Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ VILJUM GETA TREYST.
ÞAÐ TRAUST ROFNAR
AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ
VERSTA GERIST.
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR
TRAUSTIÐ ROFNAR?
AULIKA TOP
Frábær kaffivél fyrir
meðalstór fyrirtæki
4.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
GRAN CREMA
Frábær kaffivél
fyrir lítil fyrirtæki
3.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
COSMETAL
Kolsýruvatnskælir
fyrir kröfuharða
5.500,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@ke rfi.is | kerfi.is
Dæmi:
Fagleg & persónuleg þjónusta
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Vesti
Str. M-XXXL
Kr. 6.900
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Ég þurfti að fletta upp í Stóru
fiskabókinni til að átta mig á því
hvaða framandi skepna væri þarna á
ferðinni,“ sagði Þorvaldur Garðars-
son, skipstjóri á Sæunni Sæmunds-
dóttur ÁR 60 frá Þorlákshöfn, í gær,
en á síðustu rúmlega tveimur vikum
hefur áhöfnin landað sex bláháfum.
Til viðbótar hafa 3-4 bláháfar komið
um borð í Jón Ásbjörnsson RE, sem
einnig rær með línu frá Þorlákshöfn.
Bláháfur er hákarlstegund sem er
útbreidd í heimshöfum og flækist
víða. Klara Björg Jakobsdóttir,
fiskilíffræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, segir þekkt að bláháfur
gangi upp að sunnanverðu landinu
en óalgengt að hann gangi svona ná-
lægt landi og bíti á króka línubáta á
grunnsævi. Hins vegar sé þekkt að
bláháfar fáist á túnfiskveiðum djúpt
suður af landinu og hugsanlega hafi
þá bæði túnfiskurinn og bláháfurinn
verið að elta smokkfisk. Klara Björg
segir að forvitnilegt verði að sjá
hvort bláháfar skili sér í leiðöngrum
Hafrannsóknastofnunar, t.d. haust-
ralli.
Sumir lifandi en dasaðir
Bláháfur getur verið hættulegur
fólki og segir Þorvaldur að þetta sé
síður en svo afli sem sóst séeftir.
„Hann virðist taka tauminn, en í
baráttunni við að losa sig af krókn-
um geta þeir vöðlað línunni utan um
sig. Þeir sem við höfum fengið hafa
bæði verið fastir á króknum og með
línuna utan um sig.
Sumir bláháfanna hafa verið lif-
andi en dasaðir þegar þeir komu upp
og einn þeirra læsti skoltunum í
handlegginn á mér, en náði ekki að
bíta mig til blóðs í gegnum gallann.
Það var þó ekkert grín að losa hann,
tennurnar hárbeittar og skolturinn
var eins og skrúfstykki. Bláháfur
getur verið hættulegur og kannski
er umhugsunarefni að stunda sjó-
sund,“ segir Þorvaldur.
Á bæjar- og bryggjuhátíðir
Hann segist ekki hafa fréttir af
því að bláháfur hafi áður veiðst á
línu svo skammt frá landi, en bátarn-
ir fengu aflann 15-20 mílur frá Þor-
lákshöfn. Beitan var hefðbundin,
ýmist síld eða makríll. Þorvaldur
segist ekki vita hvort hægt sé að
verka hákarlinn, en hann hefur gefið
nokkra af fiskunum á bæjar- og
bryggjuhátíðir.
„Tennurnar hárbeittar og skolt-
urinn var eins og skrúfstykki“
Bátar frá Þor-
lákshöfn hafa
fengið 10 bláháfa
Bláháfar Þorvaldur Garðarsson t.v. með einn bláháfanna, t.h. eru Guðni Þòr Þorvaldsson og Kristján Þorvaldsson
með afla sunnudagsins. Þessi tegund hákarla flækist víða, en sjaldgæft er að hann bíti á króka línubáta á grunnslóð.
mbl.is