Morgunblaðið - 10.08.2016, Síða 27

Morgunblaðið - 10.08.2016, Síða 27
Hún hefur starfað við fjölmiðla frá því fljótlega eftir tvítugt og komið við á langflestum fjölmiðlum landsins, þar má nefna Helgar- póstinn og Pressuna sálugu, Al- þýðublaðið, tímaritin, Heimsmynd, Mannlíf og Morgunblaðið. Lengst af starfaði hún þó sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu og síðar á Stöð 2. Hún var einnig í nokkur ár rit- stjóri Smugunnar, vefrits um stjórnmál og mannlíf. Í dag er hún fréttastjóri á Fréttatímanum. Þóra Kristín var um skeið vara- formaður og síðar formaður Blaða- mannafélags Íslands. Hún fékk verðlaunin blaðamaður ársins árið 2009, fyrir sjónvarpsfréttir á vefn- um árið 2008 í aðdraganda og kjöl- far bankahrunsins. Á fyrri hluta tíunda áratugarins sendi Þóra Kristín frá sér þrjár bækur. Þær eru Guðbergur Bergsson, metsölubók, viðtalsbók við Guðberg Bergsson rithöfund, 1992, Herbrúðir, 1994, og Götu- strákur á spariskóm 1996. Áhugamál „Ég hef áhuga á því að lesa bækur og skrifa, sjá góðar bíó- myndir og hlusta á tónlist. Þá nýt ég þess að ferðast heima og er- lendis. Ég elska fallega hluti og föt og líka ketti, og þessi katta- áhugi er að ágerast með aldrinum. Kannski enda ég sem kattakerling. Ég hef alltaf verið með aldurs- komplexa, fundist ég of ung eða gömul. En maður getur ekki hlaupið aldurinn af sér til lengdar því fólk er jú alltaf að eldast í kringum mann. Núna er ég bara nokkuð sátt enda retró eins og tekk. Ég geri mér örugglega einhvern dagamun í tilefni afmælisins en ég held enga veislu. Ég hef ekki hald- ið afmælisveislu síðan ég var tíu ára og þori varla að rjúfa hefðina. Kannski býð ég bara mömmu minni út að borða. Hún á þennan dag náttúrlega líka.“ Fjölskylda Dóttir Þóru Kristínar og Ragn- ars Hallmannssonar, f. 18.6. 1966, d. 20.6. 1983, er Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir, f. 15.2. 1984. Hún á soninn Kolbein Gest, f. 13.7. 2009, með Guðgeiri Kristmundssyni. Ragnheiður Júlía er í sambúð með Kjartani Þór Kjartanssyni. Þóra Kristín er í sambúð með Björgu Evu Erlendsdóttur, f. 18.12. 1960, flokkaritara vinstri sósíalista hjá Norðurlandaráði og framkvæmdastjóra Vinstri grænna. Foreldrar hennar: Er- lendur Jóhannsson, f. 10.10. 1913, d. 12.2. 2001, bóndi á Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi, Árn. og k.h. Margrét Øxnevad, f. í Stafangri í Noregi 22.5. 1936, bús. í Reykja- vík. Björg Eva á börnin Loga Pálsson, f. 1996. Eddu Pálsdóttir, f. 1989 og Iðunni Pálsdóttur, f. 1998. Systkini Þóru Kristínar: Jó- hannes, f. 6.2. 1965, Ester Bíbí, f. 30.12. 1975, og Aldís Jóna, f. 19.9. 1982. Foreldrar Þóru Kristínar eru Ásgeir Árnason kennari, f. 10.3. 1940, og k.h. Sigríður Jóhannes- dóttir, kennari og fv. alþingis- maður, f. 10.6. 1943, bús. í Keflavík. Úr frændgarði Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Sigríður Magnúsdóttir saumakona, f. á Litlalandi í Ölfusi, Árn. Ásmundur Jónsson sjómaður í Reykjavík, f. á Stóruborg í Grímsnesi, Árn. Aldís Jóna Ásmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jóhannes Guðnason eldavélasmiður í Reykjavík Sigríður Jóhannesdóttir kennari og fv. alþingismaður, bús. í Keflavík Albertína Jóhannesdóttir húsfreyja, f. í Vatnadal í Súgandaf. Guðni Þorleifsson bóndi í Súgandafirði Anna Pálína Árnadóttir söngkona Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur Frosti Friðriksson leikmynda- hönnuður í Rvík Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söngkona Arnbjörn Jóhannesson kennari í MR og ritariÆttfræðifélagsins Þorleifur Guðnason jarlinn af Norðureyri Gróa Sigurlilja Guðnadóttir kjólameistari Einar Guðnason skipstjóri á Suðureyri Guðni Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður á Suðureyri Pálína Björgólfsdóttir saumakona, f. í Nýjabæ á Eyrarbakka Kláus Hannesson vélgæslumaður í Hafnarfirði, f. á Álftanesi Ester Kláusdóttir kaupmaður í Hafnarfirði Árni Gíslason verksmiðjustjóri í Hafnarfirði Ásgeir Árnason kennari, bús. í Keflavík Kristín Ágústína Kristjánsdóttir húsfreyja, f. á Fremri-Hvestu í Ketildölum,V-Barð. Gísli Guðni Ásgeirsson sjómaður í Hafnarfirði, f. á Álftamýri í Arnarfirði Guðni Jóhannesson orkumálastjóri Gunnhildur Guðnadóttir yfirlæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg Sverrir Páll Guðnason leikari í Svíþjóð ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Jón Benediktsson myndhöggv-ari fæddist á Ísafirði 10. ágúst1916. Foreldrar hans voru Benedikt Guðmundsson, hús- gagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 22.4. 1892 á Litlu-Þverá í Fremri- Torfustaðahreppi, V-Hún., d. 1.11. 1971, og k.h. Guðrún Sigríður Jóns- dóttir húsfreyja, f. 30.3. 1885 á Mið- Hvoli í Mýrdal, V-Skaft., d. 4.2. 1978. Jón lærði húsgagnasmíði hjá Björgvin Hermannssyni og rak hús- gagnaverslun og verkstæði að Lauf- ásvegi 18a í Reykjavík um tíma ásamt bróður sínum, Guðmundi Benediktssyni. Húsgagnasmíði þeirra bræðra, sem byggðist að mestu á þeirra eigin hönnun, þótti nýstárleg á þeim tíma. Jón starfaði um árabil sem form- listamaður Þjóðleikhússins og minn- ast margir leikmuna hans úr leik- ritum Þjóðleikhússins. Fyrir framlag sitt að leikhúsmálum hlaut hann menningarverðlaun Þjóðleik- hússins. Jón fékk ungur áhuga á myndlist og lærði teikningu hjá Finni Jóns- syni og Marteini Guðmundssyni og höggmyndalist hjá Ásmundi Sveins- syni. Hann hélt nokkrar einkasýn- ingar, þá fyrstu árið 1957, og einnig tók hann þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis og erlendis. Verk Jóns þróuðust á sjötta áratugnum frá hálffígúratífum formum í óhlut- læga list. Þá gerði hann marg- víslegar tilraunir með form og efni. Jón vann verk sín í tré, stein, ýmsa málma og jafnvel einstök verk í plastefni. Jón var heiðursfélagi í Félagi ís- lenskra myndlistarmanna. Hinn 21.11. 1942 kvæntist Jón Jó- hönnu Hannesdóttur húsfreyju og starfsmanni Blóðbankans, f. 22.10. 1915 á Hellissandi, d. 26.5. 2001. Foreldrar hennar: Hannes Bene- diktsson sjómaður og k.h., Steinunn Jóhannesdóttir húsfreyja. Börn Jóns og Jóhönnu: Ólafur lögfræð- ingur, Benedikt verkfræðingur, Gunnar Steinn líffræðingur og Margrét myndlistarmaður. Jón Benediktsson lést 29.5. 2003. Merkir Íslendingar Jón Benediktsson 95 ára Margrét Valdimarsdóttir 90 ára Sigurður Steindórsson 85 ára Guðrún Jóna Árnadóttir Haukur Guðmundsson 80 ára Esther Britta Vagnsdóttir Hjördís Þorgeirsdóttir Marteinn Árnason 75 ára Ásgeir Hólm Bjarni Ólafsson Kristín Guðmundsdóttir Steinunn Jónasdóttir 70 ára Aðalsteinn Valdimarsson Ásgeir Ragnar Kaaber Björn Sigurðsson Branddís E. Benediktsd. Eygló Kristjánsdóttir Geir Sigurðsson Páll Sigurðsson Pálmar Guðmundsson Sævar Árnason Unnur Magnea Sigurðard. Vilborg Árný Einarsdóttir 60 ára Bára Andersdóttir Guðlaug Gísladóttir Helga Lára Árnadóttir Inga Fanney Egilsdóttir Jósef Valgarð Þorvaldss. Leifur Agnarsson Margrét Gísladóttir Ólöf H. Aðalsteinsdóttir Ragnheiður E. Jónsdóttir Sigurður Bogi Stefánsson Svavar Halldórsson 50 ára Einar Victor Karlsson Einar Viðar Gunnlaugsson Erlingur Sigurðsson Gyða Guðrún Halldórsd. Hafsteinn Már Einarsson Hjördís Gústavsdóttir Hulda Guðrún Geirsdóttir Sonja Hermannsdóttir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir 40 ára Ari Þorgeir Steinarsson Axel Már Hermannsson Bergur Már Emilsson Bogdan Józef Hyz Dariusz Rutkowski Erna Kristín Ernudóttir Ewa Sieminska Guðný Erla Guðnadóttir Hlynur Lind Leifsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Karl Daði Lúðvíksson Magdalena M. Einarsd. Magnús Þór Sverrisson Nilton Jimenez Nuno Jorge Monteiro Dias Ólafur Guðmundsson Sigurður Dalm. Áslaugars. Sigurrós Jóhannsdóttir Valdís Halldórsdóttir Viggó Einar Viðarsson Vildís Bjarnadóttir 30 ára Alexander G. Roberts Anna Kristín Ólafsdóttir Árni Björnsson Einar Jón Vilhjálmsson Gísli Magnússon Guðmundur Gunnlaugss. Hávarður Örn Matthíass. Hrafnhildur G. Björnsdóttir Jóhann Sævar Eggertsson Martin Lund Størup Ricardo Joao F. Vilarinho Til hamingju með daginn 40 ára Erna er Reykvík- ingur, er með MA í mann- auðsstjórnun og vinnur hjá VÍS. Maki: Björn Bragi Braga- son, f. 1978, matreiðslum. hjá Símanum. Börn: Ágúst Már, f. 2009, Hilmar Björn, f. 2011, og Elías Orri, f. 2015. Foreldrar: Torfi Axelsson, f. 1957, matreiðslum. hjá Icelandair, og Erna Grétar Garðarsdóttir, f. 1957, vinnur hjá Rvíkurborg. Erna Kristín Ernudóttir 40 ára Maggi Þór er fæddur og uppalinn í Kópavogi og býr þar. Maki: Malini Elavaz- hagan, f. 1982, gisti- hússtjóri hjá Víkingi. Börn: Alexandra, f. 2001, Alex Máni og Aron Breki, f. 2003, og Elvis Þór Ashokatane, f. 2015. Foreldrar: Sverrir Björg- úlfur Þorsteinsson, f. 1951, vinnur hjá Vífilfelli, og Guðleif Unnur Magnúsdóttir, f. 1953. Magnús Þór Sverrisson 40 ára Nilton er frá Perú en býr á Akureyri og vinn- ur í frystihúsinu hjá Samherja. Maki: Kristjana Sigur- jónsdóttir, f. 1991, nemi í VMA. Börn: Junior, f. 1995, Ernesto Pétur, f. 1999, Al- exander Nilton, f. 2001, og Garðar, f. 2006. Foreldrar: Ernesto Jime- nez og Nila Emilia, bæði látin. Þau voru búsett í Perú. Nilton Jimenez ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.