Morgunblaðið - 26.08.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS
Verð
1.690.000 kr.
án vsk.
1.363.000 kr.
Til á lager
Sportman® 450 H.O.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Að minnsta kosti 43% getur munað á
verði skólamáltíða í grunnskólum.
Þetta kemur í ljós eftir lauslega
könnun Morgunblaðsins á gjald-
skrám ýmissa stærri sveitarfélaga.
Af þeim sveitarfélögum sem litið
var til er Akranesbær með ódýrustu
skólamáltíðirnar, eða kr. 335 á hverja
máltíð. Heldur dýrari eru þær á Ísa-
firði, eða kr. 480 hver máltíð, og nem-
ur munurinn rúmum 43 prósentum.
Þó má nefna að Ísafjarðarbær veitir
10% afslátt af verðinu séu keyptar
máltíðir fyrir heila önn.
Í gjaldskrá grunnskóla Reykjavík-
urborgar er hver máltíð sögð kosta
kr. 355 og er innheimt svokallað jafn-
aðargjald, kr. 7.100, alla mánuði
nema júlí og ágúst.
Sum setja menntamál í forgang
Svandís Ingimundardóttir, skóla-
málafulltrúi Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir það misjafnt eftir
sveitarfélögum hvort hádegismatur
grunnskólabarna sé niðurgreiddur og
þá einnig hversu mikið.
„Fjárhagsstaða sveitarfélaga er
mjög misjöfn. Þá setja sum mennta-
mál í algjöran forgang og ákveða að
þau ætli að gera vel við barna-
fjölskyldur og greiða niður máltíð-
irnar, jafnvel að fullu,“ segir Svandís.
Í núgildandi grunnskólalögum,
sem tóku gildi árið 2008 að loknu
löngu ferli, var bætt við gjaldtöku-
heimild vegna skólamáltíða sam-
kvæmt sérstakri gjaldskrá sem sveit-
arfélög gefi út. Í athugasemdum við
frumvarpið var þá nefnt sem almennt
viðmið að nemendur greiði hráefnis-
kostnað vegna máltíðanna.
Ólíkar forsendur sveitarfélaga
Svandís segir það ekki hafa komið
til tals að setja viðmið af hálfu sam-
bandsins hvað þetta varðar.
„Alls ekki. Þetta verður að vera
ákvörðun hvers sveitarfélags, þar
sem svo ofboðslega ólíkar forsendur
geta legið fyrir. Þú ert kannski í litlu
sveitarfélagi með tiltölulega fáa nem-
endur en þarft engu að síður að koma
upp mötuneyti, á meðan stóru sveit-
arfélögin geta gert virkilega hag-
kvæm magninnkaup. Það væri ein-
faldlega ekki sanngjarnt.“
Allt að 43% verðmunur á máltíðum
Máltíð fyrir grunnskólabörn kostar 480 kr. á Ísafirði, 335 kr. á Akranesi Almennt viðmið í frum-
varpi að nemendur greiði hráefniskostnað Ósanngjarnt að setja önnur viðmið, segir skólamálafulltrúi
Verð grunnskólamáltíða
Ak
ran
es
Árb
org
Re
yk
jav
ík
Ak
ure
yri
Kó
pa
vo
gu
r
Flj
óts
da
lsh
éra
ð
Ísa
fjö
rðu
r
Re
yk
jan
es
bæ
r
500 kr.
400 kr.
300 kr.
335 kr. 341 kr. 355 kr.
383 kr.
427 kr. 439 kr.
450 kr.
480 kr.
200 kr.
100 kr.
0
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Nýr kjarasamningur við grunn-
skólakennara, sem samkomulag náð-
ist um á þriðjudag og bíður nú stað-
festingar félagsmanna, felur í sér
minni kennsluskyldu umsjónarkenn-
ara, eða einni færri kennslustund á
hverjum degi. Kennsla í grunnskól-
um minnkar ekki að sama skapi og
því gæti breytingin haft í för með sér
aukna þörf fyrir kennara í grunn-
skólum landsins.
„Það mun ábyggilega gera það,
sérstaklega í þessum stærstu skól-
um,“ segir Svandís Ingimundardótt-
ir, skólamálafulltrúi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, en að jafnaði
starfar helmingur kennara við hvern
skóla sem umsjónarkennarar.
„Þetta er dýr samningur fyrir
sveitarfélögin, það fer ekkert á milli
mála,“ segir hún og bætir við að með
þessu gæti þurft fleiri stöðugildi eða
þá breytt skipulag skólastarfs.
Umsjónarkennarar hafa um nokk-
urt skeið barist fyrir minni kennslu-
skyldu. Fengu þeir það ekki í gegn í
síðustu kjarasamningum, heldur var
þeim boðið að vera tveimur reitum
ofar á launatöflunni, samanborið við
aðra kennara. Töluverð óánægja
hefur að sögn Svandísar ríkt vegna
þessa bils og í nýja kjarasamningn-
um færast aðrir kennarar því upp
um einn reit, en umsjónarkennarar
fá þá á móti þetta úrræði.
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs og formaður samninga-
nefndar sambandsins, segir að það
hafi þó verið torsótt við þessar við-
ræður, líkt og við þær síðustu.
„Þetta þvældist mikið fyrir okkur
hérna megin þegar við vorum að
semja um þetta. Auðvitað hefur
þetta togast á hjá okkur, sem eðlilegt
er, því við sjáum fram á kennara-
skort. En störf umsjónarkennara
hafa breyst mikið og álagið aukist
gríðarlega. Ég vona því að við séum
að gera starfið betra og meira aðlað-
andi með þessari aðgerð.“
Sveiflan sögð ekki svo mikil
Þá segir hún að sums staðar megi
búast við aukinni þörf fyrir kennara.
„Það fer auðvitað eftir því hvernig
mönnunin er, hvernig það verður út-
fært. Einhvers staðar þarf að ráða
fleiri kennara en annars staðar gæti
verið hægt að útdeila verkefnum
öðruvísi. Það mun koma í ljós.“
Af um 4.500
grunnskólakenn-
urum eru í kring-
um 2.200 umsjón-
arkennarar. Hver
þeirra getur
kennt 26 tíma á
viku og því ljóst
að með breyting-
unni mun skorta
sem nemur tæp-
um 85 stöðugild-
um.
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, segir sveifluna
ekki svo mikla sé litið til almennrar
starfsmannaveltu.
„Fleiri en þessir áttatíu kennarar
hætta vegna aldurs á hverju ári og
þá koma alltaf nýir kennarar til
starfa. Það er svo mikil hreyfing á
starfsfólki að það er ekki sjálfgefið
að þetta valdi vandræðum. Við vitum
ekki hvað þetta þýðir fyrirfram.“
„Þarf ekki að vera vandamál“
Aðspurður segir Ólafur að fleiri
hætti nú á hverju ári vegna aldurs en
sem nemur útskrifuðum kennara-
nemum frá Háskóla Íslands og Há-
skólanum á Akureyri.
„Til skamms tíma þarf þessi
breyting ekki að vera neitt vandamál
og þetta breytir í raun engu til langs
tíma, því ef fram heldur sem horfir
og menn gera ekkert, þá verður
kennaraskortur af öðrum ástæðum
og hann verður verulegur.“
Minni kennsluskylda
kallar á fleiri kennara
Nýr samningur skilur eftir sig 85 stöðugilda tómarúm
Svandís
Ingimundardóttir
Inga Rún
Ólafsdóttir
Ólafur
Loftsson
Morgunblaðið/Eggert
Skóli Þurft gæti fleiri stöðugildi eða breytt skipulag skólastarfs að sögn fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ekki er hægt að fresta lengur
aukinni fjárfestingu í háskólastig-
inu á Íslandi, að sögn Jóns Atla
Benediktssonar, rektors Háskóla
Íslands. Á ársfundi skólans í gær
sagði hann fimm ára fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar gífurleg
vonbrigði því háskólarnir væru
skildir eftir þegar kæmi að upp-
byggingu innviða.
Stjórnendur HÍ kynntu nýja
fimm ára stefnu til ársins 2021 á
ársfundinum og sagði Jón Atli að
markmið skólans væri að sækja
fram í rannsóknum og kennslu
auk þess að auka gæði og styrkja
innviði hans. Rektor varaði hins
vegar við undirfjármögnun há-
skólastigsins sem ekki væri deilt
um að væri staðreynd. Hann benti
á að meðalframlag á hvern há-
skólanema í ríkjum OECD væri
t.a.m. um þriðjungi hærra en á Ís-
landi og framlög á Norðurlöndum
að meðaltali tvöföld á við það sem
gerðist hér.
Rekstrarhalli í fyrsta sinn
„Háskóli Íslands er afar vel rek-
in stofnun og hefur með ráðdeild
tekist að halda rekstrinum í jafn-
vægi um árabil. Þrátt fyrir mikið
aðhald er í ár í fyrsta sinn gert
ráð fyrir 300 m.kr. rekstrarhalla,“
sagði Jón Atli. Ef ekki ætti að
stefna uppbyggingarstarfi Háskóla
Íslands í voða væri komið að því
að stjórnvöld létu verkin tala.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Ársfundur Jón Atli Benediktsson skýrir stöðu og stefnu Háskóla Íslands.
Aukinni fjárfestingu
ekki frestað lengur
Rektor HÍ segir háskólana skilda eftir