Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Jóhanna L. Vil-hjálmsdóttirHeiðdal á 80 ára afmæli í dag, en hún fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Heiðdal, sem vann hjá Póst- og símamálastofnun og stofnaði Víðines sem var heimili fyrir alkó- hólista, og k.h. María Hjálmtýsdóttir Heiðdal húsmóðir. Jóhanna ólst upp fyrstu 10 árin í Aust- urbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Síð- an fluttist hún í Skjólin og gekk þá í Melaskóla og útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar. Hún hóf vinnuferil sinn í Út- vegsbankanum 17 ára gömul. Börn Jóhönnu með fyrri eiginmanni sínum, Walter Gunnlaugssyni, eru María Guðrún, Erla, Vilhjálmur Heiðdal og Hildur. Jóhanna á 11 barnabörn og bráðum 12 langömmubörn. Jóhanna og Walter skildu og fór hún þá aftur út á vinnumarkaðinn. Hún rak m.a. verslun. „Þetta var lítil úthverfaverslun í Skjólunum sem var með allt til heimilisins svo konurnar þurftu ekki að fara í bæ- inn.“ Síðan vann Jóhanna hjá Ragnari Tómassyni lögmanni sem ritari og síðan á Tollpóststofunni í Reykjavík í nokkur ár áður en hún keypti og rak heildverslun í bænum. „Hún hét Jóhanna Heiðdal heildverslun, og ég flutti inn og seldi kvensnyrtivörur frá Mary Quant.“ Jóhanna giftist Jóhannesi Jenssyni og fluttust þau seinna meir til Kenýa á vegum Danita, þróunarhjálpar Dana, hjá Sameinuðu þjóð- unum og bjuggu þar í nokkur ár. „Við bjuggum ásamt sex öðrum skandinavískum fjölskyldum í sama þorpinu og pössuðum upp á að börnin á barnaheimilinu fengju nóg að borða. Eitt kvöldið saumaði ég 100 ermalausa kjóla og síðar 100 buxur og við sáum um að gefa þeim lyfin. Mér finnst því ég hafa gert eitthvert gagn.“ Jóhanna bjó einnig nokkur ár í Flórída, þar sem hún vann m.a. við umönnun sem sjúkraliði. Jóhanna ætlar að halda veislu í kvöld og bjóða til sín fjölskyldu og vinum. „Nú erum við að undirbúa veisluna en í henni verða um 100 manns. Ég hef alltaf haldið upp á tugaafmælið mitt og hef alltaf verið glaðvær og smitað aðra af hlátrinum mínum.“ 80 ára Jóhanna L. Vilhjálmsdóttir. Alltaf verið glaðvær Jóhanna L. Vilhjálmsdóttir er áttræð í dag B ragi Valdimar Skúlason fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1976. Hann bjó til fjögurra ára aldurs á Ísafirði, þá í Hnífsdal og flutti til Reykjavíkur 1991 og hefur búið þar síðan. Bragi var í barnaskólanum í Hnífsdal til 12 ára aldurs, þá í Grunnskólanum á Ísafirði, var í Menntaskólann í Hamrahlíð 1991- 1995 og fór síðan í Háskóla Íslands og er með BA-gráðu í íslensku frá 1998. Hefur samið fjölmörg lög og texta Bragi hefur samið lög og texta á fjölmargar hljómplötur, einkum fyr- ir Baggalút og Memfismafíuna, auk þess að semja texta og lög fyrir fjöl- marga tónlistarmenn. Hann hefur samið efni á barnaplöturnar Gilligill, Diskóeyjuna og Karnivalíu, ásamt því að vinna tónlist fyrir leiksýning- arnar Ballið á Bessastöðum og Jeppa á Fjalli. Bragi hefur auk þess þýtt söngleikinn Spamalot og komið að útgáfu fjölmargra bóka með ein- um eða öðrum þætti. Þá hefur hann unnið efni fyrir útvarp, m.a. út- varpsþættina Tungubrjót (2012). Bragi hefur starfað við auglýs- ingagerð frá árinu 2006, síðast á eig- in stofu, Brandenburg, frá 2012. Hann hefur unnið við sjónvarps- þáttagerð frá 2011, m.a. Hljómskál- ann, Orðbragð, Áramótaskaup 2013 og Drekasvæðið. Þess má einnig geta að Bragi hefur frá 2014 verið varaformaður Félags tónskálda og textahöfunda. Bragi Valdimar Skúlason athafnaskáld – 40 ára Brúðkaupveislan Bragi og Þórdís gengu í hjónaband í Las Vegas en héldu brúðkaupsveisluna ári síðar, 2014. Baggalútur og brúkar ekki ljótt orðbragð Dæturnar Inga, Þórdís og Brynja. Hekla Óðinsdóttir, Tinna Lovísa Lárusdóttir, Ingibjörg Lilja Ingadóttir og Eldey Hrefna Helgadóttir héldu tombólu fyrir utan Apótekið á Sogavegi og Hagkaup í Skeifunni og seldu dótið sitt. Þær söfnuðu 3.580 kr. og gáfu Rauða krossinum til góðra verkefna. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Reyktur og grafinn Eðallax fyrir ljúfar stundir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.