Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Góða ljósmyndara er víða að finna meðal ís- lenskra sjómanna. Menn sem eru vel tækjum búnir og hafa gott auga fyrir myndefni í amstri hverdagsins og lifandi náttúrunni hvort sem er í brimsköflum eða spegilslétt- um sjó. Oftar en ekki tengist myndefnið veiðunum og örugglega er skemmtilegra að munda myndavélina þegar vel fiskast. Einn þessara manna var til skamms tíma að finna eldhús- inu um borð í Álsey VE, en þar stóð Kristófer H. Helga- son vaktina í tíu ár. Áður rak hann meðal ann- ars kaffihús og var á fleiri Eyjaskipum. Nú heldur Kristófer um þræði í mötuneyti Morg- unblaðsins og það var því ekki langt að fara til að falast eftir myndum frá sjónum. aij@mbl.is Á sjó Sigurður VE 15 dregur loðnunótina á miðunum undan suðurströndinni, tignarleg fjöllin í baksýn. Skipið er meðal nýrra og fullkominna skipa í uppsjávarflotanum. Með augum og myndavél kokksins Sólarlag Á makríl og síld í Héraðsflóa í fallegu haustveðri. Boðflenna Hnúfubakurinn getur verið erfiður. Vígalegur Hjörleifur Friðriksson með myndarlegt loðnuskegg, en þeir hörðustu raka sig ekki á loðnuvertíðinni. Ágjöf Á leið heim til Eyja með loðnufarm og eins og sjá má er veðráttan misjöfn. Kristófer H. Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.