Morgunblaðið - 13.09.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 13.09.2016, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Mér þykir þetta mikill heiður hvað Íslendingar sýna tónleikum mínum mikinn áhuga. Það er orðið nokkuð síðan ég var hér síðast og það er yndislegt að fá svona hlýjar mót- tökur,“ segir norska söngkonan Sis- sel Kyrkjebø sem heldur þrenna tónleika í Eldborg í Hörpu í desem- ber. Upphaflega stóð til að Kyrkjebø syngi á aðeins einum tónleikum, 11. desember, en þar sem þeir miðar seldust upp á örskotsstundu var ákveðið að bæta við aukatónleikum þann sama dag. Þeir miðar fóru einnig fljótt svo nú hafa þriðju tón- leikarnir verið settir á dagskrá; 12. desember. Miðasala á þá tónleika hefst fimmtudaginn 15. september. Kyrkjebø segir það forréttindi að fá loksins að sjá Ísland í grænum lit- um, með laufguð tré en hún er stödd hérlendis til að sinna kynningar- starfsemi og hitta fjölmiðla fyrir tón- leikana í desember. „Í Noregi er afar heitt núna, 24 stiga hiti og yfir, sem er mjög óvenjulegt fyrir þennan árstíma en það er búið að vera mjög heitt í Nor- egi í allt sumar. Það er því gott að komast hingað í aðeins „eðlilegra“ og kaldara loftslag og ekki síst að fá að sjá Ísland á öðrum árstíma. Í þessi þrjú skipti sem ég hef komið hingað hefur það alltaf verið í des- ember, þótt ég reyndar kunni ekki síður að meta Ísland í þeim skrúða,“ segir söngkonan og bætir við að hún sé alltaf á leiðinni hingað til lands með dætur sínar í ferðalag. „Ísland hefur svo ótrúlega mörg sérkenni sem hafa alltaf sterk áhrif á mig þegar ég kem hingað og veita mér mikinn innblástur. Fyrst og fremst er það þessi ótrúlega náttúra en það er líka fólkið sjálft og um- hverfið; tískan, hönnunin, allt þetta sem er að gerast hjá ykkur í menn- ingunni.“ Hvað geturðu sagt komandi tón- leikagestum um hvernig tónleikum þeir mega eiga von á í Eldborg? „Þessir tónleikar eru nokkuð ólík- ir þeim sem ég var með síðast árið 2012. Ég byrjaði með þessa dagskrá í Noregi fyrir um fjórum árum og í stað þess að blanda saman jóla- tónlist og klassískri tónlist er þetta blanda af jólatónlist og sálartónlist og gospel. Þetta eru samt fyrst og fremst jólatónleikar og fyrir mér snúast jól- in um hefðir, gleði og hamingju. En einnig það að líta til baka; hugleiða hvað hafi gerst á árinu. Sjálf fer ég yfir það í huganum á aðventunni hvernig árið var, hugsa til þeirra sem mér þykir vænt um, fólks sem er kannski ekki lengur meðal okkar. En svo hefur maður orkuna og spennuna og allt það sem fylgir jól- unum þegar maður er barn. Ég reyni að blanda öllum þessum tilfinningum inn í tónleikana og klassísku jólalögin kalla þetta allt fram en líka sálartónlistin sem er svo hjartnæm.“ Þrír sálarsöngvarar frá London munu koma fram með Kyrkjebø en það eru þeir Wayne Hernandez, Sam White og Phebe Edwards en þeir hafa allir sungið með stjörnum á borð við Tinu Turner, Duran Dur- an, Annie Lennox og Adele. „Þeir eru frábærir söngvarar en ekki síðri félagar. Þessi blanda af norrænum óm jólalaga og ensk- amerískri sálartónlist er virkilega góð og hefur mælst vel fyrir hjá tón- leikagestum síðustu árin. En það eru engir jólatónleikar í mínum huga án „Heims um ból“ og klassísku perl- anna.“ Þá mun hinn 18 ára gamli tenór Ari Ólafsson syngja dúett með Kyrkjebø en síðast þegar hann söng með stórsöngkonunni var hann 14 ára gamall drengjasópran. Íslend- ingar þekkja Ara að góðu – til að mynda úr söngleiknum Oliver þar sem hann söng titilhlutverkið árið 2009. „Ég hlakka mikið til að hitta Ara, af myndum að dæma er hann orðinn talsvert hávaxnari og ég er nýlega búin að heyra hann syngja og röddin hans er ótrúleg! Það er gaman að fá að fylgjast með svona hæfileikafólki þroskast og þróast og fá tækifæri til að syngja með honum núna full- orðnum.“ Kyrkjebø segir að það að koma fram fyrir hóp fólks sem er komið til að hlusta á hana syngja sé eitt það besta sem hún geri. Síðast þegar hún var á Íslandi segist hún hafa skynjað vel að tónleikagestir kunnu þá list að gleyma öllu amstri og njóta stundarinnar. „Það var eitthvað einstakt við það að syngja í Hörpu. Maður nær einkar góðu sambandi við áheyr- endur í þessu rými, næstum eins og maður sitji úti í sal hjá þeim. Að syngja fyrir fólk á aðventunni er eilítið öðruvísi en að syngja á öðr- um árstíma. Fólk vill finna að jólin séu nær eftir tónleika á þessum árs- tíma, fá forsmekk af hátíðarkyrrð- inni og jafnvel komast alveg í jóla- skapið. Það er það sem er svo frábært við tónlist. Maður getur ver- ið í afar litlu jólaskapi en hlustað á ákveðna tónlist og hugarástandið verður allt annað.“ Margir hafa það fyrir venju að fara á jólatónleika í desember en hvað með Kyrkjebø sjálfa? Er eitt- hvað á aðventunni sem hún heldur alltaf í heiðri? „Já. Ég hreinlega verð að baka. Hins vegar er oft svo lítill tími því ég er að syngja á svo mörgum tón- leikum í desember að það gefst ekki tími til þess svo ég enda oft á að baka á jólakvöld. Að fara í messu færir mér líka alltaf jólin. Dætur mínar eru hins vegar vanar að ferðast um allar trissur með mér í desember á tónleikaferðalögum og fyrir þeim eru það eiginlega jólin. Þegar ég tók mér smá pásu og söng ekkert í desember einu sinni fannst þeim sárlega eitthvað vanta,“ segir Kyrkjebø en dagskráin í ár er afar þétt og ekki aðeins á Íslandi þar sem fólk bíður í biðröðum eftir að fá miða á tónleika hennar. Hún segir að þeg- ar vertíðinni í desember ljúki upplifi hún þó alltaf smá söknuð. „Hópurinn er svo samrýndur, eins og fjölskylda sem nýtur þess að vera saman á aðventunni. Við erum glöð að fara í frí en erum líka sorgmædd yfir því að þurfa að kveðjast.“ Morgunblaðið/Eggert „Ísland hefur svo ótrúlega mörg sérkenni sem hafa alltaf sterk áhrif á mig þegar ég kem hingað og veita mér mik- inn innblástur,“ segir norska söngkonan Sissel Kyrkjebø sem syngur á þrennum tónleikum í Hörpu í desember. Ísland veitir mik- inn innblástur  Sissel Kyrkjebø segir einstakt að syngja í Hörpu Kvikmyndin Eiðurinn skilaði mest- um miðasölutekjum af þeim kvik- myndum sem sýndar voru um helgina í bíóhúsum landsins. Alls sáu tæplega 9 þúsund áhorfendur myndina um helgina sem skilaði tæpum 13 milljónum íslenskra króna í kassann. Myndin fjallar um hjartaskurðlækninn Finn sem grípur til örþrifaráða þegar hann kemst að því að dóttir hans er komin í neyslu eiturlyfja. Leik- stjóri er Baltasar Kormákur sem sjálfur fer með hlutverk Finns, en í öðrum lykilhlutverkum eru Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garð- arsson. Næstmestum tekjum helgarinnar skilaði sannsögulega hasarmyndin War Dogs, en rúmlega 10.600 áhorfendur hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd fyrir tveim- ur vikum og hefur það skilað tæp- um 14 milljónum í tekjur. Bíóaðsókn helgarinnar Dramatík Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum í myndinni Eiðinum sem dóttirin og kærasti hennar sem er þekktur dópsali. Eiðurinn beint á toppinn Eiðurinn Ný Ný War Dogs 1 2 Mechanic: Resurrection Ný Ný Secret Life of Pets (Leynilíf gæludýra) 2 6 Robinson Crusoe 3 2 Kubo og strengirnir tveir Ný Ný Suicide Squad 6 6 Níu Líf (Nine Lives) 7 3 Bad Moms 9 6 Pete´s Dragon 12 4 Bíólistinn 9.–11. september 2016 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 86. sýn Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Lau 17/9 kl. 20:00 87. sýn Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Sun 18/9 kl. 20:00 88. sýn Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 20:00 8. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar NJÁLA – ★★★★ „Unaðslegt leikhús“ S.J. Fbl Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.