Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 51 Vísir hf. í Grindavík hefur gert hlé á túnfiskveiðum, en búið er að landa 17 fiskum, alls um 3,2 tonnum. Þokkalega veiddist í fyrstu tveimur túrunum, en Jóhanna Gísladóttir GK hélt til veiða í byrjun mánaðarins. Enginn afli fékkst hins vegar í þriðja túrnum og var því ákveðið að gera hlé á veiðunum, en athuga stöðuna þegar kæmi lengra fram á haustið. Skipið kom úr síðasta túrnum á miðvikudags- morgun í síðustu viku og hélt strax um kvöldið til línuveiða á botnfiski. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, segir að svo virðist sem túnfiskurinn sé að slægjast eftir smokkfiski í ætisleit sinni á norðurslóðir. Í fyrra hafi smokkur verið í maga fisksins, en í ár hafi þar einkum fundist geirnyt og kolmunnakvarnir. Ekkert hafi fundist af makríl í maga hans. Í fyrra landaði Jóhanna Gísladóttir um 27 tonnum af túnfiski, hátt í 150 fiskum, sem sendir voru með flugi á markað í Japan. Í ár var túnfiskkvótinn aukinn og komu 37 tonn í hlut Vísis af þeim 43 tonnum sem Ísland fékk út- hlutað. Afgangurinn var tekinn frá fyrir meðafla skipa á makrílveiðum og hefur Vilhelm Þorsteinsson EA landað 700 kílóum og Börkur NK 220 kílóum. Í fyrra komu 32 tonn í hlut Vísis í upphafi en veiðarnar voru stöðvaðar þeg- ar landað hafði verið 27 tonnum vegna þess að meðaflinn fór yfir markið. aij@mbl.is Enginn má við margnum Mikið gengur á þegar túnfskurinn er dreginn inn á dekkið og hann er síðan aflífaður. Gera hlé á túnfiskveiðum Bjartur NK kom á sunnudag úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Síldarvinnsl- una í Neskaupstað. Ráðgert er að af- henda skipið írönskum kaupanda í Reykjavík um næstu mánaðamót. Bjartur hefur verið gerður farsæl- lega út frá Neskaupstað frá árinu 1973, en skipið er einn af hinum svo- nefndu Japanstogurum. Hann var smíðaður fyrir Síldar- vinnsluna í Niigata, hleypt af stokk- unum 25. október 1972 og afhentur Síldarvinnslunni 12. janúar 1973. Til heimahafnar í Neskaupstað kom hann í fyrsta sinn 2. mars 1973 eða fyrir liðlega fjörutíu og þremur ár- um. Skipstjóri á Bjarti í síðustu veiði- ferðinni var Steinþór Hálfdanarson. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er einnig greint frá því að togarinn Barði NK hélt til Akureyrar sl. sunnudag en þar verður frystibúnaður á vinnslu- dekki tekinn úr skipinu að stærstum hluta og fluttur yfir í Blæng NK. Í stað frystibúnaðarins verður búnaði til meðhöndlunar á ísfiski komið fyr- ir í Barða. Ráðgert er að þessum framkvæmdum í Barða verði lokið seint í septembermánuði og þá haldi hann til ísfiskveiða. Blængur verður einnig útbúinn á ísfiskveiðar, en einnig útbúinn til að geyma frystar afurðir í lest á brett- um. Blængur ætti að geta hafið veið- ar að þessum framkvæmdum lokn- um í lok októbermánaðar. Slippurinn á Akureyri sér um þessar fram- kvæmdir í skipunum. Eins og greint hefur verið frá er verið að selja togarann Bjart NK til Írans. Mun áhöfnin á honum flytjast yfir á Barða en áhöfnin sem verið hefur á Barða flytjast yfir á Blæng. aij@mbl.is Ljósmynd/Síldarvinnslan/ Hákon Ernuson Í brúnni Steinþór Hálfdanarson, skipstjóri á Bjarti, fyrir síðustu veiðiferðina. Bjartur seldur frá Nes- kaupstað til Írans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.