Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
✝ Svanhvít Reyn-isdóttir fædd-
ist í Reykjavík 13.
apríl 1930. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 26.
ágúst 2016.
Foreldrar Svan-
hvítar voru Reynir
Guðmundsson, f. á
Geirseyri við Pat-
reksfjörð 24. apríl
1906, d. 1988, og Margrét
Skúladóttir, f. að Ytra-Vatni í
Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði 18. nóvember 1900, d. í
Hafnarfirði 1950. Systkini
Svanhvítar voru Sverrir Reyn-
isson, f. 1932, d. 1955, og Guð-
rún Reynisdóttir, f. 1934.
Eiginmaður Svanhvítar var
Andrés Pétursson, f. 1 júlí
1924, d. 22. nóvember 1992,
ésdóttir, f. 1969, d. 2004, maki
Björn Björnsson. Börn: Bryn-
dís, Stefán Björn og Svanhvít
Ósk.
Svanhvít bjó fyrstu ævidag-
ana að Grettisgötu í Reykjavík
en lengst af bjó hún að Suð-
urgötu í Hafnarfirði. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði og
starfaði um tíma á
Fræðslumálaskrifstofu Reykja-
víkur. Svanhvít og Andrés
giftu sig 5. nóvember 1953 og
hófu búskap að Hólavöllum við
Suðurgötu í Reykjavík en
fluttu 1958 til Akureyrar þar
sem þau bjuggu lengst af að
Helgamagrastræti 28. Vorið
1965 flutti fjölskyldan suður
aftur og eignaðist heimili að
Smáraflöt 41 í Garðahreppi.
Þar bjuggu þau allt þar til
Andrés lést 1992. Síðustu 24
árin bjó Svanhvít að Hrísmóum
1 í Garðabæ.
Svanhvít var húsmóðir alla
sína tíð.
Útför Svanhvítar fer fram
frá Garðakirkju í dag, 13. sept-
ember 2016, klukkan 15.
útgerðarmaður og
framkvæmdastjóri
frá Hólavöllum í
Reykjavík. Börn
þeirra eru: 1.
Magnús Andr-
ésson, f. 1954,
maki Ingunn Guð-
mundsdóttir. Börn:
Auður og Andrés
(móðir Þórdís Ei-
ríksdóttir). 2.
Sverrir Andrésson,
f. 1955, maki Kolbrún Emma
Gunnlaugsdóttir. Börn: Gunn-
laugur Reynir, Sigrún og Elvar
Smári. 3. Margrét Andr-
ésdóttir, f. 1957, maki Sigurjón
Leifsson. Börn: Atli, Kristín og
Svanhvít. 4. Pétur Andrésson,
f. 1958, maki Jóna Sæmunds-
dóttir. Börn: Andrés og Agnes
(móðir Bergþóra Hákonar-
dóttir). 5. Ingibjörg Andr-
Ástkær móðir okkar lést á
Landspítalanum 26. ágúst síð-
astliðinn. Við fráfall hennar
verða vatnaskil í lífi okkar, hún
var miðpunktur fjölskyldunnar
og heimili hennar samastaður
okkar allra.
Mamma ólst upp í Hafnarfirði
lengst af við Suðurgötu ásamt
tveimur yngri systkinum, Sverri
og Guðrúnu (Rúnu). Lífið fór
ekki alltaf mjúkum höndum um
mömmu, þegar hún var tvítug
missti hún móður sína og bróður
sinn sviplega fimm árum síðar.
Mamma axlaði því snemma
ábyrgð á systkinum sínum og
samband mömmu og Rúnu var
alltaf mjög náið.
Mamma útskrifaðist frá
Flensborgarskóla og starfaði
eftir það um tíma á Fræðslu-
málaskrifstofu Reykjavíkur.
Hún kynntist ung föður okkar,
Andrési Péturssyni, og gengu
þau í hjónaband árið 1953. Það
má segja það að þar hafi ham-
ingjan brosað við henni og var
hjónaband þeirra farsælt og þau
samrýnd. Þau hófu búskap sinn
á æskuheimili pabba að Hóla-
völlum og eignuðust þar fjögur
börn á fimm árum. Það var fjöl-
mennt á Hólavöllum og gest-
kvæmt enda dæmigert heimili
stórfjölskyldu að hætti þeirra
tíma.
Haustið 1958 var faðir okkar
ráðinn til Útgerðarfélags Akur-
eyringa og var það stór breyting
á högum ungu fjölskyldunnar að
flytja norður. Á Akureyri eign-
uðust pabbi og mamma fallegt
heimili að Helgamagrastræti 28,
þau voru fljót að skjóta rótum og
eignuðust þar marga trausta
vini sem mamma ræktaði vin-
áttu við fram á síðasta dag. Árið
1965 flytjum við suður og setj-
umst að að Smáraflöt 41 í Garða-
hreppi. Þar bjó fjölskyldan þar
til faðir okkar lést 1992.
Á Smáraflötinni var gott að
búa, fólkið samhent og barn-
mörg heimili. Það var alltaf
gestkvæmt á heimili foreldra
okkar og því oft erilsamt hjá
mömmu en hún sinnti þessu öllu
með bros á vör ásamt barnaupp-
eldinu. Haustið 1969 fæðist
Ingibjörg systir okkar sem við
tókum fagnandi og elskuðum af-
ar heitt. Það fóru góð ár í hönd,
við áttum fallegt heimili og frá-
bæra nágranna. Við börnin und-
um okkur vel og alltaf var
mamma til staðar, bar okkur á
höndum sér og hvatti til dáða.
Eftir að barnabörnin komu í
heiminn voru þau alltaf velkom-
in til afa og ömmu á Smáraflöt-
ina og fundu þar fyrir stöðug-
leika og öryggi. Það var okkur
öllum mikill harmur þegar faðir
okkar lést langt um aldur fram
árið 1992. Ári seinna flutti
mamma að Hrísmóum 1 þar sem
hún bjó til æviloka.
Mamma var félagslynd og
eignaðist stóran vinahóp er
tengdist daglegum sundiðkun-
um. Þetta er samhentur og glað-
lyndur hópur sem veitti henni
mikla gleði. Það var móður okk-
ar og okkur öllum óbærileg sorg
þegar Ingibjörg systir veiktist
og lést úr krabbameini aðeins 34
ára. Mamma var trúuð og
kirkjurækin og það hjálpaði
henni að sefa sorgina á erfiðum
tímum. Það gladdi hana að sjá
mannvænleg börn Ingibjargar
vaxa úr grasi og þau hafa verið
afar náin ömmu sinni.
Mamma eignaðist frábæra
nágranna í Hrísmóunum, þau
Öldu og Ragnar, sem reyndust
henni ótrúlega góðir vinir og við
systkinin þökkum þeim einstaka
umhyggju við hana.
Við kveðjum mömmu með ást
og þakklæti fyrir allt sem hún
var okkur.
Magnús, Sverrir,
Margrét og Pétur.
Fallin er frá kjarnakonan
Svanhvít Reynisdóttir. Fyrir
rúmum 40 árum dró eldri dóttir
Svanhvítar og Andrésar mig á
Smáraflötina og var mér tekið
strax eins og einum úr fjölskyld-
unni. Þá voru öll fimm börnin
heima og mikið um að vera en
Svanhvít hélt öllu saman á
átakalausan hátt. Fjölskyldan
og heimilið var það sem skipti
þau sómahjón öllu máli. Fyrstu
barnabörnin fæddust árið 1979
og þá varð aldeilis kátt á Smára-
flötinni. Börnin sóttust eftir að
koma þangað og vildu helst ekk-
ert fara heim. Amma átti alltaf
eitthvað gott að borða og því var
hægt að treysta svo lengi sem
Svanhvít hafði heilsu til.
Jákvæðni og æðruleysi var
einkennandi í fari tengdamóður
minnar.
Fyrsta stóra áfallið sem ég sá
hana takast á við var þegar hún
missti Andrés snögglega, en
hann varð bráðkvaddur í nóvem-
ber 1992. Mikið var tekið frá
Svanhvíti en hún stóð þessa
raun af sér, beygð um stund, en
ekki brotin.
Fljótlega eftir að Andrés lést
fluttist Svanhvít af Smáraflöt-
inni í Hrísmóa 1. Það var ekki til
umræðu að flytja úr Garða-
bænum.
Ég fékk nokkuð oft að heyra
það að hvergi væri betra að búa,
nema þá kannski í Hafnarfirði.
Það væri svo gott fólk í Garða-
bæ. Aldrei þreyttist hún á að
hvetja okkur til að flytja nær sér
í Garðabæinn og tókst það að
lokum.
Sagt er að enginn eigi að
upplifa það að lifa börn sín, en
Svanhvít þurfti að takast á við
þá raun þegar Ingibjörg dó úr
krabbameini frá þremur börn-
um, tæplega 35 ára gömul.
Meðan á baráttu Ingibjargar
stóð og eftir lát hennar umvafði
hún börnin þrjú með umhyggju
sinni og ást. Á síðustu misser-
um voru heimsóknir barna-
barnanna og samvera með fjöl-
skyldunni hennar mestu
gleðistundir.
Svanhvít var ákaflega fé-
lagslynd. Hún átti fjöldann allan
af vinum og kunningjum. Ferðir
til Flórída með vinafólki voru
henni ógleymanlegar. Í mörg ár
stundaði hún sundlaugina í
Garðabæ af miklum móð og átti
ánægjulega samveru með
Vatnaliljunum, hvort sem var í
sundlauginni, í kaffiboðum,
ferðalögum eða sumar-
bústaðaferðum.
Síðustu árin voru Svanhvíti
erfið. Þegar hún var komin hátt
á áttræðisaldur mátti henni
miklu yngra fólk hafa sig allt við
að ganga jafn hratt og hún.
Henni var því mikið áfall að
finna að líkaminn var ekki leng-
ur eins viljugur og hugurinn.
Nú er þessari lokabaráttu
lokið. Svanhvítar verður sárt
saknað af fjölskyldu og vinum.
Sigurjón Leifsson.
Elskuleg amma mín, Svanhvít
Reynisdóttir, hefur nú kvatt
okkur. Á þeirri stundu er þakk-
læti mér efst í huga, þakklæti
fyrir ómetanlegar stundir og þá
væntumþykju sem hún sýndi
mér og mínum. Betri ömmu og
vinkonu hefði ég ekki getað
hugsað mér.
Til ömmu var maður alltaf
velkominn, hvort sem það var
eftir skóla til að læra eða í gist-
ingu um helgar. Það var ynd-
islegt að heimsækja hana í Hrís-
móana. Þar leiddist manni
aldrei, það var spjallað, prjónað,
málað og allt þar á milli. Að
tvennu mátti ganga vísu þegar
amma var heimsótt, að hún
myndi segja í það minnsta eina
eða tvær góðar sögur og að eng-
inn færi svangur heim.
Elsku amma, þú átt svo mikið
í mér. Takk fyrir að vera ávallt
til staðar. Vinátta okkar er og
verður alltaf svo stór hluti af
mér, samband sem mótaði mig
og gaf mér svo mikið. Fyrir það
verð ég þér ævinlega þakklát.
Þín,
Bryndís.
„Nafna mín“ er titill sem ég
hef alltaf borið með stolti en
svona heilsaði hún amma mér í
hvert skipti sem ég hitti hana og
mér þótti alltaf jafn vænt um
það.
Afi Andrés dó þegar ég var
einungis tveggja ára gömul og
þar af leiðandi voru það alltaf
bara við tvær nöfnurnar saman
þegar ég fór í pössun til ömmu.
Mínar kærustu minningar um
ömmu eru einmitt þau skipti
þegar ég gisti hjá ömmu sem
barn. Í því fólst nefnilega sund-
ferð á morgnana, en amma synti
alla morgna meðan hún hafði
heilsu til, góðar stundir í leik-
herberginu við eldhúsið og svo
beið manns yfirleitt súkku-
laðikaka í eftirmiðdaginn (ég
þurfti sko ekki að hugsa mig um
tvisvar þegar ég var spurð hvar
maður fengi bestu súkku-
laðikökuna í bænum).
Amma átti fleiri barnabörn
og barnabarnabörn en margir
geta látið sig dreyma um en
átti samt alltaf næga væntum-
þykju fyrir alla. Ég er svo
heppin að hafa verið ein af
þessum hópi.
Takk fyrir nafnið elsku
amma, þín verður sárt saknað
en að eilífu minnst með hlýju.
Svanhvít Sigurjónsdóttir.
Elsku amma, þó að það sé
sárt að kveðja veit ég að þér líð-
ur betur núna og ert umvafin
englum sem hugsa vel um þig. Á
sorgarstundu getur maður yljað
sér við góðu minningarnar.
Það var alltaf ljúft að koma á
Smáraflötina til ykkar afa, fá
kók úr Sodastream-vélinni,
bragða á ljúffengu súkku-
laðikökunni þinni og hitta öll
frændsystkinin í spilum og leik.
Við vorum stór hópur en þú lést
það nú ekki á þig fá enda vön
stóru heimili og miklum gesta-
gangi.
Þegar ég fór að stálpast fór
ég oft ásamt vinkonum mínum í
hjólatúr yfir til Garðabæjar. Þú
varst alltaf svo glöð og ánægð
með heimsóknina og bauðst okk-
ur að sjálfsögðu inn í hressingu.
Eftir því sem árin liðu og ég
fullorðnaðist kynnist ég þér bet-
ur og betur. Það var alltaf svo
ljúft að kíkja til þín í kaffibolla
og spjall. Þú sagðir mér svo
margar sögur af þér sjálfri sem
barni, búsetunni á Akureyri,
prakkarastrikum af pabba og
fleiri skemmtilegar sögur af
fjölskyldu og vinum. Þessar sög-
ur og allar aðrar góðar minn-
ingar um þig geymi ég í hjart-
anu.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Sigrún.
Það var um veturnætur 1961
að foreldrar mínir óku mér
norður á Akureyri til skólavistar
og vetrardvalar hjá Andrési
móðurbróður mínum og konu
hans, Svanhvíti Reynisdóttur,
sem nú hefur kvatt okkur. Það
er skemmst frá því að segja að
þau hjónin og börn þeirra, sem
eru nokkru yngri en ég, tóku
mér sem sjálfsögðum heimilis-
manni, einum úr fjölskyldunni,
og létu mig finna í öllum grein-
um að þarna ætti ég heima. Fyr-
ir það viðmót verður aldrei full-
þakkað. Andrés var í krefjandi
starfi sem framkvæmdastjóri
Útgerðarfélags Akureyringa en
Svanna stóð fyrir heimilishald-
inu og barnauppeldi af mikilli
kostgæfni svo hvergi skeikaði.
Heimilishaldið var í föstum
skorðum, hádegismatur klukkan
tólf og kvöldmatur klukkan sjö
og steik í hádeginu á sunnudög-
um. Og svona leið veturinn með
norðlensku veðurfari, kafsnjó og
byljum, ófærð á götum og veg-
um og óstöðugu áætlunarflugi
til Reykjavíkur.
Ég minnist þess einu sinni að
Andrésar var von með flugi að
sunnan en ólendandi var á Ak-
ureyri og Svanna gat ekki á sér
heilli tekið af áhyggjum.
Þá gerði ég mér grein fyrir
hvers vegna það var aldrei talað
um þau öðru vísi en bæði í einu,
Andrés og Svanna, Andrés og
Svanna.
Svo lá leið þeirra suður aftur,
Andrés stóð fyrir umfangsmikl-
um atvinnurekstri á sjó og landi
og saman bjuggu þau sér fallegt
heimili í Garðabæ. Andrés féll
frá 1992, langt fyrir aldur fram,
öllum mikill harmdauði. Svanna
hélt sinni reisn þótt vissulega
hafi verið mótdrægt á marga
lund. Veikindi og andlát Ingi-
bjargar yngstu dóttur þeirra
gekk vissulega mjög nærri
henni, en hún stóð af sér alla
storma og síðustu árin voru
hennar eigin veikindi mjög erfið.
En alltaf hélt hún góða skap-
inu og var jafnan góð heim að
sækja sem endranær.
Svanna fylgdist vandlega með
fjölskyldu sinni og lét sig varða,
bæði þeim sem næst henni stóðu
og eins tengdafjölskyldunni,
sem er óvenju mannmörg, og
miðlaði fréttum, sem móðir mín
var henni afar þakklát fyrir,
enda voru þær í góðu sambandi
alla tíð.
Góð kona er nú kvödd, beztu
þakkir fyrir mig, fyrr og síðar.
Pétur Kjartansson.
Elsku Svanhvít, nú þegar
komið er að kveðjustund langar
okkur í fáum orðum að þakka
þér fyrir góða vináttu, kærleika
og umhyggju. Umhyggja þín og
áhugi á velferð og velgengni
þinna nánustu var eitt af þínum
sterku einkennum. Þau voru
mörg samtölin sem við áttum
þar sem þú vildir fá að heyra
hvernig gengi hjá mannskapn-
um, hvort allir væru hraustir og
ef eitthvað bjátaði á var stuðn-
ingur þinn ávallt til staðar. Þú
varst góð amma og okkur fannst
gott að koma til þín, heyra
skemmtilegar sögur og alltaf
var séð til þess að allir fengju
nóg að borða.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Nú mátt þú vina höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Björn, Alexander Ívar,
Stefán Björn, Svanhvít Ósk,
Trausti Hrafn og Hrönn.
Ástkær tengdamóðir mín,
Svanhvít Reynisdóttir, verður
jarðsungin í dag. Í hjarta mínu
finn ég til mikils þakklætis að
hafa kynnst svo jákvæðri og gef-
andi konu.
Svanhvít, sem var 86 ára
gömul þegar hún kvaddi, var vel
lesin og ætíð með ógrynni af
skemmtilegum sögum sem hún
sagði okkur Magnúsi, syni henn-
ar, þegar við heimsóttum hana á
heimili hennar að Hrísmóum 1 í
Garðabæ.
Sögur frá liðinni tíð settar í
skemmtilega kímna frásögn, og
mikið hlegið. Minning þín og
hjartagæska verður ætíð lifandi
í mínum huga, en ég kveð þig,
elsku Svanhvít, með þessum
ljóðstúf eftir Jóhannes úr Kötl-
um.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
Ingunn Guðlaug
Guðmundsdóttir.
Svanhvít
Reynisdóttir
Það var haustið
1992 og við nýkomin
til Kaliforníu til að
leggja stund á framhaldsnám.
Við vorum eftirvæntingarfull en
líka svolítið umkomulaus við
þessar nýju og framandi aðstæð-
ur.
Þórir Pálsson Roff
✝ Þórir PálssonRoff fæddist
15. mars 1940.
Hann lést 3. sept-
ember 2016.
Útför Þóris fór
fram 12. september
2016.
Það var gæfa
okkar að meðal
þeirra fyrstu sem
við kynntumst þar
ytra voru Þórir og
Ásthildur Roff. Þau
tóku okkur opnum
örmum, buðu okkur
inn á fallega heim-
ilið sitt í Cupertino,
kynntu okkur fyrir
góðu fólki og reynd-
ust í alla staði hinir bestu vinir og
velgjörðarmenn.
Ef eitthvað bjátaði á var gott
að leita til þeirra en yfirleitt urðu
þau þó fyrri til að bjóða fram að-
stoð, eins og að lána okkur ferða-
bíl eitt sumarið þegar fjölskyldu-
meðlimir komu í heimsókn.
Ógleymanlegar eru ferðir með
þeim um San Francisco-flóann,
ökutúr um Los Gatos á rauða
blæjubílnum hans Þóris og allar
stuttu heimsóknirnar þegar þau
litu inn til að kanna „hvernig við
hefðum það“.
Það var líka einstakt hve ljúf-
lega þau tóku Hrafnhildi dóttur
okkar enda var hún farin að kalla
þau afa og ömmu þegar leið á
dvölina. Þórir var í essinu sínu
þarna ytra, starfsamur með af-
brigðum og öllum hnútum kunn-
ugur. Það var því ánægjulegt að
fylgjast með því hve fljót þau
voru að falla aftur inn í íslenskt
samfélag við heimkomuna fyrir
nokkrum árum eftir að hafa eytt
stærstum hluta ævinnar í Banda-
ríkjunum. Fyrr en varði voru þau
bæði komin í vinnu og búin að
endurnýja samband við gamla
vini og ættingja. Þórir fékk að
auki útrás fyrir óbilandi starfs-
orku sína þegar þau réðust í að
endurnýja íbúðina við Freyju-
götu.
Með verklagni og útsjónar-
semi Þóris og léttri lund og hug-
myndaauðgi Ásthildar tókust þau
á við þetta stóra verkefni, sam-
hent eins og endranær. Um leið
og við kveðjum eftirminnilegan
og góðan vin langt fyrir aldur
fram vottum við Ásthildi, Addý,
Maríu og fjölskyldum þeirra okk-
ar dýpstu samúð.
Snæfríður og Gunnar.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GÍSLÍNA JÓNASÍNA JÓNSDÓTTIR,
Lína,
Hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Gnoðarvogi 28, Reykjavík,
lést laugardaginn 10. september. Jarðarförin auglýst síðar.
.
Jón Leósson,
Regína Magnúsdóttir, Bjarni Júlíusson,
María Magnúsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir,
Fjóla Hilmarsdóttir,
Ásta Hilmarsdóttir, Jóhann Sigurjónsson,
Eva Ström, Egill Þorgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.