Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 51
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 51 Vísir hf. í Grindavík hefur gert hlé á túnfiskveiðum, en búið er að landa 17 fiskum, alls um 3,2 tonnum. Þokkalega veiddist í fyrstu tveimur túrunum, en Jóhanna Gísladóttir GK hélt til veiða í byrjun mánaðarins. Enginn afli fékkst hins vegar í þriðja túrnum og var því ákveðið að gera hlé á veiðunum, en athuga stöðuna þegar kæmi lengra fram á haustið. Skipið kom úr síðasta túrnum á miðvikudags- morgun í síðustu viku og hélt strax um kvöldið til línuveiða á botnfiski. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, segir að svo virðist sem túnfiskurinn sé að slægjast eftir smokkfiski í ætisleit sinni á norðurslóðir. Í fyrra hafi smokkur verið í maga fisksins, en í ár hafi þar einkum fundist geirnyt og kolmunnakvarnir. Ekkert hafi fundist af makríl í maga hans. Í fyrra landaði Jóhanna Gísladóttir um 27 tonnum af túnfiski, hátt í 150 fiskum, sem sendir voru með flugi á markað í Japan. Í ár var túnfiskkvótinn aukinn og komu 37 tonn í hlut Vísis af þeim 43 tonnum sem Ísland fékk út- hlutað. Afgangurinn var tekinn frá fyrir meðafla skipa á makrílveiðum og hefur Vilhelm Þorsteinsson EA landað 700 kílóum og Börkur NK 220 kílóum. Í fyrra komu 32 tonn í hlut Vísis í upphafi en veiðarnar voru stöðvaðar þeg- ar landað hafði verið 27 tonnum vegna þess að meðaflinn fór yfir markið. aij@mbl.is Enginn má við margnum Mikið gengur á þegar túnfskurinn er dreginn inn á dekkið og hann er síðan aflífaður. Gera hlé á túnfiskveiðum Bjartur NK kom á sunnudag úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Síldarvinnsl- una í Neskaupstað. Ráðgert er að af- henda skipið írönskum kaupanda í Reykjavík um næstu mánaðamót. Bjartur hefur verið gerður farsæl- lega út frá Neskaupstað frá árinu 1973, en skipið er einn af hinum svo- nefndu Japanstogurum. Hann var smíðaður fyrir Síldar- vinnsluna í Niigata, hleypt af stokk- unum 25. október 1972 og afhentur Síldarvinnslunni 12. janúar 1973. Til heimahafnar í Neskaupstað kom hann í fyrsta sinn 2. mars 1973 eða fyrir liðlega fjörutíu og þremur ár- um. Skipstjóri á Bjarti í síðustu veiði- ferðinni var Steinþór Hálfdanarson. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er einnig greint frá því að togarinn Barði NK hélt til Akureyrar sl. sunnudag en þar verður frystibúnaður á vinnslu- dekki tekinn úr skipinu að stærstum hluta og fluttur yfir í Blæng NK. Í stað frystibúnaðarins verður búnaði til meðhöndlunar á ísfiski komið fyr- ir í Barða. Ráðgert er að þessum framkvæmdum í Barða verði lokið seint í septembermánuði og þá haldi hann til ísfiskveiða. Blængur verður einnig útbúinn á ísfiskveiðar, en einnig útbúinn til að geyma frystar afurðir í lest á brett- um. Blængur ætti að geta hafið veið- ar að þessum framkvæmdum lokn- um í lok októbermánaðar. Slippurinn á Akureyri sér um þessar fram- kvæmdir í skipunum. Eins og greint hefur verið frá er verið að selja togarann Bjart NK til Írans. Mun áhöfnin á honum flytjast yfir á Barða en áhöfnin sem verið hefur á Barða flytjast yfir á Blæng. aij@mbl.is Ljósmynd/Síldarvinnslan/ Hákon Ernuson Í brúnni Steinþór Hálfdanarson, skipstjóri á Bjarti, fyrir síðustu veiðiferðina. Bjartur seldur frá Nes- kaupstað til Írans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.