Morgunblaðið - 13.09.2016, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8:30 - 17:00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn
SNÚNINGSLÖK
FYRIR BETRI
NÆTURSVEFN
Sérhæft fagfólk ráðleggur við val á hjálpartækjum,
hjúkrunar- og endurhæfingarvörum
Kíktu á úrvalið hjá okkur
eða í nýrri vefverslun okkar fastus.is
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Norska þjóðleikhúsið frumsýndi
nýja uppfærslu Þorleifs Arnar Arn-
arssonar á fimmtudagskvöld en
þetta var opnunarsýningin á Ibsen-
hátíðinni á stóra sviði leikhússins.
Um er að ræða sambræðslu á
Villiöndinni og
Fjandmanni
fólksins og er
undirtitillinn
Enemy of the
duck. Þegar
blaðamaður náði
tali af Þorleifi um
helgina var hann
kominn heim til
sín í Berlín og ný-
kominn af kraft-
lyftingaæfingu.
„Ég stunda kraftlyftingar. Þegar
maður er að vinna eins og ég er að
vinna, á stöðugu flakki og svo situr
maður mikið og er í flugvélum, þá
verður maður að vera í toppformi,“
segir Þorleifur sem byrjaði að lyfta
fyrir þremur árum.
„Þetta var auðveldara þegar mað-
ur var 25 ára og gat sofið þrjá tíma á
nóttu. Þegar maður keyrði yfir sig,
svaf maður vel eina nótt og allt
komst í lag. Ég er að setja að með-
altali upp um fjórar til fimm stórar
sýningar á ári. Ég er búinn að gera
þetta í átta ár meðfram því að ala
upp tvö börn og búa í einu landi og
vinna oft í öðru,“ segir Þorleifur sem
hefur hugsað sér að minnka vinnu-
álagið en þangað til þarf hann að
haga sér eins og afreksíþróttamað-
ur. „Passa svefninn, passa líkamann
og passa hugann,“ segir Þorleifur
sem fékk innblástur frá bandaríska
leikstjóranum David Lynch. „Hann
talaði um það að hann hefði ekki náð
í dýptina fyrr en hann fór að hug-
leiða, ég tengi við það,“ segir Þor-
leifur sem hugleiðir á hverjum degi.
„Ég hef verið að leita fyrir mér þar í
15 ár. Því meira sem maður stillir
rútínuna og líf sitt af til að veita
djúpinu í sjálfum sér farveg þeim
mun sterkari verður listin manns.“
Aðdragandinn að Ibsen-hátíðinni
hefur verið nokkur. „Ég hitti leik-
hússtjóra norska þjóðleikhússins
[Hanne Tömte] í fyrsta skipti þrem-
ur árum upp á dag fyrir frumsýn-
inguna. Við komumst mjög fljótt að
því að okkur langaði að gera eitt-
hvað saman. Hún flaug heim og sá
Engla alheimsins. Mér finnst alltaf
mjög flott þegar leikhússtjórar
skoða verkin manns og eiga í kjöl-
farið innihaldsríkari umræðu um
hvaða nálgun eigi að taka á verkið.
Við áttum síðan fund og ég sagði
henni að mig hefði lengi langað að
gera Ibsen og þá lá beinast við að
fara inn á Ibsen-festivalið. Hún upp-
lifir að ég sé leikstjóri sem er sterk-
astur á stórum sviðum og það hefur
sannað sig enda hef ég nánast bara
unnið á stórum sviðum síðustu sjö
ár. Þá kom ekkert annað til greina
en að ég myndi gera opnunarsýn-
inguna á stóra sviðinu hjá þeim,“
segir hann.
Út fyrir þægindarammann
Handrit leikritsins vann Þorleifur
í samvinnu við Mikael Torfason.
Leikmynd hannaði Vytautas Narbu-
tas og búninga Sunneva Ása Weiss-
happel en tónlist samdi Bjarni Fri-
mann. Þorleifur og Mikael slá
saman Tómasi Stokkmann úr
Fjandmanni fóksins og Gregers
Werle úr Villiöndinni, sem báðir
gera ófrávíkjanlega kröfu um að
leyndarmál verði afhjúpuð og upp-
lýst þó að það kosti miklar fórnir og
sársauka annarra.
„Það er undirliggjandi í dómunum
að svona Ibsen hafi gagnrýnendur
aldrei séð áður. Við erum að fara
mjög langt út fyrir þæginda-
rammann. Auðvitað er verið að taka
gríðarlega áhættu. En það er bara
oft þannig, rétt eins og þegar Borg-
arleikhúsið tók þessa stóru áhættu
með Njálu, að þegar opnað er fyrir
leið inn í nýtt og ókannað land geta
stórkostlegir hlutir gerst,“ segir
hann en Borgarleikhúsið uppskar
ríflega fyrir áhættuna en Njála sló
met og hreppti tíu Grímuverðlaun.
„Væri ekki meiri fölsun hvort sem
væri í Njálu á Íslandi eða Ibsen í
Ósló að setja hann upp eins og upp-
runalega var til ætlast? Þú værir þá
að setja upp sýningu þar sem allir í
nútímanum gætu bara horft til baka
í einhvers konar nostalgíu. Ég upp-
lifi að mörgu leyti að það sé miklu
meiri óheiðarleiki fóginn í því að
gera eitthvað eins og fólk hafi ætlast
til að það hafi átt að gera það fyrir
hundrað árum. Hvernig í ósköp-
unum eigum við að vita hvernig
áhorfendur upplifðu lífið fyrir
hundrað árum? Eigum við að setja
upp sýningar eins og þessar sem
fjalla um ofbeldi gagnvart börnum
og feðraveldið eins og menn litu á
hlutina árið 1890? Þá var bara allt í
lagi að berja konuna sína,“ segir
hann og útskýrir nánar.
Norska menningarelítan mætti
„Að því sögðu förum við töluvert
lengra en það. En ég hugsa aldrei
um hvort það sem ég er að gera sé
umdeilt eða ekki,“ segir hann en ein-
hverjir hefðu ef til vill fundið fyrir
pressu út af því að sýna Ibsen á
heimavelli frammi fyrir allri norsku
menningarelítunni.
„Þarna var menntamálaráðherr-
ann, formenn stóru stjórmálaflokk-
anna, stjórnendur stóru festival-
anna, óperustjórinn, þjóðleikhús-
stjórinn og öll menningarelíta
landsins var mætt. Og ég var eini
gaurinn sem hafði ekki hugsað út í
það að þetta væri stærsti list-
viðburðurinn í Noregi. Ég var bara
að gera leikverk. Maður verður að
fókusera á listina, hitt er bara
hjóm.“
Þetta fór nú þannig að Þorleifur
fékk standandi uppklapp að sýningu
lokinni þannig að viðtökurnar voru
góðar. „Það var mikil stemning á
forsýningunni en ég hafði haldið að
fólk yrði aðeins hófstilltara á frum-
sýningunni en það var alveg brjál-
æðisleg stemning.“
Áleitnar spurningar
„Ég byggi sýninguna upp þannig
að frægustu tragedíu Norðmanna
byrja ég eins og gróteska kómedíu.
Síðan verður verkið þyngra og
þyngra.“
Sviðsljósinu er beint að áhorf-
endum og þeir fá að glíma við áleitn-
ar spurningar. „Það er móment í
verkinu þar sem verið er að klappa
fyrir því hvað Noregur er frábært
land. Þá stoppar sýningin og áhorf-
endur eru spurðir að því hvað það
eigi að þýða að klappa,“ segir hann
en spurt er hvort það sé ekki tví-
skinnungur að klappa því Noregur
sé einn stærsti innflytjandi á raf-
magnsbílum í heiminum um leið og
landið sé einn stærsti olíu-
framleiðandinn.
„Þau vilja búa í græna landinu
sínu og drekka grænmetisdjús á
meðan börnin deyja annars staðar
og mengunin á sér stað í Austur-
Evrópu,“ segir hann.
„Af því að skemmtanaiðnaðurinn
sprettur úr listum búum við á tímum
þar sem listin er sett undir gildismat
skemmtanaiðnaðarins. Ég lít á það
sem skyldu mína, ef ég er ráðinn til
að gera eitthvað svona, að fara með
það alla leið og verða þessi rann-
sóknaraðili sem listin á að vera,“
segir hann og útskýrir nánar: „Það
þarf að spyrja óþægilegu spurning-
anna. Það er mitt hlutverk, til þess
er ég ráðinn. Ég þarf líka að gera
áhugavert verk og fólk þarf að geta
tengt við hlutina. En fyrsta skylda
mín er við listina sjálfa og rannsókn-
ina á samfélaginu.“
Kominn tími á konurnar
Næst á dagskrá hjá Þorleifi eru
tvö Shakespeare-verk, Óþelló og
Hamlet í Dresden og Hannover og
er vinnan við Óþelló nú þegar hafin.
„Síðan kem ég heim og geri
skemmtikvöld með Adolf Hitler í
Þjóðleikhúsinu,“ segir hann og á þar
við Aftur á kreik, sem frumsýnt
verður á Stóra sviðinu 22. apríl 2017.
„Síðan kem ég hingað út og geri
Siegfried, hluta af Niflunga-
hringnum eftir Wagner og eftir það
er ég farinn í langt frí,“ segir Þor-
leifur. „Frá Njálu til Siegfried verð
ég búinn að skoða karlmennsku frá
öllum hliðum. Þá verður kominn tími
til að skoða konurnar. Þá held ég að
ég verði að fara að snúa mér að
Nóru, Heddu Gabler og Antigónu.“
Rannsóknarskylda leikstjórans
Áleitinn bræð-
ingur Kraft-
lyftingar og
hugleiðsla til
heilsubótar
Ljósmynd/Øyvind Eide-Nationaltheatret
Heimur Þorleifur nýtur sín á stóru sviði. Leikmynd hannaði Vytautas Narbutas og búninga Sunneva Weisshappel.
Þorleifur Örn
Arnarsson
Sýningin hefur fengið góða dóma í norskum
fjölmiðlum og fimm stjörnur í VG, Dagbla-
det, Aftenposten og Dagsavisen.
VG segir sýninguna hafa eitthvað draum-
kennt við sig, sem minni á kvikmyndagerð-
armanninn Baz Luhrmann og gefi áhorfand-
anum virkilega eitthvað safaríkt til að japla
á. Þar segir líka að sýningin sé skemmtileg.
Ennfremur að í þessari nálgun á verkunum
komi afstaða Ibsens skýrt fram í sýning-
unni.
Gagnrýnandi Aftenposten segist hafa
orðið vitni að mikilli veislu.
Í Dagsavisen stendur að fantasían eigi sér engin takmörk í þessum ís-
lenska Ibsen-leik en alvaran sé hinsvegar aldrei langt undan.
Í sama anda talar Dagbladet um töfrandi súrrealisma.
Safarík og skemmtileg
GÓÐIR DÓMAR Í NORSKUM FJÖLMIÐLUM
Leikarar Kjersti Tveterås og
Mads Ousdal.