Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 44

Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 44
Ljósmynd/FMA Fiskmarkaður Austurlands var stofnaður árið 1998 og er þar í sama húsnæði og í upphafi. Starfsmenn eru fjórir allt árið en fjölgar í sex á sumrin. Þ etta er alveg heljarinnar sprettur hjá okkur á sumrin og haustin þegar strandveiðin er í gangi og svo þegar línubátarnir koma á þessar slóðir á haustin,“ segir Jóhann Hafþór Arn- arson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Aust- urlands (FMA). Sýnist honum stefna í að meiri fiskur fari í ár um markaðinn en áður. Má því segja að sjávarafli hafi eigi verið svo svipull eystra. Hátt í 7.000 tonn fara í gegnum Fiskmarkað Austurlands á ári og segir Jóhann Hafþór, að nánast ekkert verði eftir á Austurlandi. „Þetta fer yfirleitt allt í bíla suður og norður. Ég mundi segja að 20% færu norður og afgang- urinn suður. Það verður mjög lítið eftir á Austfjörðum, kannski hundrað tonn eða svo. Ólíkt flestum öðrum mörkuðum er FMA með fimm starfsstöðvar í landshlutanum. Á Eskifirði, Norðfirði, Stöðvarfirði, á Fáskrúðs- firði og Seyðisfirði, segir Jóhann Hafþór. „Við erum með fjóra starfsmenn árið um kring en fjölgar í fimm til sex yfir sumarið. Flökkubátar, þessir línubátar Á veturna erum við mest í því að þjónusta línubáta og togara. Þetta eru flökkubátar, þessir línubátar, þeir koma flestir að sunnan þegar mest og best veiði er út af Austfjörð- unum. Þetta eru svona sex til sjö bátar yf- irleitt sem við erum að þjónusta. Þá löndum við aflanum fyrir fyrirtækin, merkjum þeim hann og hann fer suður. Síðan seljum við fyrir þá allar aukasortir, þeir hirða yfirleitt þorsk- inn sjálfir.“ FMA var stofnaður 1998 og hefur verið tengiliður milli útgerðar og fiskvinnslu. Hann tekur við öllum tegundum og miðlar fiski frá seljendum til kaupenda og annast alla um- sýslu við þá yfirfærslu. Fiskmarkaðurinn vinnur bæði fyrir kaupendur og seljendur og veitir þeim margvíslega þjónustu í tengslum við meðhöndlun fisksins. Jóhann segir að rekja megi aukningu í lönd- uðum afla til strandveiðanna annars vegar og tíðra landana Fáskrúðsfjarðartogarans Ljósa- fell hins vegar. „Ljósafellið hefur landað tals- vert hjá okkur en skipið er í eigu Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði sem er að laga hjá sér fiskvinnsluhúsið en heldur skipinu samt úti. Af þeim sökum hefur komið aðeins meiri afli á markaðinn.“ Líflegt á sumrin Hafnarsvæðin á athafnasvæði Fiskmarkaðar Austurlands eru mun lífmeiri yfir sumarmán- uðina, að sögn Jóhanns. „Á sumrin eru þetta 60 til 70 báta að landa hjá okkur. Þá er rosa- lega mikið fjör hjá okkur og líka á haustin þegar línubátarnir eru aftur komnir hingað. Við höfum verið að selja rúm fjögur þúsund tonn af fiski á ári undanfarin ár og til viðbótar þjónusta svona 2.500 til 3.000 tonn þar sem við sjáum um að landa aflanum, merkja hann og koma í flutningabíla. – Er landburðurinn stöðugur milli ára? „Já, það hefur verið það, mjög stöðugt. Við höfum verið að selja um 3.900 til 4.400 tonn ár eftir ár. Og ég held jafnvel að þetta ár verði jafnvel stærra. Já, það hefur gengið mjög vel fiskiríið á þessu ári. Aflinn er seldur víða, hann dreifist um allar jarðir.“ – Er lítið um komur togara á markaðinn? „Þeir koma bara annað slagið, að Ljósafell- inu frátöldu sem hefur verið hér nokkuð mik- ið. Það er algengt að togarar að norðan og sunnan komi hingað og landi þegar veiðin er út af Austfjörðunum. Þá landa þeir hérna á Eskifirði og Norðfirði og öllum afla er keyrt í flutningabílum norður. Þeir hirða yfirleitt þorsk, ýsu og karfann sjálfir en aukasortir fara á markað. Það eru þó oftast ekki nema örfá kör.“ Einkennist af harki Uppboð hjá Fiskmarkaði Austurlands fer fram í sölukerfi Reiknistofu fiskmarkaða klukkan 13 alla virka daga. Kaupendur geta því tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvar sem er í heiminum. Þegar komið er með fisk til sölu sjá starfs- menn FMA um að skrá fiskinn í sölukerfi Reiknistofunnar. Skráðar eru upplýsingar um veiðisvæði, þyngd, aldur, stærð, hitastig og veiðarfæri ásamt rekjanlegu auðkenni karsins sem fiskurinn er í. FMA tekur einnig við til- kynningum frá áhöfnum skipa um afla sem er á leið í land þegar uppboðið fer fram og þarf þá áhöfnin að gera grein fyrir áðurnefndum atriðum. Jóhann Hafþór segir starfsemina einkenn- ast nokkuð af harki. „Þetta er svo sem svipað hjá öllum þessum mörkuðum. Hjá okkur er þetta nokkuð erfitt af því að við erum með svo margar starfsstöðvar. Við þurfum alltaf að vera með menn og tvo lyftara á hverjum stað. Það er dýrt að reka þetta en það er sama, það kemur innkoma á móti.“ agas@mbl.is Eigi svo svipull afli Fiskmarkaður Austurlands tekur við öllum tegundum og miðlar fiski frá seljendum til kaupenda og annast alla umsýslu við þá yf- irfærslu. Fiskmarkaðurinn vinnur bæði fyrir kaupendur og seljendur og veitir þeim margvíslega þjónustu í tengslum við meðhöndlun fisksins, segir framkvæmdastjórinn Jóhann Hafþór Arnarson. Athafnasvæði Fiskmarkaðar Austurlands á Eskifirði er við Strandgötuna þaðan sem fallegt útsýni er yfir fjörðinn eins og hér má sjá. Uppboð hjá Fiskmarkaði Austur- lands fer fram í sölukerfi Reikni- stofu fiskmarkaða klukkan 13 alla virka daga. Kaupendur geta því tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvar sem er í heiminum. 44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.