Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Ó lafur er sjálfur fæddur og uppal- inn innan greinarinnar en faðir hans var Jóhannes Stefánsson frá Neskaupstað, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar og SÚN [Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaup- stað] í áratugi og til að lýsa umhverfi þeirra sem störfuðu í sjávarútvegi í þá daga rifjar Ólafur upp litla sögu. „Það var alltaf allt á hausnum í þessum tíma í greininni, ástand sem af og til var leyst með gengisfellingum og þess háttar. Þegar ég var lítill strákur ólst ég upp á Norðfirði og fórum við feðgarnir á föstu- dögum yfir skarðið í Landsbankann til hans Kristins, að reyna að herja út laun fyrir fólkið. Pabbi sat þar inni oftast í klukku- tíma meðan ég beið út í bíl, litli guttinn, því það voru ekki alltaf til peningar fyrir út- borguninni. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu í dag,“ segir Ólafur og er hugsi við upprifjunina. Hann heldur áfram. Taskan með laununum sem týndist – um stund „Ástæðan var sú að það var einfaldlega erf- itt að reka sjávarútveginn. Einu sinni vor- um við að keyra yfir fjallið og pabbi stoppar stuttlega á leiðinni. Við vorum með laun alls starfsfólksins í fiskiðjuverinu, venju sam- kvæmt, í gamalli, brúnni tösku. Ég hélt á töskunni og gætti hennar vel. Nema hvað pabbi stoppar þarna og stingur upp á því að við kíkjum aðeins út fyrir og skoðum stóran foss sem þar var. Við förum því út og ég með töskuna því hana skildi ég ekki við mig.“ Ábyrgðin sagði semsé til sín en margt fer öðruvísi en ætlað er því Ólafur týndi tösk- unni í skoðunarferðinni að fossinum. „Ein- hvern veginn fór ég að því að gleyma tösk- unni einhvers staðar, og hálftíminn sem það tók okkur að finna hana aftur er sá lengsti sem ég hef lifað. Þá finn ég töskuna loks þar sem hún lá í berjalyngi þar sem ég hafði skilið hana eftir. Hefði brúna taskan ekki fundist aftur hefðum við komið heim peningalausir og enginn þeirra Norðfirð- inga, sem unnu hjá fyrirtækinu, hefði fengið útborgað. Þannig gekk það í þá daga, en nú til dags er öldin önnur og allt líka orðið raf- rænt,“ bætir Ólafur við og brosir að þessu endurliti í veröld sem var. Ein stærsta sýningin hér á landi Ólafur hefur því frá blautu barnsbeini lifað og hrærst í sjávarútveginum með beinum eða óbeinum hætti og fyrir rúmu ári var hann kallaður á fund með aðilum 24 fyr- irtækja í sjávarútvegi og beðinn um að skoða möguleikann á því að Íslendingar héldu hér sjávarútvegssýningu. „Við fund- um fljótlega mikinn meðbyr, verkefnið vatt upp á sig og sýningin stækkaði bara og stækkaði. Í dag eru komin vel yfir eitt hundrað fyrirtæki, innlend og erlend, og það sem meira er, þetta er fyrsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin sem alfarið er á ís- lenskum höndum,“ bætir Ólafur við. „Umfangið er slíkt að búið er að selja út allt gólfrýmið á báðum byggingum Laug- ardalshallar. Sýningin er því ein sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi.“ Hátækni og nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi Það er ekki svo ýkja langt síðan hugtakið „fyrirtæki í sjávarútvegi“ þýddi fátt annað í huga fólks en útgerðir. Nú til dags er að finna sífellt fleiri hátæknifyrirtæki, knúin íslensku hugviti og nýsköpun. Þetta endur- speglast glögglega á Sjávarútvegssýning- unni, að sögn Ólafs. „Það kom mér mjög á óvart, þegar ég hófst handa við að vinna við undirbúning og framkvæmd sýningarinnar, hvað það er gríðarlega mikil nýsköpun í þessari grein. Ég er búinn að heimsækja fjölmörg fyrir- tæki sem eru kannski ekki áberandi í um- ræðunni frá degi til dags en verða á sýning- unni og hafa að bjóða vörur og hugvit sem er á heimsmælikvarða; tæki sem byggjast á íslensku hugviti og eru með því fullkomn- asta sem völ er á í heiminum í dag. Það er alveg hreint ótrúlega mikið af spennandi hlutum í gangi. Sjávarútvegurinn er svo miklu meira en bara fiskveiðar í dag. Hann er háþróuð matvælaframleiðsla sem gerir viðskiptavinum kleift að njóta ferskvöru sem er eftirsótt um allan heim.“ Margvíslegar viðurkenningar veittar á sýningunni Við upphaf sýningarinnar verðum við með sérstaka opnun í anddyri nýju hallarinnar fyrir boðsgesti. Þar munu öll helstu samtök innan sjávarútvegsins veita viðurkenningar þeim er hafa skarað fram úr í greininni það árið. „Við ætlum meðal annars að velja „trillukarl ársins“ og grunar mig að valið á honum muni vekja mikla athygli,“ segir Ólafur kankvís. Eitthvað fyrir alla að skoða Ólafur tekur fram að fjölmargt áhugavert muni bera fyrir augu gesta á sýningunni, og það eigi líka við um þá sem ekki lifa og hrærast innan sjávarútvegsins. „Við verðum með svakalega lyftara, allt upp í átta tonn, sem eru tilkomumiklir að sjá og skoða. Þá verður stór og flottur bátur til sýnis á úti- svæðinu, með öllum nýjustu siglingatækj- um, sem gestir geta skoðað. Það verður eitthvað fyrir alla og svo verðum við með fjögur veitingasvæði svo allir geta fengið sér í svanginn og slökkt þorstann á meðan á sýningunni stendur, dagana 28.-30. sept- ember næstkomandi í báðum byggingum Laugardalshallar. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Sýningarstaðurinn „Við fundum fljótlega mikinn meðbyr, verkefnið vatt upp á sig og sýningin stækkaði bara og stækkaði. Í dag eru komin vel yfir eitt hundrað fyrirtæki, innlend og erlend, og það sem meira er, þetta er fyrsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin sem alfarið er á íslenskum höndum,“ bætir Ólafur við. „Umfangið er slíkt að búið er að selja út allt gólfrýmið á báðum byggingum Laugardalshallar.“ „Trillukarl ársins“ valinn Sjávarútvegssýningin 2016 verður haldin í Laugardalshöll dagana 28. til 30. september og verður hér um að ræða fyrstu alþjóðlegu sjávarútvegssýninguna sem er alfarið á íslenskum höndum, eins og framkvæmdastjórinn, Ólafur Jóhannesson, segir frá. Það gefur ekki einasta að líta allt mögulegt sem snýr að þessari grundvallaratvinnugrein okkar Íslendinga heldur verða veittar viðurkenningar helstu samtaka sjávarútvegsins. Morgunblaðið/RAX Sjónarspil „Við verðum með svakalega lyftara, allt upp í átta tonn, sem eru tilkomumiklir að sjá og skoða. Þá verður stór og flottur bátur til sýnis á útisvæðinu, með öllum nýjustu siglingatækjum, sem gestir geta skoðað,“ segir framkvæmdastjóri sýningarinnar, Ólafur Jóhannesson. Sjávarútvegurinn er háþróuð matvælaframleiðsla sem gerir viðskiptavinum kleift að njóta ferskvöru sem er eftirsótt um allan heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.