Morgunblaðið - 13.09.2016, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Runólfur Gunnlaugsson
Löggiltur fasteignasali
892 7798
runolfur@hofdi.is
Kjartan Hallgeirsson
Löggiltur fasteignasali
824 9093
kjartan@eignamidlun.is
Magnús Leópoldsson
Löggiltur fasteignasali
550 3000 | 892 6000
magnus@fasteignamidstodin.is
Ólafur Finnbogason
Löggiltur fasteignasali
822 2307
olafur@miklaborg.is
FRÁBÆRT TÆKIFÆRI
Í FERÐAÞJÓNUSTU
99 íbúðir til sölu á Bifröst
Til sölu eru 99 íbúðir að Hamragörðum 1 og við Sjónarhól
á Bifröst sem seldar verða í einu lagi til sama aðila, auk
möguleika á að kaupa rekstrarfélag Hótels Bifrastar.
Bifrastarsvæðið er vel staðsett og umkringt friðsælli
og fallegri náttúru í vaxandi ferðaþjónustuhéraði. Hótel-
reksturinn er í góðri sátt við Háskólann á Bifröst og er
m.a. í samstarfi við skólann um ráðstefnuhald.
Nánari upplýsingar um eignirnar veita neðangreindar
fasteignasölur.
51 íbúð
Hamragarðar 1
48 íbúðir
Sjónarhóll
í allar áttir
Stutt
við háskólann
Samvinna
Hótels Bifrastar
Rekstur
náttúra
Friðsæl
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kýr Auðhumla kaupir mjólkina og
selur áfram til vinnslunnar.
Samvinnufyrirtæki bænda, Auð-
humla, hefur tekið við allri sölu á
ógerilsneyddri mjólk. Hún mun
selja mjólkina áfram til Mjólk-
ursamsölunnar og sjálfstæðra
framleiðenda, eins og til dæmis
KS, Örnu og Kú.
„Meginmarkmiðið er að bregð-
ast við tilmælum og umræðu í
samfélaginu um að skilja betur á
milli söfnunar á mjólk og vinnslu
hennar,“ segir Jóhannes Torfa-
son, bóndi á Torfalæk og varafor-
maður Auðhumlu.
Hann telur að ekki verði miklar
breytingar í raun, við þessa
skipulagsbreytingu. MS kaupi eft-
ir sem áður meginhluta þeirrar
mjólkur sem Auðhumla kaupir af
bændum. Sjálfstæðir vinnsluað-
ilar, eins og Kú og Arna og einn-
ig Kaupfélag Skagfirðinga muni
þó kaupa þá mjólk sem þeir þurfi
af Auðhumlu en ekki MS eins og
verið hefur. Jóhannes tekur fram
að ekki hafi verið ákveðið að fella
niður þá afslætti sem sjálfstæð
mjólkurvinnslufyrirtæki hafa not-
ið hjá MS frá því á síðasta ári.
Auðhumla er samvinnufélag
bænda og á rúmlega 90% Mjólk-
ursamsölunnar á móti Kaupfélagi
Skagfirðinga. Auðhumla og MS
safna mjólk frá öllum kúabænd-
um í landinu, utan samlagssvæðis
KS.
Forstjóri MS var jafnframt for-
stjóri Auðhumlu, þangað til nú-
verandi forstjóri MS tók til
starfa. Við ráðningu hans var
ákveðið að skilja betur á milli fyr-
irtækjanna með því að ráða sér-
stakan framkvæmdastjóra fyrir
Auðhumlu. Garðar Eiríksson tók
til starfa um síðustu áramót. Sami
stjórnarformaður er í báðum fé-
lögunum og aðrir stjórnarmenn
að miklu leyti. helgi@mbl.is
Skilja á milli söfnunar og vinnslu
Auðhumla tekur yfir sölu hrámjólkur til sjálfstæðra mjólkurvinnslufyrirtækja
Þorsteinn Bergs-
son bóndi leiðir
lista Alþýðufylk-
ingarinnar í
Norðaustur-
kjördæmi í al-
þingiskosning-
unum sem
fyrirhugaðar eru
í haust.
Þorsteinn er
bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá
á Fljótsdalshéraði og sjálfstætt
starfandi þýðandi. Kona hans er
Soffía Ingvarsdóttir framhalds-
skólakennari.
Fram kemur í tilkynningu frá Al-
þýðufylkingunni að Þorsteinn hafi
um árabil talað sem málsvari ein-
dreginnar vinstristefnu, umhverf-
isstefnu í anda sjálfbærrar þróunar
og þess að stjórnvöld búi þegnum
þjóðfélagsins, hver sem efnahagur
þeirra eða búseta er, frá sinni hendi
sem jafnasta aðstöðu.
Þorsteinn fer fram
fyrir Alþýðufylk-
inguna
Þorsteinn Bergsson
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, tekur oddvitasætið
á framboðslista flokksins í Reykja-
víkurkjördæmi norður vegna kom-
andi alþingiskosninga. Svandís
Svavarsdóttir, þingflokksformaður
Vinstri grænna, verður í oddvitasæti
í Reykjavíkurkjördæmi suður. Voru
framboðslistarnir í báðum Reykja-
víkurkjördæmum samþykktir sam-
hljóða á félagsfundi flokksins í gær.
Meðal annarra frambjóðenda á
lista í Reykjavíkurkjördæmi suður
má nefna Kolbein Óttarsson Proppé
ráðgjafa í 2. sæti listans og Uglu
Stefaníu Jónsdóttur, fræðslustýru
Samtakanna ’78, í 5. sæti.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður
má m.a. nefna Steinunni Þóru Árna-
dóttur alþingismann í 2. sæti og
Andrés Inga Jónsson alþjóðastjórn-
málafræðing í 3.sæti.
Katrín og Svandís
oddvitar í Reykjavík
Katrín
Jakobsdóttir
Svandís
Svavarsdóttir
Ellefu ökumenn hafa á síðustu dög-
um verið kærðir fyrir of hraðan akst-
ur í umdæmi lögreglunnar á Suð-
urnesjum. Þar af voru átta sem óku
of hratt í nágrenni við skóla, þar sem
hámarkshraði er alla jafna 30 km á
klukkustund. Á Reykjanesbraut
mældist sá sem hraðast ók á 136 km
hraða þar sem hámarkshraði er 90
km á klukkustund.
Þá voru tveir ökumenn til viðbótar
færðir á lögreglustöð þar sem sýna-
tökur staðfestu neyslu þeirra á fíkni-
efnum, segir í frétt frá lögreglunni.
Hraðakstur kærður
á Suðurnesjum