Morgunblaðið - 13.09.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.09.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Smáauglýsingar Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499-3070. Sólbakki. Iðnaðarmenn Ýmislegt Tilbúin karton og rammar kl. 10-17 Uppí 70% afmælisafsláttur í nokkra daga. Vönduð armbandsúr á ótrúlegu verði eða frá 5.000 kr. Pierre Lannier Paris, frönsk hönnun og smíði. 2ja ára alþ. ábyrgð. ERNA Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. „Kolbeins? Nei, þetta er Ragnheið- ur … kennitala …“ Mín fyrstu kynni af Magnúsi Hilmarssyni voru í gegnum sím- tal – hann frá fasteignasölu en ég á auglýsingadeild Morgunblaðs- ins. Símtölin urðu æði mörg og sum hver löng. Svo snarfækkaði símtölum Magnúsar því hann hafði fundið sér nýjan tengil sem síðar átti eftir að tengjast honum mjög sterkum böndum, hana Hafdísi. Samskiptum okkar Magnúsar var þó hvergi nærri lokið, því með kynnum þeirra Hafdísar tókst með okkur hjónum traust vinátta sem leiddi til skemmti- legra ferðalaga innanlands. Má einnig segja að við höfum ferðast, heimsálfa á milli, í gegnum bragðlaukana í matarklúbbnum okkar sem aldrei fékk annað nafn en Matarklúbburinn. Sá fé- lagsskapur sem þróaðist í gegn- um þær samverustundir, ásamt Finni og Gunnhildi, var okkur af- ar dýrmætur. Miklar bollalegg- Magnús Þormar Hilmarsson ✝ Magnús Þor-mar Hilm- arsson fæddist 17. apríl 1951. Hann lést 4. september 2016. Útför Magnúsar fór fram 12. sept- ember 2016. ingar hjá gestgjöf- um um hvaða land skyldi valið og ekki var látið staðar numið við matinn, heldur var heimilið jafnan skreytt í anda þess lands sem valið var, svo og búningar gestgjafa sem jafnan var nostrað mikið við. Magnús var ötull við að senda vísbendingar um lönd sem urðu fyrir valinu í bundnu máli og við hin hnoðuðum saman getgátum á víxl eftir mikla rann- sóknarvinnu sem gjarna enduðu í löngum ljóðabálkum. Magnús var mikill tónlistar- unnandi og hafsjór af fróðleik um allt er sneri að tónlist. Það kom því í hans hlut að sjá um tónlist- ina á gleðistundum. Þó við vær- um komin af léttasta skeiði voru Rolling Stones oft í geislanum svo og Sunrise – lagið sem okkur fannst alltaf jafn magnað með Uriah Heep. Við kveðjum Magnús með þakklæti fyrir allar frábæru stundirnar sem aldrei bar skugga á og trúum því að nú rísi sól hjá honum í nýjum heimkynnum. Elsku Hafdís mín og fjölskyld- an öll. Hugur okkar er hjá ykkur. Guð blessi minningu Magnús- ar Hilmarssonar. Ragnheiður og Einar. ✝ Halldór GrétarGunnarsson fæddist í Hafn- arfirði 3. apríl 1959. Hann lést á Reina Sofia- spítalanum á Cor- doba, Spáni, 15 ágúst 2016. Foreldrar hans voru Friðdóra Jó- hannesdóttir frá Hellisandi, f. 1.des- ember 1923, d. 24. janúar 2009, og Gunnar Halldórsson, f. 10. apríl 1926. Þau skildu. Börn Halldórs eru: 1) Sam- úel, f, 15. október 1984, móðir hans er Pernille Schröder, 2) Halldór gekk í Öldutúnsskóla og Flensborg. Hann fór ungur til sjós með mágum sínum, frá Rifi og Höfn. Hann var fjölhæf- ur og hugmyndaríkur maður og kom víða við á starfsævi sinni. Meðal annars stofnaði hann ásamt öðrum Norðurál, fyr- irtæki sem sérhæfði sig í að veiða og reykja ál. Hann lærði húsasmíði og vann við það í mörg ár. Síðustu ár starfaði hann sem húsvörður í Kletta- skóla og þar kom sér vel að hafa fjölhæfan mann, meðal annars smíðaði hann rólu fyrir börn í hjólastólum og stóð fyrir söfnun í þeirra þágu. Halldór naut sín vel við áhugamál sitt sem var að þeysast um á mót- orhjóli og voru margar ferðir farnar um landið í góðra vina hópi. Útför Halldórs verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag, 13. september 2016, klukkan 13. Elías Þór, f. 2. júní 1991, 3) Hekla, f. 20. febrúar 1997, móðir þeirra er Anna Margrét Elí- asdóttir. Sambýlis- kona Elíasar er Rósa Dögg Ómars- dóttir. Barn þeirra er Ólavía Rós og fyrir á Rósa Sigríði Rós. Börn Samúels eru Villads og Emma. Systur Halldórs eru Jóna, d. 1987, Ólöf, Jóhanna, Kristín og Halldóra. Hálfsystir hans er Gunnhildur, móðir hennar var Álfhildur Friðriks- dóttir, d. 2015. Ég var ekki nema sex ára þeg- ar ég flutti á Suðurgötuna í Hafnarfirði og tók strax eftir þessum rauðhærða strákhnokka. Hann var ekki hár í loftinu, þessi nágranni minn, sem stóð þarna uppi í hárinu á eldri krökkunum. Aðeins fjögurra ára og strax far- inn að rífa kjaft ef honum fannst sér misboðið. Á þessum árum var mikið líf og fjör á Suðurgötunni. Þetta var eins og ein stór fjöl- skylda þar sem allir voru vel- komnir inn á heimilin, ekkert snobb og engin sýndarmennska. Þjóðfélagsstaða eða efnahagur foreldranna skipti engu máli. Við Dóri urðum fljótt góðir fé- lagar og brölluðum ýmislegt saman næstu árin, alveg fram að unglingsárum, en þá skildu leið- ir, ég flutti burt og leiðir okkar lágu í sitt hvora áttina. Dóri var mikill grallari og uppátækjasam- ur. Iðinn, duglegur og alltaf til í eitthvað nýtt og spennandi. Einu sinni reyndum við að rækta dúf- ur. Byggðum dúfnakofa og veiddum nokkrar dúfur á háa- loftinu heima hjá Dóra. En það fór eins með dúfnaræktina eins og okkur Dóra. Þær vildu ekki láta loka sig inn í ferköntuðum kassa eða búri og flugu því burtu. Það var þetta frelsi sem við Dóri sóttumst alltaf eftir. Að vera sjálfs síns herra og engum háður. Dóri gat verið stríðinn en um- hyggjusamur og tilbúinn að taka upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Einu sinni dró hann mig í að selja Rauðakross- merki. Í þá daga fékk maður sér- stakan búning og bát á höfuðið eins og einhver skátadrengur. Sakleysið uppmálað í hvítum ein- kennisbúningi með rauðakross- merkið í bak og fyrir gengum við hús úr húsi til að selja merki til styrktar góðs málefnis. Dóri byrjaði snemma að taka að sér verkefni. Við höfum senni- lega verið á aldrinum 12 til 14 ára þegar hann tók að sér það verkefni, eina páska, að mála ís- bjarnarbúrið í Sædýrasafninu. Hann fékk mig til að koma með sér í þetta verkefni. Aldrei á æv- inni hef ég verið jafn hræddur í vinnunni, því birnirnir voru sí- fellt að berja á dyrnar meðan við vorum að mála. En Dóri kippti sér ekkert upp við þetta. Dóri var alltaf óhræddur við nýjar áskoranir. Dóri gat verið skapstór og það kom fyrir að við slógumst eins og hundar og kettir, en það slettist samt aldrei upp á vinskapinn. Þetta var bara hluti af leikara- skapnum. Það væri hægt að skrifa heila bók um öll þau æv- intýri sem við Dóri lentum í sem krakkar. Eftir að við urðum fullorðnir liðu oft ár á milli þess sem við hittumst en alltaf var gott að hitta Dóra og seinustu ár hitt- umst við stundum yfir kaffibolla eða mat og ræddum um þjóð- málin. Nú er góður drengur fallinn frá. Sumir koma inn í líf manns og marka spor alla ævi. Dóri var einn af þessum karakt- erum sem maður gleymir aldr- ei. Svipmikill, hrjúfur á yfir- borðinu, en góðhjartaður, með geislandi karisma. Takk Dóri fyrir allar ævintýrastundirnar sem við áttum saman. Við hitt- umst seinna á öðrum stað, í öðr- um tíma og vídd. Ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð, en andinn hans Dóra lif- ir og minningin um góðan dreng. Sigurjón Haraldsson (Síi). Mig langar að setja hér nokk- ur orð á blað til að minnast vinar míns og bróður Dóra, eins og hann var kallaður af vinum sín- um. Það er ekki auðvelt að rifja upp minningar okkar saman, það er sárt og eins er það ósann- gjarnt að þurfa að horfa á eftir þessum mæta vini mínum hverfa á braut í blóma lífsins. Ekki komst sú hugsun að þegar ég keyrði hann út á flugvöll að þetta yrði okkar síðasta stund saman. Glaður og spenntur yfir því að fara í sólina og lifa lífinu kvaddi hann mig með faðmlagi eins og hann var vanur. Dóra kynntist ég fyrst fyrir um 10 árum og ekki mörgum ár- um síðar lágu leiðir okkar aftur saman þegar ég gerðist meðlim- ur í Sturlungum MC þar sem hann var forseti. Það má segja að þar hafi myndast vinátta okkar á milli sem stóð fram á hans síð- asta dag. Það verður seint sagt að við Dóri höfum verið líkir en tókst okkur samt að bindast sterkum vináttuböndum. Dóra hef ég alltaf litið á sem bróður sem ég fann án þess að vita að ég ætti. Sálirnar ótrúlega samstíga og sýnin á lífið lík. Við Dóri brölluðum margt saman, bæði í klúbbnum og eins tveir einir, við flökkuðum um landið á hjólunum okkar, fórum á tónleika og það var nánast fastur liður í tilveru okkar að hittast á Súfistanum í kaffi á nánast hverjum degi. Ég á góðar minn- ingar frá þessum kaffistundum okkar, mikið talað og mikið hleg- ið. Mér þótti ákaflega vænt um þessar stundir og hafði af þeim mikið gagn. Dóri hafði nefnilega einstakt lag á að setja hlutina í samhengi þegar lífið var að þvælast fyrir mér og ég týndur í tilverunni. Ráðin voru góð og á bak við þau bjó reynsla sem vert var að taka mark á. Það þurfti ekki að spyrja að því að alltaf leið mér betur eft- ir að hafa talað við hann og lífið ekki eins flókið og það hafði verið augnabliki áður. Slík vinátta er dýrmæt og ekki öllum gefin. Þegar ég hugsa til baka eru nokkrir hlutir sem Dóri kenndi mér sem ég tek með mér áfram á mínu ferðalagi inn í lífið: „Láttu þig náungann varða.“ Dóri var óþreytandi í að hjálpa þeim sem minna máttu sín, það eru til ótrú- lega margar sögur af honum við að rétta jafnvel ókunnugu fólki hjálparhönd óumbeðinn. Eins „láttu í þér heyra ef þú hefur eitthvað að segja“. Það vita það allir sem Dóra þekktu að eftir því lifði hann og var ófeiminn við að viðra skoðun sína. En það sem kannski er mér dýrmætast er það sem hann var vanur að tuða í mér.„Ásgeir, lifðu lífinu í dag, ekki á morgun, það er ekki víst að morguninn komi.“ Hversu rétt er hægt að hafa fyrir sér, vinur minn. Elsku Samúel, Elli og Hekla, ykkur sendi ég mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur, missir ykkar er mikill og sökn- uðurinn djúpur. Elsku Dóri minn, við þig vil ég segja, takk. Takk fyrir vináttuna, takk fyrir að vera til staðar alltaf þegar mig vantaði góðan vin, takk fyrir að vera einstakur og samkvæmur sjálfum þér, takk fyrir samfylgdina hvort sem var á fæti eða á hjóli. Takk fyrir allt, bróðir minn og vinur, skarðið verður ekki fyllt. Ég kveð þig í bili, bróðir minn, og geymi það sem mig vantar að segja þér þar til þá ég hitti þig aftur. Ásgeir Ásgeirsson (Shiny) . Halldór Grétar Gunnarsson Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur HRAFNKELL HILMAR KRISTJÁNSSON Egilsstöðum lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 1.september síðastliðinn. Útförin hefur farið fram frá Egilsstaðakirkju. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk á gjörgæsludeild 6-E fyrir einstaka alúð í okkar garð og umönnun Hrafnkels. . Bryndís Sigurgeirsdóttir Sigurgeir Hrafnkelsson Sigríður Sigurðardóttir Kristján Hrafnkelsson Guðbjörg Helga Jónsdóttir Íris Hrafnkelsdóttir Alexander Örn Arnarson Helena Rós Hrafnkelsdóttir Sigmar Ingi Kristmundsson Rut Sigurgeirsdóttir og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.