.
Foreldrar henn-
ar voru þau Gestur
Bjarnason, f. 22.5.
1904, d. 15.2. 1970,
og Hólmfríður
Hildimundardóttir, f. 15.11.
1911, d. 8.1. 2003. Systkini Ólaf-
íu voru níu en eftirlifandi af
þeim eru Jónas, Hulda, Brynja,
Ævar og Hrafnhildur. Látin eru
Kristinn, Ingibjörg, Hildimund-
ur og Júlíana.
Ólafía giftist 5. júní 1965
Þórði Ársæli Þórðarsyni, f. 1.1.
1935, d. 29.5. 2015. Foreldrar
hans voru Þórður Þórðarson, f.
15.12. 1896, d. 3.2. 1959, og Þóra
Kristjánsdóttir, f. 27.2. 1900, d.
30.9. 1972. Systur Þórðar eru
ardóttir og d) Sigurður Bjarki,
f. 6.5. 1997. 3) Sædís Björk, f.
6.11. 1968, fyrrverandi eigin-
maður hennar er Jón Heiðars-
son, f. 11.11. 1961. Þeirra synir
eru: a) Ólafur Þór, f. 10.3. 1992.
b) Atli Snær, f. 12.10. 1996, d.
25.9. 1998, og c) Snæþór Bjarki,
f. 14.2. 2000.
Ólafía fæddist og ólst upp í
Stykkishólmi og bjó þar alla
sína tíð þar til hún fluttist í
Borgarnes í byrjun árs 2015
vegna veikinda Þórðar og bjó
hún sér fallegt heimili þar.
Ólafía vann við ýmis verslunar-
og þjónustustörf í Stykkishólmi;
svo sem í Sigurðarbúð, gamla
hótelinu, Bensó og sýsluskrif-
stofunni en mestan starfsaldur
sinn vann hún á St. Franciskus-
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi við
aðhlynningu og umönnun og lét
hún af störfum þar 67 ára að
aldri. Hún starfaði í Kven-
félaginu í Stykkishólmi og Mál-
freyjufélaginu Emblum, sem
síðar breyttist svo í Emblur, og
sinnti hún ýmsum embætt-
isverkum í þeim félögum.
Útför Ólafíu fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 10. ágúst
2016, klukkan 14. Jarðsett verð-
ur í Borgarneskirkjugarði.
þær Guðríður,
Anna og Vigdís.
Börn Ólafíu og
Þórðar eru: 1) Guð-
rún Elfa Hauks-
dóttir, f. 1.8. 1960.
Faðir hennar er
Pétur Haukur
Helgason. Maður
hennar er Svanur
Steinarsson, f. 22.1.
1960. Dætur þeirra
eru: a) Þóra Sif, f.
3.5. 1983, unnusti Daði
Georgsson, og eru dætur þeirra
Emilía Katrín og Svandís Elfa.
Áður átti Daði Anítu. b) Sara
Dögg, f. 14.6. 1988, unnusti
hennar er Guðni Frímannsson,
dóttir þeirra er Ólafía Ella. c)
Hera Hlín, f. 27.5. 1995, unnusti
hennar er Haraldur Andri Stef-
ánsson. 2) Þórður, f. 22.12. 1964.
Börn hans eru: a) Þórður Arnar,
f. 4.6. 1991, b) Þórdís Karen, f.
16.4. 1994, c) Aron Már, f. 11.8.
1994, unnusta hans er Ásta Arn-
Elsku mamma, nú er komið
að kveðjustund hjá okkur. Ekki
óraði mig fyrir því að það gæti
gerst svona fljótt, við áttum eft-
ir að gera svo margt.
Við vorum búnar að tala um
að þú kæmir með mér í bústað-
inn minn, þú treystir þér ekki,
ætlaðir að gera það þegar þú
værir orðin góð af kvefinu.
Það er ótal margt sem við
gerðum síðasta ár, eftir að
pabbi dó. Þér fannst gaman
þegar við skruppum til Reykja-
víkur og hittum stelpurnar mín-
ar, kíktum kannski smá í búðir
eða fórum á kaffihús.
Stundum fórum við líka bara
á kaffihús í Borgarnesi eða á
ísrúnt, það fannst okkur gaman.
Við gátum líka setið tímunum
saman og gert handavinnu, þar
kom ég aldrei að tómum kof-
unum hjá þér og leitaði ég oft
til þín. Það lék allt í höndunum
á þér. Það var ómetanlegt fyrir
okkur þegar þið pabbi fluttust í
Borgarnes, þó pabbi væri þá
orðinn mikið veikur.
Þú stóðst þig svo vel í veik-
indum hans, þó það væri miklu
erfiðara en þú sagðir okkur.
Nú eru þið aftur saman, þú
og pabbi, það er huggun mín í
þessari miklu sorg.
Þú varst líka yndisleg amma,
náðir að laða að þér öll ömmu-
börnin þín, þau syrgja þig nú.
Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar pabba, við feng-
um alltaf hlýjar móttökur hjá
ykkur. Þið voruð bæði miklir
fagurkerar, áttuð einstaklega
fallegt heimili.
Elsku mamma, takk fyrir allt
og allt, þín er sárt saknað.
Þín dóttir,
Elfa.
Elsku mamma.
Ekki áttum við von á því þeg-
ar þú veiktist 11. júlí að þú fær-
ir svona fljótt frá okkur, en lífið
er hverfult og fáum við engu
ráðið um það. En væntanlega
hefur þú þjáðst meira undanfar-
ið en okkur óraði fyrir, svo veik
varst þú orðin þegar meinið
uppgötvaðist, en ekki kvartaðir
þú mikið.
Erfitt hefur verið fyrir þig að
horfa á pabba svona veikan og
þurfa að kveðja hann og varst
þú smám saman að jafna þig á
því, og ætlaðir til Kanarí í vetur
eins og í fyrra með hópi af Snæ-
fellingum en af því verður ekki.
Hafðir þú gaman af ferðalögum
hvort sem þau voru innan lands
eða utan með fjölskyldu eða
vinum, og fórum við fjölskyldan
og þið pabbi í tvær ferðir utan í
sumarhús og nokkrar hér inn-
anlands og höfðum gaman af.
Þó ekki værum við alltaf
sammála um eitt og annað, þá
barstu hag minn og minna alltaf
fyrir brjósti og varst alltaf boð-
in og búin að aðstoða ef þú gast,
hvort sem það var að passa
strákana, gardínusaumur eða
hvað annað sem þurfti að gera,
og varst þú einstök amma sem
vildir allt gera fyrir barnabörn-
in þín. Þegar Snæþór var vænt-
anlegur í heiminn bað Óli, átta
ára gamall, þig að koma og vera
hjá sér og ekki stóð á því, fríi
reddað og þú mætt. Ákvaðst þú
þá að bóna parketið hjá mér
þar sem það væri nú lítið mál,
en var það meira en til stóð og
tók mun lengri tíma, en allt
hafðist þetta nú.
Á þeim tæpu tveimur árum
sem að Atli Snær var hjá okkur
voruð þið pabbi alltaf boðin og
búin til að hjálpa og vera hjá
okkur og ófáar ferðir sem að
þið komuð til okkar, og var það
okkur alveg ómetanlegt, og
mikil var raun ykkar þegar að
hann lést, en nú eruð þið öll
sameinuð aftur og þið væntan-
lega haldið áfram að dekra við
hann þar.
Við eigum fullt af yndislegum
minningum; hlátursköstin þín
sem að enduðu alltaf með tár-
um, og oft þurfti nú lítið til að
starta þeim. Allar hannyrðirnar
sem að þú gerðir, peysur og
vettlingar á barnabörnin, Bu-
cilla-föndrið, bútasaumsteppin
og hvað sem þú tókst þér fyrir
hendur var listar vel gert.
Fyrir einu og hálfu ári flutt-
ist þú í Borgarnes þar sem
pabbi fékk inni í hvíldarinnlögn
á Brákarhlíð, keyptir þú þér
íbúð í blokk fyrir eldri borgara
þar sem að þú bjóst þér fallegt
heimili því mikill fagurkeri
Ólafía Sigurborg
Gestsdóttir
✝ Ester Snæ-björnsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. september 1923.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð 31. júlí
2016.
Foreldrar: Elín
Sigríður Péturs-
dóttir Blöndal, f.
1895, d. 1969, og
Snæbjörn Guð-
mundsson, f. 6. des. 1901, d.
1936. Systkini: Pétur Blöndal, f.
1925, d. 1995, m. Fríða K.
Gísladóttir, Ingibjörg, f. 1927,
d. 2011, m. Hjörleifur Jónsson,
látinn, Dagbjört Sóley, f. 1932,
m. Gísli Guðmundsson, látinn,
Snæbjörn, f. 1936 , d. 1995, m.
Guðrún Björgvinsdóttir, Edda
Emilsdóttir, f. 1940, m. Tómas
Börkur Sigurðsson.
Eiginmaður: Sigurbjörn
Árnason, f. 1920, d. 1998. Börn
þeirra: 1) Snæbjörn, f. 2. apríl
1947, d. 27. mars 2000, 2) Haf-
þór skipstjóri, f. 31. júlí 1949,
m. Erla Björg Magnúsdóttir, f.
1943. Börn þeirra a) Bjarki
Már, f. 1977, m. Bylgja Hrönn
Ingvadóttir, f. 1980. Börn
þeirra: Emelía Dís, f. 2002, og
Íris Alma, f. 2008, b) Ester
Birna, f. 1984. Börn hennar:
Svala Björt Alexandersdóttir, f.
Dís Austmann Jóhannsdóttir, f.
1964. Börn þeirra: a) Viktor
Blöndal, f. 1988, m. Ásdís
Guðný Pétursdóttir, f. 1993, og
b) Selma Blöndal, f. 1992,
barnsfaðir Viktor Fitim Shala,
f. 1990. Börn þeirra: Emelíana
Blöndal Shala, f. 2012, og
Aþena Blöndal Shala, f. 2014.
Dóttir Páls, Linda Rós, f. 1977,
m. Dagur Gunnarsson, f. 1975.
Börn þeirra: Kristófer, f. 2003,
Tómas, f. 2008, og Benedikt, f.
2013. 8) Aðalheiður (Allý). f. 2.
júní 1956. Dóttir hennar a)
Helma Ýr Helgadóttir, f. 1975,
m. Ólafur Erling Ólafsson, f.
1974. Börn þeirra: Helgi Krist-
berg, f. 2009, og Guðmundur
Logi, f. 2010. 9) Finnbogi, f. 22.
sept. 1957, d. 27. okt. 2001. 10)
Sigurbjörn Blöndal, f. 3. nóv.
1958. Börn hans a) Ólafur Ari,
f. 1981, m. Hallfríður Anna
Björgvinsdóttir, f. 1983. Börn
þeirra Sigurbjörn Hörður, f.
2000, og Björgvin Ágúst Ara-
son, f. 2003, b) Sandra Dögg, f.
1993.
Ester fæddist í Reykjavík og
ólst upp á Hvammstanga. Árið
1932 flyst hún suður með for-
eldrum sínum. Hún giftist Sig-
urbirni Árnasyni og áttu þau
saman 10 börn. Þau skildu
1959. Næstu 20 árin bjó hún ein
með 10 börn í Gnoðarvogi 24.
Ester vann við verkamanna- og
verslunarstörf. Síðast starfaði
hún í mötuneyti Borgarspít-
alans og í Þjóðleikhúsinu.
Útför Esterar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 10. ágúst
2016, kl. 13.
2005, Lilja Mist Al-
exandersdóttir, f.
2007, og Elma
Dögg Sigurð-
ardóttir, f. 2013. 3)
Sigurður Rósant
kennari, f. 21. júní
1950, m. Hafdís
Ingimundardóttir,
f. 1958. Börn
þeirra: Aron Ingi,
f. 1992, og Bergdís,
f. 1995. Sonur Sig-
urðar, Óskar Veturliði, f. 1974.
Börn hans: Guðjón, f. 2008, og
Edda, f. 2015. Dóttir Sigurðar,
Hulda Björk, f. 1979. Börn
hennar: Krista Björt, f. 2005,
Daníel Rökkvi, f. 2008, og Eva
Karín, f. 2010. 4) Sigmar Ágúst.
f. 12. sept. 1951, d. 24. mars
1972. 5) Ingibjörg Elín, f. 11.
sept. 1952, m. Sigurður Eyþórs-
son, f. 1948. 6) Árni, f. 22. nóv.
1953, d. 10. mars 1983. Börn
Árna a) Ester K. Vigil, f. 1974,
m. Erick Vigil, f. 1980. Börn
þeirra Ethan Alexander Vigil,
f. 2009, og Chloe Isabella Vigil,
f. 2012. Synir Esterar: Davíð
Már Hafsteinsson, f. 1990,
Kristofer Jonathan Bow, f.
2000. b) Theódóra Björg, f.
1982. Dóttir Theódóru: Katrín
Jenný Ingólfsdóttir, f. 2008. 7)
Páll I. Blöndal tölvunarfræð-
ingur, f. 15. apríl 1955, m. Elfa
Nú þegar Ólympíuleikarnir í
Ríó standa sem hæst, þar sem at-
hyglin beinist að afreksfólki
íþróttanna, verður mér hugsað til
móður minnar, afrekskonu lífs-
baráttunnar. Hún eignaðist 10
börn á ellefu árum. Tveim árum
eftir að yngsta barnið fæddist tók
hún þá ákvörðun að hún skyldi
sjá um þetta ein. Aldrei kom til
greina að ættleiða eitthvert okk-
ar þrátt fyrir fjöldann. Hún tók
einfaldlega þá ákvörðun að gera
þetta ein og villtist aldrei af
þeirri braut. Ég gleymi því aldr-
ei, þá oft sem ég hitti mæður vina
minna í hverfinu, svo og kennara
í Vogaskóla, hve oft þau spurðu
mig um hvernig mamma færi nú
að þessu öllu, með okkur 10 í 77
fm íbúð í Gnoðarvogi 24. Hvernig
á því stóð að við systkinin vorum
upp til hópa afburða nemendur.
Hvar og hvernig gátum við lært
heima öll í einni kös? Í hvert
skipti sem ég var spurður að
þessu var ég að springa úr stolti.
Móðir mín var alla tíð afrekskona
lífs míns. Hún starfaði oftast á
a.m.k. 2-3 vinnustöðum í einu til
að hafa ofan í okkur og á. Aldrei,
já ég segi aldrei, heyrði ég hana
kvarta. Mamma fann leiðir til að
annast fjölskylduna með mikilli
vinnu, hagsýni og reglusemi. Á
sjöunda áratugnum réð hún sig
svo sem ráðskonu að Guðrúnar-
stöðum í Vatnsdal og tók hún
með sér öll börnin nema tvo elstu
synina. Bóndinn þar var háaldr-
aður og ekki heill heilsu. Sá elsti
af okkur, sem þá var aðeins 12
ára, stjórnaði allri vélavinnu og
fékk okkur hin yngri til að taka
fullan þátt í því að reka búið. Við
vorum þarna a.m.k. tvo vetur. Þá
gengu yngri börnin í skóla að
bænum Ási og þau eldri sóttu
nám á Blönduósi. Eftir vistina í
Vatnsdalnum fluttist hún með
börnin aftur í Gnoðarvoginn, sem
hafði þá verið í útleigu. Mamma
var hæfileikarík og skörp kona.
Oft var sagt við mig að mamma
hafi verið undrabarn á sviði tón-
listar. Hún spilaði á mörg hljóð-
færi, m.a. gítar, píanó og harm-
onikku. Að spila á hljóðfæri var
fyrir henni svona eins og að
reima skóna sína. Hún skildi
aldrei alveg af hverju fólki fannst
þetta svona merkilegt enda var
hún alltaf hógværðin ein. Hún
var mikið beðin um að kenna fólki
á hljóðfæri á þessum tíma og
sinnti hún því af mikilli alúð.
En líf mömmu var sko enginn
dans á rósum. Með árunum urðu
mörg barnanna alvarlega veik og
þurfti hún að sjá á eftir fjórum
sona sinna yfir móðuna miklu.
Þeir voru allir á besta aldri: Sig-
mar 21 árs, Árni 29 ára, Snæ-
björn 52 ára og Finnbogi 44 ára.
Á dánardegi mömmu var kvik-
myndin Englar alheimsins sýnd í
sjónvarpinu. Þá kom upp í huga
mér setning sem góð kona sagði
eitt sinn við mig.
„Englar alheimsins var svona
eins og mjög stytt og einfölduð
útgáfa af því sem hún móðir þín
þurfti að ganga í gegnum.“
Elsku mamma mín, nú er
þessu lokið. Hvíl í friði, þinn son-
ur,
Páll (Palli).
Tengdamóðir mín, Ester Snæ-
björnsdóttir, er fallin frá 92 ára
að aldri.
Ég mun ætíð minnast Esterar
með þakklæti og virðingu. Þakk-
læti fyrir öll þau ár sem ég hef átt
þess kost að þekkja hana. Hún
var sterkur persónuleiki sem bjó
yfir miklum mannkostum. Alltaf
tók Ester vel á móti okkur þegar
við komum í heimsókn til hennar
og oftast var boðið upp á vöfflur
með kaffinu. Ester var afar hrifin
af barnabörnunum sínum og eiga
Viktor og Selma góðar minningar
frá þeim tíma þegar við bjuggum
hlið við hlið á Laugarnesveginum
og síðar á Rauðalæknum. Eitt
var alveg öruggt að „amma Est-
er“ átti alltaf ís fyrir ömmubörn-
in sín.
Við eigum margar fallegar
minningar með Ester bæði hér á
landi og á Spáni og þá sérstak-
lega á Benidorm. En þangað fór
hún nokkrum sinnum bæði með
Helgu Blöndal, frænku sinni, og
með okkur fjölskyldunni. Einnig
átti hún góðar stundir með for-
eldrum mínum á sama stað. Þá
var nú oft glatt á hjalla.
Ég kveð þig í dag, elsku
tengdamóðir mín. Minning þín er
ljós í lífi mínu. Þín tengdadóttir,
Elfa Dís Austmann.
Jæja, amma mín. Tíminn okk-
ar saman hérna á jörðunni er bú-
inn að vera eftirminnilegur. Ég
mun seint gleyma góðu stundun-
um þegar ég rölti yfir í næsta
stigagang til þín og spilaði við þig
veiðimann. Ótrúlegt hvað þú
nenntir að leyfa mér að vinna í
hvert skipti. Þú varst alltaf svo
hlý og góð. Ég man enn eftir
ömmulyktinni af sófanum heima
hjá þér á Laugarnesveginum.
Man enn eftir saltstöngunum og
fresca-gosinu sem þú hafðir
tilbúið ef þú skyldir fá gesti. Oft-
ast var það ég sem kláraði salt-
stangirnar og gosið. Man enn eft-
ir því þegar ég samdi mitt fyrsta
lag sem var varla lag, heldur
nokkrar handahófskenndar nót-
ur á píanóið og bað þig um að
skrifa niður nóturnar að því. Ég
hugsa oft til þín. Þín ást, um-
hyggja og innilega bros sé ég allt-
af fyrir mér þegar ég hugsa um
heimsóknirnar.
92 ár eru langur tími. Á þess-
um árum upplifði Ester ýmislegt.
Bæði gott og svo annað ekki svo
gott. Þrátt fyrir alla erfiðleikana
var ekki langt í húmorinn. Í raun
nokkrum dögum áður en hún lést
hlógum við yfir því hvað fólkið í
sjónvarpinu væri sítuðandi. Fólk
þarf nú að tuða, sagði amma. Síð-
ustu árin hennar voru eflaust
skrýtin. Aldurinn var farinn að
segja til sín.
Heyrnin nánast alveg farin og
minnið fór versnandi. Hún þekkti
okkur sjaldnast þegar við komum
í heimsókn en þegar ég kallaði í
eyra hennar nafn mitt, þá lifnaði
yfir henni.
Þó hún þekkti mig ekki í sjón
mundi hún alltaf eftir mér. Alltaf
virtist hún þó þekkja Elfu Dís,
móður mína, strax og hún gekk
inn um dyrnar. Þær voru góðar
vinkonur.
Ein sterkasta og besta mann-
eskja sem ég hef kynnst er farin
frá okkur. Hún skilur eftir sig
góðar og dýrmætar minningar.
Ég kveð þig nú að sinni, amma
mín. Vonandi hefur þú það gott.
Viktor Blöndal Pálsson.
Ester Snæbirna
Snæbjörnsdóttir
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Hugrún Jónsdóttir
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar