Morgunblaðið - 26.08.2016, Side 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Árin segja sitt1979-2016
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sýndu fyrirhyggju og athugaðu vel
þinn gang. Mundu að greiðvikni fær fyrst gildi
þegar hennar er þörf.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú kannt að glæða gamla hluti nýju lífi
og gætir gert þér mat úr því. Segðu nákvæm-
lega hvað þú ert til í og ekki til í að gera.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Finnist þér þú vera eitthvað slappur
þessa dagana ættirðu að taka heilsu þína til
endurskoðunar. Ekki ofgera þér á félagslega
sviðinu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er tímabært að setja sér ný mark-
mið og svo er bara að láta hvergi deigan síga
fyrr en þessi markmið eru öll í höfn. Vinir þín-
ir geta einnig komið þér skemmtilega á óvart.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur einbeitt þér um of að andlegri
líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn.
Gefðu þér til þess góðan tíma. Þú ert gæddur
talsverðri skynsemi, svo mikið er víst.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þeir eru margir sem eru á verði gagn-
vart þér svo þér hefur ekki tekist að koma
málstað þínum á framfæri skýrt og skorinort.
Gættu þess að blandast ekki persónulega í
málið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekkert skemmir meira fyrir innsæinu en
að vilja vissa niðurstöðu. Sæktu þér aðstoð,
hvort sem um er að ræða andlega ráðgjöf
eða píanóflutning.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú færð hugmyndir um það
hvernig þú getur aukið tekjur þínar. Best er
að skipuleggja með öðrum. Fólk gefur þér
ekki stórkostleg tækifæri bara af því að þeim
líkar við þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert í miðjum umbrotatíma og
þarft að hafa þig allan við til þess að koma
heilskinnaður út úr breytingunum. Leyfðu
öðrum að njóta sín líka og þá munu hlutirnir
ganga vel fyrir sig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hálfnað er verk þá hafið er segir
máltækið. Tafir og misskilningur hafa gert
þér gramt í geði.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Daður, skemmtun og græskulaust
gaman mun einkenna þennan dag. Lítið ekki
á þetta sem kvöð heldur sem tækifæri til að
sýna ást ykkar og stuðning.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Rómantík er alls staðar í umhverfi
þínu, þó hún feli ekki í sér að verða ástfang-
inn. Ef þú brennir upp orkunni lyppastu niður.
Auðvitað þykir mér vænt umþegar ég fæ óvæntar kveðjur
á afmælisdaginn – sérstaklega
þessa sem Sigrún Haraldsdóttir
sendi mér í tölvupósti:
Morgunsólin ljúfa létt,
lunta burtu ýti,
ellikella ill og grett
aldrei við þér líti.
Það er alltaf nýtt að frétta af
pólitíkinni. Þetta barst í tal þegar
ég hitti karlinn á Laugaveginum og
ég spurði hann hvernig honum litist
á nýja frambjóðandann hjá Við-
reisn. Hann hallaði höfðinu eilítið
afturábak til vinstri, saug upp í nef-
ið og sagði:
Eitt sinn studdi ánn íhaldið – en allt í
plati.
Hann var alltaf hægri krati!
Helgi R. Einarsson sendi tölvu-
póst: „Datt í hug smá reynslusaga.“
Fía litla hún fann að
flest er gott sem er bannað.
Því er Áki’ana kyssti
og eitthvað hún missti
brosti hún ögn útí annað.
En fór hún Fía’yfir strikið?
Freistaði lífið of mikið?
Nei, reyndin er hér
að hún ríkari er
af reynslunni fyrir vikið.
Ólafur Stefánsson fylgist vel með
og skrifaði í Leirinn: „Þetta lullar
svona áfram,“ sagði þingkona VG:
Rólar þing í ráðaleysisdoða,
rymur Össur líkt og mannýgt naut.
Þjóðarheillum þykir stefnt í voða
þingið daufa ætti’að senda’ á braut.
Kynnumst eftir kjördag nýjum siðum,
kapteinn Birgitt stýra mun þá rétt.
Fyllist hús af færum stjórnarliðum,
fargi’ er þá af almenningi létt.
„Á leið til upphafsins,“ segir Ár-
mann Þorgrímsson og yrkir:
Umhverfisstefnan hjá okkur er skýr
allri skal framþróun tafarlaust neita
Næst friðum við sanda og fjarlægjum
brýr
fagnað þá getum við eyðingu sveita.
Sigurlín Hermansdóttir hefur
annað sjónarhorn á sömu hugsun:
„Umhverfisstefna borgarinnar
virðist ganga út á að þrengja að eða
helst útiloka akandi umferð.“
Umhverfisstefna ku áætlun geyma
að alls engir bílar um göturnar rynnu
þótt kosti að þeir þurfi að halda sig
heima
sem hjólandi geta ekki komist til vinnu.
Og enn orti Ármann um um-
hverfismat:
Skyldi ekki þar vera skipulagsgat
skuggalegt margir það telja
að aldrei er beðið um umhverfismat
þó ætli menn landið að selja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Fíu litlu, pólitík og friðun sanda
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skipuleggja
mikilvægasta dag
lífsins saman.
PLÖNTUSTJÓRI.
„EINS OG ÞÚ SÉRÐ LAGAÐI
SNILLINGURINN ÞVOTTAVÉLINA.“
JÓN HEFUR
SÍNA GALLA.
ÉG ER MEÐ
FLÆR!
OG EINN AF
MÍNUM.
HRÓLFUR
HRÆÐILEGI
ER VIÐ KASTALA-
DYRNAR!
HVAÐ VILL
HANN?
HANN VILL ÖLL
VERÐMÆTI ÞÍN!
HANN ER
OF SEINN...
...SKILNAÐUR MINN VIÐ
HERTOGAYNJUNA GEKK Í
GEGN RÉTT Í ÞESSU!
ÞÚ FERÐ EKKI
FYRR EN ÉG SEGI
ÞÉR AÐ FARA!
Mörg og glæst afrek voru unnin ánýafstöðnum Ólympíuleikum í
Ríó í Brasílíu og er viðbúið að þau
auki enn á íþróttaáhuga víða um
heim. Eins og á undanförnum leik-
um var spretthlauparinn Usain Bolt
frá Jamaíka maður leikanna og hann
hefur svo sannarlega haldið hefðinni
gangandi, eða frekar hlaupandi.
x x x
Á bak við glæsta sigra leynist oftranglæti, svik og prettir, rétt
eins og í alþjóðasamfélaginu.
Íþróttasagan er full af frásögnum í
þá veru, bækur hafa verið skrifaðar
um gang mála og kvikmyndir gerð-
ar. Það er ekki alltaf allt sem sýnist.
x x x
Í vikunni sá Víkverji kvikmyndinaRace í Bíó Paradís. Hún segir
sögu frjálsíþróttamannsins Jesse
Owens, eins mesta afreksmanns í
sögu Ólympíuleikanna, en þessi þel-
dökki maður, sem var íþróttamaður
af guðs náð, vann til fernra gull-
verðlauna á leikunum í Berlín 1936,
sigraði í langstökki og 100 og 200 m
hlaupi og var í sigursveitinni í 4x100
m hlaupi. Hann varð heimsfrægur
árið áður, þegar hann setti þrjú
heimsmet og jafnaði það fjórða á 45
mínútum í keppni í Bandaríkjunum.
Sagt hefur verið að þessar 45 mín-
útur séu þær mögnuðustu í íþrótta-
sögunni.
x x x
James Cleveland Owens var gjarn-an kallaður J.C. Spurður að
nafni í skóla svaraði hann J.C. en
kennarinn hélt að hann hefði sagt
Jesse og nafnið festist við hann.
Metið hans frá leikunum í Berlín
stóð þar til Carl Lewis endurtók
leikinn á Ólympíuleikunum í Los
Angeles 1984.
x x x
Jesse Owens upplifði mikla for-dóma og þurfti að berjast við
margar hindranir, jafnt fyrir afrekin
í Berlín sem eftir þau, en hann féll
frá árið 1980. Saga þessa frábæra
íþróttamanns er rakin í Race og að
mati Víkverja eiga allir íþróttamenn
og reyndar allir sem láta sig sam-
félag þjóðanna varða að sjá þessa
mögnuðu mynd. víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors,
Jesú Krists, faðir miskunnsemdana og
Guð allrar huggunar
(S. Kor. 1:3)