Morgunblaðið - 26.08.2016, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Heildverslun með lín fyrir:
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
83
ÁRA
Rúmföt, handklæði, sængur, koddar
og annað lín fyrir ferðaþjónustuna
- hótelið
- gistiheimilið
- bændagistinguna
- heimagistinguna
- veitingasalinn
- heilsulindina
- þvottahúsið
- sérverslunina
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakk-
lands tók í gær fyrir beiðni um að
ógilda umdeilt bann sem sett hefur
verið í um þrjátíu bæjum við því
að klæðast sundfatnaðinum búrk-
íní.
Frönsk mannréttindasamtök
höfðu áfrýjað úrskurði undirréttar
í Nice sem staðfesti bann við búrk-
íní í bænum Villeneuve-Loubet,
skammt vestan við borgina. Hann
var á meðal fyrstu bæjanna sem
bönnuðu sundfatnaðinn. Úrskurður
stjórnsýsludómstólsins hefur
fordæmisgildi fyrir hina bæina og
er hans að vænta í dag, að sögn
franskra fjölmiðla.
Undirrétturinn í Nice komst að
þeirri niðurstöðu á mánudag að
bannið við búrkíní væri „nauðsyn-
leg og viðeigandi“ ráðstöfun til að
tryggja allsherjarreglu eftir mann-
skæð hryðjuverk sem íslamistar
hafa framið í Frakklandi, m.a. í
Nice 14. júlí þegar 85 manns létu
lífið. Búrkíní-fatnaðurinn væri
einnig „líklegur til að misbjóða
trúarsannfæringu eða vantrúar-
sannfæringu annarra sem nota
ströndina“. Aðrir á baðströndinni
gætu litið á sundfatnaðinn sem
„ögrun“ og hann gæti því aukið
„spennuna í samfélaginu“.
Má vera í blautbúningi?
Orðalag bannsins þykir óljóst og
fólk á baðströndunum veit ekki
hvort það nái aðeins til búrkíní,
eða hvort bannað sé að hylja
höfuðið eða vera í hvers konar
klæðnaði sem hylur líkamann.
Fréttaveitan AFP segir að konum
hafi verið gert að greiða sekt fyrir
að klæðast öðrum fatnaði, sem hyl-
ur líkamann, á baðströndum og
hefur eftir franskri konu að hún
hafi verið sektuð á strönd í Cannes
fyrir að klæðast leggingsbuxum,
blússu og höfuðklút. Ekki hefur
komið fram hvort bannað sé að
vera í blautbúningi sem líkist mjög
búrkíní.
Á ríkið að skipta sér
af klæðaburði?
Mannréttindasamtök, stjórn-
málamenn í Sósíalistaflokknum,
franskir femínistar og fleiri hafa
gagnrýnt bannið, sem hefur vakið
umræðu um veraldarhyggjuna í
frönskum lögum, réttindi kvenna
og samlögun múslíma. Þeir sem
gagnrýna bannið segja að yfirvöld
eigi ekki að skipta sér af klæða-
burði kvenna, hvorki að banna
þeim að klæðast ákveðnum fatnaði
né að skylda þær til þess eins og
talibanar í Afganistan og fleiri
öfgasamtök íslamista hafa gert.
Mikið líf færðist í umræðuna á
samfélagsmiðlum þegar birtar voru
myndir af konu sem var umkringd
fjórum vopnuðum lögreglumönnum
á baðströnd í Nice og sást afklæð-
ast blússu fyrir framan þá. Tals-
maður borgarstjórans í Nice neit-
aði því að konan hefði verið neydd
til að fara úr blússunni og sagði
hana hafa afklæðst flíkinni til að
sýna lögreglumönnunum sundföt
sem hún var í utan yfir leggings-
buxum.
Ástralski fatahönnuðurinn Aheda
Zanetti, sem hannaði búrkíní, segir
frönsk yfirvöld hafa misskilið
hvaða tilgangi baðfötin þjóni.
„Búrkíní er aðeins orð sem lýsir
sundalfatnaði og hefur ekki neina
táknræna þýðingu sem tengist
múslímum.“
Deilt um klæðaburð múslímakvenna í Frakklandi
Er algengust meðal
pashtúnakvenna í
Afganistan
Langt, svart sjal sem
múslímakonur,
einkum í Íran og á
Indlandi, vefja um
höfuðið og
efri hluta líkamans
Hylur allan líkamann
nema augun
Níkab Búrkíní
Hylur ekki
andlitið
Búrka
Sundfatnaður sem
hylur allan líkamann
nema andlitið
Yfirvöld í tugum
bæja í Frakklandi
hafa bannað
fatnaðinn
Hylur allan líkamann,
andlit og augu
meðtalin, með
þéttriðnu neti
fyrir augunum
Talibanar í Afganistan
skylda konur til að
klæðast búrku
Er algengur klæðnaður
meðal múslímakvenna
vegna áhrifa wahabíta
í Sádi-Arabíu
Aðallega notaður
á þéttbýlum
svæðum
Hylur hár, eyru, háls
og stundum axlir
en ekki andlitið og
hluti af hárinu er oft
óhulinn
Chador Híjab
Algengur klæðnaður
múslímakvenna
á Vesturlöndum
Deilt um bann við baðföt-
um sem hylja líkamann
Búrkíní bannað á baðströndum í 30 bæjum í Frakklandi
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þúsundir björgunarmanna grófu í
kappi við tímann í húsarústum á
Mið-Ítalíu í gær í von um að finna
þar fólk á lífi eftir jarðskjálfta sem
kostaði minnst 250 manns lífið að-
faranótt miðvikudags. Óttast var að
tala látinna myndi hækka þar sem
margra er enn saknað og líkurnar á
því að fleiri finnist á lífi minnka með
hverri klukkustundinni sem líður.
Hundruð eftirskjálfta hafa riðið
yfir hamfarasvæðið og sá stærsti
þeirra mældist 4,3 stig í gær. Óttast
var að eftirskjálftar gætu valdið
hruni húsa, sem skemmdust í stóra
skjálftanum, og tafið björgunar-
starfið.
Hundruð manna, sem misstu
heimili sitt, hafa sofið í bílum eða
tjöldum eftir skjálftann sem mældist
um 6,0 stig. Rauði krossinn hefur
hafið flutninga á hjálpargögnum á
hamfarasvæðið.
Rúmlega 240 manns voru fluttir á
sjúkrahús vegna meiðsla sem þeir
urðu fyrir í hamförunum og nokkrir
þeirra eru í lífshættu.
Yfir 4.300 björgunarmenn grófu í
húsarústunum í gær með vinnuvél-
um eða berum höndum. Þeir höfðu
fundið alls 215 manns á lífi í rúst-
unum, m.a. unga stúlku sem var
bjargað í þorpinu Pescara del Tronto
í fyrrakvöld, um sautján klukkstund-
um eftir jarðskjálftann.
Á meðal þeirra sem slösuðust í
hamförunum var ung kona sem lifði
af jarðskjálfta í ítölsku borginni
L’Aquila árið 2009 þegar 309 manns
fórust. Eftir þær hamfarir ákvað
hún að flytja til þorpsins Arquata del
Tronto sem jafnaðist við jörðu í
skjálftanum á miðvikudag. Hún er
nú á sjúkrahúsi eftir að björgunar-
menn náðu henni úr rústunum.
Átján mánaða dóttir hennar fannst
hins vegar látin.
Þeim, sem fannst síðast á lífi í
rústunum eftir jarðskjálftann í
L’Aquila árið 2009, var bjargað
þremur sólarhringum eftir að ham-
farirnar urðu. Björgunarmennirnir
halda því enn í vonina um að geta
bjargað fleira fólki en telja nú litlar
líkur á að margir finnist á lífi.
Á meðal þeirra sem komust lífs af
á miðvikudag er 63 ára kona, Rita
Rosine, sem segir að 75 ára systir sín
sé enn undir rústum húss sem
hrundi í skjálftanum. „Ástandið er
verra en í stríði. Þetta er hræðilegt,“
hefur fréttaveitan AFP eftir konunni
sem dvelur í tjaldbúðum fyrir fólk
sem missti heimili sitt.
Rannsókn vegna manntjónsins
Fjölmiðlar á Ítalíu segja að vakn-
að hafi spurningar um hvort yfirvöld
hafi gert nóg til að fyrirbyggja mikið
manntjón í jarðskjálftum sem eru al-
gengir á þessum slóðum. Ítalskur
saksóknari sagði í gær að hafin yrði
rannsókn á því hvort einhver bæri
ábyrgð á manntjóninu.
Eftir skjálftann í L’Aquila fyrir
sex árum var ákveðið að almanna-
varnayfirvöld á Ítalíu veittu styrki
að andvirði milljarðs evra, jafnvirði
rúmra 130 milljarða króna, til að
endurbæta húsnæði á svæðum þar
sem jarðskjálftar eru algengir með
það fyrir augum að minnka hættuna
á miklu manntjóni. Mikil skrif-
finnska hefur hins vegar orðið til
þess að tiltölulega fáir hafa sótt um
þessa styrki, að sögn þeirra sem
gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa
ekki gert nóg til að fyrirbyggja
manntjón af völdum náttúruham-
fara.
Fréttaritari BBC á hamfarasvæð-
inu segir að ólíklegt sé að hægt verði
að endurreisa þorpið Pescara del
Pronto sem jafnaðist við jörðu í
skjálftanum eftir að hafa staðið í
hundruð ára. „Margra alda sögu
lauk á augabragði.“
AFP
Rústabjörgun Slökkviliðsmaður við húsarústir í bænum Amatrice.
Telja litlar lík-
ur á að margir
finnist á lífi
A.m.k. 250 fórust í skjálftanum á Ítalíu
Margra alda sögu lauk á augabragði
Þrítug kona í Víetnam er grunuð
um að hafa látið vin sinn höggva
af henni aðra höndina og annan
fótinn í því skyni að svíkja fé út
úr tryggingafélagi.
Konan fór á sjúkrahús í Hanoí í
maí eftir að hafa misst þriðjung
af vinstri hönd og vinstri fæti og
hélt því fram að hún hefði orðið
fyrir lest. Læknar sögðu henni að
þeir gætu ekki grætt limina á
hana.
Konan krafðist þess að trygg-
ingafélag greiddi henni að jafn-
virði 18 milljónir króna sem telst
mikið fé í Víetnam í ljósi þess að
meðalárstekjur landsmanna nema
tæpum 250.000 krónum.
Fjölmiðlar í Víetnam segja að
talið sé að konan hafi boðið vini
sínum sem svarar 230.000 krón-
um fyrir að höggva limina af.
Haft er eftir lögreglustjóra að
þótt konan hafi skaðast mest sjálf
á þessari tilraun til trygginga-
svika íhugi lögreglan að ákæra
hana, aðallega öðrum til viðvör-
unar. „Mál hennar sýnir að fólk
ætti ekki að reyna tryggingasvik
á kostnað heilsu sinnar.“
VÍETNAM
Fórnaði limum til að reyna tryggingasvik