Morgunblaðið - 13.09.2016, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
✝ Haukur Sig-urbjörn Magn-
ússon, læknir,
fæddist á Flateyri
4. september 1933.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 6. september
2016.
Foreldrar hans
voru Jónína Geir-
mundsdóttir frá
Hóli í Hjalta-
staðaþinghá, f. 10 október
1901, d. 19. maí 1962, og Magn-
ús Björgvin Guðmundsson frá
Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð, f.
4. febrúar 1896, d. 16. október
1947. Systkini Hauks voru Guð-
geir, f. 2. desember 1927, d. 13.
apríl 1988, Guðný Margrét, f.
27. desember 1928, d. 1. ágúst
2012, og Björgvin f. 19. sept-
ember 1938.
Árið 1954 kvæntist Haukur
Erlu Jóhannsdóttur, hjúkr-
unarfræðingi, f. 13. nóvember
1930, d. 23 júní 2012. Foreldrar
hennar voru Jóhann Snæbjörn
Snæbjörnsson trésmiður, f. 2.
september 1902, d. 2. sept-
Haukur er jafnframt faðir 4.
Guðnýjar Bjarkar, f. 3. mars
1960. Sonur hennar er Kor-
mákur Arthúrsson, f. 13. febr-
úar 1993.
Haukur varð stúdent frá MA
árið 1953 og lauk læknisprófi
frá HÍ árið 1961.
Haukur og Erla hófu búskap
á námsárum sínum í Reykjavík
og þar starfaði hann m.a. á
Borgarspítalanum, Landspít-
alanum og Landakotsspítala.
Fjölskyldan fluttist árið 1962
til Egilsstaða, þar sem Haukur
var héraðslæknir til ársins
1967. Hann stundaði fram-
haldsnám í heimilislækningum
í Svíþjóð og starfaði þar jafn-
framt sem læknir árin 1967-
1970, m.a. við Furs sjúkrahúsið
í Blekinge og Regionssjukhuset
í Linköping. Hann var sjálf-
stætt starfandi heimilislæknir í
Reykjavík á árunum 1972 til
ársins 1986. Það ár var Haukur
ráðinn heilsugæslulæknir við
Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis
og var þar yfirlæknir til ársins
1992 og aftur árin 1997-98.
Hann var áratugum saman
trúnaðarlæknir fyrir RARIK
og Héðin hf. og starfaði til árs-
ins 2013 í hlutastarfi á elli-
heimilinu Grund.
Útför Hauks fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag, 13.
september 2016, klukkan 13.
ember 1977, og
Lára Lárusdóttir,
húsfreyja, f. 12.
desember 1908, d.
8. apríl 1997. Börn
Hauks og Erlu eru
1. Jóhann, f. 1.
nóvember 1953,
kvæntur Ingveldi
G. Ólafsdóttur, f.
26. nóvember
1959. Börn Jó-
hanns frá fyrra
hjónabandi (Þórdís Ósk Sig-
tryggsdóttir) eru Sigtryggur
Ari, f. 15. júní 1974, og Erla, f.
23. maí 1983. 2. Magnús, f. 13.
nóvember 1954, kvæntur Ragn-
heiði Halldórsdóttur, f. 4. jan-
úar 1959. Börn þeirrra eru
Haukur Sigurbjörn, f. 14. febr-
úar 1981, Salóme Katrín, f. 3.
september 1995, og Guð-
mundur Björgvin, f. 19. apríl
1997. 3. Jónína Eir, f. 12. nóv-
ember 1961. Maki Jónínu er
Ingólfur Sverrir Guðjónsson, f.
1. júní 1959. Synir þeirra eru
Steingrímur Gauti, f. 26. sept-
ember 1986, og Brynjólfur
Haukur, f. 16. apríl 1996.
Haukur faðir minn greindist
með illvígt krabbamein í október
í fyrra. Hann var þá vel á sig
kominn á flestan hátt, orðinn svo-
lítið óstöðugur vegna kvilla í fót-
unum, maður á áttugasta og
þriðja aldursári.
Hann, læknirinn, vissi vel hvað
þetta þýddi: „Ég má þakka fyrir
að sjá vorið koma.“ Jú, og það
hefði svo sem verið gott að fá
þrjú góð ár í viðbót. „En þetta er
sú skuld sem við þurfum öll að
gjalda á endanum og ekki þýðir
að fást um það,“ sagði hann við
okkur börnin sín, vinina og
barnabörnin.
Hann sá vorið koma og meira
en það; hann lagði land undir fót,
fór í vikuferð austur á Hól í
Hjaltastaðaþinghá, æskustöðvar
móður sinnar. Náttúruunnand-
inn faðir minn setti þar niður
fjöldann allan af trjáplöntum og
vildi fylgjast með því hvaða teg-
undir þrifust þar best í sendnum
og þurrum jarðveginum.
Hann ók sjálfur til Ísafjarðar
með Jónínu systur á miðju sumri
og gisti þar í góðu yfirlæti hjá
Sigrúnu mágkonu sinni og Guð-
birni inni í Skutulsfirði. Nokkuð
var af honum dregið. En hann fór
með þeim engu að síður til Flat-
eyrar, fæðingarbæjar síns, og
fann með þeirra hjálp leiði Ing-
ólfs, bróður síns, sem dó aðeins
um sex mánaða gamall í lok
fjórða áratugar síðustu aldar.
Pabbi fór einnig í sumarbústað
í Borgarfirði og á Suðurland á
þessu góða sumri og hélt loks
upp á afmæli sitt heima á Kleif-
arvegi 8 hinn 4. september síð-
astliðinn, aðeins tveimur dögum
áður en hann lést. Þá var mjög af
honum dregið. Hann hafði notið
frábærrar umönnunar á líknar-
deild Landspítalans í Kópavogi
síðustu tvær vikurnar þar á und-
an.
Haukur faðir minn var hæglát-
ur og íhugull mannvinur og fjöl-
skyldumaður. Hófstilltur og
hjálpsamur leiðbeinandi barna
sinna og barnabarna í námi, leik
og öðru því sem þau tóku sér fyr-
ir hendur. Vinir hans, sem þekkt-
ir eru fyrir að „hanga á húninum“
í sundlaugunum í rauðabítið –
næstum dag hvern – kölluðu
hann GGH til hægðarauka:
Gamla, Góða Heimilislækninn.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að njóta visku og mann-
gæsku föður míns í meira en sex-
tíu ár. Fyrstu minningarnar með
honum tengjast náttúruskoðun
þar sem hann sýndi okkur
plöntur, kenndi okkur nöfn
þeirra og leiðir til þess að flokka
þær og greina. Sjálfur naut hann
ekki nærveru Magnúsar, föður
síns, nema til fjórtán ára aldurs
og amma Jónína dó aðeins liðlega
sextug.
Forréttindi mín eru mikil að
hafa fengið að vera nálægt Hauki
pabba allan þennan tíma. Með ár-
unum urðum við miklir vinir og
sálufélagar. Hann var útivistar-
maður, ferðalangur, listunnandi
og fjölskyldumaður. En fyrst og
fremst var hann einn mesti
mannvinur sem ég hef kynnst á
ævinni.
Ég kveð föður minn með sár-
um söknuði og óendanlega miklu
þakklæti fyrir samfylgdina í líf-
inu.
Ég þakka starfsfólki líknar-
deildar Landspítalans fyrir óum-
ræðilega góða þjónustu á erfiðum
tímum.
Við fylgjum pabba allt til enda
og segjum með norska skáldinu
Aasmund Olavsson Vinje: „Enn
sá ég veturinn víkja á braut fyrir
vorinu góða, burknann í grjóti,
blágresi í laut og rósina rjóða.“
Hvíl í friði faðir minn.
Jóhann Hauksson.
Það er ávallt sárt að sjá á eftir
samferðafólki sínu en stundum
er það næstum óbærilegt. Sorgin
yfirtekur einhvern veginn alla
hugsun og sársaukinn getur orð-
ið líkamlegur. Ég sat við rúmið
hans og hélt um svalt ennið og
lagði hina höndina á kalda hönd
hans. Höndina sem leynt og ljóst
hefur leitt mig og fjölskyldu mína
síðustu þrjátíu árin. Höndina
sem alltaf var tilbúin fyrir okkur
og höfuðið sem leiðbeindi og
kenndi okkur allt til síðasta dags.
Ég lokaði augunum og reyndi að
anda með honum og auðvelda
honum síðustu andardrættina.
Ég þakkaði honum fyrir allt sem
hann gerði fyrir mig og bað hann
síðan að fyrirgefa mér galla
mína.
Ég þuldi bænirnar mínar og
bað almættið að taka vel á móti
þessari fallegu sál sem var að
leggja af stað út á víðáttumiklar
og ókunnar slétturnar. Menn
verða nefnilega ekki mikið betri
en þessi maður sem þarna lá.
Meiri mannkosti er erfitt að
finna hjá nokkrum sem ég hef
kynnst á lífsleið minni. Víðsýnin,
þekkingin, rökhyggjan, traustið,
hjálpsemin, glettnin, dugnaður-
inn og hófsemin sem einkenndi
þennan mann öðru fremur var
einstök. Allt frá því er hann söng
fyrir beitningakarlana og „pró-
senturnar“ svokölluðu á Flateyri
1936 og til dauðadags.
Það ætti ekki að koma nokkr-
um á óvart með tilliti til ævistarfs
þessa manns að hann skyldi
skírður Haukur. Við þekkjum
orðasambandið „ að eiga sér
hauk í horni „sem merkir að eiga
sér hjálparhellu, einhvern velvilj-
aðan sem er tilbúinn til aðstoðar
ef á þarf að halda. Fjöldi fólks
hefur notið hjálpar og velvildar
þessa Hauks meira og minna alla
ævina án þess að átta sig á sam-
henginu sem lá samt svo ljóst
fyrir augum frá upphafi.
Það voru sennilegast örlög
hans frá fæðingu að lækna og
hjúkra samferðafólki sínu. Og
það gerði hann með sömu yfir-
vegun og natni alla tíð allt til
endalokanna. Endalokin eru hins
vegar líka upphafið að einhverju
nýju því orka deyr aldrei, hún
flyst bara til í víðáttunni.
Kæri vinur og faðir, þú varst
kannski ekki sá uppátækjasam-
asti en auðvelt var að tala þig til
og fá þig til ýmissa ævintýra-
verka, sem er eins gott, því ef
varfærnin og náfrænka hennar
ákvarðanafælnin ná í skottið á
eftirsjánni gerist harla lítið eins
og við göntuðumst stundum með.
En þú varst svo sannarlega sá
Bonus Pater sem allar fjölskyld-
ur þrá að eiga.
Takk fyrir samfylgdina þessi
þrjátíu ár. Takk fyrir að gefa mér
Jónínu, augasteininn þinn og þar
með fallegu drengina okkar.
Og umfram allt, takk fyrir að
gera mig að betri manni.
Kveðja,
Ingólfur Sverrir.
Fyrir nokkrum dögum fórum
við Haukur afi minn í stutta
gönguferð. Við leiddumst, því
hann var skyndilega orðinn
óstyrkur á fótum og úthaldið
hverfandi. Hér höfðum við víxlað
hlutverkum, því hann afi minn
hafði ótal sinnum á lífsleið okkar
beggja leitt mig áfram og stutt.
Afi gerðist nefnilega fumlaust
minn helsti lífsleiknikennari frá
fyrstu tíð. Leiddi mig um náttúr-
una og kenndi alla hluti, fánu og
flóru, örnefni og landfræði, kveð-
skap og allt það sem eflir lífs-
þorstann. Auðvitað skilur lítið
barn ekki alltaf tilganginn með
því að sanka að sér örnefnum og
kvæðum. En það bætti hann upp
með því að vera vinur og leik-
félagi á sama tíma.
Afi Haukur hélt áfram alla tíð
og kenndi mér gildi góðrar
heilsu, útivistar og leitarinnar að
andans jafnvægi. Og í þessu ferli,
á ríflega fjörutíu árum, eignaðist
ég hlýjan og góðan trúnaðarvin.
Við leituðum hvor til annars með
hversdagslega hluti jafnt sem
hinar stórbrotnu flækjur lífsins.
Nú er kveðjustund. Það er víst
aldrei hægt að undirbúa sig full-
komlega, en ég orna mér við
minninguna um minn kæra vin
og kennara.
Sigtryggur Ari Jóhannsson.
Það seytla inn í huga minn
liðnar samverustundir.
Annasöm móttaka og vaktir
sem líða eins og aðrir dagar í tím-
ans þunga fljóti sem á sér bara
einn þann draum og einu ósk að
streyma að ósnum sem allra bíð-
ur.
Í hverjum hyl og hverjum fossi
og flúð á langri leið búa minning-
arnar í ljósbroti láðs og lagar og
hver sá sem drepur niður fæti við
bakkabrún og hlustar skilur
faðmlög sorgar og gleði. Þeir ein-
ir sem staldra við sætta sig við
lögmálið mikla að maðurinn er
fæddur feigur. Vinátta spyr ekki
um aldur né uppruna eða fyrri
störf og titla eða ferilskrá. Hún
bara kemur og læðist inn um
dyrnar í myrkri eða birtu og fer
ekki hvað sem á dynur. Til henn-
ar er leitað og kallað þegar dag-
arnir myrkvast og skrefunum
fækkar.
Haukur var eldri er við kynnt-
umst, en hvað er aldur og ár ef
dagar rísa úr myrkri og nóttin
hörfar. Við kvöddumst skömmu
fyrir ferðalok. Allt var kyrrt,
stefnan hafði verið tekin í
stjörnukortum þess sem ræður.
Þessi stund var eins og hinar í
gegnum árin undirbúningur und-
ir lokaför en skipi gefið merki,
síðasta flaut fyrir brottför út á
hafið mikla.
Hvenær var Sókrates fæddur,
vísupartur úr Eyrbyggjasögu og
sagði finndu nú fyrir mig seinni
partinn. Hann er ekki fundinn
enn en hvað með það, ég leita og
kem með hann seinna á öðrum
stað og öðrum tíma. Hvaða heil-
ræði viltu gefa mér, spurði ég
fyrir brottför. Bíddu ég þarf að
hugsa. Nokkru seinna sagði hann
„smil til verden og verden smiler
til dig“. Svo spannst vefur til
gamla spekingsins sem féll fyrir
sverði Rómverjans þrátt fyrir að
hafa gefið mikið til heimsins. Er
allt kemur til alls er hin sanna
gjöf sú sem gefur. Hana gefa fáir.
Þannig voru forn og ný mál
krufin til mergjar. Fjallaferðir,
örnefni og göngur á fjallið eina,
en þangað komast bara þeir sem
vilja sjá vítt og breitt yfir lág-
lendi og svarta sanda. Hættuför
og bara fyrir þá sem vilja og
þora.
Hann sagði frá héraðslæknis-
störfunum uppi á Héraði og erf-
iðum vitjunum í snjó og byl og
lækningum á sjúkraskýlinu
gamla sem nú eru aðeins stund-
aðar á lærðum upplýstum há-
skólasjúkrahúsum. Minntist oft á
gamlan kollega forðum daga.
Þeir gerðu margt sem fáir leika
eftir í dag.
Haukur var maður tryggur og
ekki ríkur af veraldlegum gæð-
um þessa lífs en í huga sann-
menntaður fjölfræðingur og
kannski síðasti menningarlækn-
irinn í heimi sérhæfingar og af-
kasta. Í vor sagði hann, ég fæ
kannski að lifa eitt sumar enn og
guðirnir urðu við bón hans í
þakklætisskyni fyrir góða ferð
með hugarmildi hér á jörðu. Þú
hefur undirbúið þig svo vel með
þolinmæði að vopni og gæsku að
þú færð frest og við látum sum-
arið vera milt og gott handa jarð-
arinnar börnum en svo verða ör-
lögin ekki umflúin því þannig er
lögmálið.
Nú þegar ég kveð þig, gamli
vinur, nota ég orð þín, „við verð-
um öll að fara, það verður að vera
pláss fyrir hina sem eftir koma“.
En við skiljum eftir minningar,
sorg og gleði og orðspor sem aðr-
ir geta rakið. Þannig er lífið og
þannig skiljum við hinn þunga
nið í kyrrð kveldsins á bökkum
fljótsins eina og hlustum á minn-
ingarnar tala. Hvíl þú í friði, vin-
ur.
Stefán Finnsson.
Elsku kæri vinur minn er far-
inn.
Takk fyrir allar stundir, stórar
og smáar, með uppáhaldsfólkinu
mínu og þínu.
Takk fyrir skemmtunina, hug-
ulsemina, „séntilmennskuna“ og
ráð undir rifi hverju.
Og takk fyrir auðfús læknis-
verk.
Takk forsjón fyrir það að hafa
kynnst Hauki nafna Brynjólfs,
hreinu gulli af manni.
Og takk fyrir Erlu, sem var
demantur, og ástarþakkir fyrir
ómetanlegt dýrindið dóttur
þeirra.
Ég ætla að hitta þau aftur,
hlæja, spjalla og hlusta og ekki
láta segja mér tvisvar að koma í
kaffið.
Friður Guðs þig blessi og alla
þína.
Sigríður Guðjónsdóttir.
Haukur Sigurbjörn
Magnússon
Elsku pabbi, nú
ertu búinn að fara í
þína síðustu sigl-
ingu og kominn á
endastöðina.
Búinn að hitta fullt af fjöl-
skyldu og vinum í tilefni dagsins
og er ég viss um að þú ert búinn
að hræra í nokkrar pönnsur og
bjóða í súkkulaði. Það eru ótelj-
andi verkefni sem bíða þín á nýj-
um stað og nú málar þú í skýin
fyrir okkur.
Þetta eru búnar að vera
skrítnar vikur síðan við kvödd-
um þig, en minningarnar halda
okkur gangandi.
Hér er textabrot úr laginu Í
blómabrekkunni, sem þér þótti
Gísli Halldór
Jónasson
✝ Gísli HalldórJónasson fædd-
ist 13. september
1933. Hann lést 30.
júlí 2016.
Útför hans fór
fram 20. ágúst
2016.
svo fallegt:
Lífið er vatn sem vætl-
ar undir brú,
og enginn veit hvert
liggur leiðin sú.
En þegar lýkur jarð-
lífsgöngunni,
aftur hittumst við í
blómabrekkunni.
Og þó nú skilji leiðir
að um sinn,
þér alltaf fylgir vin-
arhugur minn.
Ég þakka fyrir hverja unaðsstund,
við munum aftur eiga endurfund.
(Magnús Eiríksson)
Ég vil þakka starfsfólki
Landspítala við Hringbraut,
deild 13E, og Heilsustofnun
Suðurlands í Vestmannaeyjum
fyrir óeigingjarnt starf við
umönnun pabba.
Pabbi, innilega til hamingju
með daginn þinn. Risaknús á
þig. Takk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Viktoría.
Elsku afi minn, innilega til
hamingju með afmælið.
Það er sárt að kveðja þig
svona semma. En þó er ég fegin
því að þú sért búinn að finna frið
og ég veit að það er vel tekið á
móti þér. Þær eru margar minn-
ingarnar sem við eigum saman
og alltaf kemur bros á vör þegar
ég hugsa til þín.
Ekki man ég eftir þér öðru-
vísi en brosandi þegar ég kom í
heimsókn til þín og ömmu, það
var svo gaman hjá okkur. Það
sem við bulluðum og hlógum
saman er mér svo minnisstætt.
En líka þær stundir sem við rif-
umst um hver ætti að klára
kvöldmatinn sem þú og amma
elduðuð saman. Amma hló að
okkur og svo deildi hún matnum
jafnt á milli okkar.
Það var alltaf mikið sport að
koma til afa og ömmu í Eyjum.
Þar fengum við systkinin Honey
Nut Cheerios á hverjum
morgni. Það var bara hjá þér, afi
minn, sem við fengum að bæta
sykrinum á cheeriosið okkar.
Þið voruð með allar sjónvarps-
stöðvar sem hægt var að hugsa
sér og þú varst ekki sáttur að
hafa okkur hangandi inni þannig
að þú skráðir okkur á golfnám-
skeið. Planið var að vinna þig í
golfi og er það enn í dag. Þó
finnst mér það afskaplega lang-
sótt því þú varst og ert alltaf
golfmeistarinn í mínum huga.
Þú varst alltaf boðinn og bú-
inn að hjálpa mér og öllum sem
leituðu til þín, og fyrstur manna
að hvetja mig áfram. Eitt sum-
arið, þegar ég bjó hjá ykkur
ömmu, bilaði hjólið mitt og áður
en ég vissi af varst þú búinn að
laga það. Þegar ég fór út þá
varst þú að hjóla upp og niður
götuna eins og 16 ára peyi. Við
amma og Stella fengum vægt
hjartaáfall þegar þú svo dast af
því. Elsku besti afi minn, rúm-
lega áttræður og hafði ekki sest
á hjól í ca. 60 ár.
Segja má að þú hafir verið al-
gjör orkubolti, mættur í golf
snemma á morgnana alveg sama
hvernig viðraði. Oft og mörgum
sinnum sá maður þig og hina
karlana í svarta-genginu á vell-
inum í klikkuðu veðri en ungu
peyjana tínast einn af öðrum af
vellinum. Alltaf var svo gaman
að fylgjast með ykkur frá garð-
inum ykkar ömmu.
Í fyrrasumar þegar ég var hjá
ykkur ömmu hafði ég áhyggjur
af að ég fengi ekki inngöngu í
háskólann sem ég óskaði mér.
Þú varst alltaf fyrstur að hug-
hreysta mig. Nokkrum vikum
síðar fékk ég staðfestingu um
inngöngu í háskólann og voruð
þið amma fyrst til að fagna með
mér. Þú sagðir: „Ég bjóst ekki
við öðru, Heiða mín.“
Þú varst búinn að upplifa svo
margt og ferðast út um allan
heim. Á seinni árum byrjaði að
glitta í listrænu hæfileikana
þína og málaðir þú á annað
hundrað myndir. Ég get sagt
með bros á vör að lista- og
ferðablóðið rennur í mínum æð-
um og er ég eins og mamma
kallar mig ferðaóð.
Óhætt er að segja að það er
margt sem ég hef lært af þér.
Ég hef alltaf litið upp til þín, þú
ert mín fyrirmynd. Þú kenndir
mér margt og er ég þakklát fyr-
ir allt sem þú og amma hafið
gert fyrir mig. Hugsa til þín
með hlýju í hjarta og bros á vör.
Elska þig. Þín
Heiða Katrín.
• Skattaleg ráðgjöf
• Skattauppgjör dánarbús
og erfingja
• Erfðafjárskýrslugerð
• Önnur þjónusta
Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3
jon@spekt.is • petur@spekt.is
Þjónusta við dánarbússkipti