Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 39
höfn hér og eins sú í Reykjavík
munu óhjákvæmilega færast út fyrir
borgina og byggðirnar, eftir 40 til 50
ár. Það er eins og við þekkjum það í
okkar nálægustu löndum; þetta þarf
bara meira pláss því skipin eru að
stækka, eru með meiri djúpristu og
við verðum einfaldlega að horfa til
þeirrar þróunar. Hún er óhjá-
kvæmileg, þetta er það sem er og
gerist.“
Þáttur Íshússins við höfnina
Eins og Lúðvík nefndi að framan þá
er Hafnfirðingum mannlífið við
höfnina í blóð borið og því fer at-
vinnulífið og mannlífið einstaklega
vel saman á hafnarsvæðinu. Bæj-
arbúar fagna auðsjáanlega þessari
nánd og þetta má sumpart segja að
kristallist í allri þeirri skapandi
handverksstarfsemi sem býr í Ís-
húsi Hafnarfjarðar, þar sem nánd-
inni við höfnina er hampað í stað
þess að gera minna úr henni. Til
marks um þetta er veitingastaður
sem er þar á jarðhæðinni en þar er
hægt að draga frá stóran hurðafleka
til að opna út á verönd sem snýr að
smábátahöfninni. Lúðvík samsinnir
þessu.
„Við erum með tvenns konar höfn
hér í Hafnarfirði, annars vegar
þessa stóru hafskipahöfn þar sem
við erum með stóru skipin, vöru-
flutningana og öll þessi miklu um-
svif. Síðan erum við með opnu höfn-
ina sem er fiskibáta-, skemmtibáta-
og smábátahöfnin. Þetta er það sem
við hér í Hafnarfirði köllum Flens-
borgarhöfnina, hér inni í gamla
Flensborgarkróknum, og þar er að
þróast þetta skemmtilega mannlíf
með tilheyrandi menningu, ferða-
þjónustu og öðru. Þetta er allt að
styrkjast og eflast og Íshúsið hefur
haft þar mikið að segja.“
Fólk laðast að hafnarsvæðinu
Lúðvík bendir ennfremur á að vinna
hafi verið í gangi hjá hafnaryf-
irvöldum síðustu eitt til tvö ár um að
fá aðila á hafnarsvæðinu til að taka
höndum saman um horfa til frekari
þróunar og uppbyggingar á þessu
svæði. „Sú skipulagsvinna er núna í
fullum gangi. Þetta er í takt við það
sem við sjáum víðast hvar annars
staðar, bæði í Miðbæjarkvosinni í
Reykjavík og á fleiri stöðum. Fólk
laðast að hafnarsvæðinu og vill hafa
tækifæri til að njóta þess að ganga
um bryggjurnar og opin svæði í
kring sem allir geta farið um. Þetta
er bara alveg eins og þegar fólk vill
ganga prómenaðinn þegar það er í
útlöndum, þetta er alveg það sama.
Þess vegna snýst þetta um að opna
gönguleiðir, bæta aðgengi og koma
upp þjónustu hvort sem það er
menning, kaffihús eða önnur starf-
semi sem laðar fólk að. Þetta er auð-
vitað breyting frá því sem áður var
þegar fólk horfði bara á höfnina sem
einhvern slorstað. Í dag er orðinn
almennur mannlífsbragur á þessu
og hér í Hafnarfirði erum við ein-
faldlega að stækka miðbæjarsvæðið
út í hafnarsvæðið.“
jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Hafnarsvæðið heillar Hafnfirðingar fagna nándinni sem er til staðar við höfnina og þar er að finna skemmtilegt mannlíf, ferðaþjónustu, veitingarekstur og hvaðeina.
Morgunblaðið/Golli
Fjörðurinn „Athafnalífið og hafnarlífið er bæjarbúum í blóð borið, þetta er ein-
faldlega partur af mannlífinu og miðbænum. Við erum með höfn í miðbænum.“
Athafnalífið og
hafnarlífið er bæj-
arbúum í blóð borið,
þetta er einfaldlega
partur af mannlíf-
inu og miðbænum.
Morgunblaðið/Golli
Aðdráttarafl „Þetta er í takt við það sem við sjáum víðast hvar annars staðar, í
Miðbæjarkvosinni í Reykjavík og á fleiri stöðum. Fólk laðast að hafnarsvæðinu.“ Miðpunkturinn í brúnni
Maxsea
Ítarlegt leiðbeiningarit
á íslensku
Með Maxsea Time Zero sameinast mikið magn upplýsinga á einn stað.
Hægt er að tengja hin ýmsu jaðartæki við Time Zero, s.s. ratsjárloftnet,
dýptarmæliseiningu, myndavél, vindmæli o.fl. Allar þessar upplýsingar
er hægt að kalla fram á annanhvorn skjáinn sem hægt er að skipta
í tvo hluta. Þannig verður Maxsea gríðarmikil upplýsingaveita
til hagræðis og þæginda fyrir skipstjórnarmanninn.
MaxSea Time Zero
Hörður Vilberg Harðarson og Björn Árnason
BRIMRÚN EHF
Önnur útgáfa 2013