Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 29

Morgunblaðið - 13.09.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar. Bókaðu núna! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Líkur sækir líkan heim og því eru eig- inleikar þeirra sem þú sækist eftir ágætis vís- bending um það hvernig þú ert. Vertu opinn fyrir nýjum tækifærum. 20. apríl - 20. maí  Naut Lærðu að slappa af. Í stað þess að dreifa þér skaltu einbeita þér að einu verki eða einni manneskju í einu. Samvera í slíkum félagsskap mun vafalaust veita þér mikla gleði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu óhræddur við að hrinda hug- myndum þínum um umbætur á heimilinu eða innan fjölskyldunnar í framkvæmd. Sýndu til- litssemi og sáttfýsi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ungbörn laðast að fólki sem brosir og svo er líka yngjandi að brosa. Lágstemmd verk eru vinsæl, eins og að sinna heimilis- störfum, borga reikninga og gerast skipu- lagður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu ekki of fljótur til að slá hugmyndir annarra af því ýmislegt gæti leynst í þeim þér í hag. Sýndu sveigjanleika. Ekki hika eða fálma. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Heimili, fjölskylda og hefðbundin gildi skipta þig miklu máli. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og þú skalt ganga fram fyrir skjöldu með sáttaboð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Flanaðu ekki að neinu, heldur tékkaðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þegar þú gríp- ur til aðgerða. Hnýttu lausa enda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhvers konar ringulreið leggst yfir umhverfi þitt í dag og þú átt fullt í fangi með að hafa þitt á hreinu. Auk þess ertu snill- ingur ef þú færð sjálfur að ráða för. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að reyna að hagræða vinnuumhverfi þínu þannig að þú getir verið sem mest út af fyrir þig í dag. Láttu samt öf- und annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það hefur ekkert upp á sig að ræða hlutina endalaust fram og aftur. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að breyta út af vananum á einhvern hátt í dag. Brosandi viðmót leiðir til stórkostlegrar vellíðunar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu daginn til þess að ræða við foreldra eða yfirboðara um það hvernig þú nýtir aðstöðu þína sem best. Einhver gæti tekið upp á því að nýta sér góðmennsku þína. Fokking kosningar,“ skrifaði Ólaf-ur Stefánsson. „Mikil firn eru þessi prófkjör hjá öllum flokkum. Eitt mesta ólán þessarar þjóðar er að fara í kosningar nú, þegar viðspyrna er til að gera vel við alla hópa þjóðfélags- ins og bæta innviði í staðinn fyrir að skipta út nær öllum mannskap á þingi og renna blint í sjó með nýja og óvana áhöfn sem hvorki kann á kompás né kabyssu. Svei, það er ekki von að lán sé yfir þessu brölti: Kvennaöldin kemst í strand, karlar taka af skarið. Heyrist út við svartan sand suðað lágt um „bræðraband“. Konum þykir „kynlega“ að farið.“ Á laugardaginn voru Staðarréttir í Skagafirði. Gústi Mar. orti: Trampólínin titra og ramba týnist hey af sléttunum. Fjárbændur úr flöskum þamba fullir syngja í réttunum. Þetta hreyfði við Ingólfi Ómari: „Vel á minnst nú eru réttir að hefjast, – þessa gerði ég einhvern tíma: Sungið var af miklum móð margan gladdi segginn. Ærið kenndur oft ég stóð upp við réttarvegginn.“ Ólafur Stefánsson hefur annað sjónarhorn: „Eitthvað hefur of- framboð á lambakjöti verið í um- ræðunni og margar ástæður verið tí- undaðar fyrir meintri sölutregðu og birgðum af þessum ágæta þjóðar- rétti. Sauðfé kemur feitt af fjalli, fagmenn velja ’ða. Þá er eftir annar hjalli, Það er að selja ’ða.“ Og Páll Imsland heilsaði Leirliði og minntist þess í fjallskilatíðinni á sunnudaginn að „Kristján í Stekk- holti var endurvakinn í gær eins og ávallt við réttir Tungnamanna. Þetta er drusla, þ.e.a.s. veraldlegur kveð- skapur sunginn við sálmalag. En þetta er meir, þetta er teygð og toguð limra. Hér er önnur óteygð sem vaknaði undir hinni. Hópast nú hundruð að réttum, heilsast og inna að fréttum, svo upphefja raust líkt og umliðin haust með andlitið afmyndað grettum.“ Ármann Þorgrímsson horfði á sjónvarpið: Greinilega önnur öld er og kröfur breytast. Fyrir því ég fann í kvöld, fannst ég vera að þreytast. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kosningum, réttar- deginum og sölutregðu Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ SÝNA FRUMKVÆÐI EF MIG SKORTI PENING, ÞANNIG AÐ ÉG SELDI BÍLINN ÞINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem elskar þig eins og þú ert. ÍÞRÓTTA- FÖT MANSTU Í GAMLA DAGA ÞEGAR OKKUR LEIDDIST ALLA DAGA? JÁ JÁ ÞETTA ER ALVEG EINS OG ÞÁ ÞAÐ ER GOTT AÐ VITA AÐ VIÐ KUNNUM ÞETTA ENNÞÁ ÞÚ ERT MAÐURINN SEGÐU KÓNGINUM AÐ ÉG SÉ KOMINN TIL ÞESS AÐ HEIMTA STÓRA VINNINGINN Í LOTTÓINU HANS! ERTU MEÐ VINNINGS- TÖLURNAR? UM 300 MENN! Víkverji mætir reglulega vörubíl-stjóranum knáa Sigga danska á ferðum sínum um höfuðborgar- svæðið. Bíllinn hans er vandlega merktur. Hefur raunar stundum furðað sig á yfirferðinni á kapp- anum. Á dögunum fékkst skýring á því. Víkverji mætti þá Sigga danska tvisvar á svo að segja sömu mín- útunni; á leið í gjörólíkar áttir. Siggi danski er með öðrum orðum fleiri en einn maður og jafnvel fleiri en tveir. Alltént fleiri en einn vörubíll og jafn- vel fleiri en tveir. Það skýrir yfir- ferðina. Víkverji hefur frá frumbernsku haft mikið dálæti á vörubílum og einkum og sér í lagi vörubílstjórum og fagnar því framtaki stéttarinnar að hafa nöfn bílstjóranna á skiltum í framrúðu bílanna. Eitthvað krútt- legt og persónulegt við það. Maður mætir þá ekki bara vörubíl, heldur Stjána, Bigga, Stebba eða Gísla. Á skemmtilegasta skiltinu sem Vík- verji hefur séð stendur skýrum stöf- um: Helvítis kallinn. Mætur spéfugl þar á ferð enda þótt Víkverji viti svo sem engin frekari deili á honum. Ætli hann sé skyldur Ljótu hálfvit- unum? x x x Haukar, sem flestir spá Íslands-meistaratitlinum í handbolta í vetur, fengu á lúðurinn í fyrsta leik sínum; gegn ÍBV. Aðeins eitt lið tap- aði með meiri mun í fyrstu umferð- inni; Afturelding, sem varð í öðru sæti mótsins síðasta vetur. Auðvitað er varasamt að lesa of mikið í þessi úrslit, mótið er rétt að byrja, en mögulega verður deildin samt jafn- ari en spekingar hafa gert ráð fyrir. Aldrei meira fjör en þegar allir geta unnið alla. x x x Víkverji sat hjá þegar Justin Bie-ber söng (eða ekki söng) fyrir æsku þessa lands í Kórnum á dög- unum enda enginn sérstakur aðdá- andi kappans. Þó ber að fagna því að hægt sé að halda svo stóra tónleika á Íslandi og ætti það að verða tón- leikahöldurum hvatning til að flytja fleiri stórstjörnur hingað upp á sker- ið í náinni framtíð. víkverji@mbl.is Víkverji Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. (Fil. 4:6)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.