Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 54
Morgunblaðið/Golli Hafsýn Horft yfir höfnina í Grímsey. 54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Við sjávarsíðuna í Grímsey Íslendingum er oftar en ekki í blóð borinn áhugi fyrir hafinu, jafnvel þótt þeir sæki ekki endilega sjóinn sem slíkan. Flestum þykir gaman að kíkja við á bryggjunni, sjá þar fley liggja við festar og vaska menn og konur við vinnu. Golli, einn ljós- myndara Morgunblaðsins, var á ferðinni í Grímsey í júlímánuði og smellti þá af þessari myndasyrpu. Eins og myndirnar bera með sér er líf og fjör við Grímseyjarhöfn. Einkennisfötin Það veitir ekki af því að vera skikkanlega til skóa og bróka við vinnuna á bryggjunni. Skemmtilegt Það er ávallt gaman að kíkja við á bryggjunni, fylgjast með mannlífinu, skipum stórum sem smáum og öðru sem fyrir augu ber. Fuglafans Það vantar sjaldnast fuglalífið við bryggjur og hafnarsvæði enda einlægt von á matarbita á þeim slóðum fyrir fuglana. Fengsæld Það er ekki amalegt að landa fullum kerjum af vænum þorski og fleiri fínum fískum. Handtökin Það þarf oft að taka á honum stóra sínum við bryggjuverkin. Soðningin Gestir og gangandi velta fyrir sér glænýjum afl- anum og hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar. Fögur fley Fátt gleður landann meir en að sjá falleg fley við bryggju – nema ef vera skyldi að sjá þau mokfiska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.