Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 27
Hugsaðu inn í boxið ...
Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna
not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk
er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og
koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta.
Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu
rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi.
www.matis.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-2
0
7
6
Landað fyrir 13
Afli sumarsins hefur allur farið
beint á markað og þarf Jón
Tryggvi að keppa við klukkuna.
„Það verður að landa fiskinum fyr-
ir kl. 13 því þá halda flutningabíl-
arnir af stað frá Raufarhöfn og til
kaupenda víðsvegar um landið. Ef
ekki tekst að ná aflanum í land í
tíma er hann orðinn dagsgamall
þegar hann kemst til kaupandans
og fengist þá lægra verð fyrir.“
Til þess að ljúka veiðunum á
réttum tíma þarf að helda af stað á
miðin upp úr miðnætti. Um hálf-
tíma sigling er á veiðisvæðin. „Svo
er bara reynt að renna í hann, og
stundum að fullt af fiski tekur og
stundum ekki. Maður lærir það
með tímanum hvar fiskurinn held-
ur sig og hvar eru bestu veiði-
svæðin,“ segir Jón Tryggvi en um
leið og fiskurinn er dreginn um
borð er hann blóðgaður og kældur
í krapa. Skipstjórinn sendir grófa
sundurliðun á aflanum á markað á
leið í land, en nákvæm vigtun fer
ekki fram fyrr en við löndun.
Sinn eigin herra
Greinilegt er að Jón Tryggvi unir
sér vel við veiðarnar enda áttu
smábátaveiðarnar upphaflega
bara að vera stutt stopp sem núna
hefur varað í sjö ár. „Ég hef mjög
gaman af þessu og nýt þess að
vera minn eigin herra. Það er eng-
inn sem segir mér að ég þurfi að
fara á sjó frekar en ég vil,“ út-
skýrir hann. „Svo er náttúrlega
ekkert skemmtilegra en að vera á
leið í land með fullan bátinn á
spegilsléttum sjó.“
Jón er á því að óhætt væri að
liðka enn frekar fyrir strandveið-
um og jafnvel auka það magn sem
veiða má í hverjum túr. „Það hef-
ur komið á daginn að það er ágæt-
is eftirspurn eftir þessum fiski,“
segir hann en bætir við að það sé
dýrt og krefjandi að byrja í þessu
fagi eins og öðrum. „Sama hvort
menn vilja kaupa sér smábát,
gröfu eða annað vinnutæki þá er
það alltaf dýrt í byrjun og tekur
nokkur ár að koma þessu á kopp-
inn. Það er ekki fyrirhafnarlaust
að komast inn í þetta kerfi, frekar
en í nokkurn annan rekstur.“
ai@mbl.is
Verðmæti Þorbjörg ÞH á siglingu fyrir utan Raufarhöfn. Aðstæður til veiða hafa verið góðar í sumar og enginn skortur á fiski í sjónum. Með tímanum má læra hvar fiskurinn heldur sig.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kaldur Fiskurinn þarf að fara á markað
með hraði og er keppt við klukkuna.