Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 42

Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Í sjávarútveginum er allt að gerast. Í sjávarplássum eins og Vestmanna- eyjum finnst mörgum spennandi að fylgjast með aflabrögðum og hvernig hafi fiskast. Veðrátta hvers dags ræður sjósókn og þar með hvernig gangvirki at- vinnu- og efnahags snýst. Eggin í körfunni eru reyndar fleiri en áður, því þá réði fiskurinn öllu um afkomuna en nú vegur ferðaþjónusta orðið mjög þungt og er hrein viðbót. Þetta á ekki síst við í Vestmannaeyjum. Tilkoma Landeyjahafnar og fleiri ferðir Herjólfs yfir sundið hafa breytt miklu fyrir Eyjamenn, sem finnast reyndar allt of miklar frátafir á ferðum ferjunnar. Með nýju skipi og vænt- anlega bættri hafnaraðstöðu kemst þetta væntanlega allt í lag. Lífið er saltfiskur sagði skáldið – og vort daglega bras er umstöflun á flök- unum. Hér helst allt í hendur í sögunni endalaust. Og Morgunblaðið fylgist með og myndirnar frá Eyjum segja sína sögu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eldheimar Framsetning sýningar um eldgosið fyrir 43 árum er einkar áhugaverð svo gestum finnast þeir jafnvel vera komn- ir inn í miðja atburðarásina þegar bæjarbúa lögðu á flótta undan eldgosi á vetrarnóttu - jafn óraunverulegt og það nú er. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Sigling milli lands og Eyja tekur aðeins hálftíma. Miklar vonir eru bundnar við nýja ferju, en vænst er að smíði hennar hefjist á næstu misserum. Veruleikinn í Vestmannaeyjum Morgunblaðsmyndir frá Vestmannaeyjum. Mikið er umleikis, og skipin eru stór og smá. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarsýn Íbúar í Vestmannaeyjum eru nú 4.300. Þeim hefur fjölgað talsvert á síðustu árum eftir langt samdráttartímabil. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fengsæll Frár VE er þekktur Eyjabátur sem hér liggur við kajann þar sem hetiri Friðarhöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Togari Bergur ehf. gerir út Berg VE. Þekkt aflaskip í eigu fyrirtækis sem gerir út nokkra báta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórskip Sighvatur Bjarnason VE ber nafn sama nafn og lengi framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sem á skipið og gerir út, á loðnu og aðrar uppsjávartegundir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Togari Suðurey VE er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, sem er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum . Skipið er skráð í heimahöfn á Þórshöfn á Langanesi en þar er útgerðin einnig með starfsemi við vinnslu ýmsissa uppsjávartegunda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.