Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
J
ón Tryggvi Árnason getur
verið stoltur af afrakstri
sumarsins. Hann gerir út
Þorbjörgu ÞH og var smá-
báturinn sá aflahæsti í sum-
ar, með samtals 34.751 kg af afla í
46 róðrum. Þorbjörg ÞH er 9 metra
langur Sómabátur og landaði öllum
aflanum í Raufarhöfn.
Aðspurður segist Jón Tryggvi
ekki hafa þurft að hafa svo mikið
fyrir veiðunum en það hafi hjálpað
honum að í maí var óvenjumikið var
af fiski á grunnslóðinni norður af
Melrakkasléttu. Synir hans hjálp-
uðu við veiðarnar hluta úr sumrinu
en annars var Jón Tryggvi einn að
veiðum. „Þetta eru nú ekki nema
770 kíló sem má koma með að landi,
og aðeins fjórir dagar í viku sem má
vera að veiðum,“ segir hann, að-
spurður hvort ekki hafi verið heil-
mikil vinna að koma öllu þessu
magni af fiski í land.
Er heldur ekki að heyra á Jóni að
hann hafi malað gull í sumar. „Veið-
arnar kosta sitt og fiskverðið hefur
frekar gefið eftir í takt við styrk-
ingu krónunnar og veikingu punds-
ins. Ég gæti vel trúað því að frá síð-
asta sumri hafi t.d. verð á þorski
lækkað um 15-20%.“
Vildi aftur á æskuslóðir
Jón Tryggvi er í dag 45 ára gamall,
og fæddist á Húsavík en ólst upp á
bænum Blikalóni og á Raufarhöfn.
Þegar Jón Tryggvi var 14 ára gam-
all flutti hann ásamt fjölskyldu
sinni í Skagafjörð og 17 ára gamall
byrjaði hann að stunda sjó-
mennsku.
Skolaði Jóni Tryggva síðan til
Reykjavíkur þar sem hann fann
vinnu hjá HB Granda og var lengi
stýrimaður þar. „En árið 2009 tók
ég mér frí þaðan til að láta gamlan
draum rætast um að stunda grá-
sleppuveiðar á æskuslóðunum,“
segir Jón Tryggvi en hann greip
tækifærið þegar breytingar voru
gerðar á reglum um strandveiðar.
Fyrst keypti Jón Tryggvi bátinn
Blika, síðan Kötluvík og loks Þor-
björgu, en með Kötluvíkinni fylgdi
ögn af þorskkvóta.
„Ekkert skemmtilegra en að vera á leið í
land með fullan bátinn á spegilsléttum sjó“
Veiðarnar gengu vel
hjá Þorbjörgu ÞH í
sumar. Það sem átti
bara að verða stutt frí
til að stunda grá-
sleppuveiðar er núna
orðið að sjö ára æv-
intýri
Kátur „Veiðarnar kosta sitt og fiskverðið hefur frekar gefið eftir í takt við styrkingu krónunnar og veikingu pundsins,“ segir Jón Tryggvi um rekstrarhliðina.
Marás ehf.
Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ
Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230
www.maras.is
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta
Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
Allt fyrir nýsmíðina
Stærð allt að 6200hö
Stjórntæki og GírarRafstöðvar
Hliðarskrúfur
Kraftur
Ending
Sparneytni
Áreiðanleiki
Vökvakranar fyrir skip og báta
asdropLS H A F T - S E A L S
AUTOMATION TECHNOLOGY
Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra
hamingjuóskir á sjómannadaginn