Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 ✝ HelgiSæmundsson fæddist 14. febrúar 1951 í Reykjavík. Hann lést 17. ágúst 2016. Foreldrar Helga voru Ragnhildur Þorgeirsdóttir, f. 1. febrúar 1922, d. 11. júní 2005, og Sæmundur Breið- fjörð Helgason, f. 23. október 1916, d. 3. júní 1998. Bróðir hans er Þorgeir Sæmundsson, f. 1947. Maki Þor- geirs er Margrét Guðmunds- maki: Karen Rós Sæmundar- dóttir. Börn: Tristan Andri, Aþena Nótt og Ísak Orri. 3) Eva Dögg, f. 1980, maki: Pétur Tryggvason. Börn: Aron Bjarki, Embla Ýr og Leó Már. Helgi vann ýmis störf; hann stundaði sjómennsku sem ung- ur maður, bifreiðaakstur, lærði prentiðn og vann við það í nokkur ár, síðustu 20 ár starf- aði hann hjá Hafnarfjarðarbæ, í Víðistaðaskóla, Suðurbæjarlaug og síðast sem umsjónarmaður fasteigna í Hvaleyrarskóla. Helgi var búsettur í Hafnarfirði alla ævi. Helgi verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 26. ágúst 2016, klukkan 13. dóttir, f. 1946, þau eiga þrjár dætur. Maki Helga er Guðbjörg Harðar- dóttir, f. 14. júní 1956. Foreldrar hennar eru Hörður Ingólfsson, f. 1932, d. 2000, og Krist- jana Valdimars- dóttir, f. 1939. Þau giftu sig 30. júní 1974. Börn Helga og Guðbjargar eru: 1) Hörður Guðni, f. 1974, maki: Sandra B. Helgason. Barn: Nida Líf. 2) Sæmundur Breiðfjörð, f. 1978, Elskulegur tengdasonur minn. Nú þegar þú ert horfinn á brott eftir hetjulega baráttu eru margar minningar sem koma upp í huga minn. Ég man þegar þú komst fyrst heim með elstu dóttir minni. Þú þessi stóri maður varst dauðhræddur við okkur, og þá sérstaklega pabba henn- ar. Á fyrstu áramótunum ykkar saman buðum við þér í mat. Það var hamborgarhryggur í matinn og þú borðaðir eins og lítill fugl, og sagðist alltaf vera svo léttur á fóðrunum. Seinna meir, þegar við kynntumst betur, kom í ljós hversu mikill matmaður þú varst. Enda hefur oft verið hlegið að þessum fyrsta matartíma þínum hjá okkur í gegnum árin. Alltaf hef ég getað treyst á stuðning þinn og vinskap. Þú hefur glaðst með mér á gleði- stundum og verið klettur við hlið mér á þeim erfiðu. Ef ég hef verið döpur eða leið tókst þér alltaf að sprella eitt- hvað og koma mér til að hlæja. Gamansemi þín, skemmtilegu vísurnar sem þú samdir, leik- þættirnir og góðlátlega stríðnin kom öllum í gott skap í kringum þig. Með fráfalli þínu myndast stórt skarð í fjölskylduna. Hvíldu í friði, elskulegur tengdasonur. Elsku Guðbjörg mín, Hörður, Sæmundur, Eva, makar ykkar og börn, megi góður Guð vaka yfir ykkur og styrkja í sorg ykk- ar. Þín tengdamamma, Kristjana Valdimarsdóttir. Viltu gjöra svo vel að setja mig aftur niður til jarðar! Þetta er fyrsta minningin mín sem ég á um þig, kæri mágur. Ég hef verið um fimm ára þegar þú fórst að venja komur þínar heim á Hólabrautina með Guggu syst- ur. Þú hafðir tekið mig og lyft mér upp í loftið, og eitthvað hef- ur mér víst mislíkað það í það skiptið. Það eru svo margar minningar tengdar þér, sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til baka. Veiðiferðirnar, hjólhýsaferðirnar og fríin sem þið Gugga fóruð í, og ég litla systirin fékk svo oft að fljóta með í. Þegar ég varð unglingur með öllu sem því fylgir varst þú oft trúnaðarvinur minn. Stundum kannski mislíkaði mér á þeim ár- um það sem þú hafðir til mál- anna að leggja en sá svo síðar að þú hafðir haft rétt fyrir þér. Allt- af tók ég samt mark á því sem þú hafðir að segja. Eftir að ég fullorðnaðist svo og eignaðist mann, börn og heimili hefur alltaf verið mikið og gott samband, þótt langt hafi verið á milli okkar. Það eru ófáar minningarnar af ykkur Finnbirni mínum við grill- ið, hláturköstin sem við tókum og einkahúmorinn og fíflaskap- urinn sem gekk okkar á milli. Þú hefur bara alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu, og okkar fjöl- skyldunnar. Og þegar Finn- björn veiktist síðastliðið haust voruð þið Gugga þau fyrstu sem komu upp í huga okkar að hringja í þegar greiningin lá fyrir. Og ekki stóð á því að þið mættuð á spítalann til að veita okkur stuðning, þótt þú værir sárlasinn sjálfur. Hvíldu í friði, kæri mágur, og takk fyrir allt. Elsku systa mín, Hörður, Sæ- mundur; Eva og fjölskyldur, Guð veiti ykkur styrk í sorginni. Linda Björk. Æskufélagi og lífsvinur minn Helgi Sæmundsson hefur kvatt okkur allt of fljótt, en minningin um góðan dreng og félaga mun lifa. Ég minnist æsku okkar á Álfaskeiðinu með hlýhug. Öll þau prakkarastrik sem við gerð- um sem strákar verða ljóslifandi í huga mínum. Það var ekki ónýtt að vera með Helga í gamla daga. Hann stór og sterkur og ég helmingi minni og ekki til stórræða. Það þorði enginn að abbast upp á okkur þegar Helgi var á svæð- inu. Helgi barðist eins og hetja við veikindi sín en þurfti á end- anum að láta undan. Helgi minn, takk fyrir allar minningarnar. Söknuðurinn er mikill hjá okkur sem og fjöl- skyldu Helga og vinum. Við vottum okkar dýpstu samúð Guðbjörgu konu hans og fjöl- skyldu sem og öllum ástvinum. Við biðjum Guð að blessa þau öll í þeirra sorg. Guð blessi og varðveiti minningu Helga Sæ- mundssonar. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þó ég þurfi nú að kveðja þig þú virðist alltaf getað huggað mig, það er eins og þú sért hér hjá mér og leiðir mig um veg. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (I. Gunnarsdóttir) Björgvin Halldórsson, Sigríður Þorleifsdóttir og fjölskyldur. Þegar Helgi byrjaði á vinnu- staðnum okkar tókum við eftir því að þar fór sterkur karakter. Hann var fljótur að ganga í verkefnin, stór og smá. Stofur okkar lágu saman og þess vegna urðu kynnin meiri. Við sátum oft með kaffiboll- ann áður en vinnan byrjaði á morgnana og ræddum um allt milli himins og jarðar. Í Edinborgarferðinni á vegum vinnunnar kynntumst við líka Guðbjörgu konu hans. Þar áttum við saman öll fjögur yndislegar stundir. Helgi var forsprakki að því að karlarnir á vinnustaðnum fóru saman í veiðiferðir. Hann var reyndur veiðimaður og deildi þekkingu sinni með okkur hin- um. Hann fór aldrei tómhentur heim úr þeim veiðiferðum. Við eigum skemmtilegar minningar um Helga og með þakklæti í hjarta fyrir góð kynni vottum við Guðbjörgu og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Stefán og Erla Gígja. Helgi Sæmundsson ✝ Axel E. Sig-urðsson var fæddur í Reykjavík 23. október 1952. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 18. ágúst 2016. Móðir hans var Guðbjörg Erlends- dóttir (látin) og fað- ir hans er Sigurður Axelsson. Axel ólst upp frá tveggja ára aldri hjá föður sínum og konu hans, Hrafnhildi Kristinsdóttur, þau eignuðust síðan dóttur 1957, Stefaníu Kristínu, gifta Reyni Þórðarsyni og eiga þau tvo syni. Axel átti fjögur hálfsystkini sammæðra, Guðrúnu (látin), Er- lend, Helga og Sigurð. Axel varð ungur fjölskyldu- maður. Hann kvæntist fyrri konu sinni 1973, Katrínu Ragn- hóf hann nám í Sjúkraliðaskóla Íslands, hann útskrifaðist sem sjúkraliði 1974, einn þriggja fyrstu karlmanna í þeirri stétt. Axel starfaði sem sjúkraliði á Borgarspítalanum, Kleppsspít- alanum og Dvalarheimili aldr- aðra í Vestmannaeyjum. Síðan starfaði hann hjá Slökkviliði Reykjavíkur við sjúkraflutninga og slökkvistörf í nokkur ár. Einnig vann hann sem eftirlits- maður hjá Löggildingarstofunni þar til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki Vogir og mælitæki, sem hann rak um árabil eða þar til hann varð fyrir miklum heilsubresti. Eftir nokkurra ára veikindi fékk hann læknismeðferð í Sví- þjóð, heilsan varð betri og hóf hann þá störf hjá Kynnisferðum sem hann vann hjá þar til hann fékk heilablóðfall 17. maí í vor. Eftir það dvaldi hann á Land- spítalanum í Fossvogi þar til lífi hans lauk. Útför Axels fer fram frá Víði- staðakirkju, í dag, 26. ágúst 2016, klukkan 15. heiði Björnsdóttur sjúkraliða, f. 24.7. 1949, þau eign- uðust þrjú börn: Hrafnhildi Maríu, f. 1973, gifta Vincent Ladger. Þau eiga þrjú börn: Finton, Tadhg og Aoife. Sigurður Axel, f. 1980, maki hans er Bryndís Gylfadótt- ir, hann á fjögur börn: Axel Guðna, Gylfa Borg- þór, Önnu Marú og Söru Maríu. Björn Torfi, maki hans er Haf- dís Lárusdóttir og eiga þau son- inn Sölva Snæ. Axel og Katrín slitu samvist- um. Síðar kvæntist hann Laufeyju Margréti Jóhannesdóttur sjúkraliða, f. 6.9. 1957, og eign- uðust þau dótturina Lindu Rún, f. 2000. Eftir hefðbundna skólagöngu Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn til Guðs of snemma. Ég vildi óska þess að við gætum fíflast saman aðeins lengur, en svona er lífið. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur og í hjarta okkar. Ég minnist þess hvað það var gaman þegar við vorum að ferðast um landið saman, sem við gerðum mikið af og okkur þótti mjög gaman. Við eigum líka mjög góðar minningar úr sumarbústaðnum okkar þar sem þú elskaðir að vera og varst alltaf að smíða og dunda þér við ýmislegt. Síðasta sumar settum við upp fána- stöng sem þú varst stoltur af. Þú grillaðir svo góðan mat og bjóst til heimsins bestu súpur og sósur sem ég fékk oft að gæða mér á. Það er gott að eiga góðar minningar á svona erfiðum tímum. Þú kenndir mér svo margt sem ég mun aldrei gleyma og hugsaðir alltaf svo vel um mig. Ég er mjög þakklát að hafa átt þig sem pabba, því þú varst besti pabbi sem ég get nokkurn tíma hugs- að mér. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Linda Rún. Elsku pabbi minn. Ó hve sárt ég sakna þín, ég er svo fegin að ég kom heim frá Írlandi til að heimsækja þig á spítalann í maí og gat kvatt þig áður en þú fórst frá okkur. Mikið var það nú gaman að eiga þig sem pabba, þú varst alltaf svo skemmtilegur grallari sem gaman var að vera með. Barnæska mín er yfirfull af góðum og skemmtilegum minn- ingum, ævintýrin voru endalaus með þér; alveg sama hvað var um að vera. Þú varst góður vinur og ég gat alltaf stólað á þig til að hlusta á mig, alveg sama hvað bjátaði á og alltaf gafstu mér góð ráð þegar þörf var á. Ég veit ekki um marga sem vissu eins mikið um Ísland og þú, enda held ég að þú hafir farið í hvern krók og kima á landinu og ekki hafi verið til sá staður á Íslandi sem þú ekki þekktir, sem sannaðist í hvert skipti sem einhver spurði þig hvar hinn eða þessi staður væri þá vissir þú það án undan- tekninga og gast lýst í miklum smáatriðum öllu þar í kring. Það var voðalega erfitt að sjá hversu veikur þú varst orðinn í lokin, sérstaklega vegna þess að ég veit hvað það fór í taug- arnar á þér að geta ekki gert það sem þú gast áður, viljinn var til staðar en búkurinn ekki tilbúinn í slaginn. Ég mun alltaf sakna þín og ég mun minnast þín með bros á vör og yl í hjarta og ávallt gleðjast yfir því að þú varst pabbi minn. Þín Hrafnhildur María (Maja). Axel E. Sigurðsson ✝ Ingibjörg Daní-elsdóttir fædd- ist á Bergsstöðum á Vatnsnesi 3. mars 1922. Hún lést 15. ágúst 2016 á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Foreldrar henn- ar voru Daníel Teitsson og Vilborg Árnadóttir. Systk- ini Ingibjargar voru sjö, Sigurborg Fanney, Davíð Björgvin, Páll Vilhjálmur og Teitur Guðni og sammæðra voru Ólöf Halldóra, Daníel Bald- vin og Vilborg, faðir þeirra og fósturfaðir Ingibjargar var Pét- ur Teitsson. Eftirlifandi eru Daníel Baldvin og Vilborg. Ingi- björg giftist árið 1944 Pálma Jónssyni, f. 10. febrúar 1917, d. 3. júní 2011, og eignuðust þau átta börn. Hjálmar, f. 1945, maki Guðlaug Sig- urðardóttir. Gylfi, f. 1946. Hólmgeir, f. 1948, maki Ingi- björg Þorláksdótt- ir. Reynir, f. 1949, d. 1967. Bergþór, f. 1951, maki Sigrún Marinósdóttir. Ás- gerður, f. 1955. Svanhildur, f. 1956, maki Sigurður Ámundason, og Sigurbjörn, f. 1965, d. 2009. Barnabörnin eru 19 og barna- barnabörnin eru 37. Ingibjörg og Pálmi ráku bú- skap á Bergsstöðum á Vatnsnesi í 25 ár en fluttu til Reykjavíkur árið 1972 og starfaði Ingibjörg fyrst á saumastofu og síðar hjá Pósti og síma. Ingibjörg verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 26. ágúst 2016, klukkan 15. Á tímamótum sem þessum reikar hugurinn og minningarnar renna fram. Minningar mínar um ömmu lýsa hagsýnni, skynsamri og ákveðinni konu. Hún var nægjusöm, forsjál og æðrulaus. Sterkasta minning mín um ömmu er þó hvernig hún tók á móti öll- um eins og þeir voru án þess að dæma. Amma hafði sterka sýn. Hún vissi hvað hún vildi og fylgdi sinni sannfæringu eftir af festu. Þegar ég var stelpa naut ég þess að fara í heimsókn til ömmu og afa út á Nes til að stytta mér stundirnar. Sumt man maður betur en annað og ég man eftir saumaskápnum sem mér fannst líkastur töfraskáp þegar hann var opnaður og í ljós kom sauma- dótið sem allt átti sinn stað. Fast- ur punktur í jólahaldinu, alla tíð sem við báðar vorum sunnan heiða, var heimsókn til ömmu og afa á aðfangadag. Alltaf tóku þau vel á móti manni og amma hafði gaman af að heyra hvernig lífið gengi nú fyrir sig og hvernig maður hefði það. Það var ömmu hugleikið að hver manneskja hefði það sem best og nú vona ég að hún hafi það sem allra best. Þórey. Imma móðursystir mín er lát- in, 94 ára að aldri. Hún ólst upp á fjölmennu sveitaheimili á Bergs- stöðum, Vatnsnesi, sú fimmta í röðinni í átta barna systkinahópi. Eins og þá tíðkaðist tók hún þátt í öllum þeim verkum sem þurfti að sinna eftir getu strax frá barnsaldri. Nám var stundað nokkrar vikur á vetri og síðan lágu leiðir hennar á Alþýðuskól- ann á Laugum og svo á Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Þau Pálmi byggðu síðan upp framtíð- arheimili sitt á Bergsstöðum og ólu þau þar upp öll sín átta börn. Einmitt þar man ég fyrst eftir Immu sem húsmóður á stóru heimili. Þangað kom ég með móð- ur minni í heimsókn á hverju sumri en hún hafði áður dvalið þar mörg sumur hjá systur sinni og mági til að hjálpa þeim með heimilið. Eftir að Imma og Pálmi fluttu í bæinn með Bjössa urðu sam- skiptin tíðari, hversdagsheim- sóknir, afmælisboð og jólaboð enda hefur samheldni stórfjöl- skyldunnar alltaf verið mikil. Með tímanum var eins og hugur hennar leitaði meira á fyrri heimaslóðir og eftir að Pálmi dó fluttist hún aftur norður. Við fjölskyldan heimsóttum Immu viku áður en hún dó. Hún þekkti mig en var samt ólík sjálfri sér. Það flaug í gegnum huga minn að ég myndi líklega ekki sjá hana aftur á lífi en datt þó ekki í hug að kveðjustundin væri svona nærri. Og nú hefur hún kvatt, einung- is tvö yngstu systkinin lifa systur sína. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Guð blessi minninguna um góða frænku. Magnea Gunnarsdóttir. Ingibjörg Daníelsdóttir Elsku amma mín. Þessari stundu hef ég kviðið lengi, að þurfa að kveðja þig sem varst mér svo margt. Minningarnar hafa streymt um hugann síðustu daga, hver á fætur annarri, þær voru svo ótal margar stundirnar sem við átt- um saman. Þú varst svo sann- arlega sú amma sem öll börn óska sér að eiga, áttir svo mikið í okkur og gafst svo mikið til okk- ar barnabarnanna. Eiginleikar þínir voru margir en mig langar að nefna tvo sem ég hef svo oft dáðst að. Sá fyrri, að leyfa okkur börnunum alltaf Ingunn Gunnlaugsdóttir ✝ Ingunn Gunn-laugsdóttir fæddist 6. október 1936. Hún lést 31. júlí 2016. Útför Ingunnar fór fram 6. ágúst 2016. að vera með full- orðna fólkinu, fá að taka þátt í öllu því sem þurfti að gera, en jafnframt að hlífa okkur fyrir því sem þú taldir okkur ekki ráða við. Sá síðari er já- kvæðni þín. Það var oft á tíðum ótrúlegt hvað þú varst hörð af þér, sama hvað gigtin gerði þér, þá varstu nú alltaf öll að koma til, eða miklu betri en í gær. Það var alltaf svo gaman hjá þér ef þú hafðir nóg að gera og þú fylgdist með búskapnum af svo miklum áhuga, fram á síð- asta dag. Þú varst fyrirmynd mín í svo mörgu. Ég er svo þakklát fyrir stund- irnar okkar í sumar amma mín, en um leið fegin að þú þjáist ekki meir. Takk fyrir allt og allt. Út- landastelpan þín, Ingunn Berglind.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.