Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
R
ætur tryggingafélagsins
Varðar liggja í sjávar-
útveginum. „Það var árið
1926 að Vélbátasam-
trygging Eyjafjarðar var
stofnuð og byggjum við starfsemina
í dag að hluta á þeim grunni. Höf-
um við ekki hvað síst reynt að
sinna smábátaútgerðum en í vax-
andi mæli einnig þjónustað stærri
útgerðir og þá einkum fjölskyldu-
útgerðirnar. Þar höfum við átt
marga góða viðskiptavini sem hafa
fylgt okkur í áraraðir,“ segir Sig-
urður Óli Kolbeinsson, fram-
kvæmdastjóri vátryggingasviðs
Varðar.
Bætt tryggingaréttindi
Yfir lengri tíma litið er þróunin
blessunarlega í þá átt að slysum fer
fækkandi bæði um borð í skipunum
og eins við vinnslu í landi. Á móti
kemur að breytingar sem gerðar
voru á tryggingamálum sjómanna
upp úr aldamótunum urðu til þess
að auka réttindi stéttarinnar og þar
með urðu tryggingarnar dýrari. „Í
dag fá sjómenn bætur vegna slysa
á grundvelli skaðabótalaga, óháð
því hver orsök slyssins var. Er það
framför frá fyrra kerfi þegar vinnu-
slys voru fyrst bætt úr lögbundinni
slysatryggingu sjómanna en síðan
tók oft við langt og strembið ferli
til að meta að hvaða marki vinnu-
veitandinn ætti sök á slysinu og
væri skaðabótaskyldur.“
Þróunin um borð í skipunum er í
dag á þá leið að reka má skipin
með minni áhöfn, sem ætti að þýða
að slysum fækkaði í samræmi. „En
á móti kemur að með fámennari
áhöfn getur slysahættan aukist ef
meira álag er á hverjum starfs-
manni,“ segir Sigurður og bendir
jafnframt á að tíðni slysa haldist í
hendur við starfsaldur sjómanna.
Þegar meiri samkeppni er um
hvert pláss og starfsaldurinn lengri
fækkar slysunum en ef starfs-
mannaveltan eykst fjölgar slysum.
Ítarlegt mat
„Allir vilja samt fækka slysum og
varð sannkölluð bylting með til-
komu Slysavarnaskóla sjómanna á
9. áratugnum. Viðhorf sjómannanna
sjálfra og stjórnenda útgerðanna
hefur tekið miklum breytingum og
hugað er vel að þjálfun og for-
vörnum.“
Ekki þarf aðeins að kaupa
skyldutryggingar vegna sjómann-
anna um borð heldur verður líka að
tryggja sjálf skipin. Í tilviki stærri
skipanna byggir upphæð trygginga-
gjaldsins á ítarlegri úttekt sem
gerð er á hverju skipi. „Farið er yf-
ir tjónasögu og skoðað hvernig við-
haldi er sinnt. Við reynum að fá til-
finningu fyrir útgerðinni og því
verklagi sem þar er beitt. Þegar
upp er staðið getur verið mikill
munur á hvaða iðgjald er hægt að
bjóða eftir því hvernig viðhaldi er
sinnt og hvernig er umhorfs í skip-
unum.“
Ekki má heldur gleyma trygg-
ingaþörfinni í landi. Þar verður
sjálfvirknin meiri með hverju árinu
og forvitnilegt að skoða hvernig
slysaþróunin verður. „Flest störfin
sem ég vann sem táningur hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa fyrir um
30 árum eru ekki lengur til,“ segir
Sigurður um þær breytingar sem
hafa átt sér stað í landvinnslu.
Duga upphæðirnar?
Þó að íslenskir sjómenn verði að
teljast almennt mjög vel tryggðir í
dag segir Sigurður rétt að minna á
að staða sumra smábátasjómanna
sé önnur en þeirra sem vinna á
stóru skipunum. „Það hafðist í gegn
fyrir nokkrum árum að áhafnir
smábáta njóta sambærilegra trygg-
inga og aðrir sjómenn, en það gildir
þá aðeins um þá sem eru starfs-
menn um borð. Þeir sem sigla á
eigin vegum, einyrkjar og útgerðar-
aðilar, hafa ekki sömu skyldu til að
kaupa góðu tryggingarnar fyrir
sjálfa sig og taka með því ákveðna
áhættu.“
Jafnvel þótt skyldutryggingin sé
góð segir Sigurður að sjómenn
ættu að skoða tryggingastöðu sína
vel, enda ekki sjálfgefið að trygg-
ingabæturnar sem þeir ættu rétt á
yrðu eins háar og þeir þurfa. „Fyr-
ir það fyrsta ættu sjómenn að
skoða það vel að kaupa viðbótarlíf-
tryggingu. Sjómennskan er, þrátt
fyrir framfarir undanfarinna ára og
áratuga, enn eitt hættulegasta
starfið sem hægt er að vinna á Ís-
landi og alls ekki víst að dánarbæt-
urnar dugi til að standa undir fjár-
hagsskuldbindingum eftirlifenda.“
Þegar þörfin fyrir aukalíftrygg-
ingu er metin þarf að skoða að-
stæður hvers og eins. Segir Sig-
urður að tekjur þess sem á að
líftryggja, tekjur maka, fjöldi barna
og skuldastaða ráði þar mestu.
„Ein þumalputtaregla er að líf-
tryggingafjárhæðin samsvari laun-
um tveggja ára eftir skatt. Gildi
þeirrar reglu hefur þó kannski
minnkað hin síðari ár og fleiri
þættir hafa áhrif á þessa ákvörð-
un.“
Áhrif slysa utan vinnu
Síðan þarf að skoða þörfina fyrir
almenna slysatryggingu. Sjómenn
er tryggðir við vinnu sína en trygg-
ingar vinnuveitandans ná almennt
ekki yfir slys sem verða utan vinnu.
„Ég man eftir að hafa lesið það á
einhverjum stað að sjómenn eru al-
mennt líklegri en aðrir til að slasast
í frítíma sínum. Fyrir sjómanninn
er líka meira í húfi því að ekki þarf
mikið til svo að starfsgeta hans
skerðist það mikið að hann geti
ekki lengur sótt sjóinn. Starfið er
líkamlega krefjandi og slysin kostn-
aðarsamari að þessu leyti en t.d.
fyrir einstakling sem vinnur skrif-
stofustörf,“ útskýrir Sigurður. „Í
tilviki sjómanna duga þær fjár-
hæðir sem fást með venjulegum
fjölskyldutryggingum vegna slysa í
frítíma ekki endilega einar og sér.“
ai@mbl.is
„Ennþá eitt hættulegasta starfið
sem hægt er að vinna á Íslandi
Þó að sjómenn njóti í
dag betri skyldutrygg-
inga en áður ættu þeir
að skoða stöðu sína
vandlega og athuga
hvort þörf er á viðbótar-
tryggingu s.s. vegna
andláts eða slysa í frí-
stundum
Morgunblaðið/RAX
Viðbúnir Frá björgunaræfingu Landhelgisgæslunnar. Öryggismenningin í sjávarútvegi er stöðugt að batna.
Morgunblaðið/Golli
Öryggi Sigurður Óli Kolbeinsson segir meira í húfi fyrir sjómenn en margar aðrar stéttir ef slys hendir í frítíma enda kalli starfið á nær óskerta vinnugetu.