Morgunblaðið - 26.08.2016, Side 15
FRÉTTIR 15Innmatur
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Stjórnmálaflokkarnir munu á næst-
unni velja frambjóðendur fyrir
komandi alþingiskosningar.
Morgunblaðið mun birta fréttir af
þeim sem gefa kost á sér.
Prófkjör 2016
Bryndís Har-
aldsdóttir,
bæjarfulltrúi í
Mosfellsbæ, gef-
ur kost á sér í 4.
sæti í prófkjöri
sjálfstæðis-
manna í
Suðvestur-
kjördæmi.
Fram kemur í tilkynningu að
Bryndís hafi verið í eigin atvinnu-
rekstri. Hún hafi tekið virkan
þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins
allt frá því hún gekk til liðs við
flokkinn árið 2002 og m.a. stýrt
atvinnuveganefnd flokksins.
Framboð í 4. sæti
Guðlaugur Þór
Þórðarson al-
þingismaður
óskar eftir 2.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík.
Í tilkynningu
segist Guð-
laugur m.a. leggja áherslu á það
á næsta kjörtímabili að þeim ár-
angri sem náðst hafi í ríkisfjár-
málum verði fylgt fast eftir. Þá
sé brýnt að innleiða lausnir fyrir
ungt fólk á húsnæðismarkaði og
hlúa betur að eldri borgurum og
öryrkjum.
Framboð í 2. sæti
Tinna Dögg
Guðlaugsdóttir,
lögfræðinemi og
framkvæmda-
stjóri, gefur
kost á sér í 5.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæð-
isflokksins í
Suðvestur-
kjördæmi.
Í tilkynningu segist Tinna
Dögg m.a. telja sig vera málsvara
þeirrar kynslóðar sem sé að
koma sér upp þaki yfir höfuðið,
mennta sig, byggja upp starfs-
frama og stofna fjölskyldu en það
geti oft og tíðum verið ansi
strembið.
Framboð í 5. sæti
Þórarinn Snorri
Sigurgeirsson,
stjórnmálafræð-
ingur, meist-
aranemi og
varaformaður
Ungra jafn-
aðarmanna, gef-
ur kost á sér í
4.-6. sæti í for-
vali Samfylkingarinnar í Reykja-
vík.
Í tilkynningu frá Þórarni segist
hann brenna fyrir mannréttinda-
málum og femínisma. „Sem ungur
frambjóðandi þekki ég af eigin
raun vandamál minnar kynslóðar
sem fyrst kynslóða í marga ára-
tugi horfir upp á að hafa það
verra en kynslóðin á undan þeim,“
segir þar.
Framboð í 4.-6. sæti
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Horfur með kartöfluuppskeru hafa
sjaldan verið betri enda sumarið ver-
ið einstaklega hagstætt um mestallt
landið.
„Miðað við hvað sumarið er mikið
betra en í fyrra verður nóg af ís-
lenskum kartöflum á markaði fram á
næstu uppskeru sumarið 2017,“ seg-
ir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Ás-
hóli í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði
og formaður Landssambands kart-
öflubænda.
Að sögn Bergvins eru bændur í
Eyjafirði að byrja að taka upp kart-
öflur og setja í hús. Er það 10 dögum
fyrr en venjulega. Er ekki seinna
vænna að hefja uppskerustörfin því
kartöflurnar eru að ná heppilegri
stærð.
„Menn eru hættir að reyna að ná
20-25 faldri uppskeru eins tíðkaðist í
gamla daga. Ástæðan er sú að neyt-
endur vilja ekki stórar matarkart-
öflur,“ segir Bergvin. Hann segir að
þegar kartöflurnar séu komnar í
hæfilega stærð þurfi að stoppa vöxt-
inn. Þá eru kartöflurnar teknar upp,
kartöflugrösin slegin eða borið á efni
sem virkar eins og frostnótt.
Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í
Dísukoti í Þykkvabæ, tekur undir
með Bergvini. Þetta sé með betri
sumrum sem komið hafi í háa herr-
ans tíð. „Það er gott að fá eitt og eitt
ár sem við þurfum ekki að væla,“
segir Óskar.
Bændur í Þykkvabænum hafa
verið að taka upp kartöflur í nokkrar
vikur til að mæta þörf markaðarins
fyrir nýjar kartöflur en Óskar reikn-
ar með að aðaluppskerutíminn hefj-
ist upp úr næstu helgi.
Engin áföll í sumar
Hann segir að í sumar hafi bændur
ekki orðið fyrir neinum áföllum eins
og oft vill verða. Stundum hafa komið
næturfrost með þeim afleiðingum að
grösin hafa fallið. Eins hefur það
gerst að grösin hafa skemmst í miklu
roki og þá hefur hægt á sprettunni.
Ekkert slíkt hefur hent í sumar.
„Ef við náum kartöflunum heil-
brigðum upp úr görðunum í haust
reikna ég með að uppskeran dugi
fram á næsta sumar,“ segir Óskar.
Sumarið afar
hagstætt
kartöflurækt
Kartöflubændur búast við því að nóg
verði af íslenskum kartöflum á markaði
fram á næstu uppskeru sumarið 2017
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þykkvibær Útlit er fyrir góða kart-
öfluuppskeru eftir gott sumar.
Staðfesting á verndaráætlun fyrir
minjasvæðið á Laugarnestanga var
undirrituð í gær af Degi B. Eggertssyni
borgarstjóra og Kristínu Huld Sigurð-
ardóttur, forstöðumanni Minjastofn-
unar. Tilgangur verndaráætlunar fyrir
minjasvæðið er að tryggja verndun
fornleifanna á sem bestan hátt og veita
leiðsögn um samspil verndunar og nýt-
ingar, skipulags og reksturs.
Flestar tengjast minjarnar búsetu í Laugarnesbænum auk hjáleiga og
kirkju en einnig er að finna minjar tengdar tíð embættismannabústaðar og
holdsveikraspítala á staðnum auk stríðsminja. Tvennar minjar, bæjarhóll
Laugarnesbæjarins og kirkjugarður, eru friðlýstar og er Laugarnes einn
af sjö stöðum í Reykjavík þar sem friðlýstar fornleifar er að finna.
Á minjasvæðinu á Laugarnestanga eru friðlýstar fornleifar auk aldurs-
friðaðra fornleifa og gilda strangari reglur um þær fyrrnefndu. Út frá ystu
mörkum friðlýstra fornleifa er 100 m friðhelgað svæði, en 15 m út frá ystu
mörkum aldursfriðaðra fornleifa. Allar framkvæmdir innan friðhelgaðs
svæðis eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands.
Minjastofnun ber ábyrgð á minjunum og skal ríkið bera kostnað af við-
haldi friðlýstra fornleifa. Landeigandi skal hins vegar bera kostnað af við-
haldi umhverfis minjanna, hvort sem er friðaðra eða friðlýstra, sem og við-
haldi aldursfriðaðra minja, segir í fréttatilkynningu.
Verndaráætlun fyrir Laugarnestanga staðfest
Sautján ára piltur féll nokkra metra
niður af handriði í Fjölbrautaskóla
Suðurlands, FSu, á miðvikudag en
hann hafði setið á svölum á annarri
hæð. Fallið niður á gólfið er að
minnsta kosti þrír metrar og er talið
að pilturinn hafi handleggsbrotnað.
Þórarinn Ingólfsson, aðstoðar-
skólameistari FSu, segir við mbl.is
að sem betur fer hafi slysið ekki ver-
ið alvarlegt. Skólayfirvöld hafi frétt
af því eftir að pilturinn var farinn á
sjúkrahús þar sem gert var að sár-
um hans, en vinur hans hafði ekið
honum þangað. Pilturinn er ekki
skráður nemandi í skólanum.
Að sögn sjónarvotts hafði pilt-
urinn verið að gera leikfimisæfingar
á handriðinu þegar hann missti jafn-
vægið og féll.
Féll af hand-
riði í Fjöl-
brautaskóla
Suðurlands
Opinn fundur
í Grafarvogi
Félag Sjálfstæðismanna í Grafarvogi boðar til opins fundar í
aðdraganda kosninga til Alþingis.
Fundurinn verður haldinn laugardaginn 27. ágúst kl. 11:00 í
félagsheimilinu að Hverafold 3, 2. hæð.
Gestir fundarins verða þeir fjórir Grafarvogsbúar sem bjóða sig fram
í prófkjöri flokksins. Þau eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Herdís Anna
Þorvaldsdóttir, Ingibjörð Óðinsdóttir og Jón Ragnar Ríkharðsson.
Gert er ráð fyrir að hver frambjóðandi hafi 3 mínúta framsögu og svo
verði fyrirspurnir og umræður að þeim loknum
Fundarstjóri er Elísabet Gísladóttir.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Heitt á könunni.
Frumvarp
ekki afgreitt
Ranglega var sagt í frétt í Morg-
unblaðinu í gær að frumvarp um
þjóðaröryggisráð hefði verið sam-
þykkt á Alþingi sl. miðvikudag.
Frumvarpið bíður enn lokaatkvæða-
greiðslu. Atkvæðagreiðsla um frum-
varpið, sem sagt var frá í fréttinni,
fór fram eftir aðra umræðu um
frumvarpið.
LEIÐRÉTT