Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
HáþrýstidælurGufudælur
Öflugir vinnuþjarkar
Háþrýstistöðvar og dælur
HDC Classic
Háþrýstistöð fyrir 1-3
notendur
■ Vatnsflæði: 700-2000 l/klst
■ Þrýstingur: 80 eða 160 bör
■ Hámarks hitastig: 85 / 60°c
HDC Standard
Háþrýstistöð fyrir 1-8
notendur
■ Vatnsflæði: 700-8000 l/klst
■ Þrýstingur: 80 eða 160 bör
■ Hámarks hitastig: 85 / 60°c
HD 9/18-4 ST
Háþrýstistöð fyrir
1 notanda
■ Vatnsflæði: 460-900 l/klst
■ Þrýstingur: 40-180 bör
■ Hámarks hitastig: 70°c
C
urio er í hópi yngri há-
tæknifyrirtækja á Íslandi
og framleiðir vinnslutæki
fyrir sjávarútveginn. El-
liði Hreinsson er fram-
kvæmdastjóri og eigandi Curio en
hann stofnaði reksturinn árið 2008.
„Ég byrjaði með einn starfsmann
og svo vatt þetta bara upp á sig,“
segir hann en í dag eru starfsmenn-
irnir um 25 talsins og Curio með
lager og söluskrifstofu í Aberdeen
auk starfsstöðvar á Húsavík. „Ég er
núna að stækka reksturinn á Húsa-
vík og bæta við mönnum í rólegheit-
um. Margir viðskiptavinir okkar eru
á Norður- og Austurlandi og fannst
mér sjálfsögð þjónusta við þá að
hafa varahlutalager og þjónustustöð
á svæðinu. Á milli viðhaldsferða fást
strákarnir þar við ýmsa grunnfram-
leiðslu,“ segir Elliði.
„Þegar ég byrjaði á þessu árið
2008 lofaði ég konunni að þetta yrði
bara lítið og sætt fjölskyldufyrir-
tæki og eitthvað sem ég myndi
sinna í bakgarðinum, en það loforð
er löngu fokið út í veður og vind,“
bætir hann glettin við.
Núna býður Curio upp á fjórar
vélar fyrir fiskvinnslur: hausara,
roðflettivél, flökunarvél og brýn-
ingavél. Þá segir Elliði tvær vélar
til viðbótar í þróun og fékk fyr-
irtækið nýlega styrk úr norskum
nýsköpunarsjóði til að gera vél sem
ætlað er að mæta þörfum Noregs-
markaðar.
Fundu gat á markaðinum
Elliði lærði á sínum tíma stálsmíði,
vélvirkjun og rennismíði og rak áð-
ur fyrirtækið Fiskvélar. Hann segir
tækin sem Curio hannar og smíðar
mæta kröfum markaðarins um enn
betri nýtingu og betra útlit á afurð-
inni. „Við komum auga á gat á
markaðinum til að gera betur við þá
sem vinna hvítan bolfisk, en sam-
keppnisaðilar okkar hafa einkum
beint sjónum sínum að eldislaxi og
uppsjávarfiski,“ segir Elliði. „Vél-
arnar okkar ráða bæði vel við mis-
munandi hráefni og að ég best veit
erum við eina fyrirtækið sem getur
skaffað flökunarvél sem ræður við
20 kílóa þorsk.“
Að útskýra nákvæmlega í hverju
sérstaða tækjanna frá Curio er fólg-
inn er hægara sagt en gert. Gantast
Elliði með það að hann geti sett sig
í spor fisksins á leið sinni í gegnum
vélina. „Í raun er árangurinn af-
rakstur endalausrar yfirlegu og
prófana þar sem reynt er að ná æ
betri tengingu á milli vélarinnar og
hráefnisins.“
Reksturinn virðist hafa farið
mjög vel af stað og það þrátt fyrir
að fyrirtækið hafi verið stofnað á
sjálfu kreppuárinu. „Ég verð að játa
að við urðum aldrei vör við krepp-
una, og nánast frá fyrsta degi að við
höfum þurft að glíma við það lúx-
usvandamál að vanta meiri fram-
leiðslugetu og meiri afköst til að
sinna öllum pöntunum.“
Megnið selt til útlanda
Í dag er Curio búið að koma nokkuð
vel undir sig fótunum. Áætlar Elliði
að um 10-15% framleiðslunnar séu
seld innanlands en afgangurinn fer
til kaupenda erlendis. „Við erum að
selja mikið til Skotlands, Bretlands
og Noregs, einnig til Bandaríkjanna
s.s. til Alaska og Seattle, og að auki
til Póllands, Lettlands, Litháens og
Hollands.“
Skrifar Elliði þessa góðu byrjun
meðal annars á það að þegar Curio
var stofnað hafði hann þegar nærri
20 ára reynslu á þessu sviði. „Suma
viðskiptavinina okkar hef ég þekkt
frá miðjum 9. áratugnum og á ég
þeim mikið að þakka að hafa prófað
tækin frá Curio og leyft fyrirtækinu
að sanna sig. Sem dæmi eigum við í
mjög góðu sambandi við sjávar-
útvegsfyrirtækin í Grindavík en þar
eru í dag yfir 20 vélar frá Curio í
notkun. Einhamar, Ísfiskur og
Toppfiskur hafa verði okkur verð-
mætir samstarfsaðilar og tekið þátt
í þróuninni með okkur.“
Allt það besta í einu landi
Þá hjálpar það líka nýju fyrirtæki
eins og Curio að þegar skuli vera til
staðar í landinu mörg öflug fyr-
irtæki sem framleiða búnað fyrir
sjávarútveg. Segir hann erlenda
kaupendur sem ferðast til Íslands
til að heimsækja einn framleiðanda
gjarnan taka líka hús á hinum.
„Þeir hafa margir á orði hversu
ótrúleg upplifun það er að finna hér
á tiltölulega litlu svæði allt það nýj-
asta og besta í reksturinn hjá sér.
Þá eiga framleiðendurnir oft í góðu
samstarfi sín á milli, öllum til hags-
bóta.“
ai@mbl.is
„Afrakstur endalausrar yfirlegu og prófana“
Rekstur Curio hefur
stækkað hratt á
skömmum tíma. Vél-
arnar eiga að nýta hrá-
efnið betur og skila fal-
legri vöru.
Fjölhæfni Að sögn Elliða hafa vélarnar meðal annars þann eiginleika að ráða vel
við mismunandi hráefni. Ólíkar tegundir fiska í ólíkum stærðum renna í gegn.
Morgunblaðið/Eggert
Metnaður Elliði Hreinsson segir tvær vélar til viðbótar í þróun. Nýlega fékk fyrirtækið eftirsóttan norskan styrk.
Tækni Fyrirtækið hefur vaxið hratt á
skömmum tíma og stækkar enn.
Á sjávarútvegsráðstefnunni
sem haldin verður í Hörpu 24.-
25. nóvember verður fram-
úrstefnulegum nýsköpunar-
hugmyndum veitt viðurkenn-
ing. Auglýst hefur verið eftir
slíkum hugmyndum og er
markmiðið að þær séu fram-
sæknar og frumlegar og skapi
umræðugrundvöll eða nýja
hugsun.
Frestur til að skila inn um-
sóknum er 25. október og er
eingöngu gert ráð fyrir að
framúrstefnuhugmyndin verði
send inn rafrænt.
Árið 2015 voru fjórar slíkar
hugmyndir kynntar og gert er
ráð fyrir svipuðum fjölda á
þessu ári. Nánari upplýsingar á
www.sjavarutvegsradstefn-
an.is.
Viðurkenn-
ingar fyrir
frumlegar-
hugmyndir
mbl.is
alltaf - allstaðar