Morgunblaðið - 26.08.2016, Page 34

Morgunblaðið - 26.08.2016, Page 34
Morgunblaðið/Golli Dansinn Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, segir nýtt sýningarár verða öðruvísi þetta árið. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta ár verður svolítið öðruvísi en síðustu ár. Okkur langaði að opna að- eins meira fyrir almenning og gefa áhorfendum innsýn í ferlið en ekki bara mæta á frumsýninguna – fá fólk með okkur í samræður um það sem verið er að fjalla um,“ segir Erna Óm- arsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins (Íd), en nýtt og öðruvísi sýningarár Íd hefst í dag á hátíðinni Everybody’s Spectacular á Kjarvals- stöðum kl. 16 þar sem viðburðurinn Falin augnablik í náttúrunni, Fórnar viðburður verður sýndur. Viðburð- urinn er í umsjón Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar í sam- vinnu við dansara dansflokksins en það er jafnframt hluti af viðburðaröð Listasafns Reykjavíkur sem nefnist Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjar- vals. „Við fórum á sýningu Kjarvals og textabrot og nokkur málverkanna urðu okkur innblástur – hvað listin hafði gert fyrir hann og hvernig hún er út á við og hvernig fólk horfir á listamanninn og listina,“ segir Erna en sýning Kjarvals stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. „Við ætlum að reyna að dansa málverkin,“ bætir hún við létt í bragði. Í næstu viku býður Íd einnig upp á vinnustofur þar sem alls kyns lista- menn og fræðimenn koma saman og deila hugmyndum og reynslu með gestum. Hægt er að skrá sig á Fa- cebook-síðu dansflokksins. Verðlaunasýningar á svið Sýningin What a feeling verður endursýnd í Tjarnarbíói sunnudaginn 28. ágúst og er úr smiðju Höllu Ólafs- dóttur, Lovísu Óskar Gunnarsdóttur og dansara Íd. Aðalheiður Halldórs- dóttir, dansari í sýningunni, hlaut Grímuverðlaun sem dansari ársins á síðasta ári. Verkið verður annað tveggja verka á kvöldinu Sunday Double Bill á hátíð- inni Everybody’s Spectacular. „Þetta verður mjög persónulegt og skemmti- legt danskvöld þar sem dansararnir fá að njóta sín og persónuleiki þeirra fær að skína í gegn,“ segir Erna en sýningin er unnin í miklu samstarfi við dansarana. Hvetur hún fólk til að mæta því þetta er í síðasta sinn sem hægt verður að berja hana augum. Hin sýning kvöldsins er svo The Vall- ey eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Rós Ómarsdóttur en þær hlutu Grímuverðlaun fyrir verkið í fyrra. Í vetur verður barnasýningin Óður og Flexa halda afmæli einnig til sýn- ingar á ný eftir mikla velgengni á síð- asta ári. „Það voru ótrúlegar viðtökur og gaman að sjá hvernig börnin elsk- uðu þetta og fullorðnir líka, þannig að þetta er skemmtileg sýning fyrir alla,“ segir Erna en þau Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar leika sér með ofurhetjur og ímyndunaraflið og kanna þolmörk þess. Verðlaunasýningin Njála snýr einnig aftur þetta árið en hún hefur notið mikilla vinsælda. Sýningin er samstarfsverkefni Íd og Borgarleik- hússins og birtist á Stóra sviði Borg- arleikhússins þann 29. september en hún sópaði að sér 10 Grímuverðlaun- unum í fyrra. Hermigervill semur tónlistina „Svo er frábært verkefni að byrja í næsta mánuði þar sem Inga Huld Há- konardóttir og Rós Ómarsdóttir halda Dadadans-veislu fyrir áhorf- andann,“ segir Erna en Íslenski dans- flokkurinn kynnir til leiks nýja sýn- ingu í ár, Dadadans, þar sem höfundar verksins skoða mismunandi leiðir dadaismans og velta fyrir sér hvort þær eigi enn við í dag en dada- isminn á 100 ára afmæli í ár. Hermigervill frumsemur tónlist við verkið en að sögn Ernu vinna höfund- ar verksins mikið með samband hreyfingar og hljóðs og tónlistar. Inga og Rós hafi komið eins og fersk- ur andblær inn í íslenska dansheim- inn eftir að hafa dvalið lengi erlendis við danslistina. Taka fyrir helgiathafnir Fórn er þó umfangsmesta sýning Íslanska dansflokksins í ár en hún er unnin í samvinnu við Lókal og Borg- arleikshúsið. Þar munu Erna Ómars- dóttir og Valdimar Jóhannsson í sam- vinnu við listamennina Gabríelu Friðriksdóttur, Ragnar Kjartansson, Matthew Barney, Margréti Bjarna- dóttur og dansara Íd bjóða áhorfend- um að upplifa nýjan heim þar sem dans, myndlist, tónlist og margs kon- ar sjónarspil er tvinnað saman. Þar verða tengsl listarinnar við trúar- athafnir mannkyns rannsökuð og krufin. „Við ákváðum að taka fyrir okkar helstu ritúala og skoða þá út frá okk- ur. Tímarnir eru að breytast og mennirnir með og við skoðum hvort hugsa megi hlutina upp á nýtt eða gera þá á persónulegri máta,“ segir Erna en boðið verður upp á brúðkaup í Kringlunni, fermingarathöfn á Stóra sviðinu, útfararstofu á Litla sviðinu og lífleg skoðanaskipti á markaði í forsalnum. „Við erum að gera einhvers konar sýningu eða ritúal eða mitt á milli – það er gaman að skoða hvenær og hvort listin geti verið andleg,“ segir hún en Gabríela sér um útfararstof- una, Ragnar um manndómsvígsluna og Matthew um giftinguna. „Fjórði og síðasti hlutinn sem er markaðs- torgið tengir svo allt saman en þar verða kynningarbásar þar sem sann- færingakrafturinn ræður ríkjum,“ bætir hún við en markmiðið sé að skoða hvort við getum lifað saman í sátt og samlyndi þótt við séum með ólíka drifkrafta í lífinu og ólíkar lífs- skoðanir. „Það er alltaf verið að sann- færa mann um það hvað er best og hvernig maður eigi að lifa lífinu en það er svo misjafnt hvað gerir mann glaðan og heldur manni gangandi þannig að við vildum kanna hug- myndina um það hvað gerist þegar margir ólíkir og ástríðufullir predik- arar koma saman og reyna að fá fólk á sitt band – sem verður einmitt hlut- verk markaðstorgsins.“ Sýningin er óhefðbundin að því leyti að hún skiptist í fjóra hluta sem allir eru sýndir á mismunandi stöð- um. Sýningargestir færa sig því á milli staða en setjast svo niður og njóta hvers hluta til enda. „Við kjós- um að kalla þetta svona „mini- festival“ því þetta eru þrjú ólík verk sem eru sýnd en hafa þó sameigin- legan upphafspunkt sem tengir þau.“ Áhorfendur fá innsýn  Nýju sýningarári Íslenska dansflokksins ýtt úr vör í dag  Fjórar stórar sýningar á svið ásamt minni viðburðum 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Listasumar 2016 á Akureyri stend- ur nú yfir en þessi norðlenska listahátíð verður styttri og snarp- ari þetta árið en hefur verið síð- ustu árin. Enn sem fyrr markar Akureyrarvaka á morgun lok Listasumars og því verður efnt til mikillar veislu í kvöld og á morg- un. Jónas Sig og Ritvélar framtíð- arinnar verða með tónleika á Græna hattinum í kvöld klukkan 22 en hljómsveitin er annáluð fyr- ir lifandi flutning á lögum og text- um Jónasar en oft hafa færri kom- ist að en vilja eins og segir í tilkynningu. Á morgun mun Sverr- ir Karlsson efna til ljósmyndasýn- ingar í Deiglunni auk þess sem þar verður ljóðamessa. Eins og fyrr segir var ákveðið að þétta dagskrána í ár og láta hana ná yfir einn og hálfan mánuð í stað þriggja til þess að skerpa fókusinn og ná fram samfelldari dagskrá. Kenna mátti ýmissa grasa á hátíðinni í sumar en að sögn Guðrúnar Þórsdóttur, verk- efnastjóra Listasumars, var lögð áhersla á að virkja listafólk af heimaslóð og fá bæjarbúa á öllum aldri til að taka þátt í hátíðinni með framlagi af einhverju tagi. Listasumri lýkur um helgina með Jónasi Sig Morgunblaðið/Eggert Listasumar Efnt verður til veglegra tónleika á Græna hattinum í kvöld. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.