Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 4

Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða matreiðslumann? Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það er ýmislegt í umhverfinu á Ís- landi sem er gott fyrir svona prufu- keyrslur á bílum. Hér er bæði kalt og heitt, við söndum götur og við söltum þær. Við erum góður til- raunastaður fyrir bíla,“ segir Krist- ján Daníelsson, forstjóri Reykjavik Excursions eða Kynnisferða ehf. En nýlega tók fyrirtækið tveggja hæða rútu af gerðinni VDL Futura FDD2 í notkun. Þetta er ekki aðeins fyrsta slík rúta á Íslandi heldur í allri Norður-Evrópu. Rútan er 92 sæta. Fyrirtækið hefur á stuttum tíma keypt 70 hópferðabíla til lands- ins. Framfarir í öryggi farþega „VDL er stórt fyrirtæki í Hol- landi og við höfum verið að kaupa þessa Futura-gerð af hópferðabílum af þeim. Þetta eru gríðarlega skemmti- legir bílar. Þessi týpa er með mikið af aukahlutum og miklar framfarir í honum hvað varðar öryggi farþega.“ Ef þið eruð að bæta við ykkur 70 hópferðabílum, hvað eru þetta eig- inlega margir bílar sem eru hjá fyr- irtækinu? „Við erum með á annað hundrað bíla ef strætisvagnarnir eru taldir með. En þótt við höfum verið að kaupa svona margar bifreiðar þá höfum við verið að selja eldri rúturnar okkar á móti. Við erum með mjög nýlegan bílaflota.“ Flatur rekstur allt árið Nú hlýtur mikil eftirspurn að vera eftir rútum á ákveðnum tímum yfir sumarið eða þegar skemmti- ferðaskip koma, en er ekki erfitt að láta þetta ganga upp allan ársins hring? „Við höfum ekkert verið mikið í því að sinna skemmtiferðaskip- unum. Við erum í öðruvísi rekstri, við leigjum lítið af rútum út. Þetta er stöðugt hjá okkur, flatur rekstur eins og það kallast. Ferðir í Bláa lónið eru allt árið, Flugrútan gengur allt árið. Við reynum að hafa reksturinn þannig að við lágmörkum sveiflur.“ Veltan fjórfaldast síðan 2011 En hefur ekki orðið sprenging í innflutningi á rútum, samsvarandi þessari sprengingu í túrismanum frá og með árinu 2009? „Jú, innflutningur á hópbifreiðum hefur aukist mikið, sérstaklega síð- ustu tvö ár, við höfum einnig flutt mikið inn en höfum lagt áherslu á betri sætanýtingu. Veltan hefur margfaldast en bílaflotinn ekki nema tvöfaldast.“ Eruð þið ekkert hræddir um að þegar þið eruð búnir að fjárfesta svona mikið geti ferðamanna- straumurinn snarminnkað? „Við óttumst ekki að hann minnki mikið, en það mun án vafa hægjast á aukningunni. Ég hefði satt að segja ekkert á móti því. Þetta er búið að vera mjög mikil áreynsla á innviðina.“ Sætanýtingin betri núorðið Þegar maður heyrir í hálend- isleiðsögumönnum þá eru þeir mjög á móti massatúrisma og vilja meina að aðeins rútufyrirtækin og flug- félögin vilji slíkt? „Ég held að þetta sé rangtúlkun, en jú, sætanýtingin er betri hjá okk- ur þegar það eru margir ferðamenn. En okkar vegna mega þeir vera færri. En það verður að vera ákveð- inn fjöldi ferðamanna til að það sé hægt að reka þessa innviði. Það er búið að vera sprenging í stofnun rútufyrirtækja undanfarin ár. Það er samkeppni þar einsog annarstaðar,“ segir Kristján.  Kynnisferðir voru að kaupa 70 nýjar hópferðabifreiðar til landsins  Hópferðabifreiðaflotinn er kominn yfir 2.700 stykki  Ferðamannasprengjan hefur komið á blómatíma hjá rútufyrirtækjunum Rútufyrirtækin blómstra Morgunblaðið/Jakob Fannar Stórar rútur Nýlega tóku Kynnisferðir í notkun tveggja hæða rútu. Ekki er ljóst hvenær niðurstöður fást úr rannsóknum á veirusýkingu sem lagst hefur á júgur hreinkúa, samkvæmt upplýsingum frá Mat- vælastofnun. Talið er að um sé að ræða orf, sem einnig er nefnt smitandi munnang- ur, kindabóla eða sláturbóla. Leið- sögumenn með hreindýraveiðum óttast að hún verði til þess að sumar kúnna geti ekki mjólkað kálfum sín- um. Hákon Hansson, dýralæknir og formaður hreindýraráðs, telur mik- ilvægt að ástæða smitsins finnist. Hann telur líklegast að um sé að ræða orf, eða smitandi munnangur. Sjúkdómur sá hafi verið landlægur í sauðfé um allt Austurland um ára- tuga skeið. Hann telur nánast öruggt að munnangrið berist í hrein- dýr, en hefur ekki trú á að það valdi vandræðum nema það berist á júgur hreinkúa meðan þær mjólka mest. Hugsanlega hafi sjúkdómurinn verið í hreindýrunum þótt menn hafi ekki tekið eftir því, þar sem ein- kennin ganga yfir á fjórum vikum. Menn geta smitast af sjúk- dómnum og legg- ur Hákon áherslu á að aldrei ætti að snerta hrúður af völdum smitandi munnangurs með berum höndum. Hákon sagði að óvænt væri að sjúkdómurinn kæmi upp í hreinkúm á þessum tíma, en líklega væri haustið besti tíminn til að smitast. Sjúkdómurinn gengi yfir á 4-6 vikum og væntanlega mynduðu hreindýrin þá ónæmi. Hákoni finnst að hann hafi séð ljótari tilfelli af smitandi munnangri á undanförnum árum en áður. Honum hefur dottið í hug að hingað hafi borist nýr veirustofn, en það er aðeins tilgáta. gudni@mbl.is Orsök smits í hrein- dýrum ekki ljós Hákon Hansson  Líklega er þetta smitandi munnangur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Látið var fjúka í kviðlingum þegar réttað var í Undirfellsrétt í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu um helgina. Dómkirkjuprestarnir Sveinn Valgeirsson og Hjálmar Jónsson fóru þangað og hjálpuðu Árna Bragasyni bónda í Sunnuhlíð að draga féð, en Árni átti um 1.300 fjár á fjalli að þessu sinni. Mæting prestanna vakti eftirtekt og af þessu tilefni orti Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum í Þingi, svo og var ekki lengi að: Einbeittir á svip að sjá sinna mörgu hér á jörð þessir guðsmenn glöddust hjá góðbændum og sauðahjörð. Drógum féð sundur og saman Og þessu svaraði sr. Hjálmar Jónsson – víðþekktur vísnasmiður – svo að bragði með smellinni limru: Að vera í Vatnsdal er gaman eins og vel sést á mynd hér að fram- an. Í Undirfellsréttum, við ermar upp brettum, og drógum féð sundur – og saman. „Ég fer stundum í réttir á haustin, stundum í Tungnaréttir, en í Bisk- upstungum er ég einmitt fæddur. Það eru hins vegar mörg ár síðan ég hef farið norður í réttir þar,“ sagði sr. Hjálmar Jónsson. „Árni í Sunnu- hlíð er frændi minn af Bólu- Hjálmarsætt og hann var nemandi okkar Signýjar Bjarnadóttur konu minnar þegar við kenndum við Húnavallaskóla. Það var á fyrstu prestsskaparárum mínum þegar ég þjónaði í Húnavatnssýslu og sat þá í Bólstað í Svartárdal. Þá hef ég einn- ig á stundum farið í réttir í Skaga- firði, þar sem ég var prestur í 15 ár.“ Með Hjálmari í réttarferðinni nú var auk Signýjar, samstarfsmaður hans, sr. Sveinn Valgeirsson dóm- kirkjuprestur og eiginkona hans, Ásdís Auðunsdóttir frá Marðarnúpi í Vatnsdal. Með góðu og glaðværu fólki „Þessi réttarferð var að undirlagi Ásdísar, sem er gömul skólasystir og nágranni Árna. Hún hefur tekið til hendinni við sauðburðinn síðustu vorin hjá Árna og séra Sveinn hefur að sjálfsögðu komið þar fyrr. Ég fór raunar víðar um helgina. Árni þurfti að senda mann til að draga í Víði- dalstungurétt á laugardaginn og varð það úr að við sr. Sveinn fórum báðir að draga fé fyrir Ás- og Sveinsstaðahreppana gömlu,“ segir sr. Hjálmar og heldur áfram. „Í þessum réttum hitti ég fjölda fólks sem ég kynntist á árunum í Húna- þingi og þegar ég var þingmaður kjördæmisins. Þetta var skemmtileg helgi með góðu og glaðværu fólki.“ Ljósmynd/Magnús Ólafsson Sveitastörf Prestarnir sr. Sveinn Valgeirsson til vinstri og Hjálmar Jónsson. Milli þeirra er Árni Bragason. Guðsmenn glöddust hjá góðbændunum  Dómkirkjuprestarnir í Reykjavík gerðu víðreist og fóru í réttir nyrðra  Vísur flugu milli manna í Vatnsdalsréttum Samkvæmt tölum frá Sam- göngustofu má sjá að rútum og öðrum hópferðabifreiðum á Íslandi hefur fjölgað töluvert. Það sem af er árinu hafa 340 hópbifreiðar verið ný- skráðar og er september rétt byrjaður. Af þessum 340 nýskráðu eru 205 innfluttar og glænýjar og 135 innfluttar notaðar. Hópbifreiðaflotinn er orðinn það stór að á skrá eru 2.775 hópbifreiðar og af þeim eru 2.202 í umferð, það er á núm- erum í augnablikinu. Til viðmiðunar við núverandi töluna 2.775 voru 1.711 hóp- bifreiðar skráðar í árslok 2001. Í árslok 2006 voru skráðar hópbifreiðar 1.929. 340 rútur nýskráðar NÓG AF RÚTUM FLUTT TIL LANDSINS Í ÁR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.