Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Brunnar 10, Vesturbyggð, fnr. 212-3858 , þingl. eig. Brynja Rafnsdóttir,
gerðarbeiðendur Vesturbyggð og Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves,
fimmtudaginn 1. september nk. kl. 14:00.
Strandgata 16, Vesturbyggð, fnr. 212-4978 , þingl. eig. Hrafnskagi ehf.,
gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 1.
september nk. kl. 15:30.
Við Eyrargötu 140082, Vesturbyggð, fnr. 212-3887 , þingl. eig.
Gunnhildur Agnes Þórisdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf,
Vestfirðir Suðu, fimmtudaginn 1. september nk. kl. 14:30.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
24. ágúst 2016
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Tröllateigur 41, 228-6708, Mosfellsbæ , þingl. eig. Axel Axelsson og
Kristín D. Kessler Pétursdóttir, gerðarbeiðendur Mosfellsbær og
Tollstjóri, þriðjudaginn 30. ágúst nk. kl. 14:00.
Urðarbrunnur 14, 231-2241, Reykjavík , þingl. eig. Ingimundur
Stefánsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Orkuveita
Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 30. ágúst nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
25. ágúst 2016
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
ELLI, BA, Barðastrandasýsla, (FISKISKIP), fnr. 7233, þingl. eig.
Skipadalur ehf., gerðarbeiðandi Vesturbyggð, fimmtudaginn 1.
september nk. kl. 13:15.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
24. ágúst 2016
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m/ leiðb. kl. 8.30-16.30. Innipútt opið
kl. 9.30-12. Opið hús kl. 13-16.
Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, pílukast í parketsal kl. 10.30,
slökun í minningarstofu kl.14.
Félagsheimili Gullsmára Tiffanýgler kl. 9, ganga kl. 10.
Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, Allir velkomnir!
Garðabær Heitt er á könnunni í Jónshúsi frá 9.30 -15.45. Félagsvist
FEBG kl 13 í Jónshúsi. Bíll frá Litlakoti ef óskað er, frá Hleinum kl
12.30, frá Garðatorgi 7 kl 12.40 og til baka að loknum spilum.
Gjábakki Handavinna kl 9, félagsvist kl 20.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi
kl. 9.45, matur kl. 11.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Skráning er hafin í
vetrarstarfið. Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 535 2720. Allir
hjartanlega velkomnir óháð búsetu eða aldri.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50. Listasmiðjan er opin.
Boccia kl. 10.15, bingó kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14.30. Ferð á Reykja-
nesið 31. ágúst allir velkomnir með, óháð aldri og búsetu. Nánar í
síma 411 2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja m.
leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
föstudagsbingó kl.14, ganga m. starfsmanni kl. 14. Uppl í s.411 2760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og
búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30 - 12.30. Nánari
upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl.20.00-
23.00 - Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn kl. 13-14. Gylfi Gunnarsson. Kaffi-
veitingar kl.14-14.30.
Vesturgata 7 Kl. 13 - 14 hefst söngstund v/flygilnn v/undirleik Gylfa
Gunnars, allir velkomnir. Kaffisala kl 13-14. Glerskurður (Tiffanys)
hefst þriðjud. 6. sept. kl 13-16, leiðb. Vigdís Hansen. Enska/framhald
hefst föstud. 16. sept. kl. 10-12, leiðb Peter Vosicky.Tréútskurður byrjar
í okt. leiðb. Lúðvík Einars. Nánari upplýs. og skráning á námskeiðin í
síma 535 2740. Allir velkomnir óháð aldri.
Vitatorg Spilum Bingó í dag, allir velkomnir. Erum farin að skrá í
vetrarnámskeiðin okkar. Uppl. í símum 411 9450 og 822 3028.
Þórðarsveigur 3 Bingó kl. 13.30, flottir matarvinningar og
glæsilegar kaffiveitingar eftir bingóið. Allir velkomnir að vera með.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Iðnaðarmenn
Ýmislegt
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Jón Egill Krist-
jánsson var að-
sópsmikill og mikilvirkur vís-
indamaður. Hann vann lengst
af við rannsóknir og kennslu í
Noregi en starfaði með vísinda-
mönnum um allan heim. Þótt
Jón Egill hefði að eðlilegu átt
mörg frjó ár eftir liggja nú
þegar eftir hann ritverk sem
sómi væri að sem ævistarfi.
Hann lagði sérlega mikið af
mörkum á sviði skýjafræði,
ekki síst í rannsóknum á sam-
spili ryks og örsmárra agna við
vatn og ís í skýjum. Á þeim
stoðum hvíla reikningar á úr-
komu og geislun í lofthjúpi
jarðarinnar, en þar hefur Jón
Egill lagt gjörva hönd á plóg
svo að eftir hefur verið tekið.
Sá þáttur veðurfræði sem hér
um ræðir hefur á undanförnum
árum öðlast mikið vægi í rann-
sóknum vegna þess að þar
leynast helstu uppsprettur
óvissu við reikninga á veður-
farsbreytingum að gefnum
auknum koltvísýringi í lofthjúpi
jarðar. Villur í veðurspám í
hitabeltinu eiga einnig rætur á
sömu slóðum, en frá hitabeltinu
berast villurnar á nokkrum
Jón Egill
Kristjánsson
✝ Jón Egill Krist-jánsson fæddist
18. september
1960. Hann lést 14.
ágúst 2016.
Útför Jóns Egils
var gerð frá
heimabæ hans í As-
ker í Noregi 24.
ágúst 2016.
dögum í vestan-
vindabeltið og
valda ósjaldan því
að veðurspár 1-2
vikur fram í tím-
ann á okkar slóð-
um reynast rangar.
Jón Egill hefur
þannig um árabil
unnið að því að
bæta reikninga á
breytingum í and-
rúmsloftinu, bæði
til skamms og langs tíma, allt
frá örfáum klukkustundum upp
í aldir, og hefur hann m.a. verið
hvatamaður norræns samstarfs
á því sviði. Eins og títt er um
röska og glögga vísindamenn
hefur Jón Egill komið víðar við
og eftir hann liggja merk verk
á öðrum sviðum veðurfræðinn-
ar, meðal annars í straumfræði
og aflfræði í lagskiptum loft-
hjúpi. Hann hefur í ýmsum rit-
um lýst aðstæðum sem ráða
myndun og þróun krappra og
hraðfara lægða.
Jón Egill ræktaði jafnan
tengsl við íslenska veðurfræð-
inga, ekki síst þá sem búa og
starfa á Íslandi, og var hann til
mikils stuðnings fyrir rann-
sóknir á Íslandi og kennslu ís-
lenskra veðurfræðinga, bæði á
Íslandi og í Noregi.
Hann var örlátur á tíma
sinn, ráðagóður, vinsæll og
traustur leiðbeinandi. Hann tók
þátt í fjölmörgum rannsóknum
með íslenskum vísindamönnum,
meðal annars á illviðrum á Ís-
landi, veðurfari við N-Atlants-
haf og orkuskiptum við yfir-
borð jarðar yfir ís, snjó og
sífrera og var hann ævinlega
aufúsugestur þegar hann kom
við á Veðurstofunni eða dvaldi
þar um lengri eða skemmri
tíma við rannsóknir.
Jón Egill var ljúfur viðmóts
og einkar viðkunnanlegur í
hvers kyns samstarfi. Hann var
kappsamur en jafnframt vand-
virkur og glöggur. Hann var
höfðingi heim að sækja og lét
sér annt um jafnt nemendur
sem samstarfsmenn. Ef hann
taldi þörf á hikaði hann þannig
ekki við að taka menn með sér
til óundirbúinnar íþróttaiðkun-
ar milli vinnutarna við rann-
sóknir og stóð flestum framar í
því sem öðru.
Jón Egill lét ýmis samfélags-
mál sig varða og hann var góð-
ur og skýr talsmaður náttúru-
verndar. Hélt Jón Egill m.a.
erindi fyrir almenning hér á
landi um loftslagsbreytingar af
mannavöldum sem vöktu at-
hygli.
Missir veðurfræði er mikill
en missir nánustu aðstandenda
þó enn meiri. Vottum við eig-
inkonu hans, Ritu, syni þeirra,
Kristian, bræðrum hans Sig-
urði og Ingólfi og öðrum ætt-
ingjum okkar dýpstu samúð.
Haraldur Ólafsson, Guðrún
Nína Petersen, Halldór
Björnsson, Sigurður Þor-
steinsson, Tómas Jóhann-
esson, Sigurður Jónsson,
Sigrún Karlsdóttir, Elín
Björk Jónasdóttir, Ingi-
björg Jónsdóttir, Óli Þór
Árnason, Ólafur Rögn-
valdsson, Hálfdán Ágústs-
son, Pavla Dagsson Wald-
hauserova, Einar Magnús
Einarsson, Þór Jakobsson,
Magnús Tumi Guðmunds-
son, Guðrún Gísladóttir,
Flosi Hrafn Sigurðsson.
✝ SigurðurHannesson
byggingameistari
fæddist 8. desem-
ber 1923 í
Hvammkoti,
Skefilsstaðar-
hreppi, Skaga-
firði. Hann lést á
heimili sínu 14.
ágúst 2016.
Foreldrar hans
voru Hannes Guð-
vin Benediktsson, f. 19.1.
1896, d. 27.9. 1977, og Sig-
ríður Björnsdóttir, f. 24.2.
1895, d. 26.10. 1975. Þau
áttu átta börn og eftirlifandi
bróðir er Hafsteinn Hannes-
son.
Eiginkona Sigurðar er
Soffía Georgsdóttir, f. 6.10.
1930, dætur þeirra eru: 1)
Svanhildur, f. 14.1. 1950,
maki hennar Július
Kristjánsson, f.
6.5. 1948, eiga
þau þrjú börn og
þrjú barnabörn,
2) Helga Sigríður,
f. 3.9. 1952, maki
hennar Hafþór
Sigurgeirsson, f.
28.6. 1949, d.
27.5. 2006, eiga
þau fjögur börn
og fjögur barna-
börn, 3) Val-
gerður, f. 25.12. 1953, maki
hennar Hans Gerald Häsler, f.
7.1. 1951, eiga þau tvær dæt-
ur og fjögur barnabörn, 4)
Guðrún Inga, f. 4.4. 1958,
maki hennar Steingrímur
Bogason, f. 8.2. 1955, eiga
þau tvö börn og þrjú barna-
börn.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag,
26. ágúst 2016, klukkan 13.30.
Elsku pabbi.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Megi ljósið umvefja þig, elsku
pabbi. Líkt þú umvafðir mig með
kærleika þínum og hlýju, þar til
við hittumst að nýju.
Þín dóttir,
Helga.
Að ferðalokum komið er,
og sorg í hjarta sækir.
Þar sem söknuður ærinn er,
af alefli okkur mætir.
En svefninn langa þú sefur vært,
hvíldina sem þér var færð.
Þó liðinn sé þinn lífsins kraftur,
þá munum við öll hittast aftur.
Því stöndum við saman þér við hlið,
með sorg og tár í hjarta.
Koss við leggjum að vanga þér,
og biðjum gott að heilsa.
Góða nótt, elsku afi, og sofðu rótt.
(Helgi Freyr Hafþórsson)
Þín barnabörn og fjölskyldur
þeirra.
Soffía Margrét
Hafþórsdóttir,
Sigurður Bjarni Hafþórsson,
Hafdís Sif Hafþórsdóttir,
Helgi Freyr Hafþórsson.
Sigurður
Hannesson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað.
Minningargreinar