Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Stefán Myndrænn kórfélagi Kalla. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta hefur alltaf fylgt mér, ég var sífellt að teikna alveg frá því ég man eftir mér. Listræna taugin virðist vera í fjöl- skyldunni því það voru myndir á veggjunum heima eftir bæði pabba minn og afa. Síðustu æviár afa míns bar hann í mig afgangspappír sem hann fékk á sínum vinnustað, og fyr- ir vikið hafði ég nóg til að teikna á. Pabbi málaði myndir af húsum og ég veit að hann langaði til að verða list- málari, en hann endaði á að verða húsamálari og vann við það alla ævi. Hann bauð mér samning, svo ég hefði húsamálunina sem fasta vinnu, en ég sá ekki fyrir mér að mála hús með stórum pensli allan daginn og koma svo heim og fara að mála með minni pensli á vinnustofunni. Ég skellti mér því í Myndlista- og hand- íðaskólann strax eftir stúdentspróf,“ segir Karl Jóhann Jónsson mynd- listarmaður sem vill gera dýra- portrettum jafn hátt undir höfði og mannaportrettum. Hann málar portrett, bæði af fólki, sauðkindum og fuglum. „Ég hef alla tíð haft áhuga á að teikna andlit og fundist spennandi að ná svip og persónueinkennum. Ég var mjög ungur þegar ég teikn- aði andlitsmynd af afa mínum og náði að fanga svip hans. Portrett- áhuginn hefur víkkað út og ég kalla myndirnar mínar portrett sem ég mála af kindum, lömbum og fuglum. Hjá mér snýst þetta um að taka eitt- hvað sem er óendanlega mikið til af, eins og sauðkindur sem eru eins og hvítir hnoðrar margar saman, og draga fram einn einstakling og sýna hið einstaka í honum. Ég gekk í gegnum tímabil þar sem ég málaði portrett af brauðum til að sýna hið einstaka í fjöldanum.“ Börn eru eins og vítamín Eftir að Kalli lauk námi í Mynd- lista- og handíðaskólanum stóð hug- ur hans til framhaldsnáms í mynd- list í útlandinu. „En þegar börnin mín komu í heiminn gafst ekki tími til þess og ég vann sem garðyrkjumaður í þrettán ár. En ég málaði á kvöldin. Garð- yrkjan var yndislegt starf en það kom að þeim tíma að ég ákvað að bæta við mig kennsluréttindum og ég hef kennt myndlist undanfarin tíu ár í Hörðuvallaskóla og einnig kenndi ég á tímabili í Myndlistaskól- anum í Reykjavík en er nú hættur þar fyrir nokkru. Kennslan er miklu skemmtilegri en ég þorði að vona, börn eru eins og vítamín, skemmti- leg og gefandi. Ég hef alltaf í huga við kennsluna að ég er ekki að reyna að búa til listamenn, heldur er myndlistin eitt af mörgum fögum sem krakkarnir eru að glíma við í Ögrandi verkefni að fanga andlit Hann segir að hver og einn verði að fylgja sínu hjarta í listsköpun, hvað sem tískustraumum líði, annars verði útkoman fölsk. Hann fer sínar eigin leiðir og málar raunsæ verk með olíu þó að sumir segi málverkið dautt. Portrett hafa alltaf verið aðalmálið í málverkum Karls Jóhanns, hvort sem þau eru af mönnum eða dýrum. Morgunblaðið/Þórður Listamaður Kalli við þrjú portrett sín af sauðkindum, sem hann gerir jafn hátt undir höfði og öðrum portrettum. Að störfum Kalli málar hér uppstillta hauskúpu á vinnustofunni sinni. Flott Ungur maður með þrjá hatta. Pétur Margir þekkja söngvarann. Afkvæmi Jón, sonur Kalla, sat fyrir. Árlegur útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals (ÍL) verður haldinn í 14. skiptið á morgun, laugardag, kl. 11-16. Nú verður hann haldinn á bílastæðum Menntaskólans við Sund. Í til- kynningu segir að markaðurinn sé eins konar „sprett-upp“-viðburður þar sem honum er fundinn nýr staður á hverju ári gagngert til þess að vekja athygli á áhugaverðum opnum svæðum í 104 og 105 Reykjavík. Viðburðurinn stækkar með hverju árinu. Nú eru skráðir selj- endur ríflega 150 og í fyrra sóttu markaðinn þúsundir gesta. Útimarkaðurinn hefur ávallt verið haldinn að frumkvæði íbúa sem leggja mikið á sig til að búa til og viðhalda markaðsstemningunni sem er einstök. Á markaðnum, sem einkennist af gleði, má selja allt milli himins og jarðar og öllum er heimil þátttaka. Ávallt er mikið fjör á markaðsdegi enda eru skemmtilegar uppá- komur stór hluti af aðdráttarafli hans því margt skemmtilegt hæfileikafólk býr í Laug- ardal og nágrenni. Markaðsgestir eru hvattir til þess að sækja markaðinn gangandi, hjól- andi eða með strætó. Fjörið verður á morgun við Menntaskólann við Sund Útimarkaður Íbúa- samtaka Laugardals Málefni innflytjenda erumikið í umræðunni ogfólk ýmist keppist umhver geti verið plebba- legasti miðaldra rasistinn eða hver geti runkað eigin góðmennsku mest á Twitter. Báðir hópar þykja mér leið- inlegir en sá síðarnefndi þó öllu skárri. Ég reyni samt að forðast báða hópa eftir bestu getu, til dæmis með því að hlusta á Stuðmenn. Bíólagið hafði alltaf verið mitt uppáhaldslag, þar til ég komst að því að það er upp- fullt af duldu kynþáttahatri, sem hef- ur grafið sig inn í þjóðarsál Íslend- inga. Hressandi bassalínan fellur í skuggann á ógeðslegri sögu um þel- dökkan innflytjanda, „Svarta-Pétur“, sem leiðist á braut glæpa og óreglu og neyðist til að grípa til örþrifaráða (ræna banka), líklega til að brauð- fæða fátæka fjölskyldu sína. Eftir að hafa flúið af vettvangi er hann hund- eltur af mönnum sem líklega væru í Íslensku þjóðfylkingunni væri hún til þegar lagið er samið. „Þeir náðu hon- um nálægt Húsafelli,“ segir því næst – hvað svo sem Pétur (ég kalla hann bara Pétur því ég er svo víðsýnn að ég uppnefni fólk ekki vegna húðlitar) vildi þangað – „og hengdu hann upp í næsta tré“, en það er vel þekkt að- ferð frá suður- ríkjunum vest- anhafs, þar sem hvítkuflaklædd- ir menn hengdu blökkumenn í trjám. „Rétt- lætið það sigraði að lokum og bankinn endurheimti féð“ segir síðan allt sem segja þarf um skoð- anir þeirra hljómsveitarmeðlima, og allra annarra sem hafa hlustað á lagið án þess að kúgast, á aftökum án dóms og laga. Þetta syngur íslensk æska og dansar við, á sama tíma og fólk furðar sig á fordómum Íslendinga. Mönnunum sem hengdu aum- ingja Pétur má segja til varnar að líklega var hann kynferð- isafbrotamaður, eða í besta falli pervert, þar sem hann vildi endilega að bankastjórinn færi úr bux- unum, en bankamenn eru hvort eð er vondir, það vita allir. Að vísu var Pét- ur hugsanlega vangefinn líka, þar sem hann hótar því að rota fórnar- lambið, hafandi byssu- hólk í hvorri hönd, sem gerir glæpinn verri ef eitthvað er. Ég tel að Pétur hafi átt rétt á sann- gjarnri málsmeðferð. Það er bjargföst skoðun mín og ég mun ekki hvika frá henni. Heimur Vífils Vífill Atlason »Þetta syngur íslenskæska og dansar við, á sama tíma og fólk furðar sig á fordómum Íslendinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.