Morgunblaðið - 26.08.2016, Side 1

Morgunblaðið - 26.08.2016, Side 1
 Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi samþykktu á kjör- dæmisþingi í gær- kvöldi tillögu um að efnt yrði til flokks- þings í aðdraganda þingkosninga í haust. Tvö kjördæmisþing höfðu áður ályktað að flokksþing skyldi haldið, þ.e. í Norðvesturkjördæmi og Suð- urkjördæmi. Slík tillaga var hins vegar felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi. Á fundinum í gær var ennfremur ákveðið að stilla upp á lista. »2 Samþykktu að halda flokksþing í haust F Ö S T U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  199. tölublað  104. árgangur  HEILSA VERÐUR AÐFYLGJA HJART- ANU Í LISTINNI ANDLEG OG LÍKAMLEG HEILSA Í BRENNIDEPLI Í 28 SÍÐNA SÉRBLAÐI UM HEILSU PORTRETT HEILLAR KARL 12  „Það skapaðist í raun hálfgert neyðarástand sem við þurftum að bregðast við,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður safnsins á Gljúfrasteini, en safnið hefur ver- ið lokað almenn- ingi frá því í janúar vegna mikilla rakavandamála í gólfi og veggjum. Upphaflega stóð til að safnið yrði lokað í um tvo mánuði vegna við- halds en nú er stefnt að því að opna það í janúar á næsta ári. Allur safn- kostur hefur verið fluttur út. »10 Gljúfrasteinn verður lokaður út árið Lokað Safnið er í Mosfellsdal. Kjarasamningur » Kennsluskyldan minnkar um eina kennslustund. » Kennsla í grunnskólum minnkar ekki að sama skapi. » Því gæti þurft fleiri kennara. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Nýr kjarasamningur grunnskóla- kennara, sem bíður staðfestingar fé- lagsmanna, felur í sér minni kennsluskyldu umsjónarkennara, eða einni færri kennslustund á hverjum degi. Af um 4.500 grunn- skólakennurum eru í kringum 2.200 umsjónarkennarar. Hver þeirra get- ur kennt 26 tíma á viku og því er ljóst að með breytingunni mun skorta sem nemur tæpum 85 stöðugildum. Svandís Ingimundardóttir, skóla- málafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir breytinguna ábyggilega munu auka þörf fyrir kennara í grunnskólum landsins. „Þetta er dýr samningur fyrir sveitarfélögin, það fer ekkert á milli mála,“ segir hún og bætir við að þurft gæti fleiri stöðugildi eða þá breytt skipulag skólastarfs. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir sveifluna ekki mikla sé litið til starfsmanna- veltu. „Það er svo mikil hreyfing á starfsfólki að það er ekki sjálfgefið að þetta valdi vandræðum. Við vitum ekki hvað þetta þýðir fyrirfram.“ Tómarúm eftir samninginn  Kennsluskylda umsjónarkennara minnkar í nýjum kjarasamningi  Skerðingin nemur tæpum 85 stöðugildum  Samningurinn sagður sveitarfélögunum dýr MMinni kennsluskylda kallar ... »4 AFP Heimilislaus Hundruð manna misstu heimili sitt eftir jarðskjálftann mikla og hafa þurft að sofa í bifreiðum eða á tjaldsvæðum sem þessu. Jóhannes Tómasson Bogi Þór Arason „Þegar maður skoðar fréttir finnur maður að fólk er bara í losti yfir þessu, en allt er smátt og smátt að komast í eðlilegt horf,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona, sem býr í um 50 kílómetra fjarlægð frá upptökum jarðskjálftans mikla sem reið yfir fjallaþorp á Mið-Ítalíu aðfaranótt miðvikudags og kostaði minnst 250 manns lífið. „Það fer rosaleg bylgja af tilfinn- ingum í gegnum okkur sem búum í svipuðu þorpi, því þetta hefði alveg eins getað gerst hér,“ segir Sólrún. Hún segir að margar fjölskyldur hafi verið í fríi í fjallaþorpunum Amatrice og Accumoli. Mörg börn fórust sem voru í heimsókn hjá ömmum sínum og öfum. Óttast að tala látinna hækki Þúsundir björgunarmanna grófu í húsarústum í fjallabæjum Mið-Ítalíu í gær í von um að finna þar fólk á lífi eftir jarðskjálftann. Óttast var að tala látinna myndi hækka þar sem margra er enn saknað og líkurnar á því að fleiri finnist á lífi minnka með hverri klukkustundinni sem líður. Hundruð manna, sem misstu heimili sitt, hafa sofið í bílum eða tjöldum eftir skjálftann sem mældist um 6,0 stig. Rúmlega 240 manns voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla og nokkrir þeirra eru í lífs- hættu. Hafin verður rannsókn á því hvort einhver beri ábyrgð á manntjóninu, að sögn ítalsks saksóknara. »2, 17 Mörg börn voru meðal hinna látnu á Ítalíu  Talið er að minnst 250 manns hafi farist í skjálftanum Ágústmánuður mun fara í sögu- bækurnar sem einn hlýjasti ágúst síðan mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings er hitinn það sem af er mánuðinum ofan meðallags síðustu tíu ára á 105 veðurstöðvum af 115 á landinu sem meðaltöl eiga. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 24 dagana í ágúst er 12,2 stig, 1,6 stig- um ofan meðallags áranna 1961- 1990 og 0,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Mánuðurinn er sá 5. hlýjasti á þessari öld og í 10. til 11. sæti á lista sem nær aftur til ársins 1872. Úrkoman hefur mælst 28 milli- metrar og eru það um 2/3 hlutar meðalúrkomu. Sólskinsstundir eru 147 og er það í meðallagi síðustu tíu ára, en 23 stundir umfram meðal- lag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri er meðalhitinn 11,7 stig það sem af er mánuði, það er 1,5 stigum ofan meðallags 1961- 1990, en 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þar er úrkoman 27 mm og er það í rétt rúmu meðal- lagi. sisi@mbl.is Ágúst er í hópi hlýj- ustu mánaða Morgunblaðið/Ómar Hitinn það sem af er ágúst er ofan meðallags síðustu tíu ára á 105 veðurstöðvum af 115 á landinu  Horfur með kartöfluuppskeru hafa sjaldan verið betri enda sum- arið verið ein- staklega hag- stætt um mestallt landið. „Miðað við hvað sumarið er mikið betra en í fyrra verður nóg af íslenskum kartöflum á markaði fram að næstu uppskeru sumarið 2017,“ segir Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kart- öflubænda. »15 Horfur á góðri kart- öfluuppskeru í haust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.