Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 16
Hagnaður Landsvirkjunar nam 34,8
milljónum dollara, eða 4,2 milljörðum
króna, á fyrstu sex mánuðum ársins.
Hagnaðurinn var 63,9 milljónir doll-
ara á sama tímabili í fyrra. Rekstr-
artekjur fyrirtækisins námu 207
milljónum dollara, eða 25,2 milljörð-
um króna, á fyrri hluta ársins. Er það
lækkun um 8,8 milljónir dollara, eða
4,1%, frá sama tíma í fyrra.
Í tilkynningu Landsvirkjunar til
Kauphallar segir að tekjulækkunina
megi rekja til lækkandi álverðs, en
verðlagning hluta raforku sem fyrir-
tækið selur er tengd álverði. Segir að
verð á áli muni áfram hafa áhrif á af-
komu fyrirtækisins en við endur-
samninga leggi félagið áherslu á að
draga úr vægi þeirrar tengingar.
Rekstarhagnaður Landsvirkjunar
(EBITDA) nam 155 milljónum doll-
ara á tímabilinu, eða 18,9 milljörðum
króna, og reyndist EBITDA 75% af
tekjum. Það hlutfall var 78,5% á sama
tímabili í fyrra. Arðsemi eiginfjár var
3,1% á tímabilinu, samanborið við
6,4% í fyrra.
Nokkur árangur náðist í lækkun
skulda á fyrstu sex mánuðum ársins.
Samtals lækkuðu nettó skuldir, það
er vaxtaberandi skuldir að frádregnu
handbæru fé, um 39,4 milljónir doll-
ara frá áramótum, eða 4,2 milljarða
króna. Í lok júní námu nettó skuldir
1.946 milljónum dollara, sem jafn-
gilda 237,4 milljörðum króna.
Handbært fé var við lok tímabilsins
113 milljónir dollara, eða tæpir 14
milljarðar króna
Heildareignir Landsvirkjunar í lok
júní voru 4.233 milljónir dollara. Það
jafngildir rúmlega 515 milljörðum
króna. Eigið fé fyrirtækisins var á
sama tíma 1.938 milljónir dollara, sem
samsvarar um það bil 236 milljörðum
króna.
Arðsvon með lægri skuldum
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir í tilkynningu með
árshlutauppgjörinu að afkoma fyrir-
tækisins hafi verið góð, ekki síst mið-
að við krefjandi ytra umhverfi. Skuld-
ir lækki á sama tíma og bygging
nýrra virkjana standi yfir.
Fram kemur í tilkynningunni að
Landsvirkjun muni áfram leggja
höfðuáherslu á að greiða niður skuld-
ir. Sú stefna hafi skilað því að nettó-
skuldir fyrirtækisins séu nú 6,3 sinn-
um EBITDA. Fram kemur jafnframt
að markmiðið sé að hlutfall þetta fari
undir 5. Segir í tilkynningu Lands-
virkjunar að takist það verði meira
svigrúm til að greiða eigendum arð og
endurfjármagna skuldir til langs tíma
á hagstæðum kjörum.
jonth@mbl.is
Minni hagnaður
hjá Landsvirkjun
Morgunblaðið/Ómar
Búrfellsvirkjun Arðsemi Landsvirkjunar minnkar um meira en helming.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
26. ágúst 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 116.39 116.95 116.67
Sterlingspund 153.65 154.39 154.02
Kanadadalur 90.06 90.58 90.32
Dönsk króna 17.648 17.752 17.7
Norsk króna 14.182 14.266 14.224
Sænsk króna 13.842 13.924 13.883
Svissn. franki 120.56 121.24 120.9
Japanskt jen 1.1582 1.165 1.1616
SDR 163.39 164.37 163.88
Evra 131.38 132.12 131.75
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.1309
Hrávöruverð
Gull 1324.5 ($/únsa)
Ál 1656.5 ($/tonn) LME
Hráolía 49.57 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður Sím-
ans á öðrum fjórð-
ungi ársins var 716
milljónir saman-
borið við 532 millj-
ónir á sama tíma-
bili í fyrra. Þetta
kemur fram í til-
kynningu til Kaup-
hallar.
Tekjur á fjórð-
ungunum voru
7.475 milljónir en voru 7.482 milljónir
á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður
(EBITDA) var 1.954 milljónir á öðrum
ársfjórðungi en var 2.062 milljónir á
sama tíma í fyrra.
Fjármagnsgjöld lækkuðu milli ára úr
474 milljónum á öðrum fjórðungi í fyrra
niður í 163 milljónir í ár. Munar þar
mest um hagnað vegna sölu á dóttur-
félögunum Staka og Talentu.
Eiginfjárhlutfall Símans var 52,4% í
lok júni og nam eigið fé 32,5 milljörðum
króna.
Söluhagnaður bætir af-
komu Símans milli ára
Orri Hauksson,
forstjóri Símans.
STUTT
Hagnaður Sjóvár nam 286 milljónum
króna á öðrum ársfjórðungi, en hann
var 756 milljónir króna á sama fjórð-
ungi í fyrra. Fjárfestingartekjur
Sjóvár lækkuðu á milli ára, úr 963
milljónum króna á öðrum fjórðungi í
fyrra, í 578 milljónir í síðastliðnum
ársfjórðungi.
Eigin iðgjöld námu 3,5 milljörðum
króna á ársfjórðungnum og jukust
um 5% á milli ára. Eigin tjón námu
hins vegar 2,7 milljörðum króna,
sem er 7% aukning miðað við sama
fjórðung í fyrra. Rekstrarkostnaður
nam 922 milljónum sem er 6% aukn-
ing á milli ára.
Í afkomutilkynningu félagsins til
Kauphallar kemur fram að ávöxtun
skráðra verðbréfa hafi verið slök en
jákvæð gengisbreyting óskráðra
hlutabréfa hafi numið 242 milljónum
króna og jákvæð gengisbreyting
fasteignafélaga og sjóða hafi numið
285 milljónum króna.
Hagnaður Sjóvár á fyrri helmingi
ársins nam 709 milljónum króna, en
hann var 1.380 milljónir fyrrihluta
síðasta árs. Samsett hlutfall var
104% fyrstu sex mánuði ársins og
breytist lítið á milli ára. Ávöxtun eig-
in fjár var 9%.
Eigið fé var 16,2 milljarðar króna í
lok júní og hefur lækkað um tæpar
100 milljónir frá áramótum. Eigin-
fjárhlutfall var 37,3%.
Hermann Björnsson forstjóri seg-
ir í afkomutilkynningunni að ólíklegt
sé að Sjóvá nái samsettu hlutfalli
undir 100% fyrir 2016 eins og að var
stefnt í upphafi árs. „Skýringa er
fyrst og fremst að leita í því að ár-
angur þeirra aðgerða sem gripið hef-
ur verið til skilar sér á lengri tíma
ásamt því að tjónatíðnin er enn há.“
Morgunblaðið/Golli
Þróun Hermann segir þróun markaða
muni ráða miklu um útkomu ársins.
Slök ávöxtun
skráðra eigna
Sjóvá skilar 286
milljóna hagnaði á
öðrum fjórðungi
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Brauð dagsins alla föstudaga
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Hagnaður Vátryggingafélags Ís-
lands, VÍS, var 92,7 milljónir króna á
öðrum fjórðungi ársins, í saman-
burði við 685,7 milljónir á sama tíma-
bili í fyrra. Samdrátturinn skýrist að
miklu leyti af því að gangvirðisbreyt-
ingar fjáreigna lækkuðu verulega á
milli ára. Þær námu 140,6 milljónum
króna á síðasta ársfjórðungi en voru
820 milljónir á sama tímabili í fyrra.
Ef ekki væri fyrir jákvæða tekju-
skattsfærslu á tímabilinu hefði fjórð-
ungurinn verið rekinn með tapi, en
tekjuskattsfærslan nam 251 milljón
króna. Af þeirri fjárhæð eru 222
milljónir skýrðar í reikningum sem
bakfærð niðurfærsla skatteignar
vegna lúkningar á slitum á þrotabúi.
Aukning á tjónum
Eign iðgjöld á öðrum ársfjórðungi
námu 4,3 milljörðum króna saman-
borið við 4,0 milljarða á sama fjórð-
ungi í fyrra.
Tjón tímabilsins námu 4,0 millj-
örðum króna samanborið við 3,3
milljarða á sama ársfjórðungi í fyrra.
Hlutur endurtryggjenda í tjónum
jókst einnig en hann var 409 millj-
ónir króna á tímabilinu en var 40
milljónir á sama tíma í fyrra.
Á fyrstu sex mánuðum ársins nam
hagnaður VÍS 238 milljónum króna
en hann var 1.419 milljónir á fyrri
hluta síðasta árs. Arðsemi eigin fjár
á fyrri árshelmingi var 2,9%.
Eignir VÍS í lok tímabilsins námi
48,5 milljörðum króna. Eigið fé var
15,3 milljarðar króna í lok júní og
hefur dregist saman um 2,2 milljarða
frá áramótum, en félagið greiddi lið-
lega 2 milljarða króna til hluthafa í
arð fyrr á árinu. Eiginfjárhlutfall var
31,6%.
Samsetta hlutfall VÍS var 104,8% í
lok fyrri árshelmings sem er áþekkt
því sem það var á sama tíma í fyrra,
þegar það var 104,5%.
Afkoman undir væntingum
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, for-
stjóri VÍS, segir í afkomutilkynningu
til Kauphallar að afkoman sé undir
væntingum bæði hvað varðar vá-
tryggingastarfsemi og fjárfestinga-
starfsemi.
„Afkoma af vátryggingastarfsemi
litast enn af því að tap er af bæði
frjálsum og lögboðnum ökutækja-
tryggingum. Vöxtur iðgjalda var þó
ágætur á fyrri helmingi ársins og
hækkuðu innlend bókfærð iðgjöld
um 11,6% frá sama tímabili í fyrra,“
segir Sigrún.
Í tilkynningunni segir að stjórn-
endur VÍS geri ráð fyrir að ágætur
vöxtur verði í innlendum iðgjöldum á
árinu og að samsett hlutfall verði
lægra en það var á síðasta ári.
jonth@mbl.is
Mikill samdráttur
fjárfestingatekna
Tap á rekstri
VÍS fyrir skatta á
öðrum fjórðungi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tap Sigrún segir afkomu VÍS litast
af tapi á ökutækjatryggingum.