Morgunblaðið - 26.08.2016, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
✝ Áslaug Guð-rún Harð-
ardóttir fæddist
Reykjavík 1. nóv-
ember 1941. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
18. ágúst 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Katla
Pálsdóttir, f.
17.12. 1914, d.
18.11. 2000, og
Hörður Bjarnason, f. 3.11.
1910, d. 2.9. 1990. Bróðir Ás-
laugar er Hörður H. Bjarna-
son, f. 20.2. 1944. Eiginkona
hans var Áróra Sigurgeirs-
Kristjánsson, f. 13.7. 1904, d.
2.11. 1993.
Börn Áslaugar og Jóns Há-
konar eru Áslaug Svava, f.
20.7. 1975, maki Haukur Mar-
inósson, f. 29.9. 1967, og Hörð-
ur Hákon, f. 22.5. 1976.
Áslaug lauk verslunarprófi
frá Verslunarskóla Íslands
1959. Fljótlega eftir það flutti
hún til Bandaríkjanna þar sem
Jón Hákon var í háskólanámi
og þau giftu sig þar úti. Þau
fluttu aftur heim til Íslands
1965 og vann Áslaug sem
einkaritari Alfreðs Elíassonar,
forstjóra Loftleiða, til 1975.
1986 stofnuðu þau hjón fyr-
irtækið Kynning og markaður
og þar starfaði hún þar til fyr-
ir um 10 árum.
Útför Áslaugar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 26.
ágúst 2016, og hefst klukkan
15.
dóttir, f. 15.5.
1943, d. 13.11.
2003. Börn þeirra
eru Sigríður Ása
Harðardóttir, f.
12.2. 1963, Bjarni
Einar Harðarson,
f. 12.4. 1972, og
Katla Guðrún
Harðardóttir, f.
29.12. 1976.
Áslaug giftist
30. september
1961 Jóni Hákoni Magnússyni,
f. 12.9. 1941, d. 18.7. 2014.
Foreldrar hans voru Svava
Sveinsdóttir, f. 12.9. 1909, d.
9.12. 1990, og Magnús Guðjón
Það bar brátt að, andlátið
hennar Áslaugar. Þrátt fyrir
ýmsa kvilla og líkamlega veik-
leika voru engin sérstök teikn á
lofti um að dagar hennar væru
taldir nú á síðsumri.
Eitt var þó okkur vinunum
öllum ljóst, að eftir að hún missti
Jón Hákon fyrir liðlega tveimur
árum dró úr lífskrafti hennar.
Það kom ekki á óvart því þau
höfðu verið einstaklega samrýnd
hjón í tæplega 60 ára samvist-
um. Þau voru hvort öðru allt í
leik og starfi á lífshlaupinu. Frá-
fall Jóns Hákonar varð henni því
þungbært þrátt fyrir nokkurn
aðdraganda þar að.
Það olli henni ef til vill meiri
og þungbærari sorg en hún
leyfði okkur vinum sínum að sjá.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga hversu ánægjulegt það var
að eiga þau bæði að vinum og
gaman að umgangast þau í leik
og starfi um áratugaskeið.
Áslaug var einstök kona,
hvort tveggja í senn gullfalleg
og greind. Hún var ávallt sannur
vinur. Með nærveru sinni
stækkaði hún allt sitt umhverfi
með hlýju og bjartsýni. Það
geislaði af henni.
Ég orðaði það einu sinni svo í
ávarpi til hennar á 60 ára afmæli
hennar að hún hefði kennt mér
að skilja betur orðatiltækið „að
rækja vinaböndin“.
Hún gætti vinasambandanna
við alla vini sína með einstökum
og hlýjum hætti.Við vinirnir
þeirra fundum ávallt þessa ein-
lægu gleði og hlýju sem hún bar
með sér á vinafundi.
Þeirrar einstöku nærveru
munum við sakna en vonum um
leið að hún hafi fengið sína trú
uppfyllta að hitta „Nonna sinn“
á ný.
Þrátt fyrir söknuð og trega
yfir ótímabæru fráfalli Áslaugar
er okkur efst í huga nú að leið-
arlokum gleði yfir því að hafa átt
hana að góðum vini.
Áslaugu Svövu, Herði Hákoni
og Hauki tengdasyni sendum við
okkar samúðarkveðjur og ósk-
um þeim velfarnaðar.
Minningu um einstaka konu
geymum við með okkur.
Víglundur Þorsteinsson.
Það var reyndar ekki óvænt,
þegar fregnin barst um andlát
góðrar vinkonu, Áslaugar Guð-
rúnar Harðardóttur, að morgni
fimmtudagsins 18. ágúst. Hún
hafði átt við vanheilsu að stríða
um nokkurt skeið. Síðustu árin,
einkanlega síðustu tvö árin, eftir
ótímabært fráfall eiginmanns
hennar, Jóns Hákonar Magnús-
sonar, voru henni þungbær á
marga lund. Undanfarin misseri
naut hún góðs atlætis í Sóltúni,
þar sem hún hafði gert sér fal-
legt heimili. Eftir andlát Jóns
kom einnig við sögu gamall vina-
hópur þeirra hjóna, sem studdi
við, þegar stuðnings var þörf og
þegar á móti blés. Við söknum
nú vinar í stað.
Vinátta okkar Eyglóar og
þeirra Áslaugar og Jóns átti sér
langa sögu. Ekki bara frá sam-
eiginlegum sjónvarpsárum í ár-
daga íslensks sjónvarps heldur
og löngu fyrir þann tíma. Úr
skátahreyfingu og blaða-
mennsku.
Ung bundust þau Áslaug og
Jón tryggðaböndum. Strax á
gagnfræðaskólaárunum, voru
þau par, sem eftir var tekið;
glæsileg bæði tvö og Áslaug
sannkallaður kvennablómi.
Það var mikið í hana spunnið.
Hún var forkur dugleg og fjöl-
hæf, átti rætur í heimili þar sem
menningin var í hávegum höfð.
Á námsárum Jóns í Minnesota
lagðist hún á árarnar með vinnu
við MacAlester-háskólann, með-
an Jón drýgði tekjurnar sem
kokkur á skyndibitastað!
Að námi loknu og eftir kom-
una heim starfaði Áslaug um
árabil sem einkaritari Alfreðs
Elíassonar, forstjóra Loftleiða.
Það var mikið trúnaðarstarf.
Saman stofnuðu þau Jón Há-
kon svo KOM, Kynningu og
markað, almannatengslafyrir-
tæki, sem var brautryðjandi á
því sviði og laðaði til sín hæft
starfsfólk og trausta viðskipta-
vini. Þar sá Áslaug um bókhald
og skrifstofuhald um árabil.
Stálgreind og minnug var hún
og betri en enginn við uppbygg-
ingu fyrirtækisins þar sem
fyrstu árin var á brattann að
sækja, en eftir því sem árin liðu
blómstraði fyrirtækið og Áslaug
Guðrún átti vissulega sinn þátt í
því.
Að leiðarlokum minnist ég
traustrar vináttu og gleðistunda
í áratugi. Minnist símtala sein-
ustu árin, sem gerðu okkur báð-
um gott, held ég. Það var gott að
eiga þau að vinum Áslaugu og
Jón Hákon. Vinir og góðar
minningar gefa lífinu gildi, sem
mölur og ryð fá ekki grandað.
Áslaug Guðrún Harðardóttir
var traustur vinur. Hennar er
gott að minnast og hennar er
saknað.
Ástvinum hennar og ættingj-
um votta ég einlæga samúð.
Með okkur lifa góðar minn-
ingar.
Guð blessi minningu Áslaugar
Guðrúnar Harðardóttur.
Eiður Svanberg Guðnason.
Við minnumst í dag okkar
kæru vinkonu, Áslaugar Guð-
rúnar Harðardóttur. Það er erf-
itt að setjast niður og minnast
vináttu sem spannar tæp 50 ár,
en þegar rifjaðar eru upp minn-
ingarnar um Áslaugu og sam-
verustundirnar með henni, þá
verða gleðistundirnar, hláturinn
og kátínan sterkari en skugg-
arnir sem fylgja fráfalli þessarar
góðu vinkonu.
Það voru forréttindi okkar
Gunnhildar að fá að fylgjast með
og taka þátt í gleðistundum Ás-
laugar og Jóns Hákonar. Þegar
þau eignuðust Áslaugu og Hörð
Hákon, á ferðalögum og svo ekki
sé talað um glæsilegu boðin sem
þau héldu. Lengi buðu þau vin-
um sínum og samstarfsfélögum
heim á Þorláksmessu. Þar var
gleðin við völd og jólin hófust
með þessum hátíðarhöldum hjá
Áslaugu og Jóni.
Jón Hákon og Áslaug giftust í
Minnesota þegar Jón var við
nám þar og þegar þau komu
heim réð Áslaug sig til Loftleiða
og vann þar sem aðstoðarmann-
eskja Alfreðs Elíassonar, for-
stjóra Loftleiða.
Við komu Áslaugar Svövu
hætti Áslaug að vinna, en hóf svo
störf aftur þegar þau Jón Hákon
stofnuðu Kynningu og markað
(KOM). Þar starfaði Áslaug við
hlið Jóns fyrstu áratugi fyrir-
tækisins.
Áslaug var glaðlynd og
skemmtileg í samskiptum, en við
vinir hennar vissum að hún gat
verið bæði ákveðin og ráðagóð.
Þrátt fyrir mikil veikindi og erf-
iðleika glataði hún aldrei kær-
leikanum, gleðinni og reisn
sinni.
Nú kveðjum við hana með
þakklæti og minnumst hennar
léttu lundar og þess mikla
trygglyndis sem hún sýndi okk-
ur vinunum sínum öllum alla tíð.
Við Gunnhildur, Heiða og
Gunnar vottum Áslaugu Svövu,
Hauki og Herði Hákoni okkar
innilegustu samúð á þessum erf-
iðu tímum.
Gunnhildur og Magnús
Gunnarsson.
Drottinn gaf og Drottinn tók.
Nú er Laulau okkar farin til
Sólarlandsins.
Laulau var gift Jóni Hákoni
Magnússyni og áttu þau tvö
börn, þau Áslaugu Svövu og
Hörð Hákon.
Við vorum 14 saman í „sauma-
klúbb“, sem var stofnaður er við
vorum í þriðja bekk í Verslunar-
skólanum árið 1959, og höfum
við haldið hópinn í öll þessi ár,
þótt sumar hafi flutt til útlanda,
aðrar út á land og einnig þótt
„saumaklúbbsdögum“ hafi farið
fækkandi. Saumaklúbburinn fór
nokkrar ferðir bæði innanlands
og utan og eftirminnilegust var
ferðin til Newcastle. Þar fór
Laulau á kostum, dansaði og
söng og lék við hvern sinn fing-
ur.
Jón Hákon og Laulau stofn-
uðu fyrirtækið Kynning og
markaður, KOM, og unnu þar
bæði þar til þau seldu það árið
2013 en í desember það ár
greindist Jón Hákon með
krabbamein og lést 18. júlí 2014.
Laulau starfaði um árabil hjá
Loftleiðum sem einkaritari for-
stjóra og að sögn var hún frábær
einkaritari.
Lífið var ekki alltaf dans á
rósum hjá elsku Laulau. Hún fór
í mjaðmaaðgerð, aðgerð á hnjám
og öxlum ásamt fleiri kvillum
sem hrjáðu hana, en alltaf var
stutt í hennar fallega og bjarta
bros þótt á móti blési.
Hún var vinur vina sinna, fé-
lagslynd og hlý kona, vel gefin
og listræn.
Eftir lát Jóns seldi hún hús
þeirra á Seltjarnarnesi og flutti
á Hjúkrunarheimilið Sóltún, eft-
ir stutta viðkomu á öðrum stöð-
um.
Jón og Laulau áttu lítið fal-
legt hús á Eyrarbakka þar sem
þau nutu að vera meðan heilsan
leyfði.
Laulau lést á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni hinn 18. ágúst síð-
astliðinn.
Blessuð sé minning okkar
kæru vinkonu Laulau. Nú líður
henni vel, laus við hjólastólinn
og alla verki og gengur keik og
öll í glimmeri með Jóni sínum í
fallegum görðum Sólarlandsins.
Blessuð sé minning hennar og
kær kveðja.
Þínar vinkonur,
Anna, Halldóra, Jytta,
Ingunn, Þórdís, Ellen,
Guðlaug, Birna, Peta,
Margrét (Dudda), Gerður og
Soffía Kjaran Pétursdóttir.
Þegar ég mætti fyrst til vinnu
hjá Kynningu og markaði í Að-
alstræti fyrir hartnær þrjátíu
árum tók á móti mér glæsileg,
brosandi kona, afskaplega vel til
höfð. Fyrirtækið var á sínum
fyrstu árum og tölvuvæðingin að
byrja. Aðgangur var að telex-
tæki hjá öðru fyrirtæki í Gróf-
inni og þegar telefaxtæki var
tekið í notkun hjá KOM skömmu
síðar fengu mörg fyrirtæki að-
gang að því til að byrja með. Ás-
laug, sem skrifstofustjóri fyrir-
tækisins, sá þá um að stýra
þessum samskiptum við um-
heiminn.
Áslaug var afskaplega
skemmtileg kona með mikinn
dillandi hlátur, ávallt glaðlynd
og lagði mikinn metnað í að allt
sem færi frá fyrirtækinu væri
fallega fram sett og vandað. Hún
hafði listilega fallega rithönd og
þau voru ófá umslögin sem hún
skrifaði utan á því það þótti
miklu persónulegra en vélritað.
Fallega skriftin hennar naut sín
líka vel við mörg önnur tilefni.
Áslaug fór ekki alltaf vel með
sjálfa sig. Hún fór sínar eigin
leiðir. Undanfarið ár á Sóltúni
reyndi hún að vera áfram virk og
lifa lífinu.
Hún elskaði að fá fólk í heim-
sókn, bauð upp á veitingar eins
og henni einni var lagið og leysti
gesti út með gjöfum sem hún
hafði sjálf útbúið á Sóltúni.
Ég þakka Áslaugu áratuga
vináttu og sendi Áslaugu Svövu,
Hauki og Herði Hákoni innileg-
ar samúðarkveðjur.
Guðlaug Birna
Guðjónsdóttir.
Áslaug Guðrún
Harðardóttir
Elsku Mæja
frænka hefur nú
kvatt okkur eftir erf-
iða baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Ég
minnist hennar með hlýju og
söknuði – yndislegu fallegu
frænku með sinn kitlandi húmor.
Hlýja og blíða, gleði og kátína
einkenndi Mæju. Hún var fróð-
leiksbrunnur, skarpgreind,
fylgdist vel með þjóðmálum,
hugsaði vel um sína og svo var
hún bara svo skemmtileg kona.
Hún bar með sér hlýju hvar sem
hún kom og hafði góða nærveru.
Hún átti svo auðvelt með að sjá
María
Sigurbjörnsdóttir
✝ María Sig-urbjörnsdóttir
fæddist 4. febrúar
1940. Hún lést 1.
ágúst 2016.
Útför hennar fór
fram 9. ágúst 2016.
spaugilegar hliðar á
lífinu og tilverunni
sem fylgdi henni
allt til hins síðasta.
Það er með söknuð í
hjarta að ég kveð
Mæju frænku en
minningin um elsku
frænku með fallega
brosið og dillandi
hláturinn lifir.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Elsku Guðmundur og fjöl-
skylda, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Rósa.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Eirarholti, Grafarvogi,
áður Blönduósi,
andaðist í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
15. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 29. ágúst klukkan 15. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Eirarholt, hjúkrunarheimilinu Eiri.
.
Sturla Snorrason,
Guðrún Snorradóttir, Árni Þór Hilmarsson,
Aðalsteinn Snorrason, Ingibjörg Kjartansdóttir,
Bjarni Snorrason, Kristín Linda Steingrímsdóttir,
Steinunn Snorradóttir, Sævar Sverrisson,
ömmu- og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar,
SVEINBJARGAR ELÍSABETAR
HELGADÓTTUR,
Hæðargarði 35,
Reykjavík.
.
Þórunn Sigurðardóttir,
Helgi Jónas Sigurðsson,
Guðrún L. Sigurðardóttir,
Sigurrós Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát elsku pabba okkar,
tengdapabba, afa og langafa,
FINNBOGA GÍSLASONAR,
fyrrverandi skipstjóra.
.
Kristín Finnbogadóttir, Axel Friðriksson,
Sigurður Finnbogason,
Herdís Finnbogadóttir, Ólafur G. Guðlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR
húsfreyja,
Skarfshóli í Miðfirði,
lést 16. ágúst.
Hún verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju
laugardaginn 27. ágúst klukkan 14.
.
Kristín Dóra Margrét Jónsdóttir,
Jón Ívar Jónsson,
Magnús Ari Jónsson.
Elskuleg móðir mín,
ÁLFHILDUR ERNA HJÖRLEIFSDÓTTIR,
til heimilis að
Breiðvangi 7, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 22.
ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda,
.
Sigurður H. Álfhildarson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar