Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur
og vökvamótora
Sala - varahlutir - viðgerðir
Þ
að var einfaldlega þannig
að þegar ég var kornung
og þurfti að fara að
vinna fyrir mér á sumrin
áttaði ég mig á strák-
arnir sem voru á sjó höfðu greini-
lega mun meiri tekjur en við
stelpurnar. Ég fór fyrst að gant-
ast með það að maður þyrfti bara
að komast á sjó til ná sér í pen-
ing. En ég er sjóhrædd og þetta
hentaði því kannski ekki sem
best. Ég ákvað nú samt að ég ætl-
aði að reyna að komast á almenni-
legan togara og fara einn túr. Þá
myndi kannski ekki verða til baka
snúið. Ég fengi gott kaup og gæti
haldið kannski haldið áfram sjó-
mennsku og efnast.“
„Afi var besti sjómaður í heimi“
Hvenær var það sem þú áttaðir
þig á að strákarnir fengu svona
gott kaup á sjónum?
„Ég er fædd 1986 og um sextán
ára aldurinn fór ég að láta mig
dreyma um sjómennskuna. Ég fór
að spyrjast fyrir í kringum mig á
Siglufirði en fékk þau viðbrögð að
varla yrði svo ung og reynslulaus
kona tekin í stétt sjómanna. Ef ég
rakst á skipstjóra eða aðra sem
ég hélt að gætu komið mér á sjó-
inn þá tóku þeir þessari fyrir-
spurn minni bara sem gríni –
sögðu að það myndi enginn vilja
taka við mér til slíkra starfa. Þá
fékk ég þá frábæru hugmynd að
skrá mig á já.is sem sjómaður í
þeirri von að einhver skipstjóri
sem ég hafði hringt í til að leita
að vinnu myndi fletta upp núm-
erinu mínu og sjá að ég væri
skráð sem sjómaður og hringja til
baka. Það hefur því miður ekki
gerst. Svo smádró úr hringingum
mínum til skipstjóranna, þeir
hringdu aldrei til baka og ég fór
að leggja önnur plön.“
Hvað tókstu þér þá fyrir hend-
ur?
„Ég fór í háskóla og lærði lög-
fræði. Nú starfa ég í banka hér á
Siglufirði. En planið hjá mér er
ennþá að reyna að komast á sjó-
inn – allavega til þess að borga
upp lögfræðinámið. Annar afi
minn, Sigurður Jónsson, var að
mínu mati besti sjómaður í heimi
og hann er nýhættur á sjónum.
Mamma fór með föður sínum,
Ingimundi Árnasyni, sem líka var
sjómaður, í Ameríkuferð með
Hofsjökli. Hún sagði mér langar
sögur af því ævintýri – mér fannst
þær mjög áhugaverðar – einkum
eftir að ég eltist og skildi að hún
var að tala um skip en ekki jökul.
Þessar sögur urðu meðfram til
þess að mig langaði til þess að
komast á sjóinn. Ég hef komist
næst sjóvinnu í rækjuvinnslunni
Þormóði ramma á Siglufirði.
Lengra hef ég ekki komist enn.“
Ekki búin að afskrifa drauminn
Hvernig myndir þú taka því ef
einhver af skipstjórunum hringdi í
þig núna?
„Ef mér væri boðinn góður túr
þá myndi mig langa rosalega mik-
ið til að fara. En nú er ég hins
vegar komin með barn og á ekki
eins auðveldlega heimangengt og
áður. Ég get látið þess getið að
þegar ég gifti mig langaði mig af-
skaplega til að láta Þorvald Hall-
dórsson syngja hið margfræga
lag: Á sjó. En af því varð ekki, ég
fór hefðbundnari leið í lagavali –
en hann kom við athöfnina.“
Ætlar þú að halda í starfsheitið
sjómaður?
„Já eitthvað áfram – ég er ekki
enn búin að afskrifa sjómanns-
drauminn alveg.“
gudrunsg@gmail.com
Ein kona skráð sjómaður á já.is
Ég fór í háskóla og lærði
lögfræði. Nú starfa ég í
banka hér á Siglufirði. En
planið hjá mér er enn þá að
reyna að komast á sjóinn –
allavega til þess að borga
upp lögfræðinámið,“ segir
Katrín. „Ég er ekki enn bú-
in að afskrifa sjómanns-
drauminn alveg.“
Ekki er auðvelt að finna
konur sem stundað hafa
sjómennsku eftir upp-
lýsingavefnum já.is. Þar
er engin kona skráð sem
sjókona. Eina konu fann
undirrituð á löngum
lista þeirra sem skrá sig
undir starfsheitinu sjó-
maður. Sú kona heitir
Katrín Sigmundsdóttir
og býr á Siglufirði. Hún
segir sínar farir ekki
sléttar hvað varðar til-
raunir hennar til að
komast í sjómannastétt.
Siglingadraumar Katrín Sigmundsdóttir á þann draum að komast einhverntíma á sjóinn og hefur svo verið síðan hún var sextán ára.