Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 50

Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 F imm áru eru liðin síðan Gústav Axel Gunnlaugsson stofnaði veitingastaðinn Sjávargrillið við Skóla- vörðustíg. Veitingastaðinn á hann með félögum sínum og reka þeir nú samtals fjóra staði sem dreif- ast um miðbæinn, þar sem hver stýrir sínum stað. Gústav lærði fagið hjá Sjávarkjall- aranum á sínum tíma og fylgdi síðar eigendunum þaðan yfir á Fiskfélagið þar sem hann var yfirkokkur í tvö ár. Það var þá að tækifæri bauðst að taka húsnæði á leigu á Skólavörðu- stíg. „Menn höfðu mismikla trú á þessu framtaki enda var Skóla- vörðustígur þá ekki beinlínis mest lifandi gatan í bænum. Húsnæðið fékk ég afhent 3. janúar 2011,“ segir hann. Eins og aðrir veitingastaðir hefur Sjávargrillið þróast og mótast með tímanum. Gústav hefur þó haldið tryggð við þá stefnu að hampa því ís- lenska. „Við gerum sjávarréttunum góð skil og höfum á boðstólum rétti úr hráefni á borð við lunda, hrefnu og lamb, og setjum þetta klassíska íslenska í búning eftir okkar höfði.“ Fyrsta flokks fiskur Talið berst að hráefninu og fisk- inum. Íslenskir kokkar sem starfað hafa erlendis, sem og erlendir mat- reiðslumenn sem sækja landið heim, hafa iðulega orð á því að á Íslandi sé einstaklega gott aðgengi að góðum fiski. Fyrsta flokks fisk megi líka finna í öðrum löndum, en hann kosti þá meira og sé ekki jafn auðfundinn. Gústav hefur heyrt þetta viðhorf hjá gestakokkum sem hann fær til sín þegar Food & Fun-hátíðin stendur yfir: „Við erum mjög heppin hvað þetta varðar. Ef ég er til dæmis að kenna matreiðslunemendum að verka fisk þá hringi ég bara í fisksalan minn, bið um ferskan og heilan fisk og er hann kominn flottur til mín næsta dag,“ segir Gústav. „Það er einkum fernt sem erlendu kokkarnir hrósa mest þegar þeir fá að vinna í íslensk- um eldhúsum. Það er lambakjötið, rjóminn okkar, smjörið og síðast en ekki síst fiskurinn.“ Fyrir metnaðarfullan kokk er fiskurinn bráðskemmtilegt hráefni. Hjá Sjávargrillinu er algengt að fiskurinn sé pönnusteiktur eða grill- aður, en einnig er að finna rétti á matseðlinum með fiski elduðum með sous-vide-aðferðinni. Gústav segir ekki hægt að kalla fiskinn flóknari eða einfaldari en annað hráefni. „Maður fær fljótlega tilfinninguna fyrir honum. Ef það er einhver ein regla sem ætti að fylgja þá er hún að þegar maður heldur að fiskurinn sé ekki alveg tilbúinn, þá er hann tilbú- inn.“ Gullinbrúnn en ekki svartur Spurður um helstu mistök sem hægt er að gera þegar fiskur er eldaður segir Gústav að þegar fiskur er steiktur eigi ekki að nota ólífuolíu. „Jurtaolían er betri því hún brennur síður. Þá á pannan að vera heit, en samt ekki svo heit að fiskurinn brenni í olíunni. Hann á að verða gullinbrúnn en ekki svartur. Fólk á ekki að vera að flýta sér við þessa matseld heldur gefa sér tíma og vanda sig.“ Síðan verður einfaldlega að æfa og prófa sig áfram. „Það fer t.d. eftir fisktegundum hvaða hita maður vill ná og hægt að þróa með sér ákveðið næmi.“ Þegar Íslendingar koma á Sjávar- grillið virðast þeir vera nokkuð æv- intýragjarnir og tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. „Íslendingar panta oftast fisk dagsins og margir hafa komist upp á lagið með það að ég er með mikla fjölbreytni á milli daga og sjaldan með sama fisk dagsins tvo daga í röð. Það getur verið karfi einn daginn og blálanga þann næsta.“ Rauðvín með fiski? Með fiskinum gefst síðan yfirleitt best að hafa sígilt meðlæti. Bakaðar eða soðnar kartöflur smellpassa á diskinn, heilar eða stappaðar með smjöri og dilli, og jafnvel sultuðum lauk „til að setja einhvern karakter í réttinn,“ eins og Gústav orðar það. „Bankabygg, brokkólí, og grænkál eiga líka vel við.“ Eitt mega landsmenn þó vera duglegri við að prufa, og það er að fá sér rautt vín með fiskinum frekar en hvítt. Þumalputtareglan er að velja hvítt með hvítu kjöti og fiski en rautt með dökku kjöti, en Gústav segir hægt að víkja frá reglunni. „Það á t.d. við um saltfisk að óhætt er að bera fram með honum pinoit noir eða annað léttara rauðvín. Mjög kryddað og höfugt rauðvín eins og bordeaux myndi líklega ekki ganga en t.d. er létt rauðvín frá Austurríki upplagt með fiski.“ ai@mbl.is Erlendir kokkar hrósa lambinu, smjörinu, rjómanum og fiskinum Gústav á Sjávargrillinu segir ósniðugt að steikja fisk í ólífuolíu. Þá á fisk- urinn ekki að brenna í olíunni heldur verða gullinbrúnn. Með æfing- unni fær fólk fljótlega tilfinningu fyrir hráefn- inu. Morgunblaðið/Þórður Framboð „Íslendingar panta oftast fisk dagsins og margir hafa komist upp á lagið með það að ég er með mikla fjölbreytni á milli daga,“ segir Gústav Axel. Fyrir fjóra Uppskrift: 8-12 stk. humarhalar, pillaðir og penslaðir með hvítlauksolíu, grillaðir á bakinu í ca. 2 mín. Bragðbætt með salti og pipar. Fennel og eplasalat. Þunnt skorin fennika og eplin líka, lagt í ískalt vatn með klaka í og 1 stk. sítróna kreist yfir. Sigtið svo fennik- una og eplin setjið í skál. Smáolíu og smáeplaediki helt út á og smakkað til með smásalti og söxuðum gras- lauk. Kræklingasósa: Steikið 200 g krækling og lauk 1 stk. saman í potti og hellið svo 100- 150 ml af hvítvíni út í og setjið lok á pottinn. Sjóðið í 2 mín. og hellið svo 300 ml af rjóma út á. Sjóðið saman í 5 mín. og sigtið. Smakkað til með sítrónusafa og salti. Grillaður humar með fenniku, eplum og kræklingasósu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.