Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 33
starfsfólksins. Í framhaldinu leitaði
Endurmenntunarsjóður sjómanna
til okkar með samstarf í huga.“
Að fá starfsreynslu sína metna
„Þau ræddu það að þau vildu virkja
sjómenn frekar í því að leita í þenn-
an fræðslusjóð og afla sér símennt-
unar, því þeim fannst skortur þar
á,“ bætir Valgeir við. „Við fórum því
í svolitlar vangaveltur með þeim
varðandi hvað maður gerir fyrir sjó-
menn. Þeir eru eðli máls samkvæmt
mikið í burtu og erfitt að setja upp
námskeið fyrir þá nema um fjarnám
sé að ræða að einhverju leyti. Úr
varð að við seldum þeim þá hug-
mynd að nýta sér raunfærnimat.“
Valgeir útskýrir að raunfærni-
matið – sem hafi verið að virka gríð-
arlega vel í fullorðinsfræðslunni –
gangi út á það að fá starfsreynslu
þína metna á móti einhverju
ákveðnu námi. Fyrir bragðið megi
stytta sér leið í viðkomandi námi.
„Það er komin löng og góð
reynsla á þetta fyrirkomulag í iðn-
greinum ýmiskonar og við ákváðum
því að fara þá leið, í samstarfi við
fleiri símenntunarmiðstöðvar á Ís-
landi, að ráðast í átak á landsvísu í
þessum efnum.“
Verkefnið gekk mjög vel, bæði í
Eyjafirðinum, á Suðurnesjum og
víðar og í dag hafa hátt í 200 manns
farið gegnum umrætt raunfærni-
mat.
Löngun eftir námi kviknar
Að sögn Valgeirs hefur matið hvatt
viðkomandi starfsmenn til að fara í
frekara nám. „Sumir hafa farið í
nám við Fiskvinnsluskóla Íslands,
þar er raunfærnimatið metið á móti
fiskveiðum og fiskvinnslu. Það sem
gerist í raunfærnimatinu er að þú
ferð og þú finnur að þú hefur
ákveðna þekkingu og reynslu á móti
einhverju ákveðnu námi. Þá kviknar
þessi löngunarhugsun á þá leið að
maður geti kannski bara bætt ein-
hverju við sig. „Ég get alveg lært!“
er eitthvað sem fólk áttar sig allt í
einu á. Það má segja að það verði
ákveðin vakning hjá fólki við þetta,“
segir Valgeir.
„Það tengir einfaldlega við þetta,
finnur að það hefur til að bera þekk-
ingu og reynslu og langar að byggja
enn frekar á því, og bæta við.“
Raunfærnimatið nýttist mjög vel
jafn ólíkum greinum og skipstjórn
og netagerð, að sögn Valgeirs
„Það var til dæmis alveg frábært
að sjá netagerðarmenn fá þarna
tækifæri til þess að ljúka við neta-
gerð, því margir áttu kannski aðeins
lítið eftir til að klára. Það voru ein-
staklingar sem voru matartæknar,
eða í einhverri iðngrein á borð við
vélstjórn eða vélvirkjun, og þessu
fólki bauðst einfaldlega að fara í
raunfærnimat byggt á því í hvaða
grein þeir störfuðu og hvaða
reynslu og þekkingu þeir höfðu til
að bera.
Ýmsar námsleiðir í boði
Valgeir nefnir í framhaldinu að Sí-
mey hafi ennfremur á boðstólum
námsleið sem nefnist Menntastoðir
og er bóklegt nám sem nemur 600
kennslustundum.
„Þá tekurðu þessar helstu al-
mennu greinar úr framhaldsskóla,
grunngreinarnar,
og þetta er nám
sem við þróuðum og
útfærðum þannig
að það er allt vef-
lægt. Það þýðir að
nemandinn, í þessu
tilfelli sjómaður,
getur fengið allt
námsefnið á USB-
tölvukubbi og hlaðið
því svo niður í tölv-
una sína. Viðkom-
andi hefur um 15 til
17 vikur til að ljúka
hverjum áfanga í
samstarfi við kenn-
arana. Með þessu
móti er hægt að
taka þessar almennu greinar með
mun sveigjanlegra móti en var hægt
áður. Í fjarnámi ertu oft með fjórar
til sex vikur til að ljúka
náminu en þarna er
hægt að nýta frítúrana
til að vinna í áföngunum
og klára verkefnin, og
þar sem þegar er búið er
að afhenda námsgögnin
á tölvukubbi, þá er ekki
nauðsynlegt að vera net-
tengdur með unnið er.“
Í þessu flest augljós
kostur fyrir sjómenn og
Valgeir tjáir mér að um
þessar mundir séu á
bilinu 20 til 25 sjómenn
að stunda þessa tilteknu
námsleið. Margir komist
í framhaldinu á bragðið,
vilji læra meira og dæmi
séu meira að segja um það að fólk
leggi leið sína í háskóla.
jonagnar@mbl.is
sjómanna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Valgeir Magnússon,
verkefnastjóri hjá Símey.
Hafnargata 2, 735 Eskifjörður – Grandagarður 16, 101 Reykjavík
egersund@egersund.is
egersund.is
REYNSLA
GÆÐI
SAMVINNA