Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 28
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Metnaður Íslenskt fiskeldi hefur tekið stakkaskiptum á skömmum tíma. F iskeldi á Íslandi virðist núna vera að komast á mikið flug. Að baki eru nokkur mis- heppnuð ævintýri en í dag er greinin búin að koma undir sig fótunum og hefur alla burði til að spyrna sér upp í hæstu hæðir. Höskuldur Steinarsson er fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldisstöðva og segir hann að skipta megi sögu sjókvíaeldis á Íslandi í þrjá kafla. „Fyrsta bylgjan kom á milli 1980 og 1990 og varði fram á tí- unda áratuginn. Helstu ástæðurnar fyrir því að sú bylgja fjaraði út voru að þá var verið að ala íslenska laxa- stofninn óbreyttan – en hann reynd- ist ekki mjög hæfur til eldis – og svo að ekki hafði farið fram mikil rannsóknarvinna við val á svæðum fyrir kvíarnar, né ríkar kröfur verið gerðar til búnaðarins,“ segir hann. „Önnur bylgja kom upp úr 2000 þeg- ar stóru útgerðarfyrirtækin, s.s. Samherji og HB Grandi, fóru í mikla uppbyggingu á Austfjörðum. Þar var unnið með mun betri og kynbættan eldisstofn en margt vann á móti eld- inu þá, s.s. óhagstæð gengisþróun og tjón af völdum sjúkdóma og mar- glyttu. Drógu útgerðirnar sig út úr eldinu, sem er miður því ég held að ef þær hefðu haldið áfram ögn lengur hefði mátt komast fyrir vind.“ 80% aukning á milli ára Núverandi bylgja fór af stað í kring- um 2010. „Þar markar upphafið upp- bygging Fjarðalax og Arnarlax, sem svo sameinast. Síðan kemur Dýr- fiskur, Arctic Fish og Fiskeldi Aust- fjarða auk þess að norskir aðilar fara að kaupa sig inn í greinina.“ Þriðja bylgjan verður vonandi varanleg, en mikill vöxtur er í ís- lensku fiskeldi á milli ára, og þá aðal- lega í laxeldinu. „Aukningin nemur núna nærri 80% á milli ára. Íslensk- ar fiskeldisstöðvar framleiða á þessu ári 15.000 tonn af slátruðum fiski og er bleikja þar af um 4.000 tonn, lax um 8.000 tonn og afgangurinn teg- undir á borð við regnbogasilung og senegalflúru,“ segir Höskuldur. „Til samanburðar er þetta meira tonn- amagn en öll kindakjötsframleiðsla á Íslandi, og meira en svína- og kjúk- lingakjötsframleiðsla til samans. Miðað við þann lífmassa af eldisfiski sem nú er verið að rækta í seiðastöð- um og uppbygginguna í eldinu má vænta þess að á næstu tveimur árum fari fiskeldi fram úr samanlagðri hefðbundinni kjötframleiðslu mælt í tonnafjölda.“ Landssamband fiskeldisstöðva er tæplega 30 ára gömul samtök og eiga 22 fyrirtæki aðild að landssamband- inu. Saman framleiða þau yfir 98% af öllum íslenskum eldisfiski. Hösk- uldur segir áhuga Norðmanna á ís- lensku fiskeldisfyrirtækjunum til marks um það að greinin sé búin að slíta barnsskónum og eldinu á Ís- landi sé nú sinnt af fagmennsku og metnaði. „Við erum ekki lengur í neinum kotbúskap. Greinin bar gæfu til að loka þeim svæðum þar sem hagsmunir villta laxins eru mestir, og á síðasta ári var norski búnaðarstaðallinn innleiddur fyrir allt sjókvíaeldi á Íslandi.“ Heilbrigður fiskur Möguleikarnir fyrir íslenska eldið eru góðir, segir Höskuldur. Þannig hjálpar það fiskeldisstöðvunum mjög að heilsa fisksins er almennt afar góð og sjúkdómar ekki að valda vand- ræðum. Er Ísland núna sjúkdóma- frítt land hvað eldisfisk varðar. „Fylgt er mjög ströngum sótt- varnarkröfum og þarf ekki að beita neinum fúkkalyfjum í eldinu né nota lyf gegn lúsum, ólíkt því sem gert er í sjókvíaeldi víðast hvar annars stað- ar.“ Þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út myndu duga fyrir samtals 48.000 tonna framleiðslu. Eins og fyrr var getið var heildarframleiðsla fiskeldisstöðvanna 15.000 tonn á síð- asta ári og stefnir, að sögn Hösk- uldar, yfir 20.000 tonn á því næsta. „Ég trúi því að það sé ekki óraun- hæft að framleiðslan muni nema 30.000 tonnum árið 2020,“ segir hann og bætir við að landið allt gæti mögulega borið 50 til 100.000 tonna fiskeldi, verði rétt að málum staðið. Til samanburðar framleiða norsk- ar fiskeldisstöðvar um 1,2 milljónir tonna árlega og Færeyingar í kring- um 90.000 tonn. Segir Höskuldur að ræktunarsvæði Noregs séu komin að þolmörkum og aukningin í Fær- eyjum sé einkum drifin áfram af samþjöppun og hagræðingu, ekki síst í seiðabúskapnum. Verður for- vitnilegt að sjá hvað gerist þegar norska eldið nær hámarki, en eins og Höskuldur bendir á er eftirspurn eftir fiski á stöðugri uppleið og neysla á laxi eykst mikið. „Í dag er svo komið að um 50% af öllum fiski sem seldur er í heiminum koma úr fiskeldi. Sameinuðu þjóðirnar hafa reiknað það út að á heimsvísu verði fiskeldi að aukast um 20-30% á skömmum tíma bara til að halda í við vænta fólksfjölgun.“ Með pískinn á kerfinu Íslenska fiskeldið ætti að geta svar- að kallinu, svo fremi að stjórnkerfið haldi í við þróunina. „Það er helst að kerfið sé ekki tilbúið fyrir þennan vöxt og það þarf að vera með pískinn á stjórnvöldum svo að eðlilegur hraði verði á rannsóknum á væntanlegum eldissvæðum og burðarþolsreikn- ingum. Þá sárvantar heildræna stefnu fyrir allt landið sem myndi skapa þá umgjörð sem þarf til að hér megi byggja upp öfluga atvinnugrein til frambúðar,“ segir Höskuldur. „Verulegir hagsmunir eru í húfi, og þá ekki síst fyrir íbúa landsbyggðar- innar. Sem dæmi hefur fiskeldi á Ís- landi nú þegar skapað atvinnu fyrir um 400 til 500 manns og er þetta fólk að framleiða sem jafngildir 50 millj- ón máltíðum á þessu ári. Spennandi störf í fiskeldinu og tengdum grein- um eru að laða unga fólkið aftur heim í hérað, öfugt við það sem ein- staka úrtölumenn fiskeldis hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum undan- farið. Meira að segja menntakerfið er að taka við sér og laga ýmsar brautir að fiskeldinu og er það spennandi fyrir okkur í greininni.“ ai@mbl.is Þriðja bylgjan komin til að vera Skipta má sögu sjókvía- eldis á Íslandi í nokkra kafla. Núna virðist greinin hafa slitið barns- skónum og gífurlegur vöxtur er á milli ára. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Áhrif Að sögn Höskuldar hefur fiskeldi á Íslandi nú þegar skapað atvinnu fyrir um 400 til 500 manns. Morgunblaðið/Þórður Margföldun „Aukningin nemur núna nærri 80% á milli ára. Íslenskar fiskeldisstöðvar framleiða á þessu ári 15.000 tonn af slátruðum fiski og er bleikja þar af um 4.000 tonn, lax um 8.000 tonn og afgangurinn tegundir á borð við regnbogasilung og senegalflúru,“ segir Höskuldur. Framleiðslan gæti verið orðin tvöfalt meiri árið 2020. 28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Heyrst hafa gagnrýnisraddir um aðkomu norskra aðila að fiskeldi á Íslandi. Má greina á tóninum að sumum þyki miður að ávinning- urinn af uppganginum sem á sér stað um þessar mundir haldist ekki allur inni í landinu. Höskuldur segir gagnrýni af þessum toga byggja á misskilningi og komi Norðmennirnir bæði með verð- mæta þekkingu og fjármagn inn í íslenskt fiskeldi. „Norðmennirnir eru mjög framarlega á þessu sviði og hafa fjárhagslegt bolmagn til að gera ýmiss konar tilraunir til að útvíkka sína starfsemi. Við njótum bara góðs af því ef sú þekking sem verður til hjá þeim skilar sér til okkar,“ segir hann. „Að hafa þá sem meðeigendur að fyrirtækjunum á Íslandi og sem samstarfsaðila er eins og ef við fengjum Messi í íslenska fótbolt- ann, það getur ekki verið nei- kvætt! Aðkoma þeirra staðfestir að við séum á réttri leið hér á landi með eldið og höfum nú von- andi öðlast styrkinn til að vaxa áfram, fyrirtækjunum og atvinnu- lífinu á landsbyggðinni til heilla.“ Eins og að fá Messi í ís- lenska boltann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.