Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Bergþóra Jónsdóttir
bj@mbl.is
Sýningin Helgi magri mun gefa tón-
inn á mjög svo viðburðaríkri dagskrá
Menningarfélags Akureyrar í vetur.
Um er að ræða nýja íslenska spuna-
sýningu sem frumflutt verður í sept-
ember. Hún er byggð á verki Matt-
híasar Jochumssonar sem fjallar um
landnámsmanninn Helga magra og
var verkið frumsýnt árið 1890 en var
einungis sýnt einu sinni. ,,Þótti verk-
ið mikið sjónar-
spil og umgjörðin
stórfengleg en
verkið sjálft þótti
mjög slakt. Við
ætlum að hressa
upp á hann Helga
magra í vetur og
fengum til liðs við
okkur fjóra trúða
sem eru að svið-
setja sýninguna
upp á nýtt,“ segir Jón Páll Eyjólfs-
son, leikhússtjóri og einn höfunda
sýningarinnar.
Einn af stærstu viðburðum vetr-
arins er þegar ballettinn Hnotubrjót-
urinn verður frumsýndur í Hofi,
Hamraborg, um jólin. Þar leikur Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands aðal-
hlutverkið ásamt St. Petersburg
Festival Ballet en viðburðurinn er
unninn í samstarfi við Hörpu.
Leiksýningin Borgarasviðið held-
ur áfram en það er sýning frá síðasta
vetri. Tvær sýningar verða á leiklist-
arsviði fyrir utan Helga magra fyrir
áramót. Það er verk í samstarfi við
Borgaleikhúsið sem heitir Hannes og
Smári. Þar eru leikkonurnar Hall-
dóra Geirharðsdóttir og Ólafía
Hrönn Jónsdóttir sem eru höfundar
og leika aðalhlutverkin. Verkið verð-
ur frumsýnt í Borgarleikhúsinu en
kemur svo til Akureyrar í nóvember.
„Þetta er hárbeitt spaug með brell-
um, leiknum senum og tónlist sem
mun fylla samkomuhúsið hlátri,“ seg-
ir Jón Páll.
„Svo verður leiksýningin Stúfur á
sínum stað en hann hefur verið að
kynna sér leikhúsið að undanförnu
svo hann verði tilbúinn fyrir jólin,“
segir Jón Páll.
Sterkari sameinuð
Menningarfélag Akureyrar sam-
anstendur af þremur menningar-
stofnunum, Leikfélagi Akureyrar,
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og
Menningarhúsinu Hofi. Þessum fé-
lögum var steypt saman í eitt vorið
2014.
„Hamraborg tekur 500 hundruð
manns og svo höfum við samkomu-
húsið í 110 ára gömlu húsi. Við erum
með nútímalegan skandinavískan
arkítektúr og svo á hinum endanum
erum við með fallegasta leikhús á
Norðurlöndum með alla þá ríku hefð
sem fylgir og sögu löðrandi af hverri
einustu fjöl. Með þessu fyrirkomulagi
sameinast kraftarnir og allt sett sam-
an í eina dagskrá sem gerir okkur
sterkari,“ segir Jón Páll
Fjölskyldan í brennidepli
„Stærsta verkið á vetrardag-
skránni á sviði leiklistar er alltaf fjöl-
skyldu- og barnasýning. Að þessu
sinni verður það nýtt íslenskt barna-
verk sem heitir Núnó og Júnía sem
frumflutt verður í febrúar. Það er
skrifað af sama teymi og vann Pílu
Pínu sem var svo vinsælt hjá okkur á
síðasta leikári.“ Að sögn Jóns Páls
verður þetta mikið sjónarspil hlaðið
leikhústöfrum og sjónhverfingum.
Fjöldinn allur af viðburðum verður
í Menningarhúsinu Hofi. Má þar
nefna tónleikana Freddy Mercury
sjötugur og jólatónleikar á vegum
RIGG-viðburða, öll bestu lög The
Rolling Stones, uppistand frá Mið-
Íslandi, ráðstefnur og fundir.
Í október mun Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands ásamt stórhljómsveit
Reykjavíkur bjóða upp á Rhapsody in
Blue og glænýjan konsert ásamt
Frank Sinatra-lögum. Einnig verða
hinar ýmsu uppákomur eins og gesta-
sýningar af ýmsu tagi. Fjórar gesta-
sýningar verða í samkomuhúsinu,
heimildaverkið Elska sem er nýtt
norðlenskt verk, Engi sem er brúðu-
leikhús fyrir börn þar sem brúðuleik-
húsið Handbendi frá Hvammstanga
mun sýna og Listin að lifa sem er
verk eftir unga listamenn sem skipa
leiklistarhópinn Næsta leikrit.
Fjölbreytileikinn að leiðarljósi
„Þetta nýja samstarf okkar hefur
opnað fyrir möguleikana á enn betra
efnisvali og fjölbreytileika fyrir börn
og fjölskyldur. Ein af frumskyldum
okkar er að fóstra sviðslistahópa að
norðan.
Við viljum næra og fóstra verkefni
og unga leiklistahópa héðan frá Norð-
urlandi. Við viljum vera eins og gróð-
urhús, fá til okkar græðlinga og
fóstra þá og það sem þeir eru að gera.
Með því gefum við ungu listafólki
tækifæri á því að vaxa og eiga stefnu-
mót við áhorfendur. Það græða allir á
þessari hugsjón okkar. Bæði lista-
mennirnir sjálfir og áhorfendur sem
fá breiðari grunn og fjölbreyttari að-
gang að menningu. Það er ekki mark-
miðið að vera alltaf með stórstjörnur
hér heldur að blanda menningarlífinu
saman og hafa fjölbreytileikann að
leiðarljósi,“ segir Jón Páll.
Akureyrarvakan er um helgina
Menningarfélagið á Akureyri tek-
ur virkan þátt í Akureyrarvöku sem
haldin er til að fagna 154. afmælis-
degi Akureyrarkaupstaðar. Akureyr-
arvaka hefst í dag og hápunktur
hennar er á laugardaginn. Menning-
arfélagið stendur fyrir fjölbreyttri
dagskrá á Akureyrarvöku í menning-
arhúsinu Hofi og húsið mun iða af lífi
frá föstudegi fram á sunnudag.
Í dag kl 17 opnar Samúel Jóhanns-
son myndlistarmaður sýningu á verk-
um sínum í Hamragili og í kvöld kl 20
flytja Steinar, ungur og upprennandi
popptónlistarmaður, og hljómsveit
hans glænýtt frumsamið efni í bland
við eldri slagara í Hamraborg. Á
laugardaginn gefst gestum tækifæri
á að sjá stiklur úr Helga magra sem
er kærleiksríkt og kómískt spuna-
verk sem frumsýnt verður þann 2.
september í Samkomuhúsinu.
Áhugasamir gestir geta einnig tekið
þátt í spurningaleik í Nausti, dregið
verður úr réttum lausnum og veg-
legir vinningar í boði. Um miðjan
daginn mun húsið óma af kröftugri
blásaratónlist þegar The Upper
Rhine Youth Wind Band sem er 60
manna blásarasveit skipuð ungu
fólki á aldrinum 16-25 ára frá Þýska-
landi, hefur leik í Hömrum. Um
kvöldið mun svo hljóm-sveitin
TUSK með þeim Pálma Gunnars-
syni, Birgi Baldurssyni, Eðvarði
Lárussyni og Kjartani Valdemars-
syni flytja göróttan djass.Á sunnu-
daginn býður Menningarfélagið
ásamt 1862 Nordic Bistro uppá há-
degsdjass við veitingarstaðinn. Þar
mun hinn heimskunni trommuleik-
ari Jeff Herr leika ljúfan djass
ásamt þeim Sigurði Flosasyni,
Kjartani Valdemarssyni og Þor-
grími Jónssyni.
Það ættu því allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi á Akureyrar-
vöku í menningarhúsinu Hofi. Það er
skemmtilegt að geta prjónað sunnu-
daginn við Akureyravökuna og boðið
fólki í húsið á ný til að hlusta á djass
og njóta dögurðar á 1862 Nordic
Bistro. Þá er líka tilvalið að gefa sér
góðan tíma og skoða betur verk
Samúels sem prýða veggi hússins
segir Kristín Sóley Björnsdóttir,
kynningar- og viðburðastjóri Menn-
ingarfélags Akureyrar.
Þeir sem vilja kynna sér dagskrá
Akureyrarvöku í heild sinni er bent
á visitakureyri.is og þeir sem vilja
skoða þá viðburði sem Menningar-
félagið býður uppá er bent á mak.is
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana
og aðra viðburði í Hofi á Akureyr-
arvöku og eru allir hjartanlega vel-
komnir, að sögn Kristínar Sóleyjar.
Ljósmynd/Menningarsetur Akureyrar
Spunaverk Helgi magri er ný kómísk spunasýning sem hefur sögulega tengingu við Eyjafjörð.
„Viljum vera eins og gróðurhús“
Dagskrá Menningarfélags Akureyrar einkennist af fjölbreytileika og metnaði
Jón Páll Eyjólfsson
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00
Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00
Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00
Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00
Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00
Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00
Gleðisprengjan heldur áfram!
Sending (Nýja sviðið)
Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn
Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00