Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Í sjávarútveginum er allt að gerast. Í sjávarplássum eins og Vestmanna- eyjum finnst mörgum spennandi að fylgjast með aflabrögðum og hvernig hafi fiskast. Veðrátta hvers dags ræður sjósókn og þar með hvernig gangvirki at- vinnu- og efnahags snýst. Eggin í körfunni eru reyndar fleiri en áður, því þá réði fiskurinn öllu um afkomuna en nú vegur ferðaþjónusta orðið mjög þungt og er hrein viðbót. Þetta á ekki síst við í Vestmannaeyjum. Tilkoma Landeyjahafnar og fleiri ferðir Herjólfs yfir sundið hafa breytt miklu fyrir Eyjamenn, sem finnast reyndar allt of miklar frátafir á ferðum ferjunnar. Með nýju skipi og vænt- anlega bættri hafnaraðstöðu kemst þetta væntanlega allt í lag. Lífið er saltfiskur sagði skáldið – og vort daglega bras er umstöflun á flök- unum. Hér helst allt í hendur í sögunni endalaust. Og Morgunblaðið fylgist með og myndirnar frá Eyjum segja sína sögu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eldheimar Framsetning sýningar um eldgosið fyrir 43 árum er einkar áhugaverð svo gestum finnast þeir jafnvel vera komn- ir inn í miðja atburðarásina þegar bæjarbúa lögðu á flótta undan eldgosi á vetrarnóttu - jafn óraunverulegt og það nú er. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Sigling milli lands og Eyja tekur aðeins hálftíma. Miklar vonir eru bundnar við nýja ferju, en vænst er að smíði hennar hefjist á næstu misserum. Veruleikinn í Vestmannaeyjum Morgunblaðsmyndir frá Vestmannaeyjum. Mikið er umleikis, og skipin eru stór og smá. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarsýn Íbúar í Vestmannaeyjum eru nú 4.300. Þeim hefur fjölgað talsvert á síðustu árum eftir langt samdráttartímabil. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fengsæll Frár VE er þekktur Eyjabátur sem hér liggur við kajann þar sem hetiri Friðarhöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Togari Bergur ehf. gerir út Berg VE. Þekkt aflaskip í eigu fyrirtækis sem gerir út nokkra báta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórskip Sighvatur Bjarnason VE ber nafn sama nafn og lengi framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sem á skipið og gerir út, á loðnu og aðrar uppsjávartegundir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Togari Suðurey VE er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, sem er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum . Skipið er skráð í heimahöfn á Þórshöfn á Langanesi en þar er útgerðin einnig með starfsemi við vinnslu ýmsissa uppsjávartegunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.