Morgunblaðið - 13.09.2016, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 214. tölublað 104. árgangur
NÝ UPPFÆRSLA
ÞORLEIFS Á
IBSENHÁTÍÐINNI
REYNSLU-
AKSTUR OG
KYNNINGAR
HÆTTULEGUR
MEÐ HÁRBEITTAR
TENNURNAR
BÍLAR 32 SÍÐUR BLÁHÁFAR BÍTA Á KRÓKA 11NORSKA ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 30
Kynnisferðir ehf. keypti 70 nýjar
rútur á árinu. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Samgöngustofu hafa alls
340 hópbifreiðar verið nýskráðar
það sem af er árinu. Hópbifreiðar á
skrá hjá Samgöngustofu eru orðnar
2.775 talsins. Til viðmiðunar voru
skráðar hópbifreiðar á Íslandi árið
2001 aðeins 1.711.
Rútubransinn hefur gengið mjög
vel síðan sprengja varð í komu
ferðamanna til landsins árið 2009.
Eins og landsmenn þekkja þá hefur
þeim fjölgað mjög á hverju ári síð-
an.
Að sögn Kristjáns Daníelssonar,
forstjóra Kynnisferða ehf., er sæta-
nýtingin margfalt betri en hún var.
Þannig hafi velta fyrirtækisins frá
2011 margfaldast en bílaflotinn
ekki nema tvöfaldast. »4
Ljósmynd/Hrefna Magnúsdóttir
Magn og gæði Rútur hérlendis eru mun
fleiri og betri í dag en áður var.
Hópbifreiðaflotinn
hefur stækkað veru-
lega síðustu ár
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson, for-
maður Fram-
sóknarflokksins,
segist ekki eiga
von á mótfram-
boði frá Sigurði
Inga Jóhanns-
syni, varafor-
manni flokksins,
á fyrirhuguðu
flokksþingi Framsóknarflokksins.
„Við Sigurður Ingi höfum unnið
lengi saman og ræðum bara málin
okkar á milli. Hann hefur sagt all-
oft, bæði opinberlega og á fundum
með mér, að hann myndi aldrei
bjóða sig fram gegn mér,“ segir
Sigmundur Davíð. »2
„Myndi aldrei bjóða
sig fram gegn mér“
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Annar áfangi Íslenska djúpbor-
unarverkefnisins hófst formlega í
gær. Þá var byrjað á hinni eig-
inlegu djúpborun á borholu HS
Orku við Reykjanesvirkjun. Stefnt
er að því að bora niður á 5 kíló-
metra dýpi og sækja þangað orku í
um 500 stiga hita. Ef það tekst er
það í fyrsta skipti sem borað er svo
djúpt á jarðhitasvæði á Íslandi.
Til undirbúnings var hola nr. 15
dýpkuð úr 2,5 km í 3 kílómetra og
öll holan fóðruð með stálröri sem
steypt er í bergið. Þetta er tækni-
lega erfitt verkefni en tókst vel. Nú
tekur við stefnuborun undir
vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar.
Hún tekur einhverja mánuði.
„Markmiðið er að kanna djúplæg
jarðhitakerfi. Sjá hvað er fyrir neð-
an það kerfi sem við erum nú að
vinna úr. Við vitum ekki hvað er
undir, getum aðeins giskað á það.
Við þekkjum þó af reynslunni að
hitastig og þrýstingur vex með
dýpi. Hærri þrýstingur og hiti hef-
ur í för með sér hærra orkuinni-
hald. En jafnframt er efnasamsetn-
ing vökvans oft erfiðari,“ segir
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS
Orku, en fyrirtækið hefur forystu
um verkefnið. »10
Djúpborun hafin á Reykjanesi
Borun Jarðborinn Þór að störfum
við borholu nr. 15 á Reykjanesi.
Áætlað að bora á allt að 5 km dýpi Dýpsta jarðhitaholan Haustmánuð-irnir í ár og í
fyrra hafa verið
drjúgir við höfn-
ina á Siglufirði.
Línubátar alls
staðar að af land-
inu hafa landað
þar undanfarið.
Í gær var verið
að landa úr
tveimur stórum
rækjuskipum. Fiskmarkaður Siglu-
fjarðar sér um alla löndun þar og
voru tvö gengi að landa.
„Þessi umsvif hér á Siglufirði eru
orðin meira og minna allt árið,“
sagði Steingrímur Óli Hákonarson
hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar. »14
Mikil umsvif við
höfnina á Siglufirði
Siglufjarðarhöfn
Margir landa þar.
Mikið hefur rignt á landinu undanfarið og enn er
væta í veðurkortunum. Skemmtiferðaskipið Ca-
ribbean Princess hafði viðkomu á Akureyri í
gær. Ferðafólkið lét rigninguna ekki aftra sér
heldur dró upp regnhlífarnar. Veðurstofan gerir
ráð fyrir norðvestan 8-15 m/s vindi í byrjun dags
og rigningu í flestum landshlutum, síst þó á
Austfjörðum. Síðan dregur úr vindi og léttir til
víðast hvar eftir hádegið.
Farþegar skemmtiferðaskipsins Caribbean Princess létu rigninguna ekki á sig fá
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Rigningin buldi á regnhlífunum
Íslensku bankarnir voru færðir
kröfuhöfum með mikilli meðgjöf frá
skattgreiðendum og með gríðarlegri
áhættu fyrir ríkissjóð árið 2009.
Þetta kemur fram í skýrslu meiri-
hluta fjárlaganefndar Alþingis um
einkavæðingu bankanna hina síðari
sem kynnt var í gær.
„Þessi ráðstöfun gekk þvert gegn
neyðarlögunum sem sett voru í
október 2008, en þar var gert ráð
fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á
föllnu bönkunum undir yfirstjórn
Fjármálaeftirlitsins [FME]. Án
lagaheimildar tók Steingrímur J.
Sigfússon þáverandi fjármálaráð-
herra þetta verkefni af FME. Ráðu-
neyti hans gekk til samninga við
kröfuhafa föllnu bankanna með
þeim hætti að ríkið tók á sig alla
áhættu af rekstri bankanna,“ segir
m.a. í skýrslunni. Þá er fullyrt að
ríkissjóður hafi verið settur í
áhættu fyrir 296 milljörðum króna
við endurreisn bankanna. Einnig að
með því að taka fram fyrir hend-
urnar á Fjármálaeftirlitinu hafi fjár-
málaráðherra gloprað niður gríðar-
legum ávinningi.
Steingrímur sagði í gærkvöldi að
búið væri að hrekja öll þau ósann-
indi sem fram kæmu í skýrslunni,
m.a. af Seðlabanka Íslands, Fjár-
málaeftirlitinu og fjármálaráðuneyt-
inu. Hann sagði það hafa verið gríð-
arlega veigamikla og afdrifaríka
aðgerð að koma nýju fjármálakerfi
af stað eftir efnahagshrunið.
„Án fullfjármagnaðra banka hefði
engin endurreisn getað hafist,“
sagði Steingrímur og bætti við að í
seinni tíð hefði jafnframt komið í
ljós að ríkissjóður hefði endurheimt
allt það sem lagt var í endurreisn
bankakerfisins á sínum tíma og gott
betur.
Mikil meðgjöf, gríðarleg áhætta
Segja Steingrím J. Sigfússon ekki hafa haft lagaheimild þegar Fjármálaeftirlitið var sniðgengið
Steingrímur segir búið að hrekja ósannindi sem fram komi í skýrslunni um einkavæðingu bankanna
Mikill hagnaður
» Samanlagður hagnaður við-
skiptabankanna frá 2009 nem-
ur tæpum 469 milljörðum
króna.
» Nú hafa bankarnir greitt eig-
endum sínum tæpa 136 millj-
arða fyrir sama tímabil.
MTók á sig »6